Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Side 40
44 DV. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVOL DÆGRADVÖL Vernhardur med fyrstu LP plötu sem hann keypti. Nokkur þúsund plötur hafa sig/t i kjölfar þessarar i plötu safn Vernharðs eins ogsjá má. DV-mynd: Einar Ólason. — segir Vernharður Linnet jassgeggjari Jassinn hefur fangaö hugi margra, jafnvel svo að þeir hafa ekki orðið samir menn á eftir. Haröasti kjami áhugamanna um þennan kvist á tón- listartrénu hefur löngum verið nefndur „jass-geggjararnir” Um langt skeiö voru jassáhugamenn litnir hornauga og taldir sérvitringar er æskulýöur landsins gargaöi og reif í hár sér og spriklaði undir leik bítlatón- listar. En jassinn liföi þetta tímabil af og kappar eins og Vernharöur I,innet, Jón Múli Arnason og Guömundur Ingólfsson og Guömundur Steingríms- son úr hópi jassleikara eru ekki lengur hrópendur í eyöimörk heldur fram- herjar í gróskumikilli sveit. DV rabbaöi við einn eldheitan tón- listaráhugamann sem hefur valiö jass- tónlist sem sína dægradvöl. Vemharö- ur I.innet hefur um árabil verið framarlega í flokki þeirra sem kynnt hafa jass-tónlist hér á landi. Hann er nú formaður félags áhugamanna um jass-tónlist, Jazzvakningar. Er blaðamann DV bar aö garöi aö heimili Vernharös í Breiöholtinu þurfti hann ekki að fara í grafgötur um hvar íbúö Vernharðs væri aö finna í fjöl- býlishúsinu. Ljúfur söngur og píanó- sláttur Taníu Maríu og bassaleikur Njáls Hængs Péturssonar ómaði út um opnar dyr íbúöar Vernharðs. Ekki óviöeigandi því Njáll, eða Niels Henning Örsted Pedersen hefur vakiö áhuga ótrúlega margra Islendinga á jass-tónlistinni. „Ég er aö prógrammera upptöku af tónleikum þeirra hér um áriö fyrir út- Varpið,” sagöi Vernharöur um leið og hann skenkti blaöamanni kaffi aö góöum siö. Þaö fer ekki milli mála hvert aöal-áhugamál Vernharðs er þegar inn í stofu hans er komið. Einn veggur stofunnar er blátt áfram þak- inn hljómplötum. „Jú, ég fékk delluna strax. Þaö er með jassinn eins og meö vínið og fyrsta sopann að annaö hvort veröur maöur forfallinn eftir fyrsta sólóið eöa ekki. Kveikjan aö þessum ólæknandi „sjúk- dómi” var þegar ég heyrði í Gerry Mulligan Quartet frá Parísartón- leikunum ’54. Eg varellefu ára gamall og bjó úti á landi. Eg fékk aö fara í bæ- inn fyrir jólin til aö kaupa plötu og keypti þá fyrstu L.P. plötuna mína, Gerry Mulligan Ten Tette. Þeir ætluöu varla aö vilja selja mér plötuna í Fálkanum, fyrr en þeir vissu aö ég var meö á hreinu hvaö ég var aö kaupa. En þegar ég var ellefu ára fór ég í sveit aö Sámsstööum í Fljótshlíð. Þaö var eitt mesta jass-center á landinu þá. Kona Gunnars Reynis Sveinssonar var ráöskona og hann kom um helgar meö plötur á staöinn. Viö hlustuðum á sendingar Voice of America ætluöum Austur-Evrópu og fengum þannig aö heyra þaö nýjasta í jassinum á þeim tíma. Þá var cool-jassinn allsráöandi og Willis Connor útvarpsmaöur sá okkur fyrir jassi meö Mulligan, Getz, Modern J azz Quartet og ööru. ” — Hvernig stundar þú þessa dægra- dvöl. Hlustar þú á tónlist öllum stundum eöa einbeitir þú þér aö tónlist- inni í hvert skipti sem þú setur plötu á fóninn? „Eg hlusta frekar h'tiö ef ég er aö gera eitthvað sérstakt. Ef ég bregö plötu á fóninn og er aö fást viö eitthvaö þá vel ég tónlist sem ég gjörþekki. En yfirleitt einbeiti ég mér aö tónhstinni. Þess á milli finnst mér mikils viröi aö hafa þögn í kringum mig.” — Feröu oft utan gagngert til aö faraátónleika? „Áöur en ég varö fjölskyldumaður og var nýbúinn í námi geröi ég töluvert af því. Eg fór á hátíöir á hverju sumri. Þegar ég var kennari í Þor- lákshöfn sagöi ég skólanefndinni þegar ég var ráöinn aö ég yröi aö fá frí ef Ellington spilaði í Evrópu. Og þeir sættu sigviö það!” — Hvaöáttþúmikiöaf plötum? „Égáekkimikiö! Egerekkiástríöu- fullur piötusafnari. Ekki lengur. Það er ekki hægt fyrir fjölskyldumann aö vera safnari á íslandi. Ég kaupi allt meö sumum meistaranna eins og Elhngton, Armstrong og Miles Davis en aö ööru leyti safna cg ekki kerfis- bundiö. Ég reyni samt auövitað aö fylgjast með því sem er aö gerast og kaupi þaö sem ég tel