Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 1
NEYÐARASTAND á Reykjavíkursvæðinu Foreldrar beðnir að leita bama sinna — Glórulaus blindbylur — Sími lögreglu rauðglóandi „Þaö er orðið algjört neyðar- ástand í borginni. Sér ekki handa sinna skil og margir bílar stopp. Um- ferð var orðin talsverð þegar bylur- inn skall á og það hafa nú þegar orðið nokkrir árekstrar vegna veðursins,” sagði varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík í morgun við DV vegna blindbylsins sem þá var skollinn á. Það var laust eftir klukkan átta í morgun sem bylurinn skall á. Neyð- arástandiö í borginni og nágrenni myndaðist strax vegna þess að bílar stöðvuðust þar sem ekki sá handa sinna skil, fennt hafði í allar slóöir, bílar voru illa búnir og þeir bleyttu sig. Gangandi fólk átti í erfiðleikum og sóttist ferðin seint vegna færðar- innar. Hjá Strætisvögnum Reykjavíkur fengust þær upplýsingar í morgun að allir vagnar væru að stöövast þar sem mikið af smábílum væri stopp og lokaöi bæði götum og heilu hverf- unum. Fjöldi vagna væri því fastur í bílaþvögum hér og þar um bæinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu- manna í Hafnarfirði og Kópavogi var öll umferð að stöðvast þar og þá mest vegna vanbúinna bíla. Og á báðum lögreglustöðvunum var sím- inn rauðglóandi þar sem fólk hringdi í örvæntingu vegna bylsins. Vegaeftirlitið gaf þær upplýsingar að snjóruðningstæki i Reykjavík og nágrenni hefðu stöðvast þar sem sæi ekki út úr augum og umferð um Hvalfjörð, Hellisheiði, Reykjanes- braut og í borginni væri stöðvuð þar sem vegir væru lokaðir. A Selfossi og allt austur undir Eyjafjöll var kominn glórulaus blindbylur og mikið rok. Þá sneri Herjólfur viö en hann var á leið til lands. Var geysilegur sjó- gangur. Allir skólar voru að byrja aftur eftir jólafrí en kennsla var strax felld niður í morgun. Þá kom fram að böm sem voru á leið í skóla hefðu týnst í fárviðrinu og voru foreldrar beðnir um að leita þeirra. Að sögn veðurstofunnar var vind- hraðinn í morgun níu vindstig. Veð- ursins gætti á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi en búast má við að veðriö færist norður og austur yfir þegar líðurá daginn en vindhraði verður þó hvergi eins mikill og í Reykjavík. JGH/óbg B/indbylur skall skyndi/ega á í morg- un um a//t sunnanvert landið og urðu allir vegir samstundis ófærir. Margir bílstjórar urðu að yfirgefa bíla sina, þar á meðal þessi móðir með barn sitt, sem Ijósmyndari DV hitti fyrir i hríðarkófinu í Reykjavik i morgun. DV-mynd GVA Reykjavíkerekki villta vestrið —- sjá lesendur bls. 16 Lítil bjartsýni fyrir árið 1983 sjá erl. grein bls. 10 Liverpool sjábls. 18-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.