Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Page 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. Spurningin Hvaða tónlist finnst þér skemmtilegust? Jöna Soffía Þórðardóttir, húsmóðir í sveit: Alls konar tónlist. Létt popptón- list er skemmtileg. Nei, ég á enga uppáhaldstónlist. Sigurjóna Sigurjónsdóttir, húsmóðir í sveit: Mér finnst létt klassisk tónlist skemmtilegust en á ekkert sérstakt uppáhald. Popptónlist er í lagi en ekki nútímaframúrstefnutónlist. Ég er ekki hrifin af henni. Páll Agnarsson fasteignasali: Eg hef voðalega gaman af tónlist, flestri tón- list, klassískrí og poppi. Nei, ég get ekki sagt aö nein sé skemmtilegust. Una Gunnarsdóttir húsmóðir: Bara allra handa. Létt íslensk, sígild tónlist og íslensk sönglög. Ég á marga uppá- haldssöngvara, islenska. Og svo er þetta allt gott hvað með öðru. Helga Gunnarsdóttir sníðakona: Popp, bara allt sem hejrist yfirleitt. Queen er uppáhaldshljómsveitin mín. Hér heima Bubbi Morthens og Ego. Nýja platan þeirra er nokkuð góð. Guðiaug Jónasdóttir húsmóðir: Ja, það er svo margt sem kemur til. Eg vil hafa eitthvað mjög létt og skemmti- legt. Harmóníkulög til dæmis. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Til Sunnlendinga: Byggjum nýja álmu við Sjúkrahús Suðurlands Halldór Hafsteinsson, Selfossi, skrifar: Við Sunniendingar höfum ekki borið gæfu til að geta státað af stór- hug og framsýni í sjúkrahúsmálum héraðsins. Við höfum til skamms tíma og um margra áratuga skeið notast við gamalt og hrörlegt íbúðarhús á Sel- fossi sem sjúkrahús. Hús, sem öllum hefur komiö saman um að væri alls óhæft til þeirra nota. En nú er þetta hús allt í einu orðið öllum húsum betra, þegar þröngva skal upp á okk- ur Sunnlendinga einni bráðabirgða- lausninni enn í sjúkrahúsmálunum. Nú skal gera þetta gamla hús upp fyrir milljónir króna og láta þangaö síöan gamait fólk og langlegusjúkl- inga. Sárast er að fyrir þessu munu standa svokallaðir forráðamenn okk- ar Sunnlendinga heima í héraði. Já, því miður eru þeir margir sem unna svo fast hinu fúna og feyskna og trúa ekki á að neitt annað og nýtt geti ris- ið upp í staöinn. Eg held að við Sunn- lendingar höfum ætlast til meiri stór- hugar og framsýni af forustumönnum okkar en að þeir færu kannski aö tef ja fyrir byggingu nýrrar álmu viö Sjúkrahús Suður- lands með slíkum óráðsverkum. Lágmarkskostnaður samkv. úttekt byggingameistara á gamla húsinu var á sL vori áætlaöur ein milljón króna. Þar í var aðeins það sem bráðnausynlegt varð að gera. Engar breytingar sem óhjákvæmlega verð- ur aö gera voru þar í reiknaðar t.d. lyfta sem koma yrði í húsið, en hún mun kosta í kringum eina og hálfa milljón. Auðséð er þvílík reginfirra það er að ætla að kasta ómældu fjár- magni í þetta hús. Og eitt er hægt aö fullyrða, ef slíkt verður látið gerast mun þetta ekki verða nein bráðabirgðalausn heldur mun hús þetta standa þama og starfa um næstu áratugi sem minnis- varði um skammsýni okkar Sunn- lendinga í sjúkrahúsmálum. Sunnlendingar, tökum nú höndum saman og sýnum að enn sé til fólk í héraði sem hefur þor og áræði til að bera. Tökum höndum saman og hefj- umst handa með söfnun líkt og Kópavogsbúar gerðu er þeir reistu hjúkrunaiheimili aldraöra. Hefjumst handa um byggingu nýrrar álmu við Sjúkrahús Suðurlands. Eg skora á allar sunnlenskar konur, sem staðið hafa með sóma í áratugi að velferð sjúkra, aö láta nú ekki blekkjast af hátíöarræðum þeirra sem vilja segja: — Stopp, hingað og ekki lengra. Sunnlendingar, vonandi á það ekki eftir að sannast á okkur það sem starfsfólk Sjúkrahúss Suðurlands spyr um í bréfi sínu í DV 23. þ.m. en það var hvort við