Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983.
Spurningin
Spurt 29. desember:
Ætlarðu að strengja einhvers
heit um áramótin?
TryggviBjarnasonlögfræöingur: Held
aö það taki því nú ekki. Maður nær
aldrei aö standa viö þau. Ætlaöi einu
sinni aö hætta aö reykja en hélt þaö aö-
eins í skamman tíma.
Guðríður Matthiasdóttir, vinnur í Hag-
kaupum: Nei, alls ekki. Ég hef aldrei
verið meö neitt sem heitir áramótaheit
og sé heldur enga ástæöu til þess.
Eygló Stefánsdóttir húsmóöir: Ekki
hef ég nú ákveðið það enn. Er yfirleitt
ekki með neitt sem heitir áramótaheit.
Matthías Mogensen býr í Svíþjóð: Ætli
maður reyni bara ekki aö vera góöur
maöur áfram. Annars þarf ég ekki aö
vera með neitt slíkt, því maður er svo
syndlaus. Reyndar strengdi ég þess
heit aö hætta að reykja fyrir átta árum
og ég hef staðið það.
Guðlaugur Theódórsson atvinnurek-
andi: Nei, ég verð ekki meö nein ára-
mótaheit. Hef aldrei verið meö neitt
slíkt.
Magnús Sveinbjömsson múrari: Nei,
ekki hef ég nú hugsaö mér þaö. Ann-'
ars gaf ég mér þaö nú í jólagjöf um
þessi jól aö hætta að reykja og ég vona
aðþaötakist.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Umferðarsfys eru óeðlilega tið é götum borgarinnar. Það bœtir ekki úr skák að gera sér að leik að vaida þoim.
Reykjavík er ekki
villta vestrið
Utanbæjar
bifreiðir
fhöfuð-
borginni
BH-„R-23507” skrifar
Það var á Þorláksmessu, dimmt var
í lofti, færöin þung, háir skaflar
meöfram vegum, skyggniö afleitt. Við
vorum á leiðinni niöur í miöbæ, hjónin,
jtil þess aö ljúka síöustu jólastörfunum.
Umferöin var hæg en örugg. Þaö er ill-
skeytt þjóö sem borgina byggir, en
gætin og hugulsöm á vegum, því aö
slysin gera ekki boöá undan sér.
Þá gerist það. Ut úr sortanum kemur
bifreið á fullri ferö eins og óveðurs-
bakki. Hún skellir sér upp aö hliðínni á
mér, örlítið framar þó, út um gluggann
hægra megin leggst ungur fóli til hálfs
og sveiflar langri kylfu upp aö
framrúöunni hjá mér. Þetta er vígaleg
kylfa, rauð og meö ljósi í endanum,
eins og kylfur sem lögregluþjónar nota
til aö stýra umferö. Hvar skyldi
þrjóturinn hafa gómað þessa kylfu,
hugsa ég með mér og reyni hvað ég get
aö afstýra óhappi. En þrjótarnir láta
ekki sitja viö ögrunina eina. Þeir eru
staðráðnir í því aö koma illu til leiöar.
Kannski eru þeir drukknir. Bifreiðar-
stjórinn tekur þátt í leiknum og hagar
ferö sinni þannig aö mér standi sem
mestur háski af kylfunni.
Ég hemla og bifreiðin dansar á
svellinu. Eg dregst aftur úr hinum, nóg
til þess að sjá númeriö: Þ-1783. Það
kemur fát á fólana og kylfan hverfur
inn um gluggann. Þaö rifjast upp fyrir
mér hversu oft ég hef orðiö fýrir
áreitni af utanbæjarbifreiöum hér í
minni eigin borg. Þeir viröast halda,
þessir strákar, að Reykjavík sé villta
vestriö og hér sé sá fremstur sem
mestan fautaskap sýni af sér á götun-
um og skapi mesta hættu. Það er best
aö ég veiti þeim lítilsháttar lærdóm
sem þeir geta haft meö sér heim í
heiðardalinn, hugsa ég, og gef í botn.
Þeir skilja hvað er á seyði og taka flótt-
ann. En þeir hafa ekki viö mér. Á fullri
ferö geysist ég fram úr þeim og nú er
þaö ég sem hef frumkvæðiö. Eg sveigi
fram fyrir þá, hægi ferðina og hemla.
Þaö eru bílar á hinni akreininni og
fólarnir neyöast til þess aö nema
staðar. Ég snarast út og hleyp til
þeirra meö hnefann á lofti. Ég sé þá í
sjónhendingu sitja í hnút í framsætinu,
tvo unga Þingeyinga, gríma óttans
fellur eins og skuggi yfir andlit þeirra.
Þeir hvima til hægri og vinstri, svo
grípa þeir örþrifaráöiö. Þeir gefa í,
æöa aö mér en ég vind mér til hliöar og
greiöi rúðunni bílstjóramegin rokna-
högg svo þaö gnestur í. Þeir snarast
upp á snævi þakta gróðurrein vinstra
megin viö minn bíl, eitt andartak lítur
út fyrir aö þeir ætli aö festa sig, en þeir
klára sig af skaflinum og aka brott.
