Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Side 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. DAGBLAÐIÐ-VÍ5IR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prenfun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr. Útrás í stað uppgjafar Islendingar geta veriö stoltir af sjálfstæöi sínu. Það er bæöi ævintýri og kraftaverk aö jafnfámenn þjóö geti verið sjálfri sér nóg og haldiö uppi samfélagi velferðar og viröingar í heimi þjóöanna. Hitt getum viö játaö aö smæð okkar og einangrun hefur aliö á þjóöerniskennd sem oft brýst út í hræöslu og hroka gagnvart því sem útlent er. Rembingur af þeim toga ber því miður vott um minni- máttarkennd og vantrú á raunverulegri getu. Einangrunarstefna er hættuleg og hún er þrándur í götu þeirra framfara og framtíöar, sem bíöur þjóöarinnar. I öllu þvi víli og voli, sem yfir okkur gengur um þessar mundir, öngþveiti í efnahagsmálum og upplausn í stjórn- málum, er uppörvandi þegar kveður við nýjan tón; þegar rödd heyrist sem vill snúa slæmri vörn í öfluga sókn. Ragnar Kjartansson framkvæmdastjóri skrifaöi fyrir nokkru athyglisverða grein, þar sem hann hvetur til öflugrar útrásar, meö því megininntaki aö rjúfa einangrunina. Hann vill sækja reynslu og þekkingu til út- landa og um leið efla íslenska starfsemi á erlendum vett- vangi. Hugmyndin er ekki sú aö viö leggjumst flatir fyrir út- lendingum og afsölum okkur sjálfstæöi. Þvert á móti, Ragnar vill fækka erlendum afætum og milliliðum og koma þannig í veg fyrir aö íslenskum hagsmunum sé misboðið í skjóli f jarlægðar og minni þekkingar. Boöskapurinn er sá að viö færum út kvíarnar, tökum verkefnin í okkar hendur, látum af minnimáttarkennd gagnvart útlendingum. Islendingar eiga aö flytja út hug- vit sitt og handverk, opna landið fyrir nútímaþekkingu og segja stöðnun og afturför stríö á hendur. Af nógu eraðtaka: Fækkun erlendra milliliöa í íslenskri innflutningsversl- un, yfirtaka á starfsemi og þjónustu í okkar þágu, öflug útflutningsverslun, meiri fræösla um erlend málefni, aðlögun aö tækni- og sérfræðikunnáttu sem íslenskt þjóö- félag getur fært sér í nyt. Vitaskuld verða Islendingar aö standa vörð um þjóöar- einkenni sín og fullveldi. Tungan, menningin og yfirráöin yfir auðlindum og arfleiföum skulu vera óskoruö. Það má ekki skerða hár af höföi íslensks sjálfstæðis. Þjóöar- metnaöur er heilbrigður. En hann á einnig aö standa svo traustum fótum í hugum okkar og athöfnum aö útrás og aðlögun aö erlendum áhrifum eiga ekki aö koma að sök. Þaö er styrkur þjóðarinnar aö mæta nýrri heimsmynd, án þess aö glata sjálfri sér. Milljónir manna ganga um atvinnulausar meðal er- lendra þjóða. Sjálfir erum viö á hraðri leið til kreppu og kveinstafa. Þaö sjást víöa teikn á lofti. En er ástæöa til aö gefast upp — ganga kreppunni á hönd? Er ekki leið út úr ógöngunum? Það gerum viö ekki með því að byrgja okkur inni í kofa, einangrast frá umheiminum. Islendingar byggja afkomu sína á sam- skiptum viö útlönd, hvers konar viöskiptum, feröalögum og þjónustu. I þeim samskiptum eigum viö ekki aö gerast annars flokks hjáleiga, þurfalingar annarra. Astandiö kallar á viöbrögö og vakningu af okkar hálfu, útrás Islendinga með samstilltu átaki, áræöi og trú á eigin getu. Endurreisn í þjóöfélaginu kemur ekki af sjálfri sér. Hún veröur að vakna í okkar eigin brjósti. Þaö er kominn tími til að uppgjafartónninn breytist í uppörvun til orðs og æöis. ebs Ber ekki að virða góða viðleitni? Tilefni þessara skrifa er smágrein á poppsíðu þessa blaðs föstudaginn 19. nóv. sl. Þar er að mínu viti vegið ómaklega að merkilegum störfum manna innan AA og SÁÁ. Greinin hefur hina undarlegu fyrirsögn Hellt úr hjarta. Stór orö það! Eölilega er öllum frjálst aö hafa sina skoðun á hverju máli. Þaö er alls ekki