Sunnlendingar gæt- um ekki hugsað upp fyrir þúfuna vegna flatlendisins. Gamla sjúkrahúsið á Selfossi. „Hús, sem öllum hefur komið sáman um að væri alls óhæft til þeirra nota” — segir HaUdór Hafsteinsson. Flugleiðir: Nafnleysingja svarað Geir R. Andersen skrifar: Þriðjudaginn 16. þ.m. mátti sjá greinakorn frá Flugleiðum hf. undir fyrirsögninni „Geirfuglaskrif um Flugleiðir.” Svo sannarlega stóðu skrifin undir nafni. Áttu skrif þessi að vera svar við hugleiðingum ofanritaðs, vegna frétta um væntanlega samvinnu Flugleiða við SAS og síðar samein- ingu,aðhansáliti. Subbuskrif þau semFlugleiðir létu frá sér fara voru hvorki mikil né merkileg, en mestan part málvillur, rangfærslur og óhróður um þann er þetta ritar og sem starfaði hjá Loft- leiðum og síðar Flugleiðum, rétt um 19 ára skeiö. Hvergi var komið inn á málefni greinar ofanritaös í svari Flugleiða, heldur var höfundi hennar tjáð hver hann væri samkvæmt þjóðskrá! Jú, hann héti Geir R. Andersen. Fúk- yröaskratti í garð Flugleiða og fyrr- um starfsmaður i deild þeirri sem ,,sá um mat í flugvélarnar”. Þetta átti víst að vera sú deild sem sér um matarþjónustu við flugfar- þega félagsins, þar af leiöandi ekki tjáningarhæfur um hugmyndir á rekstri fyrirtækisins, enda var starfssviðiö þjónusta við viðskipta- vini þess. Þessi deöd var enda lögð niöur og hefur forráðamönnum Flugleiða fundistslík deild óþörf. Huldumaður sá, sem í „skjóli” Flugleiða tók saman greinarstúfinn áðurnefnda, hefði átt að vanda betur til starfa síns að þessu sinni. Hann ætti að vita að sá er þetta ritar hefur áður fengið svör við greinum sínum frá blaðafulltrúa Flugleiða og um ' felunöfn hefur ekki verið aö ræða í því sambandi. Ekki hefur ofanritaður hugmynd um hver höfundur nefndra „kultur- skrifa” Flugleiða er. Eitt liggur þó í augum uppi. Ekki er þar um að ræða hinn almenna starfsmann heldur leikur nú fjálglega með pennann sá sem talinn er hafa besta vitið og þekkinguna á rekstri fyrirtækisins, enda er sá hinn sami glaðbeittur með jákvæða fjárhagslega útkomu Flug- leiða Hver skyldi hann vera? Opið bréf til Jónasar Kristjánssonar ritstjóra: Hver er tilgangur skrifa um landbúnaðarmál? Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, land- nýtingarráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, skrifar: Hr. Jónas Kristjánsson ritstjóri: I forystugrein í DV um miðjan þenn- an mánuö deilir þú hart á landbúnaö- inn og bændastéttina. Ég minnist slikra skrifa áður, t.d. haustiö 1980, en þá, nánar tiltekið 11. október, birtist grein eftir mig í Dagblaöinu sem lauk á eftirfarandi orðum: „Að mínum dómi yrði umræðan um landbúnaöinn mun uppbyggilegri ef hætt yrði aö ræða um hann sem bagga á þjóðinni, sem hún þurfi að losa sig viö. Við eigum ekki að karpa um það atriði hvort hér eigi aö stunda land- búnað heldur þurfum við að nýta þekk- ingu okkar og reynslu til aö rökræða fordómalaust hvernig landbúnað hér eigi að stunda í framtíðinni og hversu mikið eigi að framleiða af sem fjöl- breytilegustum landbúnaöar- afurðum.” Skrif þín nú sýna að þú vilt ekki ræöa landbúnaðarmálin á þessum grund- velli. Nú sem fyrr hvetur þú til þess að landbúnaðinum, einum veigamesta at- vinnuvegi íslensku þjóöarinnar, verði fórnaö á altari óheftra milliríkjaviö- skipta. Hlut hefðbundinna búgreina vilt þú rýra sem mest og gera Islend- inga þannig háða erlendum þjóðum við öflun nauösynja, svo sem kjöt- og mjólkurafurða. Þannig greinir okkur á í grundvallaratriðum, en ég virði að sjálfsögöu frelsi þitt til að útbreiða persónulegar skoðanir í landbúnaöar- málum. Aftur á móti kann ég því afar illa hve þú vandar lítið til skrifa