Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983.
Útlönd
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Danir trúaöir á
stióm Schliiters
Poul Schluter: Fylgi hans og flokks hans, Ihaldsflokksins, fer stöðugt vaxandi.
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, Lundi:
Danir treysta á hina borgaralegu
ríkisstjóm landsins og aðgerðir hennar
til að ráða bót á slæmum efnahag
þjóðarbúsins. Viröast þeir reiðubúnir
aö heröa sultarólina á árinu 1983.
Þetta kemur fram í Gallups-
skoðanakönnun sem Berlingske
Tidende lét gera nú um áramótin.
Könnunin sýnir að í fyrsta skipti í 15 ár
hefur meirihluti þjóðarinnar trú á
þeirri efnahagsstefnu sem stjóm
landsins fylgir.
Margrét drottning var einnig bjart-
sýn í nýarsavarpi sinu í sjonvarpinu og
hvatti landsmenn til að sýna þolin-
mæði gagnvart þeim efnahagserfið-
leikum sem við væri að etja.
I hliöstæöum skoðanakönnunum allt
frá árinu 1974 hafa jafnan 55%
aðspuröra lýst því yfir aö þeir óttuðust
aö ástandið versnaði á komandi ári en
aðeins 18—19% trúöu á betri tíö. En nú
er þessu sem sagt öfugt farið því sam-
kvæmt Gallupskönnuninni reyndust
40% aðspuröra trúaðir á betri tíð en
þeir svartsýnu reyndust aðeins 37%.
SPA EFNAHAGSBATAI
BANDARÍKJUNUM ’83
Á sama tíma sýnir önnur skoðana-
könnun að fylgi Pouls Schliiters for-
sætisráöherra fer stöðugt vaxandi,
þrátt fyrir að stjóm hans hafi á síöustu
mánuðum orðiö að leggja auknar
byrðar á heröar danskra kjósenda.
Skoðanakönnunin sýnir að íhalds-
flokkurinn fengi 25% atkvæöa ef kosið
yrði nú og 46 þingsæti en fékk 14,5% at-
kvæða og 26 þingsæti í kosningunum í
haust. Samtals ynnu stjómarflokkam-
ir þó ekki nema 14 þingsæti þar sem
stór hluti fylgisaukningar Ihalds-
flokksins er á kostnaö annars stjórnar-
flokks, þ.e. miðdemókrata, sem fengju
samkvæmt könnuninni 4,9% atkvæða.
I kosningunum í haust var hlutur
þeirra8,3% atkvæða. GAJ/JÞ
Ýmsir hagfræðingar Bandaríkjanna
eru þeirrar skoðunar að bandarískt
efnahagslíf muni taka hægum bata á
næstu sex mánuöum. Spá þeir því að
lækkandi lánavextir muni koma efna-
hagsbatanumafstað.
Menn segja að lánavextir muni
lækka áður en fyrsti ársfjórðungur er á
enda og þá fyrst fyrir tilstuðlan banda-
ríska seðlabankans, sem hinn frjálsi
peningamarkaður muni fljótlega
fyigja.
Stórslys í rútubílum í Perú
Tuttugu og einn fórst og þrettán
meiddust þegar áætlunarbíll
hrapaði í skriðu nærri Nazca í
suðurhluta Perú í gær. Er þetta
annaö stórslysið á langferðabílum í
Perú á tveim dögum. Sextán
manns fórust og þrjátíu og sjö
slösuðust í fyrra í suðurhéraðinu
Puno. I bílnum voru skólabörn.
En líklegt þykir að örvun efnahags-
lífsins á fyrsta ársfjórðungi muni auka
eftirspurn lána að nýju og það leiöa til
einhverrar hækkunar vaxta aftur í öðr-
umársfjórðungi.
Spáð er 5% veröbólgu í Bandaríkjun-
um þetta árið eða ámóta og á gamla
árinu. Jafnframt er spáð að þjóðar-
framleiðslan muni aukast milli tvö og
tvö og hálft prósent. Aðrir spá allt að
fimm prósent aukningu hennar.
Argentína
ágirnist enn
Falklandseyjar
I ræðum sem fluttar voru í tilefni
150 ára afmælis innrásar Breta á
Falklandseyjar sögðu stjómmála-
forkólfar Argentínu í gær að Argen-
tínumenn ættu ekki að útiloka aðra
innrás á Falklandseyjar, ef tilraun-
ir þeirra til þess að ná yfirráðum
þeirra með friðsömum hætti færu
út um þúfur. Leiðtogar stærstu
flokkanna lögöu þó á þaö áherslu
að Argentína ætti að gera allt til
þess að öölast yfirráð eyjanna eftir
friðsömum leiðum.
o
ULPUR, PEYSUR,
SOKKAR, NÆRFÖT.
Komið og verslið
verðið og kjörin
Ðef k®VP*eÍ
ú« oð " areiðsl
'1
Sendum í póstkröfu
um landallt
Fatamarkaðurinn J. L.-húsinu.
Aukning sf..
b □ c C' œ zi tau1:
Oi EB il 11 BS ifflH
l3
i n aa n ca u ■« h u ti 111 n 11, i
Hringbraut 121, R. sími 22500.