Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Side 40
VELDU ÞAÐ RÉTTA - FÁÐU ÞÉR I CLOETTA umboðið. Sími 20350. Fást hjá flestum úrsmiðum ■ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1982. Feikilega mikil þátt- takaá Blönduósi — íprófkjöri sjálfstæðismanna í Norðurlandi vestra Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra hófst á laugardaginn. Stendur þaö fram á þriöjudag. Fyrstu tvo kjördagana var prófkjöriö opið öllum stuönings- mönnum Sjálfstæöisflokksins en síöari tvo einungis flokksbundnum sjálfstæðismönnum. Þátttaka í próf- kjörinu hefur veriö mjög góð og sér í lagi feikilega mikil í Blönduósi og nærsveitum. Eftir tvo fyrri kjördagana höföu u.þ.b. 1260 manns kosið. 330 höföu kosiö á Blönduósi, 200 á Siglufiröi, 85 á Skagaströnd, 70—80 á Hvamms- tanga og 75 á Laugabakka. DV tókst ekki að afla talna frá þremur litlum kjörstöðum í Austur-Húnavatns- sýslu. ás. 8%hækkun r r m _■ a afengi og tóbaki Otsölur Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins veröa lokaöar í dag vegna verðhækkunar, sem nemur 8%. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að íslenskt brennivín hækkar úr 261 kr. í 282 kr. og rússneskt vodka hækkar úr 364 kr. í 393 kr. Hvítvíns- flaska af tegundinni Liebfraumilch hsritkar úr 91 kr. í 98 kr. og St. Emilion rauðvín hækkar úr 92 kr. í 99 kr. Pakki af Winston eöa Camel sígarettum kostar nú 28.90 í staö 26.75 áöur. PÁ Leki íÁsþóri RE Leka varö vart í togaranum Ásþóri RE sem lá við festar hjá Granda- garöi um helgina. Slökkviliöið var kallað á vettvang og tókst því aö stööva lekann. Var þá mikill sjór kominn í lestar og vélarrúm skips- ins. Þurfti þrjá tíma til aö dæla hon- um úr skipinu. Skemmdir vegna lek- ans eru óverulegar. Talið er aö loki í vélarrúmi hafi gefið sig og þannig hafi sjór komist inn í togarann.-SER. LOKI Afþátttöku í kratakjörínu að dæma er Ijóst að sigur- vegarinn er Vilmundur Gylfason. „Pólitíkin er þess virði að takast á við” Jóhanna Sigurðardóttir óskar Jóni Baldvini Hannibalssyni til hamingju með hlut- verk forystumanns flokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. D V-m ynd Einar Olason. — sagði Jón Baldvin ,,Ég tók þessa prófkjörsbaráttu mjög alvarlega og lagði mína pólitík fram fyrir fóik, meöal annars á einum þrjátíu vinnustaöafundum. Þær viötökur sem ég fékk þakka ég sigur minn,” sagöi Jón Baldvin Hannibals- son í gærkvöldi, eftir að ljóst var aö hann skipar forystusæti Alþýðuflokks- ihs í Reykjavík fyrir næstu alþingis- kosningar. „Eg fann það á þessum fundum, er ég sótti í prófkjörsslagnum, að almenningur er vakandi fyrir stjóm- málum og er vel inni í því sem er aö gerast. Eg var spurður í þaula og inntur um leiðir út úr þeim ógöngum sem efnahagslíf okkar hefur rataö í og ég lagði lausnir mínar á boröiö. Ég fann á þeim viötökum sem ég fékk hjá fólkinu aö pólitík er þrátt fyrir allt þess viröi aö takast má á viö hana,” sagöi JónBaldvin. -SER Úrslit í próf kjöri Alþýðuf lokksins í Reykjavík JÓN BALDVIN „Ut ekki á úrslitin sem nemn VARD EFSTUR ósigur” - sagði Jóhanna —um þrjú hundruð atkvæðum hærri en Jóhanna Sigurðardóttir sem lenti í öi Jón Baldvin Hannibalsson reyndist sigurvegari í prófkjöri Alþýðuflokks- ins í Reykjavík fyrir komandi alþingis- kosningar. Hann hiaut átta hundruð sextíu og þrjú atkvæöi í fyrsta sætiö. Næstur J óni aö atkvæöum var J óhanna Siguröardóttir meö fimm hundruð sjötíu og níu atkvæöi í fyrsta sætiö. Bjami Guðnason varö þriöji meö þrjú hundruð atkvæöi. I