Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Qupperneq 34
38 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982. í gærkvöldi í gærkvöldi Karlakór Akureyrar Karlakór Akureyrar færir upp sina 11. Luciu- hátíö í Akureyrarkirkju þann 10. desember kl. 20.00 ogll.desemberkl. 18.00. Aö þessu sinni er venju fremur vandað til hátíðarinnar, m.a. aðstoða konur úr kirkju- kór Logmannshlíðar og „Hörpu”, kvenfélagi Karlakórsins ásamt ungum stúlkum úr Menntaskóla Akureyrar. Einsöngvarar aö þessu sinni eru þau: Helga Alfreðsdóttir sópransöngkona og Oskar Pét- ursson tenórsöngvari. I sönghléi syngur þekkt sópransöngkona úr Hafnarfirði, Inga María Eyjólfsdóttir verk eftir Schubert, I i idel, Strgdella og Adolphe Adam. Einnig svne,,r hún hlutverk „Glódísar” í raddsetn- ingu Willian Rees með texta Konráös Vilhjálmssonar. Söngstjóri er Guðmundur Jóhannsson og undirleik annast Ingimar Eydal. Þessi siður er upprunninn í Svíþjóð og er fyrst tekinn upp af Karlakór Akureyrar 15. des. 1946 með samsöng í Nýja bíói að áeggjan Jónasar Jónssonar frá Brekknakoti og sænsks söngkennara, sem hér starfaði, Myrgárd að nafni. Hefur kórinn fært upp þessa samsöngva alls 10 sinnum og nú hin síöari ár hefur þetta verið árlegur viðburður. Ef færi og veður leyfa verður einhig sungið á sunnudag 12. des. í Skjólbrekku kl. 13.00 og í Húsavíkurkirkju kl. 17.00. Væntir kórinn þess að sem flestir sjái sér fært að sækja þessa samsöngva og býður hlustendur velkomna. Kynningarfundur hjá félaginu Samhygð Fundurinn verður haldinn í kvöld, 8. desem- ber, klukkan 20.30 að Armúla 36 (gengið inn fráSelmúla). Félagsfundur kvennadeildar Flugbjörgunar- sveitarinnar Félagsfundur verður haldinn miövikudags- kvöld, 8. desember, klukkan 20.30. Muniö jóla- pakkana. Eplakökur verða að myndbandstæki Laugardaginn 4. nóvember komu konur úr Kvenfélagasambandi Kópavogs færandi hendi í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. Eins og hjá öðrum kvenfélögum á landinu var haldin vinnuvaka helgina 22. dg 23. októ- ber sl. Konumar bökuðu, saumuðu og unnu ýmiss konar muni, sem síöan voru seldir. Ennfremur var selt kaffi og meðlæti allan timann. Fyrir afrakstur vinnuvökunnar keyptu þær og gáfu svo heimilinu 1. stk. myndbandstæki og 1 stk. myndsegulbands- spólu, 1 stk. rafmagns-kjötskurðarhníf, 15 litla og stóra jóladúka, 15 handavinnutöskur og matvæli aö andviröi ca kr. 1500,- sem þær svo afhentu í kaffisamsæti sem SUnnuhiiö bauðtU. I Kvenfélagasambandi Kópavogs eru þrjú kvenfélög, þ.e. Kvenfélag Kópavogs, Sjálf- stæðiskvennafélagið Edda og Freyja, félag framsóknarkvenna. Vistfólk Sunnuhliðar nýtur þess nú að stytta sér stundir við að horfa á sjónvarpið á þeim tíma sem ekkert annað er um að vera. Á morgnana situr vistfólk í Sunnuhliö vi6 handavinnu í setustofu heimilisins og hlustar á útvarp eða hljóðbók. I hádeginu á fimmtudög- um koma prestar staðarins og ræða við vist- fólk og hafa með þeim og starfsfólki heimilis- ins helgistund. Að afloknu siðdegiskaffi er aft- ur farið í setustofu og er þar sungið, kveðið og lesið, hlustað á lifandi tónlist og hafa þar aldnir orðið til skiptis. Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð vill hér með koma á framfæri þakklæti til þeirra fjöl- mörgu sem stutt hafa byggingu heimilisins og sýnt vistmönnum hlýju í verki. ISLAND Almanak 1983 ICELAND Calendar 1983 Snerra sf. í Mosfellssveit hefur gefið út dagatal fyrir áriö 1983. Dagatal þetta er prýtt 12 völdum landslags- myndum úr öllum landshlutum, ein fyrir hvcrn mánuö. Prentun fór fram í Odda hf. og litgreining hjá Myndamótum. Benda má á aö dagatalið er tilvalin gjöf til vina erlendis. Guðrún Þorkelsdóttir lést 28. nóvember. Hun var fædd aö Valda- stööuin í Kjós þann 11. ágúst 1911, dóttir hjónanna Halldóru Halldors- dóttur og Þorkels Guömundssonar. Guörún giftist Jóni Þórarinssyni skip- stjóra og útgeröarmanni en hann lést áriö 1967. Þau eignuöust 6 börn. Utför Guörúnar verður gerö frá Dómkirkj- unni í dag kl. 15. Agnes Asta Guömundsdóttir er látin. Hún var fædd 26. október 1933. Foreldrar hennar voru hjónin Jenný Júlíusdóttir og Guömundur Eiríksson. Agnes giftist Heröi Sumarliöasyni, eignuðust þau 3 dætur. Þau slitu sam- vistum. Seinustu árin starfaöi Agnes hjá Islenskum markaöi á Kefiavíkur- flugvelli, sem vaktstjóri. Utför hennar verður gerö frá Utskálakirkju í dag kl. 14. Guðlaug Katrín Kristjánsdóttir lést aö Sunnuhlíö hjúkrunarheimili aldraðra, Kópavogi, þann 5. des. sl. Björk Jakobsdóttir lést í Landakots- spítala 5. þessa mánaöar. Ólafur Bæringsson bátsmaöur, Holts- búð 18 Garðabæ, sem lést af slysförum í Portúgal laugardaginn 20. nóvember, veröur jarösunginn frá Garöakirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 13.30. Kristín Guðmundsdóttir, Sunnuflöt 20 Garöabæ, veröur jarösungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 9. des. kl. 15. Snjólaug Guöjohnsen veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 9. des. kl. 13.30. Skagfirska söngsveitin heldur jólatónleika í Bústaðakirkju fimmtu- daginn 9.12. '82, kl. 20.30. Á efnisskrá eru meðal annars lög eftir Arna Björnsson, Eyþór Stefánsson, Sigfús Hall- dórsson, Sigvalda Kaldalóns ug Þórarin Jónsson. Af erlendum höfundum má nefna Mozart, Hándel og Bach. Að þessu sinni koma fram með kórnum fjór- ir einsöngvarar, þau Halla Jónasdóttir, Snorri Þórðarson, Steinn Erlingsson og Sverr- ir Guðmundsson. Söngstjóri er Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og undirleikari Ámi Arinbjam- arson. I tilefni árs aldraðra er sá aldurshópur sér- staklega velkominn. Kórinn hefur í hyggju að syngja á elliheimilum og sjúkrahúsum á næstu dögum. Kórfélagar eru 75 talsins og starfsemi kórsins í miklum blóma. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Annaö tölublaö Víðförla, málgagns kirkjunnar, erkomið út. Meðal efnis í blaöinu að þessu sinni er grein eftir Þorvald Garðar Kristjánsson alþingismann, sem ber yfirskriftina: ,,Má granda lífi?”