Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Side 36
40
DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER1982.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Borgfirzk
blanda 6.
Nýlega er komiö út hjá Hörpuútgáf-
unni á Akranesi 6. bindið í safnritinu
Borgfirzk blanda. Eins og í fyrri bók-
unum er efniö blanda af þjóðlífsþátt-
um, persónuþáttum og gamanmálum.
Meðal þess má nefna þættina: Þegar
„Jónamir” versluðu í Borgamesi —
Sjómannskona á Akranesi — Þar mun-
aði mjóu — Hrakningar á Kaldadal —
Eitt ár í Borgarfirði — Sendur í sveit
— Rjómabúiö við Geirsá — Flóðið
mikla í Hvítá 1918 — Upphaf sund-
kennslu í Borgarfirði — Minningaþætt-
ir frá Melum og Innra-Hólmi — Konan
sem starfrækti fyrsta „sjúkrahúsið” á
Akranesi — Frásagnir af Vigfúsi
sterka á Grund — Reimleikar í Reyk-
holti — Ekki verður feigum forðaö —
Skyggnst í gamlar skræður.
Bragi Þórðarson bókaútgefandi á
Akranesi hefur safnaö efninu í þessa
bók, eins og hinarfyrri.
Borgfirzk blanda 6 er 252 bls. í stóru
broti. Fjöldi mynda er í bókinni. Hún
er prentuð og bundin í Prentverki
Akraness hf.
Heitur snjór
eftir Viktor Arnar Ingólfsson
Bókaútgáfan öm og örlygur hf.
hefur sent frá sér skáldsöguna Heitur
snjór eftir Viktor Amar Ingólfsson og
er það önnur skáldsaga höfundarins.
Saga Viktors Amars er samtímasaga
og gerist aö mestu í Reykjavík, þótt
sögusviðið sé reyndar einnig í útlönd-
um.
I bókinni fæst Viktor Arnar viö mál
sem segja má að brenni heitt á
mörgum um þessar mundir — eitur-
lyfjavandamálið, en heitur snjór er
einmitt það fíkniefni kallað sem nú
stendur mest ógn af, þ.e. heróínið.
Saga Viktors Arnars fjallar um
ósköp venjuleg ungmenni í Reykjavík
nútímans — ungmenni frá venjulegum
heimilum sem búa einnig við aðstæöur
sem em síst verri en gengur og gerist.
Hún fjallar einnig um mennina á bak
við tjöldin sem telja aö tilgangurinn
helgi meðalið þegar þeir afla sér auös
og hika ekki við aö stíga yfir hvern sem
erá leiðsinni.
Heitur snjór er sett, umbrotin, filmu-
unnin og prentuð í Prentstofu G, Bene-
diktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf.
Kápuhönnun önnuöust Karl Oskarsson
og Fanney Valga rösd óttir.
Sól ég sá
— sjálfsævisaga Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum
Bókaútgáfan öm og örlygur hf. hef-
ur gefiö út bókina Sól ég sá og er hún
fyrra bindi sjálfsævisögu Steindórs
Steindórssonar, náttúmvísindamanns
og fy rrverandi skólameistara f rá Hlöð-
um.
I bókinni segir Steindór Steindórsson
frá uppvexti sínum, námsárum og
skólastarfi. Er höfundinum fylgt frá
smalaslóðum hans og fjárgötum
heima á Hlöðum og þaðan á skólabekk
bæði í Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri, Menntaskólanum í Reykjavík og í
háskólanum í Kaupmannahöfn þar
sem Steindór opnar lesendum sýn til
skemmtilegs, fjölbreytts og ævintýra-
ríks stúdentalífs.
Síðan liggur leiöinn aftur heim og í
Menntaskólann á Akureyri þar sem
Steindór kenndi fræði sín í meira en 40
ár og stjómaði þessum fjölmenna
skóla síðustu árin. Eins og gefur aö
skiljaerfrámörgu eftirminnilegu að
segja og Steindór Steindórsson leysir
frá skjóöunni tæpitungulaust eins og
búast mátti við af honum. Segir hann
frá ýmsu í skólastarfinu — bæði
skemmtilegum atvikum og eins þeim
sem erfið vom úrlausnar og kostuðu
stundumdeilur.
Bókin Sól ég sá er sett, umbrotin,
filmuunnin, prentuð og bundin hjá
Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápu hann-
aðiEmst Bachmann.
