Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Qupperneq 24
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
28
í safnadarheimili Búsladakirkju
finimludaginn 9. des. kl. 20.30.
Geslur fundarins: Sr. Árni Pálsson.
Kaffi og med því — högglauppbod
og gmislegt fleira lil skemmlunar.
BODDÍVARAHLUTIR
FRAMBRETTI HÚDD
Audi, BMW, Datsun, Citroén,
Citroén, Datsun. Fíat, Ford
Fíat, Ford, Honda, Talbot Simca,
Mazda, Talbot Simca. VW Golf.
Toyota, VW Golf ,
VWJetta.
E. ÓSKARSSON
Skeifunni 5 - simi 33510 og 34504 Rvk.
FREEPORT-
KLÚBBURINN
Jólafundur
9 ÓDÝRAR *
BÓKAHILLUR
fáanlegar úr
eik og teak
ogfuru
Stærð:
Hæð 190 cm
Dýpt 26 cm
Breidd 60 cm
Verð frá 1745.
Breidd 90 cm
Verð frá 2040,
Breidd 120 cm
Verð frá 2940
Húsgagnadeild
Jli
JUUÍJQj ,
juuai
u H tl ■! U il |f ú M111
Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 'Sími 10600
Menning Menning Menning
Að lýsa siálfum sér
SÓLÉG SÁ
Sjálfsævisaga Steindórs Steindórssonar frá
Hlöóum.
I. Bókaútgáfan örn og örlygur, 1982.
Steindór Steindórsson, fyrrum
skólameistari á Akureyri, sá atkvæöa-
mikli skóla- og fræöimaöur hefur nú
látiö á þrykk út ganga fyrra bindi
sjálfsævisögu sinnar. Losar sú bók 300
bls. Hér greinir höfundur frá ættemi
sínu og uppvaxtarárum, skólavist í
Gagnfræöaskólanum á Akureyri og
Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er
sagt frá námsárum í Kaupmannahöfn.
Síöasti kafli bókarinnar fjallar um
ævistarf hans viö Menntaskólann á
Akureyri. Lengst var hann þar
kennari, en skólameistari síðustu sex
árin.
Vissulega opnar maður
sjálfsævisögubók Steindórs frá
Hlööum með nokkurri eftirvæntingu og
býst við miklu. Aö sumu leyti varö ég
fyrir töluveröum vonbrigöum, en aö
ööru leyti þótti mér bókin harla góð.
Því veröur aö segja á henni bæöi kost
og löst, rétt eins og Steindór gerir
s jálfur um menn og málefni.
Ég hygg aö engum leiöist lestur
þessarar bókar, þó aö löng sé, því að
lipurt stýrir sá penna, sem frá segir.
Frásögn öll er þróttmikil og borin uppi
af mikilli frásagnargleöi. Steindór
kann vel sögu aö segja og kryddar
hana einatt meö kímilegum lýsingum.
Ekki eru þær þó allar dýru veröi
keyptar.
Steindór var einkabarn móöur
sinnar og hafði ekki af fööur sínum að
segja, sem var látinn áöur en sonurinn
fæddist. Einkar kært hefur veriö meö
þeim mæðginum, enda skrifar
höfundur fallega um móöur sína í
upphafskafla ritsins. Bernsku- og
æskuheimili hans var á Hlööum í
Hörgárdal.Þar vandist hann viö öll
sveitastörf og læröi aö hlífa sér hvergi.
Lýsir hann uppvaxtarárum sínum
ýtarlega mjög, kannski óþarflega
nákvæmlega á stundum. Steindór virö-
ist hafa veriö þróttmikill strákur og
kappsamur og þolaö illa aö vera ann-
arra eftirbátur. Lestrarhestur var
hann mikill og nám gekk honum ágæta
vel, enda sýndi hann þar sama kapp og
ástundun. Eftir nokkra innri baráttu
hóf hann nám í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar. Lýsir hann námstíma sínum
þar rækilega og bregöur upp svip-
myndum af kennurum og skólabrag.
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Ber hann skólanum hiö besta orö.
Síðan lá leiðin til Reykjavíkur til náms
í Menntaskóla Reykjavíkur og öllum
brag þar. Gæti ekki veriö, aö þar væri
frenrtur þykkt smurt? Virðist skína í
gegn að hálfgildings andúö á M.R. hafi
haldist hjá höfundi allt til þessa dags.'
