Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
3
Áskorun ASV:
Verkafólk
snúist til
sóknar
opnað í
Reykjavík
Hallgrímur Ingi fundinn sekur um líkamsárás:
DÆMDUR í TÍU ÁRA FANGELSI
Hallgrímur Ingi Hallgrímsson, fædd-
uráriö 1953, var í gær dæmdur í tíu ára
fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í
Sakadómi Reykjavíkur af Jóni Abra-
ham Olafssyni.
Dómurinn áfrýjast sjálfkrafa til
Hæstaréttar enda er hann þyngri en
fimm ára fangelsi. Sakadómur úr-
skurðaði að Hallgrímur Ingi skyldi
sit ja í gæslu varðhaldi þar til hæstarétt-
ardómur væri genginn eða til 1. júlí
1983.
Hallgrímur Ingi var handtekinn
skömmu eftir aö 15 ára gömul stúlka
hafði fundist alvarlega sködduð eftir
líkamsárás í Þverholti í Reykjavík aö
kvöldi föstudagsins 4. desember í
fyrra. Hann hefur síðan setið í gæslu-
varöhaldi ogkemur sá tími til frádrátt-
ar fangavistinni.
Hallgrímur var dæmdur á grundvelli
281., 220. og 202. greinar hegningarlag-
anna, fyrir að hafa með vísvitandi
líkamsárás valdið stúlkunni tjóni á lík-
ama og yfirgefið hana bjargarlausa.
Loks var hann dæmdur fyrir önnur
kynferðisrrtök en samræði. Dómarinn
taldi hins vegar aö 194. grein hefði ekki
verið brotin.
Fyrir dómnum lá skýrsla um geð-
rannsókn. Niðurstaðan hennar var sú
að Hallgrímur var talinn sakhæfur.
Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið
Bragi Steinarsson ríkissaksóknari.
Verjandi var Örn Clausen. Hallgrímur
var einnig dæmdur til greiöslu máls-
kostnaðar, króna 12.000, og til að
greiða verjanda sínumkrónur 24.000.
-KMU.
„Viö göngum út frá því sem vísu að
menn séu ekki ánægöir og aö þeir
telji að ekki hafi verið nauðsynlegt
aö skerða umsamin laun,” sagði Pét-
ur Sigurðsson forseti Alþýöusam-
bands Vestfjarða en á kjaramálaráð-
stefnu sem fram fór á vegum sam-
bandsins um helgina var skorað á fé-
lög verkafólks um allt land að snúast
til sóknar strax i byrjun næsta árs
gegn kjaraskeröingum.
„Eg vil ekki taka þaö sem lögmál
að einhver jir verkalýðsleiðtogar geti
bara yppt öxlum og sagt: Þetta þýðir
ekkert þar sem fólkið stendur ekki
meö okkur. Við verðum að byggja
upp verkalýðshreyfinguna og gera
fólk meðvitað um að eitthvaö þurfi
að gera. Það afl sem þarf til aö
hnekkja þessum kjaraskerðingum
verður aö koma innan frá úr verka-
lýöshreyfingunni.
Með eftirgjöf við síendurteknum
árásum á kjör verkafólks hefur bar-
áttuþrek þess veriö slævt og það hef-
ur misst trúna á samtök sín. Þetta
endar með hreinni uppgjöf ef svo
heldur áfram,” sagði Pétur Sigurðs-
son.
-ÓEF.
Kvenna-
athvarf
Við skúrinn á myndinni var ráðist á stúikuna fyrir ári. Innfellda myndin er af Hallgrími Inga.
I gær var fyrsta k vennaathvarfiö á
tslandi opnað í Reykjavík. Tvær kon-
ur hafa veriö ráðnar þar til starfa en
auk þeirra munu allmargir sjálf-
boðaliðar taka vaktir í athvarfinu.
Þessi griðastaður fyrir konur sem
sæta ofbeldi á heimilum sínum er á
góðum stað í bænum, í húsnæði sem
samtökin hafa á leigu til vors. Sím-
inn er 21205. Þangað geta konur
hringt og leitað ráða, og ef þær vilja
verður þeim leiðbeint á staðinn. Geta
þær haft böm sín með sér og dvaliö
lengri eða skemmri tima eftir atvik-
um. Nöfn kvenna sem hafa samband
við athvarfið verða ekki skráð og
nafnleyndar gætt i hvivetna.
ihh.
DV KANNAR BOKASÖLUNA:
Kristján Sveinsson söiuhæstur
Eins og um síðustu jól, gerir DV
um þessi jól smákönnun á því, hvern-
ig jólabækurnar seljast, nú þegar
jólabókaflóöiö er að hefjast. Þessi
könnun er gerð með aðstoö níu versl-
ana, fjögurra á Reykjavíkursvæðinu
og fimm verslana úti á landi. Versl-
anirnar í Reykjavík eru: Penninn,
Hafnarstræti, Bókabúð Braga og
bókadeildin í Hagkaupum. I Hafnar-
firði er það svo Bókabúö Olivers
Steins sem veitir upplýsingarnar.
