Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Page 20
20
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
KRAFTAR í KÖGGLUM
(Kraftakellur)
Það er alltaf gaman að sjá fólk taka þátt i vaxtarræktarsýningum. Það er
hamast við að styrkja hendurnar, lendarnar, lærin og siðan eru greipar
spenntar tH að vöðvarnir njóti sin. Það besta er þó kannski þegar búntin
fara af stað og ganga i bylgjum. Á myndinni má sjá nokkrar stúlkur i
vöðvaræktarkeppni. Ekki vitum við hvað stúlkan sem horfir á lærin á sór er
að hugsa, en við látum okkur detta eftirfarandi i hug: „Læri, læri, þið eruð
mitt tækifæri.... að sigra iþessarikeppni."
-JGH
Hvað á bamið
svo að heita?
— Pele, Cruyff, Breitner
Hann Trevor George, sem býr í
Wales, er hálfsúr á svipinn þessa
dagana. Konan hefur nefnilega farið
frá honum. Ástæðan, já hver skyldi
hún vera?
Jú, þannig var að þau hjónin
eignuðust stúlkuhnokka ekki alls
fyrir löngu. Og auðvitað átti að skíra
stúlkuna. Trevor kraföist þess aö
hún héti í höfuðiö á tuttugu bestu
knattspymumönnum heims. Pele,
Cruyff, Breitner, George Best og svo
framvegis átti að vera nafn þeirrar
litlu. Það munar ekki um það hjá
sumum.
Trevor stóð fast á þessari hug-
mynd, þannig að eiginkonan, Jenni-
fer George, fór að heúnan með
barnið í örmum. Trevor er þó boru-
brattur og herskár. ,JIún getur
komið aftur, en aðeins ef hún sam-
þykkir hugmynd mína um nafngift-
ina,”segirhann brosandi.
GÓÐUR
GOLFARI
— hann Telly Savalas
Telly Savalas, eða Kojak eins og
hann heitir í sjónvarpsmyndaflokkn-
um, þykir maður góður í golfi. I
nóvember kom hann til London til að
keppa á Bob Hope-golfmótinu.
Ekki var kappinn í vandræöum meö
að tala eftir aö hann var búinn að taka
„sleikjóinn” út úr sér. „1 þetta skiptið
ætla ég mér að vinna mótið,” sagði
hann brosandi, þegar hann kom ásamt
unnustusinni, Julie Hovland.
Telly hefur iðkað golf í mörg ár.
Hann er með lága forgjöf, eöa þetta
frá 0—5. Á golfmáli er forgjöf eins
konar gæðamat, þannig aö þeir sem
hafa lága forgjöf eru mjög góðir en háa
forgjöf hafa þeir sem eru að byrja og
eru ekki eins sleipir í íþróttinni.
Savalas var í sumar í Grikklandi
eins og hann er vanur og þar greip
hann auðvitað í kylfurnar. Hann var þó
heldur fámáll þegar fyrrverandi kona
hans spurði hann þar hvort hann ætlaði
ekki að standa við umsamdar greiösl-
ur til hennar. En á þaö hefur eitthvaö
skorttilþessa.
Við komuna til London var Telly
borubrattur að vanda. í fylgd með
honum er unnusta hans Julie Hov-
land, en þau hafa verið saman i eitt
ár. Telly kom til að taka þátt i Bob
Hope-golfmótinu. Þar átti hann
talsverða von.
— segir Frida í Abba, sem nú býr í London
Anni-Frid Lyngstad, Abbadrottning-
in fræga, er nú flutt til London. Og að
eigin sögn líkar henni mjög vel hjá
breskum. Hverfið sem hún býr í er líka
ágætt. Það er nálægt Charles Street og
þykir sérlega nýtískulegt. Nágrannar
hennar eru af ríkara taginu, tómir
auðkýfingar.
Hví í ósköpunum fór Frida að taka
upp á því aö flytja til London? Jú, hún
segir aö skilnaðurinn viö Benny í Abba
hafi veriö sér mjög sár. Hún hafi í
reynd átt í miklum erfiðleikum lengi á
eftir. I Svíþjóð sé Benny alltaf ofarlega
í huga hennar en með því að fara til
London sé fátt sem minni á hann.
Og Frida segir ennfremur að hún
vilji lifa lífinu eins og hún óskar áður
en það er orðið of seint.
Frida á tvö börn, þó ekki með Benny.
Og bæði eru þau flutt að heiman. Sonur
hennar Hans, 19 ára, er tæknifræð-
ingur og Lotta, 16 ára, er í mennta-
skóla í New York. Frida segist ætla að
heimsækja dótturina í heimsborginni
eins oft og mögulegt er.
Abbadrottningin er því farin aö lifa
lífinu eins og hún vill. Búin að gefa út
sína eigin breiðskífu og lætur fara vel
um sig innan um hina mUlana í
London. Hún veit hvað hún vill, hún
Frida.
Frida i Abba er nú orðin 37 ára. Henni hefur alltaf þótt gaman að ferðast. Nú býr hún í London og þar er
hún vel staðsett tH að þeysast á milli heimsálfanna. Frida fluttist tH London vegna þess að skilnaðurinn
við Benny iAbba var henni mjög erfiður.
BENNY VAR ERFIÐUR
SKILNAÐURINN VIÐ