Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Síða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. 5 íslandsmeistarar í akstursíþróttum Tilkynnt var um stofnun sjóðsins í boði hjá forseta íslands á fullveidisdaginn. Þama takast í hendur Ólafur Oddsson, menntaskólakennari og formaður Stú- dentaféiagsins, og Guðmundur Magnússon, rektor Háskóla Islands. Síöastliðinn laugardag var haldinn haustfundur Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga, og í framhaldi af honum afhent íslands- meistaraverðlaun fyrir hinar ýmsu greinar bíla og mótorhjólaíþrótta. Alls voru krýndir islandsmeistarar í 7 greinum, og í öllum greinunum keppt um farandbikara en auk þess fengu menn eignargripi. Í kvartmíiu var á árinu keppt í 6 flokkum og islands- meistarar urðu eftirtaldir: ST flokkur, Sævar Pétursson, MS flokkur, Guðmundur 0. Guðmundsson, SE flokkur, Gunnlaugur Emilsson, SA flokkur, Benedikt Eyjólfsson, mótorhjólaflokkur, Adólf Adólfsson og skellinöðruflokkur, Kristinn Sigurjóns- son. Öll verðldun í kvartmílu voru gef- in af ÖS umboöinu. Í sandspyrnu var islandsmeistari Jón ,Eyjólfsson og í torfæruakstri Bergþór Guðjónsson. Verðlaunin í sandspyrnu og torfæru- akstri voru gefin af Bílaklúbbi Akureyrar. 1 Moto Cross varð islands- meistari Þorkell Ágústsson og verðlaunin gefin af Vélhjólaíþrótta- klúbbnum. Þórður Valdimarsson hiaut islandsmeistaratitilinn bæði í Rally- Cross og iscross í ár. Rally-Cross verðlaunin voru gefin af Kristni Guðnasyni hf. en Hafrafell hf. gaf verðlaunin í Iscross. Islandsmeistarar í rallíi urðu bræð- umir Omar og Jón Ragnarssynir en þetta er þriöja árið í röð sem þeir hljóta Islandsmeistaratitilinn í rali- akstri. Þár með unnu þeir farand- bikarinn sem um hefur verið keppt síð- ustu 4 ár, Ford bikarinn, til eignar. Hann, ásamt eignargripum, var gefinn af Sveini Egilssyni hf. íslandsmeistarar i akstursíþróttum 1982. Talið frá vinstri Þorkell Ágústsson íslandsmeistari í Moto Cross og við hlið hans stendur Ragnar Stefánsson sem lcnti í 3ja sæti og þá Heimir Barðason sem lenti í öðru sæti. Þá koma íslandsmeistaramir í kvart- mílu þeir Guðmundur Ó. Guðmundsson, Adólf Adólfsson, Gunniaugur Emilsson, Sævar Péturs- son og bræðumir Jón og Benedikt Eyjólfssynir. Þá er Bergþór Guðjóns- son, torfæruakstri, Þórður Valdimarsson, Rally-Cross og íscross, og lengst til hægri Jón Ragnarsson. Stúdentafélag Reykjavíkur hef ur stof nað Háskólasjóð — tilgangurinn er að styrkja Háskóla íslands Stofnaður hefur verið Háskólasjóð- ur Stúdentafélags Reykjavíkur. Tilgangur hans er að styrkja ýmis verkefni Háskóla íslands, svo og stúdenta skólans, samkvæmt ákvörð- un sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins munu skipa fimm menn. Háskólaráð kýs tvo þeirra, Stúdentafélagið tvo. Þessir fjórir skipa sameiginlega fimmta stjórnarmann. Hinn 1. desember var tilkynnt í boði forseta Islands í tilefni fullveldisdags- ins að Háskólasjóöur hefði verið stofnaður með skipulagsskrá sem stað- festvarþanndag. jbh ORBYLGJUOFN Þíðir Sýður Steikir Bakar Sparar tíma, orku og* uppþvott Þrefalt öryggis- kerfi (rofar) Laus botn- plata Námskeið í meðferð samsung örbylgjuofna verður haldið í desember. ___________ VERÐ: LAGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBÚMN Jón Ragnarsson heldur hér kampakátur á verölaunum þeirra bræðra. Þeir unnu Ford-bikarinn til eignar með því að verða Islandsmeistarar í railakstri þriðja árið í röð. Félagslíf i Lundi með miklum blóma Félagslífið í íslensku námsmanna- nýlendunni í Lundi hefur verið óvenju blómlegt í haust. Láta mun nærri, að 400 Islendingar séu nú bú- settir í Lundi. Langflestir þeirra eru námsmenn. Á hverju föstudags- kvöldi hefur verið opið hús í Bjarkar- lundi, félagsheimili islendinga hér og hafa samkomur þessar verið mjög velsóttar. Af nýbreytni í starfi félaganna í haust má nefna að islendingar er vinna aö rannsóknaverkefnum í Lundi, er tengjast Íslandi á einhvern hátt, hafa verið fengnir til að flytja erindi um rannsóknir sínar. Á fyrri fundinn sem haldinn var 15. nóv. mætti Aöalsteinn Ingólfsson og kynnti doktorsverkefni sitt um lista- manninn DieterRothog hinn merka þátt hans í íslenskri nútímalist sl. 25 ár. Fundurinn var mjög f jölsóttur og var gerður góður rómur að máli Aðalsteins sem jafnframt sýndi lit- skyggnur með dæmum úr íslenskri nútímalist. Annar fundur þessarar tegundar verður haldinn 5. des. og þá flytur Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræð- ingur frá Stokkhólmi, erindi um frjálshyggjuna. Fullveldisfagnaður Islendinga- félagsins veröur haldinn 10. des. Þar flytur Katrín Friðjónsdóttir, kennari við háskólann í Lundi ávarp og Hörður Torfason leikari syngur eigin lög við ljóð Steins Steinarr. Vikulega eru útvarpssendingar hér í samvinnu við Islendinga í Malmö og íslenska grenndarútvarp- ið mun senda út á jóladag og annan í jólum. Þar talar séra Jóhann Hlíðar, prestur í Kaupmannahöfn, og fluttar verða kveöjur frá ættingjum og vin- umáislandi. Gefiö er út blað á vegum islendingafélagsins með ýmsu efni er varðar hagsmuni Islendinga í Svíþjóö en þar fer þó mest fyrir ljóö- um eftir ritstjórann Jóhann Árelíuz. Loks má geta þess að mikil gróska hefur verið í íþróttalífi islendinga hér og m.a. verið keppt við landa í Malmö og Danmörku í knattspyrnu og körfuknattleik.BestgekkLundar- liðinu í körfuboltanum, enda með margreyndan landsliösmann, Gutt- orm Olafsson, í sínum röðum. PÁ/GAJ Lundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.