þinna, sjálfur ritstjórinn. Þú nýturþeirra forréttinda sem ritstjóri víðlesins dagblaðs að kynna hugmyndir þínar á áberandi hátt í leiðurum blaðsins, sem síðan er lesið úr í ríkisútvarpinu. Lesendur hijóta að gera þá kröfu til þín að mark sé takandi á skrifunum, en því fer fjarri að þeir, sem þekkja til land- búnaðarmála, geti tekið leiðara þína alvarlega, svo frjálslega er þar farið með staðreyndir í orðum og tölum og hallað réttu máli. Að mínum dómi er hér ekki á ferðinni nein viðleitni til málefnalegrar umfjöllunar, því miður. Burt með níu Kröflur Eitt viturlegasta, sem unnt er að gera til eflingar þjóð- arhag, er að vinna skipulega að þvi að láta innflutning landbúnaðarafurða leysa sem mest af hólmi af hinum hcföbundna landbunaði okkar á kindakjöti og mjólkur- vörum. I-andið sjálft mundi rétta við eftir margra alda rán- yrkju sauöfjárbeitar. Unnt yrði að létta svo á afréttum, að gróðureyðing stöðvaðist og landiö fengi að klæ'ast á nýjan leik, svo sem gerat hefur i eyðibyggðum Stranda- sýslu. Vcgna legunnar á jaðri freðmýrabeltisins er Island einkar óheppilegt landbúnaðarland. Enda hefur landbún- aður hér *tið verið rányrkja. Mjög snemma á öldum varð sjávarútvegurinn aö taka við sem raunvcrulegt lifibrauð þjóðarinnar. Bændur mundu losna ur ánauð bualaga og vinnslu- stöðva, styrkja og niðurgreiðslna, er miða að þvi að halda þeim við hokrið scm annars flokks borgurum. Þeir gaetu gerzt frjálsir menn í nýjum búgreinum eða öðru arðbæru starfi. Þrælaliald bænda gengur svo langt, að sérstök búa- lög ákveða, aö þcir geti ekki selt jarðir sínar á mark- aðsvirði, til dæmis undir sumarbústaði, hcldur vcrða þeir að sæta sölu til nágrannabænda á lágu matsverði búnað- arfélaga. Kíkissjoður skattborgaranna mundi losna við 9—10% allra sinna útgjalda, þegar ekki þarf lengur að greiöa beina styrki, útflutnLngsuppbætur og niðurgreiöslur til landbúnaðarins. Innflutta varan yrði ódýrari en hin niðurgreidda. A næsta ári er ráðgert, að ríkiö verji 100 milljónum til beinna landbúnaðarstyrkja, 260 milljónum til útflutnings- uppbóta og 840 milljónum til niðurgreiðslna. Samtals eru þessar 1.200 miUjónir tæplega 10% fjárlagafrumvarpsins. Neytendur mundu fá ódýrari matvörur, jafnvel þótt aU- ar niðurgreiöslur féllu niður og ekkert kæmi i staöinn nema frjáls innflutningur. Landbúnaðarvörur eru nefni- legaog verða á stöðugu útsöluverði áalþjóðamarkaði. Úr forustugrein Jónasar Kristjánssor ar ritstjóra, í DV18. nóv. sl. Mig langar til aö biðja þig aö gera mór hann A'. iS svaríi ftftirfaranrii þremur spumingum í DV viö fyrsta tækifæri: 1. Ætlast þú í raun og veru til þess að skrif þín um landbúnaðarmál séu tekin alvarlega? 2. Hver er tilgangurinn meö þessum skrifum? 3. I leiöara þínum 18. nóvember sl. segir þú íslenska bændur vera „annars flokks borgara”. Hvaöa skilyrði telur þú Islendinga þurfa að uppfylla til aö fylla flokk „fyrsta flokks borgara ? ” Fyrsta f lokks borgari sætir ekki sérmeðferö Ég þakka spumingar Ölafs. Svörin eruþessi: 1. Já. Skrifin eru meöal hins fáa, sem hér á landi er málefnalega skrifað um landbúnaö. 2. Markmið skrifanna er aö reyna að hafa áhrif á skoöanir þjóöarinnar á þessusviöi. 3. Fyrstaflokksborgarisætirekkisér- meöferö sem styrkþegi, stundar ekki dulbúið eöa opið atvinnuleysi, heldur tekur meö öörum oröum þátt í raunverulegri verömætasköpun einsogég methana. Hvernig væri svo, að Olafur tæki málefnalega og lið fyrir lið afstöðu til einstakra sjónarmiöa í landbúnaöar- leiöurum minum 16.—19. nóvember. Jónas Kristjánsson. Hringiöísíma 86611 h milli kl. 13 og 15 eða skrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.