ætlun mín að gera þær vangaveltur ómerk- ar. Fremur að koma fram sjónar- miðum sem væru álíka þörf eða óþörf. Lesendur ákveða þaö. Áfengis- og eiturlyfjaböliö hefur verið mjög rætt undanfarið, og ef til vill litlu þar við aö bæta. Á þeirri skelfingu eru auðvitað margar hliðar. Nú seinni árin hafa fyrrverandi neytendur fitjað upp á ýmsum nýjungum öðrum til varnar og stuðn- ings í þessum efnum. Má nefna út- breiöslu fræðandi rita, afvötnunar- stöövar og fyrirbyggjandi fræðslu í skólum landsins. Fyrrverandi neytendur segja þá Jóna Rúna Kvaran sögu sína á afar persónulegan hátt ogdraga fátt undan. I fyrrgreindri blaðagrein er að ýmsu leyti komist undarlega að orði. Þar er meðal annars þetta að finna orðrétt: „Samkvæmt forskriftinni átti blessað barnið að sjokkerast eða því sem næst, stíga á stokk og strengja þess heit aö bragða aldrei áfengan dropa.” Hér er verið að gefa í skyn, að verið sé að beita ungt fólk eins konar heilaþvotti í því sem höfundar kalla „hræðsluáróður”. Það er áreiðan- lega a.m.k. öllum AA-mönnum ljóst að þau samtök forðast einmitt, eins og heitan eldinn, að krefjast af nein- um heita um bindindi, á eitt eða neitt. Þvert á móti er slíkt algjörlega gagnstætt aðferöum þeirra samtaka. Annars staðar í greininni er komist að orði meö þessum hætti: „Þessar áhrifamiklu lífsreynslusögur alk- anna hafa nefnilega í augum margra unglinga sýnst býsna spennandi, allt að því eftirsóknarverð lífsreynsla.” Tæpast eru unglingar almennt þaö vitgrannir að þeim detti í hug að taka svo ótrúlega afstööu. Slíkt er alvar- legt vanmat á ungu fólki. Hugleiðing um kanínur og gamalt fólk Fyrir skömmu var í barnatíma sjónvarpsins farið í heimsókn á ís- lenskt sveitaheimili þar sem fengist er við ræktun á angórakanínum. Þessi dýr gefa af sér ull sem er verð- mæt söluvara á erlendum markaði. Tilkostnaður viö þennan búskap er ekki meiri en svo að hann gæti, þegar vel tekst til, gefið meira af sér en hefðbundin sauðfjárrækt. Það kom fram í máli bóndans, sem rætt var við, að árangurinn af þessum búskap væri þó einkum kominn undir því hversu nákvæma umhirðu væri hægt að veita hverju einstöku dýri. Tók bóndinn fram að hann teldi þessa at- vinnu henta einkar vel fyrir gamalt fólk, sem ekki er lengur fært um að vinna erfiðisstörf, en viidi dveljast áfram á sveitaheimilunum og fást við létta og gagnlega vinnu. Gamla fólkið hefur allt sem til þarf: nægan tíma, þolinmæði og natni. Allt virðist mæla meö því að kanínuræktin sé gerð að heimilisbúgrein. Kanínubúr- in er hægt að smíða heima úr ódýrum efnum, nýta má hitann í íbúðarhús- inu og til fóðurs má nota gróður úr heimilisgarðinum og matarafganga frá heimilinu. Önnur aðföng eru fremur lítil, en flutningskostnaður á afurðinni, ullinni, er hverfandi lítill og skiptir staðsetning búsins því nán- ast engu máli. Meö smábúskap af þessu tagi verður áhættan vegna smitsjúkdóma óveruleg. Kjallarinn Ný tækifærí Hér er greinilega komið kjöriö tækifæri til að veita öldruðu fólki nýja möguleika á að dveljast áfram á heimilunum og leggja þar af mörk- um nytsama vinnu. Yngstaheimilis- fólkið getur líka tekið þátt í þessu og notið góðs af leiðsögn hinna eldri og þroskandi umgengni við dýrin. Hér er um að ræöa atvinnuveg sem ekki þarf að byggja upp með dýru fjár- magni frá lánastofnunum, atvinnu- veg sem virkjað getur vinnuafl sem í dag er að mestu ónotað og vanmetið. Til þess að tryggja enn frekar við- gang búgreinarinnar geta hinir smáu framleiðendur myndað með sér samtök til að annast innkaup eöa framleiðslu á fóöurvörum, upplýs- A „Varla verður offramleiðsluvandinn langt undan og samtök kanínubænda fara að beita sér fyrir því að láta banna eða koma í veg fyrir samkeppni frá heimilunum.....”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.