Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 12
12 Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. ____Áskriftarverð á mánuði 150 kr. Verðílausasölu 12 kr. Helgart>laðl5kr. KGB tekur völdin Ekki er nóg með, að rótgróinn yfirmaður sovézku leyni- þjónustunnar er orðinn framkvæmdastjóri kommúnista- flokksins og æðsti valdamaður austurblakkarinnar, held- ur er nú eftirmaöur hans í leyniþjónustunni orðinn innan- ríkisráðherra. KGB-maðurinn Andropof hafði ekki lengi setið í veldis- stóli Brésnéfs, er hann leiddi KGB-manninn Fedorsjuk til sætis í hið valdamikla ráðherraembætti, sem meðal ann- ars felur í sér að halda uppi aga hjá íbúum Sovétríkjanna. Svo er nú komið, að greiðasta leiðin til æðstu valda í Sovétríkjunum liggur um embætti yfirmanns leyniþjón- ustunnar, KGB. Það segir nokkra sögu um ástand mála þar eystra og auðveldar spádóma um frekari þróun þeirra. I Póllandi var það herinn, sem hljóp í skarðið, þegar viröing kommúnistaflokksins var að engu orðin. I Sovét- ríkjunum er leyniþjónustan byrjuð að gegna sama hlut- verki. Völdin hafa að hluta færst frá flokki til leyniþjón- ustu. Andropof hefur langa reynslu í að halda uppi aga. Hann gekk í flokkinn í þann mund, er samyrkjustefnan olli dauða fjórtán milljóna sveitamanna. Hann kleif svo met- oröastigann á hinum magnaða hryöjuverkatíma Stalins. Prófraunin mikla var sendiherrastaðan í Ungverja- landi, þegar hann barði niður í blóðbaði uppreisnina áriö 1956. Eftir það var hann um skeiö ekki mjög áberandi, unz hann var gerður að yfirmanni leyniþjónustunnar. I því embætti hefur hann hert tökin frá því, sem var á frjálslyndara skeiði Krústjofs. Hann hefur skipulega barið niður allt andóf í landinu, þar á meðal tilraunir til að krefjast trúnaöar Kremlverja við Helsinki-samkomu- lagið. Undir handarjaðri Andropofs var farið aö beita nauð- ungarlyf jum á geðveikrahælum til að halda andófsmönn- um í skefjum. Undir handarjaöri hans var allri mann- gæzku hafnað, þegar fólk bað um að fá að flytjast úr landi til ættingja. Leyniþjónusta Andropofs hefur jafnframt leikið hlut- verk stóra bróður meðal slíkra stofnana í Austur- Evrópu, þar á meðal Búlgaríu, þar sem leyniþjónustan er grunuð um að hafa átt þátt í tilraun til morðs á Jóhannesi Páli páfa. Öskhyggjumenn geta gamnað sér við hugmyndir um, að Andropof og félagar hans á borð við Fedorsjuk muni létta á þrælahaldi innanlands og bæta sambúö viö Vestur- lönd. Sú von byggist þá eingöngu á, að hann sé greindari en Brésnéf. Engin leið er að halda fram, að Andropof sé frjálslynd- ur mannvinur, þótt óskhyggjumenn hafi þrifið dauða- haldi í þær upplýsingar, að hann kunni ensku og viti margt um Vesturlönd. Hann hefur að baki áratugablóð- feril. Hugsanlegt er, að hann reyni að dreifa athygli þræla Sovétríkjanna frá miklu vaxandi efnahagsöngþveiti heima fyrir með ævintýramennsku á alþjóðavettvangi í stíl við dæmin frá Kúbu, Angóla, Ethiópíu og Afganistan. Ennfremur er mögulegt, að nú verði þekking KGB not- uð til að brjóta á bak aftur neðanjarðarhagkerfið í land- inu, sem heldur hinu opinbera gangandi. Þar með gæti hann gert illt efnahagsástand enn verra og magnað þörf- ina á athyglisdreifingu. En svo kann líka að fara, að hann beiti ungverskum frjálslyndisskrefum í innanlandsmálum og stefni aö traustari sambúð við vestrið. Ef hann sýnir viðleitni í slíka átt, til dæmis í samdrætti vígbúnaðar, er rétt að reyna að hjálpa til. Jónas Kristjánsson DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. ' •• ■ ■ ■ . ' V; LYFOG LESENDA- nnpr Diitr Að undanförnu hefur farið fram mjög fjölskrúðug umræða um fangelsismál og eiturlyfjaneyslu í lesendadálkum þessa blaðs. Skrif þessi gefa í raun enga ástæðu til sér- stakrar umfjöllunar efnislega séð, þar sem þau túlka fyrst og fremst tilfinningar og sálarástand þeirra sem aö þeim standa. Hlutlæga þekkingu eða rökræðu er hér engan veginn um að ræöa. Það er þó raunveruleiki þessa lífs, að hluti þess er oft á tíðum fimbulfamb