Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Síða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. 7 Neytendur Neytendur Skemmtiatríðiö umrætt laugardagskvöld i Broadway var það sem nefnt var Broadway-ballett. Þar var Steve Fant einn aðaldansarinn. Sést hann hér í einu atriöa ballettsins. DV-mynd: EinarOlason. Óánægja með aðgangseyri í Broadway Fullur aðgangseyr- ir fram að lokun — þó að skemmtiatriðum sé lokið „Okkur hérna á Verðlagsstofnun f innst það mjög óeðlilegt ef f ólk er látiö greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki, eins og virðist vera í þessu til- felli,” sagði Jóhannes Gunnarsson, fulltrúi verðlagsstj óra. Hingaö hafði hringt kona sem fór á skemmtistaðinn Broadway á laugar- dagskvöldið fjrir rúmri viku. í inngangseyri var henni gert að greiða 75 krónur. Var henni sagt að skemmti- atriði gerðu þetta háa verð. En þegar inn var komið var ljóst að skemmti- atriðum var öllum lokið. Konan hafði beöið dyravörð um kvittun fyrir aðgangseyri en verið neitað, haföi aöeins fengið kvittun fyrir rúllugjaldi upp á 25 krónur (rúllugjaldiö er reyndar komið upp í 30 krónur). Þótti henni þetta að vonum mjög óeðlilegt. „Verðlagsstofnun eru alltaf að ber- ast kvartanir í svipuðum dúr vegna Broadway,” sagði Jóhannes. „Þess vegna erum við núna að gefa út skýr- ari reglur um upplýsingar þegar aðgangseyrir er hækkaöur. I fyrsta lagi segir í þeim að skylt sé að láta standa á skilti á greinilegum stað utan á húsinu verð aögangseyris. I ööru lagi að eftir að skemmtiatriðum er lokið megi aðeins innheimta rúllugjald. Og í þriðja lagi að ef um hækkaðan aðgangseyri er að ræða skuli véitinga- húsin auglýsa þaö fyrirfram og geta umverð.” Á þessu umrædda laugardagskvöldi lék hljómsveit fyrir dansi í Broadway. Eg spuröi Jóhannes hvort það væri næg ástæða til aö halda aðgangseyrin- um þetta háum þó að skemmtiatriöi væru búin. Hann sagði svo ekki vera. Hér í bæ væri fjöldi skemmtistaða sem ævinlega væru með hljómsveit og seldu ekki dýrara inn fyrir það. For- ráðamenn húsanna yrðu að ákveða það hvort þeir vildu hafa hljómsveit eða ekki, án þess að fá meira fyrir það. -DS IKÁIA Hillu skilveggir Skála-hilluskilveggirnir bjóða upp á ótrúlega mikla möguleika í uppröðun. I skilveggina er hœgt að fá skápa, hillur og blómakassa eftirþörfum hvers og eins. Sendum um allt land\ góð greiðslukjör. Ath. Veggimir eru mjög auð- veldir í uppsetningu. £5* HÚSGÖGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 CORNING úr frystikistunnibeintíofninn, á eidavéiina eða í örbyigiuofninn EINUIMGIS HAGÆÐAVARA FRA USA 7 OG BEINT Á BORÐIÐ OPIÐ LAUGARDAGA 10-12 ASTRA SÍÐUMÚLA 32 - SÍMI 86544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.