Eftir stúdentspróf hóf Steindór
náttúrufræöinám í Hafnarháskóla. En
þegar hann var kominn aö fyrri hluta
prófi, veiktist hann af berklum og varö
aö gera eins árs hlé á námi. Lauk hann
því fyrri hluta prófinu ári síöar en
ætlað var. Um sama leyti var honum
veitt kennarastaöa viö Menntaskólann
á Akureyri og átti hann ekki aftur-
kvæmt til náms. Hafnarárunum er
rækilega lýst, oft af miklu fjöri og
skemmtilegheitum. Ber þar margt á
góma. Hann bregöur upp litríkum
lýsingum af samstúdentum, félögum,
vinum og nafnkunnum persónum.
Starfsár Steindórs viöM.A.uröualls
42 og endaöi hann feril sinn sem skóla-
meistari.
Þetta er þá umgerö bókarinnar í sem
stystu máli. En víöa ér komið viö í
þessari breiöu frásögn. Sterkum
myndum er brugðiö upp af umhverfi
og aöstæöum, og fjölmargir menn
koma viö sögu, sveitungar, skólabræö-
ur, kennarar hans og samkennarar og
margir aörir sem hann kynntist viö.
Allt er þetta hinn áhugaverðasti lestur.
Steindór er ákaflega hispurslaus í frá-
sögn sinni og ófeiminn viö aö segja
kost og löst á mönnum og taka skýra
afstööu meö og móti mönnum og
málefnum.
Hvernig lýsir
höfundur þá sjálfum sér?
Hver sá sem sjálfsævisögu ritar, er
vitaskuld aö lýsa sjálfum sér. Hann er
aö móta þá sjálfsmynd og rekja þá
sögu, sem hann ætlast til aö aörir meti
hann eftir. Olíklegt er að nokkur takist
slíkt verk á hendur, nema honum þyki
saga sín hafa verið harla góö, eöa
a.m.k. aö hún hafi hlotið góöan endi
eöa eigi eitthvert erindi viö almenning.
Steindór er aö vísu ekki sjálfhælinn
maður (öllu fremur nokkuð sjálf-
birgingslegur) enenginnþarfsamtaö
velkjast í vafa um, eftir lestur þessar-
ar bókar, aö aldrei hefur hann talið sig
neinn meöalmann. Svo mun hann
heldur ekki talinn af öörum, og þurfti
enga sjálfsævisögu til.
Hvernig lýsir höfundur þá sjálfum
sér? Hann birtist okkur sem maöur at-
hafnanna, óvílinn og ókvalráður, hald-
inn allgóðu trausti á getu sína, hæfi-
leika og ágæti eigin skoöana. Honum er
sýnt um aö umgangast fólk og mikill
vinur vina sinna, en haröur og hlífðar-
laus andstæöingur. Ekki viröist innsæi
hans vera mikið, hvorki í eigin brjóst
né annarra. Allt „sálargrúsk” og
heimspekilegar vangaveltur eru hon-
um fjarri skapi. Enda þótt mannlýs-
ingar hans séu oft litríkar, eru þær
Skólaferó í Hitlers
— Þýskalandi
Á flótta undan nasistum .
Höfundur: Erík Christlan Haugaard.
Þýfling: Anna Valdimarsdóttir.
Iflunn, Reykjavík, 1982.
Erik Christian Haugaard er
danskur aö uppruna en hefur feröast
víða um heim og búiö i mörgum þjóð-
löndum, m.a. í Bandaríkjunum, á
Italíu og Spáni. Hann er nú um sex-
tugt og hefur síöastliðin tíu ár búiö i
Englandi og gefið bækur sínar út þar
og einnig stundaö þýðingar á dönsk-
um bókmenntum yfir á ensku. Hann
hefur hlotiö ýmsar viðurkenningar
og verölaun fyrir bækur sínar enda
er hann um margt sérstæöur höfund-
ur.
Vamarleysi bama gagnvart
grimmd heimsins er honum hugleik-
iö umfjöllunarefni, einkum styrjald-
ir og áhrif þeirra á saklausa þolend-
ur. Einna þekktastur er hann til aö
mynda fyrir bókina Litlu fiskarnir
sem hér kom út í íslenskri þýöingu
fyrir nokkmm árum. Þar segir hann
á mjög áhrifamikinn hátt frá böm-
um á Italíu sem blásaklaus veröa aö
þola hörmungarseinna stríðsins.
A flótta undan nasistum tengist
líka síöari heimsstyrjöldinni en
sagan gerist 1937, aö mestu leyti í
ÞýskalandL Nasistar ráða þar lögum
og lofum og gyöingaofsóknirnar eru
hafnar. Sagan segir frá skólaferö
nokkurra 14 ára danskra drengja til
Þýskalands. Ferð þeirra stjórna
tveir kennarar og kemur á daginn að
stjórnmálaskoöanir þeirra eru gjör-
ólíkar og smám saman skipast
strákarnir líka í tvo skoðanahópa:
Hitlerssinna og andspyrnumenn.