og fjar- stæða. Þaö er um þetta eins og hávaða að eðlilegt er að setja þar einhver mörk svo aö fólk ærist ekki. I háfleygum ræöum og heldur betri ritum gefur oft að heyra eða líta setningu þá, að skylt sé að hafa það sem sannara reynist. Það hefur mér nú um stundir veriö allmikið furðuefni að blað sem helgað hefur sig hinu frjálsa orði skuli gagnrýnislaust dreifa á meðal þjóðarinnar skrifum, sem eru fyrir þeim sem til þekkja algjör fjarstæða. Fréttaflutningur í landi okkar og umræða yfirleitt er að veröa sérstakt umfjöllunarefni, sem fjölmiðlarnir Brynleifur H. Steingrfmsson sjálfir ættu engan veginn að láta kyrrt liggja. Undirritaðan rekur minni til að fyrir einhverju ári hafi fjölmiölar tilkynnt um komu þekkts manns til Vinnuhælisins á Litla- Hrauni. Þessi ágæti maöur tilkynnti þjóðinni þá ætlan sína að lifa nú sem fangi í nokkra daga.innilokaður eins og þeir. Ríkisútvarpið átti síöan viötal viö þennan mann og spurði um kjör og aðbúnað fanganna á Vinnu- hælinu. Maðurinn lýsti þessu í all- löngu máli og meðal annars kom fram að fataskortur ríkti! Hér verður ekki fjallaö frekar um þetta viðtal, enda flokkast þaö til þeirra skrifa sem birst hafa í lesendadálk- um DV. Þaö sem vekja ætti athygli á í sambandi við þennan atburð, í ríkisfjölmiöla, var aö viðkomandi maður gisti aldrei sem fangi á Vinnuhælinu, heldur leigði sér her- bergi á Selfossi í tvær eða þrjár nætur, kom síðan að degi til eins og hver annar gestur. Bins ber að vekja sérstaka athygli á því hversu barna- legt það í sjálfu sér er af ríkisfjöl- miöli að gera gest ríkisstofnunar að dómara yfir henni, án þess að afla sér annarra upplýsinga um málið. Viötal þetta í ríkisútvarpinu á sínum tíma var í rauninni nokkurs konar dómsgerö fjölmiðilsins og viðmæl- andans. Öllum ætti að vera Ijóst Brenglað verðmætamat Áður en ég svara þeirri spurningu ætla ég að fjalla almennt um fjár- hagsáætlun þá sem meirihluti borgarstjórnar leggur fram til afgreiðslu á borgarstjómarfundi nk. fimmtudag. Tekjur borgarinnar eru áætlaöar 1,7 milljarðar. Hæstu tekjuliðimir eru útsvör og fasteignagjöld okkar borgarbúa. Þaö skiptir okkur því öll höfuðmáli hvemig þessum skatt- peningiervarið. Fasteignagjöld Borgarstjóri hefur mikið hampað lækkun fasteignagjalda sem meiri- hlutinn hefur boðið. Hvað berum við úr býtum skv. henni? 1 Morgunblaðinu 1.12. sl. var grein á baksíöu þar sem reiknað var út hvað boðuð lækkun þýddi fyrir hús- eigendur. Þar kemur fram að. væri miðaö við 78% fasteignamat felur sú álagningarprósenta sem frumvarpið gerir ráð fyrir í sér eftirfarandi. Fasteignagjöld á 2ja herb. íbúðir lækka um 500krónur. Fasteignagjöld á 4ra herb. íbúðir lækka um 760 krónur en fasteignagjöld á einbýlis- Kjallarinn Guðrún Jónsdóttir hús í grónum hverfum um 2085 krónur. Lækkunin verður þó í raun minni þar sem álagning mun miðast við 65% fasteignamats. Það er eins og ævinlega — þeir sem lítið eiga fá minnst, þeir sem betur búa, og ég tala nú ekki um þá sem eiga fleiri en eina húseign, fá mest. Þetta er því ekki lækkun sem kemur þorra fólks til góða svo neinu nemur. Hins vegar munar borgarsjóö um þessa upphæð í heild og afleiöingar hennar eiga eftir að bitna á öllum borgarbúum. Ástæðan er sú að gert er ráð fyrir aö hækka öll þjónustugjöld borg- arinnar, strætó, aðgangseyrir að sundstööum, lánskort í Borgarbóka- safn eiga t.d. að hækka margfalt umfram verðbólgu á næsta ári til þess aö standa straum af því tekju- tapi sem áðurgreind lækkun hefur í förmeð sér. Af þessum sökum fluttum við tillögu um aö álagsprósenta fasteignagjalda yrði nýtt til fulls, en það hefði þýtt 20 millj. kr. tekjuauka fyrir borgarsjóð og þar meö aðeins verðbólguhækkun á áðurnefnd þjón- ustugjöld. Þessa tillögu felldi meiri- hluti borgarstjórnar. Einbýlishús í Grafarvogi Annaö atriöi fjárhagsáætlunar- innar hefur borgarstjóri í nafni meirihlutans kynnt sem stórkostlega nýbreytni og hagsmunamál borgar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.