Aðrar verslanir eru, Bókabúö Grön-
feldt í Borgarnesi, Bókhlaðan, Isa-
firöi, Bókabúð Jónasar Jóhannsson-
ar á Akureyri, Bókabúö Sigbjöms,
Egilsstöðum og Bókabúð KA á Sel-
fossi.
Hafa ber tvennt í huga, þegar
niðurstöðurnar eru skoðaðar. I
fyrsta lagi er jólabókaflóðið vart
hafið enn og enn seljast söluháar
bækur sem hafa verið á markaðnum
lengi en ætla má aö nýútgefnar
bækur dragi á eftir sem á líöur.
Sem dæmi má nefna aö þar sem við-
talsbókin viö Albert Guðmundsson
komst í verslanir fyrir helgi, seldist
hún mjög vel. Þó er hún ekki á DV-
listanum yfir söluhæstu bækur þessa
vikuna því út á land barst hún ekki
fyrr en eftir helgina.
I öðru lagi er sala nokkuö mismun-
andi eftir landshlutum, þannig að
bækur sem geyma fróöleik um sögu
ákveöinna landshluta, seljast þar vel
en ekki svo mjög annars staöar.
Þannig voru bækur á lista frá
verslunum úti á landi sem ekki fund-
ust á öörum stöðum.
Alls var getið 39 bóka á listunum
frá verslununum níu. Þeim er síðan
raðaö þannig aö söluhæsta bókin fær
tíu stig, sú næsta níu, og svo koll af
kolli, þar til sú tíunda fær eitt stig.
Heildarstigafjöldinn ræður svo röð-
inni á listanum. Þessi könnun verður
síðan endurtekin vikulega fram að
jólum og birtist sú síöasta miðviku-
daginn fyrir Þorláksmessu. En hér
kemur svo listinn, eins og hann
reiknaðist eftir könnunina:
1. Æviminningar Kristjáns
Sveinssonar, Gylfi Gröndal
skráði (Setberg).
2 — 3.Jólalögin í léttum útsetning-
um e. Jón Þórarinsson (AB)
og Dauðafljótið e. Alistair
McLean.
4. Hverju svarar læknirinn e.
Claire Rayner, Bertil
Martensson og Guðstein
Þengilsson (Iðunn).
5. Persónur og leikendur e.
Pétur Gunnarsson (Punktar).
6. Landið þitt e. Þorstein
Jósepsson, Steindór Stein-
dórsson og Pál Líndal (Örn
og örlygur).
7. Ó, það er dýrlegt að drottna
e. Guðmund Sæmundsson
(höf. gefur út).
Jafnar í 8—9—10 sæti urðu svo
bækumar Á leið til annarra manna,
viðtalsbókin viö Albert Guðmunds-
son og Sýnir og sálfarir e. Guðmund
Jónsson.
Þessar tölur eiga eflaust eftir að
breytast mjög þegar dregur nær jól-
um en næsta könnun birtist í DV
næstkomandi miövikudag. óbg
KANARÍEYJAR
Jó/a- og nýársferðir
Jólaferð. Brottför 14. des., komiö heim 30. des., 17 dagar.
Brottför 14. des., komið heim 8. jan., 26 dagar.
íslensk jólahátíð og áramótafagnaður i sólskinsparadís.
Áramótaferð. Brottför 28. des., heimkoma 18. janúar — 22
dagar.
Stórkostleg áramótagleði á einum glæsileg-
asta skemmtistað Evrópu, Hawaii. Þrettánda-
dagsfagnaður. Fjölbreytt skemmtanalíf í sól-
skinsparadís á fjölsóttasta ferðamannastað
Kanaríeyja.
Lúxushótel og glæsilegar ibúðir.
Kanarieyjaferdir flesta þriðjudga i allan vetur —
Athugið okkarverð.
^HrtOUr (Flugferðir)
Midbœjarmarkadinum
9 hœd. Adalstrœti 9
sími 10661
og 15331
Aðeins fáum sætum óráðstafað
i þessar ferðir. Islenskur fararstjóri.
Dagatal
1983
Fæst í öllum helstu
bókabúðum landsins
Þú teiknar eða límir
Þínar
myndír
a
dagatalíð
Ljósmyndir — Teikningar
Bamamyndir — Úrklippur
Póstkort — Klippimyndir
Heildsöludreifing
ISKORT
Lskjargötu 2, Nýja-bióhúsinu, sími 22680