Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Qupperneq 2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. . 2 llla gengur Andrési önd að læra íslensku — viðleitnin strandar á nýlendusjónarmiðum Gutenbergs Hus í Danmörku Um nokkurt skeiö hefur veriö í at- hugun aö gefa út vikublöðin með Andrési önd og f élögum meö íslensk- um texta. Þaö er danska útgáfufyrir- tækiö Gutenbergs Hus sem stendur aö baki þessum athugunum. Á síöustu árum hefur salan á þess- um teiknimyndasögum dregist veru- lega saman. Þegar mest var voru seld á milli 7 og 8 þúsund eintök á viku, en nú mun salan vera komin niöur í um 3 þúsund eintök. Ástæöurnar eru verölagning og auk- inn fjöldi af teiknimyndasögum á markaðnum. Meö því aö láta Andrés önd mæla á tungu landsmanna hyggst Guten- bergs Hus ná aftur fyrri markaðs- hlutdeild. En máliö hefur fram til þessa strandaö á því aö forlagiö telur aö lágmarksupplag veröi aö vera um 10 þúsund eintök á viku til aö útgáfan standi undir sér fjárhagslega. I at- hugun er að selja blööin í áskrift þannig aö losna megi viö aö greiða söluskatt og kostnað viö milliliöi og dreifingu. Biööin yrðu þá prentuö í Kaupmannahöfn og þeim dreift á svipaðan hátt og öörum erlendum blööum sem seld eru í áskrift hér á landi, en af þeim þarf ekki aö greiða söluskatt. Þaö er Innkaupasamband bóksala sem hefur umboö fyrir Gutenbergs Hus hér á landi. Aö sögn Hauks Gröndal, framkvæmdastjóra Inn- kaupasambandsins, veröur líklega tekin ákvöröun snemma á þessu ári hvort ráðist verður í aö þýöa mynda- sögumar. Gutenbergs Hus bauð bókaútgáf- unni Fjölva samvinnu um þessa út- gáfu en því tilboöi var hafnaö. Sagði Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri Fjölva, að þaö samræmdist illa viö bókaútgáfu aö dreifa vikublaöi. WaltDisney, faðir Andrésar andar og fóiaga, með nokkur afkvæmi sin. Gutenbergs Hus er þegar með ís- lenska þýðendur í vinnu. Forlagiö hefur tekiö viö útgáfu á bókum um hina vinsælu myndasöguhetju Ástrík, sem Fjölvi gaf áöur út. Er þegar komin út ein bók á þess veg- um. Ástæöan er sú aö nýtt foriag tók við umboði fyrir Ástrík eftir aö höf- undur hans dó. Þaö vildi þrefalda höfundariaun frá því sem áður var, en Fjölvi vildi ekki ganga aö því. Gutenbergs Hus tók þá viö og eru bækumar nú þýddar í Danmörku. Tvö íslensk bókaforlög hafa áöur leitað eftir samningum viö Guten- bergs Hus um útgáfu á íslenskumæl- andi Andrési önd, Hilmir og Vaka. Olafur Ragnarsson, framkvæmda- st jóri Vöku, sagöi í samtali viö DV aö mál þetta heföi verið í athugun af þeirra hálfu frá ársbyrjun 1981 og fram á síöastliöiö vor. Hefði Vaka gert áætlun um að blaöið yrði þýtt, prentaö og unnið að flestu leyti hér á landi eins og gerðist meö önnur sam- starfsfyrirtæki Gutenbergs Hus á öörum Norðurlöndum. Hafi danska foriagið sýnt málinu áhuga í upphafi, en kippt skyndilega aö sér hendinni og sagt aö heppilegra væri aö hafa Is- land inni á sínu eigin markaössvæöi og vinnsla blaösins færi fram í Dan- mörku. Olafur Ragnarsson sagöi að Vaka heföi lagt mikla vinnu í undirbúning málsins, leitaö tilboða og aflað þeirra upplýsinga sem Gutenbergs Hus heföi óskaö eftir og hann heföi fariö þrisvar til Kaupmannahafnar til viöræöna. Sagöi Olafur að máliö heföi verið að komast á lokastig og heföu lyktir þess því komið sér mjög á óvart. Heföu Danir þarna látiö stjórnast af nýlendusjónarmiðum sem hann sagöist ekki eiga að venj- ast í viöskiptum viö erlend fy rirtæki. ÓEF Eimskip: Ný markaös- skrifstofa í Rotterdam Um miöjan þennan mánuö tekur Guðmundur Halldórsson, starfs- mannastjóri Eimskips, viö forstööu nýrrar markaðsskrifstofu félagsins í Rotterdam. Veröur skrifstofan rekin í samstarfi viö umboösmenn Eim- skips í Rotterdam, Meyer & Co, og aðalskrifstofuna í Reykjavík. Verkefni markaösskrifstofunnar í Rotterdam veröur m.a. aö vinna aö skipulagningu markaösmála Eim- skips í Evrópu og leita nýrra og hag- kvæmari flutningaleiöa á vörum sem kemur frá höfnum fjarri núverandi áætlanahöfnum félagsins. Mikið hef- ur veriö unniö aö undirbúningi þess- Guðmundur Halldórsson: Tekur við forstöðu nýju markaðsskrif- stofunnar i Rotterdam. ara mála aö undanfömu og er opnun þjónustuhafnar Eimskips í Mílanó eitt dæmiö um árangur þess starfs. J.