í afahúsi
eftir Guðrúnu Helgadóttur
Iðunn hefur gefið út á ný barnasög-
una í afahúsi eftir Guðrúnu Helgadótt-
ur. Teikningar í bókina eru eftir
Mikael V. Karlsson. Saga þessi kom
fyrst út 1975 og hefur verið ófáanleg
um skeið. Hún segir frá Tótu litlu sem
er ráðsnjöll stelpa og áræðin. Pabbi
hennar er skáld og slíkt starf lítur um-
hverfið hornauga. Tóta getur þó
hjálpað pabba sínum að vinna sér
viðurkenningu sem um munar. —
Barnasögur Guðrúnar hafa notiö
mikilla vinsælda og verið þýddar á all-
mörg tungumál. Kunnastar eru
sögumar um Jón Odd og Jón Bjarna
sem nú hafa verið kvikmyndaðar. I
fyrra kom svo ævintýrið Ástarsaga úr
fjöllunum sem að undanfömu hefur
verið, með myndum Brians Pilking-
tons, gefið út á Norðurlöndum, síðast
færeysku. — I afahúsi er 95 blaðsíður.
Guðrún Helgadóttir
í afahúsi
Leiksoppur
fortíðarinnar
eftir Snjólaugu Braga-
dóttur f rá Skáldalæk
Bókaútgáfan Örn og örlygur hf. hef-
ur sent frá sér skáldsöguna Leiksopp-
ur fortíðarinnar eftir Snjólaugu Braga-
dóttur frá Skáldalæk og er þaö níunda
skáldsaga höfundarins. I sögu þessari
flytur Snjólaug sögusvið sitt út fyrir
landsteinana og gerist sagan að mestu
i Skotlandi. Islensk stúlka, Katrín
Jónsdóttir, er þó aðalsöguhetjan en
hún er háskólanemi í Edinborg. Hún
ferðast sumarlangt um Skotland og
sinnir starfi sínu og áhugamáli og þá
fer ýmislegt að koma í ljós sem vekur
spumingar og rifjar upp harmleik frá
stríðsbyrjun.
I kynningu forlagsins á bókarkápu
segir m.a.:
,,Hver sem hún er og hvað sem hún
heitir, kemur hún dag einn til Culverd-
en House og vekur upp draug haturs og
afbrýöi liöinna tíma. Slíkir draugar
dafna vel í nútímanum líka og þegar
Katrín flýr ættarsetrið eftir að hafa
horfst í augu við réttan uppmna sinn,
veröur hjarta hennar eftir. ”
Bókin Leiksoppur fortíðarinnar er
sett, umbrotin, filmuunnin og prentuðí
Prentstofu G. Benediktssonar og bund-
in hjá Amarfelli hf. Kápuhönnun er
eftirKristján Steingrím Jónsson.
Þrælaströndin
eftir TorkBd Hartsen
Þrælaströndin er önnur bókin í bóka-
flokki Torkild Hansen um þrælahald og
þrælasölu og sú síðasta er kemur
væntanlega út á næsta ári ber nafnið
Þrælaeyjan.
Þessi bókaflokkur hefur vakið mikla
athygli og hlaut höfundurinn Bók-
menntaverðlaun Noröurlandaráðs
fyrir þessar bækur 1971. Torkild
Hansen hefur hlotiö einróma lof fyrir
bækur sínar, m.a. hlotiö hinn gullna
Iárviöarsveig danskra bókaútgefenda
og þriggja ára ríkisstarfslaun fyrir
vinnu að sögulegum bókmenntaverk-
um.
Þrælaströndin er vel skrifuð bók og
fjallar um merkilegan tíma í sögu
þessa heims. Miskunnarleysi hvíta
mannsins gegn hinum dökka kynstofni
Afríku hefur aldrei verið jafn yfir-
gengilegt og á þessum tíma.
Utgefandi er Ægisútgáfan.
Ómagar og
utangarðsfólk
Fátækramál Reykjavíkur
1786-1907
eftir Gísla Ágúst
Gunnlaugsson
XII + 190 bls. og 12 myndasíður,
uppdrættir, töflur og skrár. Ritið
fjallar um félagsleg vandamál í
Reykjavík, málefni hinna fátæku, frá
stofnun kaupstaðar árið 1786 til upp-
hafs 20. aldar. Höfundur tengir efnið
vaxtarsögu Reykjavíkur, sögu
atvinnuvega og félagslegra breytinga.
