Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Síða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. 15 g Menning Menning meinsrannsóknar. Henni finnst sér hvarvetna ofaukiö um leið og hún getur ekki lengur lifaö í öörum fjöl- skyldumeðlimum. Sjálfri sér týnd ráfar hún um bláókunnug kona í heimahögum, manneskja sem misst hefur hlutverk og þar meö sinn til- gang. Sögurnar sem hér hafa veriö nefndar eru f jarskalega vel unnar og birta alla bestu kosti Svövu. Gallinn er bara sá að þær segja ekkert nýtt. Viö höfum lesið þær áður í öörum orðum. Svava er eins og fangi þeirra texta sem hún hefur áöur samiö, hugsun hennar orðin aö klisju. Því er líkast aö furöuraunsæi hennar hafi falliö inn í sjálft sig og hún megni ekki aö beita því á nýjan efnivið. Sem er illt þvi að þessi frásagnar- tækni býr yfir ótal markmiðum og leiðum. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að hún rýfur ekki skilveggi hversdags-raunsæis og fjarstæðu nema í tveim sögum bókarinnar. Snjólukt veröld Svava er nýrri í sögum á borð við Veisluglaum hf., Ferðamanni og Sundi. Þar fjallar hún með raunsæislegum hætti um almenna reynslu á varfærinn og látlausan en djúptækan hátt. Þessi verk fjalla hvert með sínum hætti um einangrun og ástleysi, lífslygi og dauöa. Veisluglaumur hf. minnir að ýmsu leyti á Hégóma, þá frægu sögu Halldórs Stefánssonar. Þetta er smælingjasaga um einmanaleik og niðurlægingu gamallar konu sem má muna fífil sinn fegurri. Hún er hálf örvasa einstæðingur og lifir nær bjargarlaus í snjóluktri veröld. Dögunum eyðir hún í aö safna auglýsingum úr dagblaöi. Sérlega höfðar tilkynning frá Veisluglaumi hf. til hennar, vekur óra um mann- fagnað, samveru og gleði: „Gátu þeir ekki allt eins átt von á að hún hringdi eins og hver annar?” (63) Auövitað ekki! Örlítið atvik verður til að sundra þessari grátbroslegu sjálfsmynd og opna augu hennar fyrir þeirri miskunnarlausu stað- reynd að hún er ein og ekki neitt. Líf hennar er snjór í myrkri. Hið sama má segja um sögu- hetjuna — sem nú er karlmaður — í Ferðamanni. Hún lifir einnig í luktum heimi — en sökin býr í hennar eigin brjósti. Hún heldur sig þekkja mennina en er í raun fórnar- lamb lygi og lífsflótta. Atvik á ferða- lagi veldur því að hún sér sjálfa sig eins og hún er: mynd á auðu, hvítu tjaldi! Lífslygin bíður ósigur fyrir lífinu sjálfu sem fossar inn í vitund hennar og kveikir angist og öryggis- leysi. Þessi breytta vitundkristallast í lokaorðum smásögunnar: „Orðlaus starði hann í augu Bækur Matthías ViðarSæmundsson þeirra. Osjálfrátt tók hann eitt skref aftur og varð fótaskortur í hrauninu. Steinnibba skarst inn í hold, sársauk- inn skar vitund hans og stóð í honum eins og fleygur meðan hann reyndi að hörfa með virðuleik í ósléttu grjótinu.” (29). Kvíði og dauði Sund er að mínum dómi ein áleitn- asta saga bókarinnar. Höfundur gæðir hana miklu lífsmagni með táknrænni hliðskipan atriöa og breyttri endurtekningu. Allir hlutar hennar starfa saman svo úr verður heilsteypt og áhrifamikið listaverk. Þetta er ljóðræn saga um til- finningu: Kvíðann. Ungtelpa horfist í augu við dauðann í fyrsta sinn. Amma hennar er að deyja. Dul- kynjuð spenna heltekur telpuna, órætt aðdráttarafl mætir angist í fylgsnum hugans. I Sundhöllinni kallar dauðinn í mynd vatnsins. Hann seiðir og hrindir í senn. Hví ekki láta sig sökkva í djúpið í sátt við vatnið? Það leiddi stríðið og kvíðann til lykta. En algleymiö rofnar og stúlkan lifir sig í uppreisnarstríði ömmusinnar: /.. ./ í skelfingu barðist hún um í vatninu, sparkaði frá sér hyldýpinu og þegar hún sá kreppta fingur sína rísa bjargarvana upp úr vatninu endurómaði í höfði hennar rödd ömmu hennar: Ég skal strax.. . .”(82) Og viljum við ekki öll.. ..? Bölmóður Sögur Svövu skiptast mjög í tvö horn eins og fyrr segir. I annan stað fjallar hún um almennan tilvistar- vanda nútímafólks: einmanaleik og sambandsleysi, tómleika og lífslygi. Hins vegar gengur hún í fótspor sjálfrar sín og gagnrýnir þá hug- myndafræði sem um aldir hefur fjötrað kvenkynið í hlutverkum móður, húsmóður og ástmeyjar. Myndin sem hún dregur upp er dökk og fátt um úrræði. Þó að birti ögn til í lokasögu bókarinnar er lífsýn hennar neikvæð og greinilega dimmt fyrir sjónum höfundar. — Og líklega þurfum viö á slíku að halda til aö rumska. Lokaorð Það er ekki mikill nýjablær í bók Svövu en samt er mikill fengur að henni. Enn einu sinni sannar Svava að fáir standa henni jafnfætis í smá- sagnalist. I örfáum dráttum kemur hún oft langri sögu til skila á máli sem er vísvitað og ljóst en rnn leið táknauöugt og margrætt. Leikni hennar birtist ekki síst í upphafs- orðum sagnanna sem oft spegla verkin í heild sinni. Gott dæmi er byrjun Veisluglaums hf.: „Sólin skein enn á snjóruðningana á gangstéttunum en í huga gömlu konunnar hafði tekið fyrir alla birtu.” (55). FAM RYKSUGUR Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. \Þetta er bara \ smás ýnishorn \af úrvalinu. íþróttagaHar Stærðir: small og medium. Verð kr. 848. Hvít blússa með dökkbláum röndum og dökkbtáar buxur Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44, sími 11783. 2. Ijóstinjn/dökktanjn 220x240 cm. 1.090 kr. 180 x 240 cm 855 kr. 4. brúnJljósbtMk/ljós 220x240 cm 1.090 kr. 5. Ijósbrúnldökkbr. 220 x 240 cm 1.090 kr. bleikJljósbl. 180 x 240 cm 855 kr. 13. bli, Ijöchrún, 220x240 cm 1.590 kr. 18. brúnj^és, 150x220 cm 615 kr. 14. Ijúcbrún. bWk. 220x240 cm 1.590 kr. 19. brúi/ljós. 150 x 220 cm 615 kr. 15. blá. Ijósbrún, 220x240 cm 1.590 kr. 20. brún/ljós. 150 x 220 cm 615 kr. 16. brún, Hbblá. 220 x 240 cm 1.090 kr. 17. brún/ljós, 180 x 220 cm 855 kr. Sendum í póstkröfu. INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK, SIMI. 81144 OG 33530 Sérverzlun með rúm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.