Strax í upphafi tilheyrir Erik, aðal-
persóna sögunnar, síðari hópnum
vegna þess aö í ferjunni milli Dan-
merkur og Þýskalands tekur hann aö
sér að smygla pakka fyrir mann sem
rétt á eftir er handtekinn af Gestapó
er hann stígur á þýska gmnd. Vand-
kvæöi Eriks á aö koma pakka þess-
um í réttar hendur í Hamborg veröa
ærin og eftirmálin ýmisleg. Þótt allt
fari vel aö lokum er auöséö aö Eirik
verður aldrei samur eftir hiö sögu-
lega feröalag.
Þegar ferðin hefst er Erik áhuga-
laus, óreyndur skólastrákur, einka-
barn efnaðra foreldra sem hafa lítiö
veitt honum í uppeldinu nema fullan
maga og fullar hendur fjár. Hann er
vinafár og rolulegur þegar málin
taka hina óvæntu stefnu í ferðinni og
hann eignast líka ágætan vin af allt
öömm uppmna. Sá heitir Nikolai og
foreldrar hans eru kommúnistar.
Strákurinn er vel heima í stjómmál-
um og heimspólitík og fræöir hann
Erik um ýmislegt af þeim toga.
Þannig kemur höfundur til lesenda
sinna ýmsum fróðleik varöandi
heimsmálin á þessum tíma án þess
aö veröa nokkru sinni leiðinlegur.
Nikolai er líka skemmtilegur strák-
ur, djarfur og frakkur og kemur
hánn oft af staö kátbroslegum vand-
ræöum í samskiptum strákanna viö
kennarana og einnig í samskiptum
hópsins við Hitlersæskuna sem telur
sig þeirra gestgjafa.
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
Persónur bókarinnar eru margar
hverjar mjög skýrt mótaðar. Fyrir
utan strákana tvo má nefna Stöngul-
inn, sannan Hitlersaödáanda sem
veit ekkert um hvaö málin snúast og
pissar í buxumar þegar sktrákarnir
sauma svolítið að honum. Kennar-
amir, Vitinn og Pestar-Larsen, hafa
líka sín sérkenni og ýmsar persónur
sem Erik kynnist í sambandi viö
erindisreksturinn eru dularfullar og
auka á spennu og óhugnað.
Mikil átök eiga sér stað í sögunni
bæði ljóst og leynt, á hverri blaðsíðu
er eitthvað að gerast í kringum Erik
sem er þungamiðjan, enda segir
hann söguna. Allan tímann þjáist
hann af áhyggjum af pakkanum og
síöan aöstandendum hans og loks
þegar nasistar komast á slóö Eriks
þorir hann ekki annaö en yfirgefa
félaga sína og fara huldu höfði. Erik
endar síöan ferðina á æðisgengnum
flótta undan nasistum ásamt
gyðingastúlku á sama reki. I sögulok
er hann reynslunni ríkari og er orö-
inn töluveröur mannþekkjari.
Höfundurinn leggur mikla áherslu
á kjark unglingsins í sögunni og
hæfni hans til aö bjarga sér á eigin
spýtur. Hann sýnir fram á aö óhætt
er að treysta unglingum og þeir hafa
hæfileika til aö vega og meta aðstæö-
ur og bregðast rétt og skynsamlega
viö ekki síður en fullorðnir aöeins ef
þeir fá tækifæri til aö spreyta sig.
Frásögn Haugaards er sérlega
skemmtileg og myndræn. Honum
tekst aö skapa svo eðlilegan
tíöaranda og dulmagnaða spennu aö
lesandinn fær sterka tilfinningu fyrir
aö höfundurinn Erik og Erik
sögunnar eigi meira sameiginlegt en
bara nafniö. Þess má líka geta aö
Erik Christian Haugaard var 14 ára
gamalláriö 1937.
Þýðing önnu Valdimarsdóttur er
lipur og frágangur allur góður, en að
mínum dómi heföi verið betra aö
íslenska þýsku oröin líka. Viö eigum
ágæt íslensk orö yfir flest þeirra, t.d.
hefur Hitlerjugend títt veriö nefnd
Hitlersæska á íslensku o.s.frv. Slík
íslenskun verður eölileg á okkar máli
þó aö í ensku og fleiri málum séu
erlend orö gjarnan notuð sem töku-
orö. HH