Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Qupperneq 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
19
Kolbrún Björgólfsdóttir með einn gripanna sem hún hefur unnið úr íslenskum
Daialeir. DV-mynd GVA.
Dalaleir til sýnis
Skrautvörur úr Dalaleir eftir
Kolbrúnu Björgólfsdóttur leirkera-
smið eru nú til sýnis í Gallerí Lang-
brók. Er hér um að ræða um þrjátíu
skálar og vasa sem að líkindum verða
einu skrautmunirnir sem unnir verða
úr Dalaleirnum, enda þykir hann ekki
henta veltil þessara nota.
Að sögn Kolbrúnar Björgólfsdóttur,
sem unniö hefur að rannsóknum á
leirnum fyrir áhugamannafélagið
Dalaleir í Búöardal, hafa
rannsóknirnar komiö mjög vel út til
framleiðslu á flísum og múrsteinum.
Rannsóknirnar voru unnar í samvinnu
við Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins.
Búið er að leita eftir tilboðum í vélar
til framleiöslunnar og mun verk-
smiðjan fá um 300 fermetra húsnæði í
iöngörðum sem verið er að byggja í
Búöardal. Sagðist Kolbrún reikna meö
aö hlutafélag yröi stofnaö um fram-
leiðsluna þegar tilboö í vélamar lægi
fyrir í þessum mánuði en framleiösla
myndi þá geta hafist meö vorinu.
-ÓEF.
r
Lögfræðingafélag Islands:
Fræðaf undur um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar
Gunnar Thoroddsen verður frummælandi
Lögfræðingafélag Islands heldur
fræðafund fimmtudaginn 9. desember
nk. kl. 17.00 að Borgartúni 6 í Reykja-
vík. Fundarefni er: Endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Frummælandi á
fundinum verður dr. Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra, formaður
stjómarskrárnefndar.
Að loknu framsöguerindi verða
frjálsar umræður og gefst þá fundar-
mönnum kostur á að beina fyrir-
spurnum til frummælanda.
Fundurinn er opinn almenningi.
-JBH.
Stjóra Hússtjóraarkennarafélags Islands. Frá vinstri: Anna Sigurðardóttir gjaid-
keri, Gerður H. Jóhannsdóttir formaður, Sigriður Haraldsdóttir varafonnaður,
Asdís Magnúsdóttir meðstjóraandi og Elísabet S. Magnúsdóttir ritari. A myndina
vantar Guðnýju Jóhannsdóttur deildarstjóra og Hönnu Kjeld meðstjóraanda.
HÚSSTJÓRNARKENNARAR
SAMEINAST í Ein FÉLAG
Hússtjórnarkennarafélag Islands
var stofnaö fyrir nokkm. Jafnframt
hafa verið lögð niður Félag hús-
stjórnarkennara í grunnskólum og
Kennarafélagið Hússtjórn.
Hússtjórnarkennarafélaginu er
ætlað að vera öflugt fagfélag fyrir alla
hússtjómarkennara á landinu, sem
eru á þriðja hundrað talsins. Markmið
félagsins eru meðal annars að gæta
hagsmuna félaga sinnarstuöla að auk-
inni menntun þeirra, efla fræðslu um
heimilishald og taka þátt í norrænu
samstarfi um hússtjórnarfræðslu.
I fréttatilkynningu frá félaginu
segir að fyrirsjáanlegur sé mikill
kennaraskortur í hússtjórnargreinum
á næsta ári. Eftirspurn eftir kennslu
hafi aukist gífurlega, sérstaklega í
framhaldsskólum. -KMU.
Útgáfu námsgagna fyrir
þroskahefta ábótavant
„Utgáfa námsgagna fyrir nemendur
með sérþarfir hefur verið homreka frá
upphafi í íslensku skólakerfi og er
enn,” stendur í fréttabréfi frá Náms-
gagnastofnun ríkisins. Ottast stjórnin
að réttur umræddra nemenda muni
enn verða fyrir borð borinn verði fjár-
lagafrumvarpið 1983 óbreytt að lögum
og sá niðurskurður sem þar kemur
fram á fjárlagatillögum Námsgagna-
stofnunar að veraleika.
Stjórn Landssamtakanna Þroska-
hjálpar leggur áherslu á að hafist verði
handa um útgáfu á námsgögnum fyrir
nemendur meö sérþarfir. Ennfremur
tekur Þroskahjálp eindregið undir þá
kröfu að Námsgagnastofnun ríkisins
verði gert kleift að sinna því hlutverki
semhennierætlað.
' -RR
35% AFSLATTUR
Þessir pottar eru framleiddir úr 18/10 gæöastáli meö ofnföstum höldum og sérstökum hitaleiðnibotni
sem gerður er úr þremur málmlögum. Viö gæðamat hjá framleiðanda voru þessir pottar settir í 2.
verðflokk vegna smávægilegra galla.
Sendum i póstkröfu
Búsáhöld og gjafavörur
Glœsibœ, Álfheimum 74
Sími 86440