fjóröa sæti hafnaöi Agúst Einarsson meö þrjú hundruö þrjátíu og eitt atkvæöi, en hann bauö sig fram í annaö til f jórða sæti í próf- kjörinu. Alls kusu nítján hundmö og einn í prófkjöri flokksins, en þaö fór fram á laugardag og sunnudag. Hundraö fimmtíu og einn þeirra skiluöu ógildum kjörseðlum. Atkvæöisrétt höföu allir Reykvíkingar sem náö höfðu átján ára aldri og ekki voru bundir öömm stjórn- málaflokkum þegar kosning fór fram. Að mati alþýðuflokksmanna, sem fylgdust meö talningu atkvæða í gær- kvöldi, er þetta léleg þátttaka, en þess má geta að hátt í þrjú þúsund manns kusu í prófkjöri flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Prófkjörskosningin um helgina er ekki bindandi um efstu sæti listans nema fyrir Jóhönnu í annað sætiö. Ekkert fordæmi er þó fyrir því aö niðurstöðum prófkjörs hafi veriö breytt í fyrri prófkjörum Alþýöu- flokksins. -SER. Fjórða Flugleiðamótið: Búnaðarbankinn sigraöi DV hreppti 3. sæti Skáksveit Búnaðarbanka Islands sigraöi á 4. skákmóti Flugleiða, sem haldiö var um helgina. Annað sæti hrepptu Ríkisspítalarnir og þriöja sæti vann skáksveit DV eftir langa og stranga keppni viö sveit gestgjaf- anna. Lokaniöurstaöanvaröþessi: 1. Búnaöarbanki 58,5v, 2. Ríkis- spítalamir 56,5v 3. DV 54 v, Flugleið- ir 53,5v, 5. Skákfélag Akureyrar48 v, 6. Verkamannabústaðir Rvk 45 v, 7. -8. OtvegsbankiogLandsbanki43, 5v. Sigursveitina skipuöu Jóhann Hjartarson, Bragi Kristjánson og Hilmar Karlsson en teflt var á þrem- ur borðum. Frammistaða tveggja efstu sveita var ekki óvænt því þær hafa veriö frekar til verðlaunasætanna undan- farin ár, en sú sveit sem kom öllum á óvart aö þessu sinni var sveit DV. Hún var treg í gang og haföi aðeins náð 8v eftir 5 umferöir, langt á eftir efstu liöum, en tók þá á rás upp stiga- töfluna og lagði næstu 5 andstæðinga sína meö 3—0, þar á meðal sveitir Búnaöarbankans og Ríkisspítalanna og sveit Flugleiöa vann hún meö 2— 1. En ekki hrökk þessi leiftursókn til þess aö vinna upp forskot efstu iiöa. Af fyrsta borös mönnum varð Jón L. Ámason DV, langefstur meö 21,5v á ööm boröi fékk Dan Hansson, Ríkisspítölunum 20,5v, einum vinn- ingi betur en næstu menn, þeir ögmundur Kristinsson DV og Bragi Kristjánsson Búnaðarbankanum. A þriðja borði varö efstur Róbert Harðarson, Ríkisspítölum, með 20v. Alls tóku 24 sveitir þátt í mótinu aö vanda, skákfélög, fyrirtæki og stofnanir, þar af 8 utan af landi. Þetta árlega skákmót Flugleiöa nýtur mikillar hylli skákmanna, fjöl- margir af sterkustu skákmönnum, landsins etja kappi á 1. borði; á 2. borði tefla aö jafnaði allsterkir menn en á því þriðja blómstrar kaffihúsa- stíllinn meö hamagangi og mann- fórnum. BH f - : „Ég er sárust út í þaö hversu lítil þátttaka var í þessu prófk jöri. Hún var langtum minni en ég bjóst viö. Hvað niðurstöður talningarinnar snertir, þá vona ég bara aö hún veröi flokknum til góös,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir, en hún hafnaöi í ööm sæti í prófkjör- inu, tæpum þrjú hundmö atkvæðum á eftir JóniBaldvini. „Ég lít ekki á þessi úrslit sem neinn ósigur fyrir mig eöa mína fylgismenn. Ég var með hæstu atkvæðatöluna, bæöi samanlagt og í fyrstu tveimur sætunum. Aö því leyti eru úrslitin per- sónulegur sigur. Ég legg ótrauð út í baráttu sem annar maður á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosning- ar. En Jón má vara sig að fjómm árum liönum. Þaö kemur prófkjör eftir þetta prófkjör,” sagöi Jóhanna. -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.