áhugavert. Jú,ég kaupi líka tímarit, ööru vísi er ekki hægt aö fylgjast með. Núna kaupi ég Down Beat, Jazz Journal og danska blaöiöM.M.” Að svo búnu slæ ég botninn í spjall mitt viö Vernharö og vona aö lesendur séu einhvers vísari um þá dægradvöl aöhlusta á jass. ás Vinsælasta dægradvöl í heimi er líkast til tónlistin. Milljónir manna um ahan heim frá Vladivostok til Skagastrandar njóta tónlistar á einn eöa annan hátt daglega. Jónmundur á Skagaströnd hefur ótal möguleika til aö njóta tónhstar en e.t.v. eiga Evgení í Síberíu og Ntitsju í Namibíu ekki jafnfjölbreytilega möguleika til aö ástunda þessa dægradvöl. Hér á Islandi eru hljómflutningstæki og út- vörp almenningseign og jafnframt htt kostnaðarsamt aö kaupa hljóö- færi. En þaö er öldungis ekki sjálfgefið að Ntitsju vinur okkar í Namibíu uni sér ekki jafnvel og Jónmundur við þessa dægradvöl enda þótt hann muni aldrei eignast „hi-fi stereo” eöa rafmagnsgítar. Til aö njóta tón- listar þarf ekki aö eiga einn einasta eyri. Margt af því bitastæðasta í tón- listinni á rætur sínar aö rekja til kúguðustu þjóöa og stétta í veraldar- sögunni. Blús-tónlist, flamenco, jass, sálmasöngur, jafnvel karlakóra- söngur, öll þessi tiibrigöi tónhstar eiga rætur sínar aö rekja til hinna kúguöu. Og vitaskuld hafa kóngar, aðalsmenn og borgarar lagt myndar- legan skerf til tónlistarinnar. Hvort sem þaö er á akrinum, þrælamarkaöi, kóngshöll, kjarnorku stöö eöa dísilstilhngu Jónmundar, ahtaf er tónlistin nálæg. Otbreidd- ustu fjölmiðlarnir, útvarp, sjónvarp og jafnvel dagblööin.gera tónhstinni myndarleg Skil. 50—70% dagskrár útvarps er helguö tónhst. Sjónvarpið notar tónlist til uppfylhngar og í sér- stökum þáttum. I kvikmyndum þykir sjálfsagt að nota tónlist tU aö auka áhrifamáttinn. Jafnvel dag- blööin hafa á sínum snærum sérfræð- inga í öUum vinsælustu tónlistar- formunum. MUljónir leika á hljóö- færi, syngja í kórum eöa raula í bað- inu. Til aö sinna vinsælustu dægradvöl í heimi eru þúsundir manna sem hafa þann starfa aö leika og syngja öðrum til dægrastyttingar og listrænnar fuUnægingar. I kringum sjálfa sköpunina og neysluna eru miUjónir manna sem vinna á einn eöa annan hátt við þetta fyrirbæri: plötusölu- menn, tónleikahaldara r, þjónar, hljóðfærasmiðir, hljómtækjahönnuö- ir, auglýsingaskrumssérfræöingar, hljóöfærastiUingarmenn og svo framvegis. Meira aö segja tónlistar- ráöherrar! Á vorum dögum er vita- skuld allt söluvara og e.t.v. er tón- listin besta dæmiö. í Dægradvöl aö þessu sinni er rætt viö þrjá einstakhnga sem njóta tón- hstar sér til dægradvalar. Og meira en þaö. Vernharður Linnet er einn af svoköUuöum jassgeggjurum. Auk þess aö njóta tónhstar með aöstoö vandaöra hljómflutningstækja er hann ekki aðeins fastagestur á öllum jasstónleikum hér á landi heldur er hann oft og tíöum einn af þeim sem heldur tónleikana. Hann hefureinnig Tónlist Texti: Árni Snævarr margoft fariö utan gagngert tU aö fara á tónleika — og hefur á þann hátt kynnst mörgum þekktustu jass- leikurum heimsins í dag. Vemharð- ur er formaður félags jassáhuga- manna, J azzvakningar. Guöni Guðmundsson er þekktur maöur hér í bæ, aö vísu ekki aöahega fyrir tónhstarástundun heldur fyrir aö vera rektor Menntaskólans í Reykjavík og enskukennari þar um árabU. Þaö hefur vissulega ekki farið framhjá nemendum hans þar að Guöni er söngelskur maður. Á hverju vori stjórnar hann f jöldasöng á stúdentaútskrift og aö auki telur hann ekki eftir sér aö raula lagstúfa til aö koma enskum oröum og orðatil- tækjum til skila. Hann er aö auki mikill aðdáandi klassískrar tón- listar, kórsöngs og ekki síst óperu. Guöni Rúnar Agnarsson er þriðji viömælandi okkar í dag. Hann er Ula haldinn af tónlistarbakteríunni og hefur um langt skeiö breitt út uppáhaldstónlistarstefnur sínar á öldum ljósvakans og meö því aö taka þátt í hljómleikahaldi. Jafnframt á hann Ukast til eitt digrasta plötusafn landsins. Viö ræöum viö Guðnana tvo og Vemharö hér á opnunni og for- vitnumst mn þaö hvernig þeir líta á þessa dægradvöl og hvemig þ.eir stunda hana. FORFALLINN EFTIR FYRSTA SÓLÓIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.