Hann birtir fjölmarga kafla úr styrk-
beiðnum þurfandi manna og öörum
heimildum, sem lýsa vel kjörum hinna
fátækustuí Reykjavík.Fátækramálin
voru lengi vel umfangsmest og út-
gjaldasömust allra mála bæjarfélags-
ins.
Rit þetta, sem er 5. bindi í ritröðinni
Safn til sögu Reykjavíkur, gefur Sögu-
félag út í samvinnu við Reykjavíkur-
borg.
Ætti ég
hörpu
eftir Friðrik Hanesn
Iðunn hefur gefið út Ijóðasafnið Ætti
ég hörpu eftir Friðrik Hansen. Hannes
Pétursson annaðist útgáfuna og ritar
formála um höfundinn og ljóð hans.
Hann hefur ennfremur tekið saman
skýringaratriði við nokkur ljóöanna. —
Friðrik Hansen á Sauðárkróki (1891—
1952) varð víða kunnur fyrir skáld-
skap sinn og eru sum kvæði hans raun-
ar landfleyg.
Ætti ég hörpu hefur að geyma úrval
úr ljóðum Friðriks Hansen, liölega
fjörutíu ljóð, allt frá æskuárum
höfundar til æviloka. Er ljóöunum
raðað eftir aldri þeirra „samkvæmt
líkum, að nokkru leyti, sumum all-
traustum, öðrum lauslegri svo nálgast
ágiskun; mun þó hvérgi skeika um
ýkja möig ár aftur eða fram,” segir í
formála. — Aftast í bókinni eru talin
sönglög við ljóö Friðriks, en kunnast
þeirra er lagið við ljóð það sem bókin
dregur nafn af. — Kápumynd bókar-
innar er af málverki eftir Jóhannes
Kjarval. Hún er 80 bls., prentuð í Odda.
HANSEN
HANNES PÉTURSSON
MISSKIPT
MANNA
LÁNI
HEIMILDAÞÆTTIR I
IÐUNN
Misskipt er
manna láni
eftir Hannes Pétursson
Iöunn hefur gefiö út bókina Misskipt
er manna láni, fyrsta bindi heimildar-
þátta eftir Hannes Pétursson. 1 bókinni
eru fimm þættir og f jalla allir um fólk
sem bjó í Skagafirði lengur eða skem-
ur á síðustu öld og fram á þessa. Tveir
varða Bólu-Hjálmar. Segir annar frá
Marsibil móður hans og er þar hulunni
svipt af æviferli þessarar „förukonu”
og „kemur þá nokkuð óvænt í ljós: um
skeið var hún í tölu auðugustu kvenna
landsins á þeirri tíð!” segir í kynningu
forlags á kápubaki. Hinn þátturinn
greinir frá síðasta hæli Hjálmars, beit-
arhúsunum þar sem hann tók and-
vörpin. — Fyrsti þátturinn fjallar um
„gleymda konu og geldsauði tvo”, hag-
orða konu og harðskeytta sem flæktist
inn í brotamál. Þá er sagt frá Pétri
Eyjólfssyni, skipara einum sem „sog-
aðist inn í róstur Islandssögunnar” í
byrjun nítjándu aldar. Loks er svo
þáttur af sérkennilegu fólki í Teigakoti
í Tungusveit, smábýli sem nú er fallið í
eyði.
Misskipt er manna láni er prýdd all-
mörgum myndum. Bókin er 195 blað-
síður. Oddi prentaði.
Veröld
Busters
eftir Bjarne Reuter
Hjá MALI OG MENNINGU er komin
út ný bók fyrir böm og unglinga sem
nefnist Veröld Busters og er hún eftir
danska barnabókahöfundinn Bjame
Reuter. Olafur Haukur Simonarson
þýddi bókina, en hann hefur nú nýlokið
við að lesa í morgunstund barnanna
þýðingu sína á síðari sögunni sem Mál
og menning lét þýða um Buster og
nefnist hún Kysstu stjömurnar og mun
koma út á næsta ári hjá forlaginu.
Veröld Busters er fyrsta bókin um
drenginn Buster Oregon Mortensen,
sem er töframaður og holræsajóölari
og kominn af fjöllistamönnum í beinan
karllegg. Pabbi hans er atvinnulaus
sjónhverfingamaður og afi hans var
fallbyssukóngur. Sjálfur kann Buster
eitt og annaö fyrir sér.
Veröld Busters er 135 bls. að stærð,
prentuð í Prentrúnu hf. og bundin í
Bókfelli hf. Mette Svarre gerði kápu-
teikninguna.