Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1983, Qupperneq 1
Viltuverapúkó? — sjá Dægradvöl bls. 32-33 Öveðursraunir — sjábls.2 Það hefur komiö fram í blaöinu að björgunaraðgerðir við Vífilsfell, er tveir menn fórust þar á nýársdag í fjallgöngu, voru mjög erfiðar. Til marks um það má nefna að rúma tvo tíma tók að flytja mennina frá slysstað til borgarinnar. Komið var á slysstað um klukkan 13.15, en þyrla landhelgis- gæslunnar komst ekki á staöinn fyrr en 15.20. Ástæða þessarar tafat að sögn þyrlu- flugmanns gæslunnar, Sigurðar Árna- sonar, er einkum sú að mikill skaf- renningur var á svæðinu og var því áhættan of mikil að senda þyrluna á slysstað fyrr en á áðurnefndum tíma. Veðrið var þó ekki betra þegar þyrlan kom að Vífilsfelli en þaö að mótorar þyrlunnar rétt höfðu að hafa vélina á loft að aflokinni björgun mannanna vegna mikillar ísingar. Allan þann tima frá því vart varð við slysiö og þar til að þyrlan komst á slysstað beið hún í viðbragðsstööu á Reykjavíkurflugvelli. -SER. »*k3 ur versnar fturídag Lögreglanf viðbragösstööu Skafarastjórinn eða og það heitir á máii fuiiorðinna, beitir inum af mikiiii lagni í ófærðinni. Bílalestin hinkrar róleg og á allt sitt undir þessum manni. DV-mynd: GVA. Suöur- og Suðvesturland: Lögreglumenn á Reykjavíkur- svæðinu eru nú í mikilli viöbragðsstöðu vegna versnandi veöurs á höfuð- borgarsvæðinu í dag. Lögreglan í Reykjavík er meö fimm jeppa á leigu og þá hefur aukalið lögreglumanna verið kallaö út. Auk þess verður hún með tvo vélsleða í förum. Veðurstofan spáði í morgun hvass- viðri, sjö til átta vindstigum, á Suður- og Suðvesturlandi í dag og að upp úr hádeginu yrði einnig komin snjókoma og slydda. I morgun fengust þær upplýsingar hjá Vegaeftirlitinu að helstu vegir frá Reykjavík væru illfærir vegna skaf- rennings. Mjög vont veður væri á Suðuriandsvegi og Þrengslavegi og aðeins fært jeppum og stórum bílum. Snjóruðningstæki munu þó eitthvað reyna að ryðja. I Ámes- og Rangár- vallasýslu var kominn skafbylur í morgun og útlit fyrir að vegir yrðu ófærir fólksbílum. Búist er við að í nótt gangi í norð- austanátt og létti til í fyrramálið sunnanlands en hríðarveöur verður fyrir norðan. -JGH. Hverjirfara ábiðlista Flugleiða? — sjá neytendur bls.6 i tvo tíma Þettaereins ogá vitlausra- spftala — DV fylgist með starfi lögreglu íófærðinni -sjábls.4 Fara togarar BUH út í vikulokin? „Við stefnum að því aö geta farið út með skip fyrir næstu helgi,” sagði Björn Ölafsson, framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, í samtali við DV í morgun. Eins og kunnugt er liggur öll starfsemí í frystihúsi fyrirtækisins niöri eins og er og þrír togarar þess hafa legið bundnir við bryggju frá því fyrir jól. Björn sagði aö útgerðarráð Bæjarútgerðarinnar hefði komið saman í gær og rætt stöðuna eftir að nýtt fiskverð hefði verið ákveðið, en ljóst væri að það hefði lagað stöðu fyrirtækisins nokkuð. Var á fund- inum skipaöur vinnuhópur til að undirbúa aö fyrirtækið gæti aftur hafiö starfsemi og til að afla upp- lýsinga til að leggja fyrir næsta útgerðarráðsfund, sem verður á laugardaginn. Þá verður tekin ákvörðun um hvort senda eigi tog- aranaútaftur. Bjöm Olafsson sagði að full pólitísk samstaða væri um það í útgeröarráði að gera allt til að halda rekstrinum áfram. Fyrirtækið hefur enn ekki fengið neina opinbera fjárhagsfyrirgreiðslu en það mun kannaðfrekaríþessariviku. -ÓEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.