Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. 3 Blaðamönnum, sem reyndu að ná tali af Lech Walesa daginn sem hann ætlaði að halda ræðu í Gdansk, var hrúgað inn i fangabíl og keyrt niður á herlögreglustöð. Að minnsta kosti 40 voru handteknir. Fróttaritari OV er lengst til vinstri. ina, okkur til mikilla vonbrigða. Þær höfðu nóg pláss sökum fæöar, en eftir um hálftíma dvöl vorum við orðnir 14, allir í einni kös, karla-megin í bílnum. Franskur blaöamaður, persónulegur vinur Walesa-fjölskyldunnar, var síð-1 astur inn. Hann kom með þær f réttir að Walesa hefði veriö handtekinn um klukkan hálftólf. Það passaði ekki alveg því það var nákvæmlega þá sem ég hafði veriö fyrir utan hús Walesa. Síðar var tímanum breytt í kortér yfir 11. Það var barnapía Walesahjónanna sem fyrst sagði honum fréttina. Danuta, kona Lech, staðfesti hana stuttu síðar, sagði Frakkinn. IMæsta dvöl gæti orðið lengri Nú tók við um tíu mínútna akstur aö herlögreglustöð. I fundarherbergi þar sem eina skrautið var pólska skjaldar- merkið hangandi á einum veggnum tóku 15 aðrir blaðamenn á móti okkur. j Þeir höfðu einnig verið handteknir við í heimili Walesa, flestir hverjir, sá fyrsti um klukkan hálf-níu. Við skipt- umst á fréttum og símanúmerum — ef einhverjum yrði ekki sleppt væri alla- vega hægt að gera blaði hans viðvart — og smám saman var okkur hleypt út. Ég var síðastur eftir þriggja og hálfs tíma varðhald, sennilega vegna þess einfaldlega að minn passi hefur legiö neöst í bunkanum. Oeinkennis- klæddi yfirmaðurinn sem yfirheyrði okkur sagði að skilnaði að hugsanlegt væri aö eitthvað gerðist niðri við skipa- smíðastöövarnar síðar um daginn. Hann ráðlegði mér þó ekki að koma nærri svæöinu. Reyndar væri best fyrir mig að eyða því sem eftir væri af dvöl minni í Póllandi einhvers staðar ann- ars staðar en í Gdansk því næsta dvöl í herlögreglustöðinni gæti orðið lengri ensúfyrri. Miðbærinn hlaðinn spennu Ég var kominn niður að jámbrautar- stöð um klukkan hálf-fjögur, hálftíma eftir að Walesa hafði ætlað að hefja ræöu sína viö minnismerkiö. Andrúms- loftiö var nú allt annaö en þaö haföi veriö um morguninn. Fólk streymdi að úr öllum áttum niður í miöbæ. Það kom Nú er hægt að gera góð kaup í teppum. Okkar ár/ega bútasa/a og afsiáttarsa/a byrjar 10. janúar og stendur í 10 daga. Teppabútar af öllum mögulegum stærðum og gerðum með miklum afslætt/ og fjölmargar gerðir gólfteppa á ótrúlega góðu verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.