. Sagt er frá nýafstöðnu kirkjuþingi og þeim málum er þar bar hæst svo og öldrun- arstarfi kirkjunnar. Sr. Valgeir Ást- ráösson fjallar um aðstööuleysi safn- aöa í Breiðholti og dr. Sigurbjöm Ein- arsson ritar grein um bænalif einstakl- ingsins. Þá má nefna bamaefni og margvislegar fréttir af því mikla starfi sem unnið er innan kirkjunnar. Leiðara ritar hr. Pétur Sigurgeirs- son biskup. Víöförli kemur út mánaðarlega fyrst Kvennatímaritið Vera er komið út öðru sinni Núna beinir Vera athyglinni aö ofbeldi sem konur á öllum aldri eru beittar. í því sam- bandi er rætt viö unglingsstúlkur í Reykjavík um þann oröróm að stelpum sé vart óhætt aö kvöldi til á höfuöborgarsvæðinu vegna áreitni karlmanna. Ymislegt annaö er skoöaö í sam- bandi viö ofbeldi sem of langt mál yröi aö telja en þó má einnig vekja sérstaka athygli á grein um þá afstööu og þau viðhorf sem koma fram í landslögum um líkamsárásir og nauög- anir. Margt annað efni er í Veru, t.d. smásaga, þáttur úr Kvennasögusafni, leikdómar og borgarmálin. 1 allt er blaðið einar 40 síöur. Það kostar í lausasölu kr. 40,00 en 35 kr. í áskrift. Askriftarsíminn er 21500 á milli 15 og 18. Utgefandi Veru er Kvennaframboöiö i Reykjavík en Hólar prenta. Fataúthlutun Hjálpræðishersins Fatnaði verður úthlutað í sal Hjálpræðishers- ins frá klukkan 10—16 á morgun, fimmtudag. Karlakórinn Hreimur sendir nú frá sér sína fyrstu hljómplötu. Kórinn er eini starfandi karlakórinn í ÞingJ« eyjarsýslum, og eru söngmenn úr Aðaldal, Reykjahverfi, Kinn, og frá Húsavík. Söngstjóri kórsins er nú Guömundur Norðdahl. Allt frá því aö kórinn var stofnaður áriö 1975 hefur hann lagt áherslu á aö flytja lög eftir þingeyska höfunda, og hefur veriö lögö tals- verö vinna í aö safna þeirri tónlist. Arangur þessa starfs kemur nú í ljós á þess- ari plötu, því aö á annarri plötusíöunni eru eingöngu lög eftir þingeyska höfunda. Platan veröur til sölu í Fálkanum og Hljóö- færahúsi Reykjavíkur og hjá KEA og Tóna- búöinni á Akureyri, auk nokkurra annarra staöa úti um land og svo hjá kórmönnum sjálfum. Á myndinni eru Þóra Kristjánsdóttir listráöunautur, Alfreö Guðmundsson forstööumaður, frú Sigríöur G. Benjamin og Einar Hákonarson formaöur stjórnar Kjarvalsstaöa. Málverkagjöf til Kjarvalsstaða Frú Sigríður G. Benjamin hefur gefið Kjar- valsstöðum málverk eftir Jóhannes S. Kjar- val til minningar um föður sinn Harald Guð- berg. Hann var fæddur í Danmörku 1882, flutt- ist til Islands 1916 og stofnsetti hér fyrsta reið- hjólaverkstæði landsins, Fálkann, og síðar örninn. Málverkið er af Vífilsfelli, 105X150 sm, málað 1936. Frá 1957 hefur málverkið hangiö á heimili Sigríðar G. Benjamin í London. um sinn. Þeir sem hafa áhuga á aö ger- ast áskrifendur aö blaðinu eru hvattir til aö hafa samband við Utgáfuna Skál- holt.ísúna 21386. Jólafundur Kvenfélags Kópavogs veröur haldinn fimmtudaginn 9. des. kl. 20.30 i félagsheimilinu. Stjórnin. Jóladagatalshappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu Vinningarkomuáeftirtalinnúmer: . nr. 1. des. 653, 2. des.1284, 3. des. 2480, 4. des. 680, 5. des. 2008, 6. des. 817, 7. des.1379, 8. des.2665, 9. des. 438, 10. des. 2920, 11. des. 597. Jóladagatalshappdrætti SUF — vinningsnúmer: 1. des. 9731, 2. des. 7795, 3. des. 7585, 4. des. 8446, 5. des. 299, 6. des. 5013, 7. des. 4717, 8. des. 1229. Flóamarkaður Hjálpræðishersins verður haldinn í sal Hjálpræðishersins í dag miðvikudag frá klukkan 10—17. tlthlutun