Naskir aö keyra í snjó, hugsa ég hlý-
lega, en hlýleikinn ber ekki réttlætis-
kenndina ofurliði, svo aö aftur hefst
eltingaleikurinn. Þeir sjá mig nálgast
og enn er gripiö til örvæntingarúrræöa.
Þeir aka yfir á rauöu ljósi! Og nú
veröur réttlætiskenndin aö víkja —
fyrir löghlýðninni. Ég hemla og góni
eftir þeim. Þið sluppuö mér úr
greipum, en þaö er ekki víst aö þiö séuö
sloppnir, hugsa ég og dóla niður á lög-
reglustöð til þess aö gefa skýrslu.
Kæru utanbæjarmenn! Reykjavíker
borg meö stórt hjarta og þetta hjarta
slær fyrir alla þjóðina. Komiö þiö
hingaö velkomnir, hvort sem þaö er til
þess aö sækja skemmtistaði okkar,
menningarmiðstöðvar eöa til þess aö
kalla þingmanninn ykkar út undir
vegg. En munið þetta: Reykjavík er
ekki villta vestrið. Á hverju ári gerast
hér ægileg slys í umferðinni og þaö er
ekki á þá skelfingu bætandi meö
háskaakstri og fruntaskap viö stýriö.
Akið varlega, sýnið hugulsemi og borg-
in mun brosa viö ykkur. Gleöilegt
nýár.
Lesendur
I
X
Lesendur
Skrefatalning og réttlætið
Sigurður Lárusson skrifar:
Fyrir nokkru birtist í Dagblaöinu og
Vísir leiöari meö undirskriftinni ebs.
Þaö er kvartaö sáran undan skrefa-
talningunni sem tekin var upp í fyrra
og mikið hefur veriö deilt um. Ritstjór-
inn staðfestir þar rækilega aö hann sé
sammála því barlómsvæli sem Reyk-
víkingar hafa stundaö svo mjög á síö-
ustu missirum. Við skulum reyna aö
líta meö sanngimi á þetta mál. Á Stór-
Reykjavíkursvæðinu geta menn valið
um að hringja í fleiri þúsund síma-
númer, þar á meðal í allar æöstu
stofnanir landsins, ráðherra, alþingis-
menn, bankastjóra og forustusérfræö-
inga í bændastétt, svo nokkur dæmi
séu nefnd. En víða úti á landsbyggð-
inni geta menn aðeins hringt í tvö til
þrjú hundruð símanúmer, þar sem
sjálfvirkur sími er, fyrir sama gjald og
Reykvíkingar. Fyrir öll önnur símtöl
þurfa menn aö greiöa margfaldar upp-
hæðir. Þá er enn víöa um sveitir lands-
ins handvirkur sími. Þeir sem viö hann
búa ná ekkert út úr eigin sveit nema á
símatíma, sem algengt er að sé 10 klst.
á dag, sums staðar þó minna og á
sunnudögum er víða aðeins opinn sími
í 5 til 6 klst.
Eg á heima úti á landi en hef að
undanförnu dvalist á sjúkrahúsi í
Reykjavík. Kvöld eitt nú nýveriö þurfti
ég að hringja austur á Rangárvelli.
Það var eftir klukkan 20. Símtalið tók 6
mínútur, eða sem svarar einu skrefi.
En fyrir þaö varö ég aö greiða 62,40
krónur. Þetta jafngildir því að ég heföi
talað viö 30 manns á Reykjavíkursvæð-
inu jafnlangan tíma. Góöir Reyk-
víkingar, finnst ykkur nú þetta vera
sanngjamt? Þiö sem eruö sífellt aö
kvarta undan skrefatalningunni ættuð
aö hugleiða þetta. Þiö kvartið líka
mjög undan misvægi atkvæða og að
þar séuð þiö miklum rangindumbeittir,
En þiö viljið hins vegar halda alls
konar sérréttindum, sem þiö hafið
fram yfir aðra landsmenn. Eigum við
ekki að sýna þá sanngirni aö viður-
kenna í verki að allir landsmenn eigi
aö búa við sama rétt.
Aö lokum vil ég minna á annað mis-
rétti, en það er í sambandi viö vöru-
verö í Reykjavík og úti á landi.
Megninu af þeim vörum sem lands-
byggðin fær er skipaö upp í Reykjavík
og eru þær síðan sendar með ærnum
flutningskostnaði út á land. Ofan á
flutningskostnaöinn leggst síðan sölu-
skattur. Þannig borgar landsbyggðar-
fólkið í raun verulega hærri söluskatt
en Reykvíkingar.
Þessi grein ritstjórans, sem fyrr er
vitnað í, var, ef ég man rétt, birt áður
en prófkjör fór fram hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík. Kannske hefur
hann aflað sér einhverra atkvæöa út á
greinina. Ég er hér ekki meö persónu-
legar árásir á Ellert heldur aöeins aö
skýra frá staöreyndum sem oft vilja
gleymast. Það ber ekki að skilja
þessar línur svo aö ég telji Ellert ekki
eins vel hæfan til setu á alþingi og hina
sem náðu öruggum sætum í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. En ef
þessar línur gætu oröið tU að opna
augu einhverra sem telja sig vera
rangindum beitta með skrefatalning-
unni þá er tUganginum náö.