Þ. Mokuðu, mokuðu, dróguogýttu Þórsmerkurfarar sólarhring í bæinn „Þaö lögöust allir á eitt, mokuöu og mokuðu, drógu og ýttu,” sagöi Lovísa Christiansen, fararstjóri í Útivistar- ferö í Þórsmörk um áramótin. Um 150 manns, á vegum Útivistar og Feröafélagsins, lentu í allmiklum hrakningum á sunnudag á leið sinni til byggöa og voru heilan sólarhring á leiöinni til Reykjavíkurúr Mörkinni. Lovísa sagði aö tvær rútur Feröafé- lagsins hefðu fariö á undan Útivistar- rútunum af staö úr Mörkinni um klukk- an tíu á sunnudagsmorgni. Þau heföu síðan haldiö af staö um tveimur tímum síöar og fljótlega komiö aö ferðafélög- unum þar sem þeir voru fastir. Ekkert var aö veðri viö brottför. „Við mokuð- um okkur áfram hægt og bítandi,” sagöi Lovísa, ,,og meöan mokstrar- sveitin var aö fóru hinir í leiki og sungu. Stemmningin var geysigóö all- an tímann og enginn lét nokkum bilbug á sér finna enda allir vel útbúnir. Yngsti feröamaöurinn var aðeins átta ára gamall og lét hann ekki sitt eftir liggja,” sagöi Lovísa. Hún sagöi Þórs- mörkina sér vitandi aldrei hafa veriö svo blauta á þessum árstíma. „Smæstu sprænur voru orðnar að stór- fljótum,” sagði Lovísa. „Þetta fór allt vel, bílstjóramir vom frábærir og ekki Bílbeltin hafa bjargað llSð! UMFERÐAR ,Ð síður fólkiö í Grillskálanum á HeEu svanginn,” sagöi Lovísa Christiansen sem lét sig ekki muna um aö vaka eftir fararstjóri. okkur til aö viö fengjum eitthvaö í -óm. Innheimta námsvistar- gjaldanna markleysa — segir menntamálaráðuneytið Menntamálaráðuneytiö hefur sent f rá sér tUkynningu varöandi innheimtu námsvistargjalda borgarinnar, þar sem segir aö ákvöröun borgarráös um gjöldin sé markleysa og hafi ekkert gUdi. Eins og fram kom í frétt DV nýlega eru námsvistargjöld innheimt af öHum þeim er sækja framhaldsskóla í borg- inni, en em skrásettir í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Skólamir sem um er aö ræða eru Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Ármúlaskóli, Kvenna- skóUnn og Iðnskólinn. Ráöuneytið vekur athygli á því í bréfi sínu, aö heimild til töku náms- vistargjalds sé einungis aö finna í lögum nr. 68 frá 1966 um iönfræðslu, og aö ráðuneytinu hafi engar tiUögur borist frá Reykjavíkurborg um náms- vistargjöld utanbæjamema í iðn- fræðsluskólum í borginni. Einnig er tekið fram, að engin lagaheimild sé um töku námsvistargjalds, og borgaryfir- völdum sé því óheimilt aö synja utan- bæjamemendum aö hefja nám í skólum í ReykjavUí. Bjöm Friöfinnsson, framkvæmda- stjóri stjórnsýslu- og lögfræöideUdar Reykjavíkurborgar, vUdi fátt segja um tilkynningu menntamálaráöu- neytisins. Hann sagöi að auglýsingin frá borgaryfirvöldum stæöi, og ekki væri neitt óheimUt á ferðinni, því að iönfræösla heföi veriö felld undir starf- semi fjölbrautaskólanna, þegar þeir komu til sögunnar. Björn kvaö þaö rétt aö tUlögur um námsvistargjöld fyrir næsta ár heföu enn ekki verið samdar, og væri ekkert f rekar um þaö að seg ja. Aö ööm leyti vísaöi Bjöm í þaö sem áöur hefur komið fram, aö nágranna- sveitarfélögin hafi samið sín í mUU um greiðslu gjaldanna. Bjöm vildi enn- fremur í þessu sambandi árétta nauðsyn þess aö sett veröi ný löggjöf um framhaldsskólana. -PÁ. óskar að ráða blaðburðarbörri í eftirtalin hverfi: • Meistaravellir • Blesugróf • Arnarnes • Austurbrún • Hagar • Nes • Laugaráshverfi • Kleppsholt • Hverfisgata • Grundarstígur Upplýsingar eru gefnar í afgreiðslu blaðsins Þverholti 11, sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.