á fatnaöi verður frá klukkan 10—16 á fimmtu- dag. Gullfiskabúðin Fischersundi Eigendaskipti hafa nú átt sér stað í Gullfiska- búðinni Fischersundi. Hinir nýju eigendur, Emma Holm og Halldór Oskarsson, hafa breytt búðinni í kjörbúð til hagræðingar fyrir viðskiptavmina. Sömu vörumerki verða áfram á boðstólum, en það eru t.d. Tetra fiskafóður og lyf, Bonnie fugla- og naggrísa- fóður, Spillers hunda- og kattafóður og Armi- tages kattasandur. Sú nýjung er tekin upp að nú eru hreinræktaðir kettlingar teknir í um- boössölu. Tilkynningar Andlát MEÐ MNGEYINGUM OG RIKISFJÖLMIÐLUM Þaö átti svo aö heita aö ég fylgdist meö dagskrá ríkisfjöbniölanna í gærkvöldi. Slíkt var þó í erfiðara lagi enda húsið fullt af Þingeyingum, einkanlega mývetnskri sérútgáfu af þeim stofni. Bar hún á borö hinn ágætasta Mývatnssilung item rauövín úr Frakkaríki, pizzu íslenska og flatbrauð reykvískt. Þetta blandaöist alla vega ágætlega í mér. ; Einhvers staöar þarna inn á milli tókst sjónvarpinu aö troöa sér annaö slagið. I fréttunum var þaö merki- legast aö Rafmagnsveitan slökkti á Grindvíkingum. Þaö er aldrei aö þessi ríkisstofnun ætlar aö fara að láta til sín taka. Ég vona bara aö noröur í „dalnum kæra” hafi menn staðið sig sæmilega viö aö greiöa reikninga sína svo maður þurfi ekki aö húka í myrkri og kulda um jól. Annaö myrkraverk kom frá grænu eyjunni minni, Irlandi. Því miöur ætlar hryöjuverkum seint að linna þar. Nú sýndi INLA klærnar, rétt einu sinni. Fyrir þá sem fjalla um málefni Irlands skal þess getiö aö samtökin eru meö öllu óháð IRA. Þau urðu til út úr stjómmálahreyf- ingunni Sinn Fein í einni klofningu þar af mqrgum. Markmið þessara tveggja skæruliöasamtaka er þó hið sama, aö frelsa Irland undan breskri stjórn. Landiö verður bara ekki frelsaö meö byssunni einni. I forsal vinda heitir breskur myndaflokkur frá Andesfjöllum. Náttúrulífsþættir Breta eru í einu oröi sagt frábærir. En ótrúlega var margt í þessari mynd íslenskt, lands- lagiö stundum rétt eins og okkar. Lífið er lotterí, segja Svíar. Þessi sænski sakamálaflokkur er óendan- lega vitlaus en á stundum skrambi fyndinn. Rússneski túlkurinn átti til dæmis stórleik í gærkvöldi. Fróölegt veröur aö sjá hvernig vitleysan veröur til lykta leidd. Síöast á dagskrá sjónvarps var þáttur um heilagan Nikuiás, þann sem varö aö jólasveini. Sjónvarpiö ætti aö gera meira af slikum fræöslu- þáttum, af nógu er aö taka. Og þá vil ég frekar sjá góöa þætti aftur og aftur en lélega einu sinni. Er ekki alveg óþarfi aö nefna Félagsheim- iliö, lágkúmna sem tókst aö komast niöur fyrir ,,Snorra”, sem var þó nóguslæmur? Fyrirgeföu, elskulega gamla gufu- radíó, þú varöst útundan! Aö Boris Christof og bókmenntaþætti undan- skildum var heldur ekki mikið um aö vera. Fréttir vpm aö vanda hinar ágætustu. Bestu tíöindin þar vora þau aö norskir ríkisstarfsmenn hafa vitkast. Norskum jólum er greini- lega bjargaö og kaþólskir þar í landi geta glaðir þambaö blóö Krists óm'ælt. Eg heyrði síöustu mínúturnar af lýsingu Samma á hvemig Júggamir börðu á vesturbæingum. Oj bara! Jón Baldvin Halldórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.