Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. 23 Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 40. þáttur Þennan þátt byrja ég á því aö birta af- mæliskveðju Þorsteins Erlingssonar til Jóhannesar Nordal á sextíu ára afmæli hans 8. apríll910: Ég var ad spyrja, en þagöiþó, þegar ég leit á bœinn: Hvada skepnu hóf úr sjó heimurinnþennan daginn ? Alltaf kemur Christian minn kóngur ödrum meiri. Dannebrog á daginn þinn dingludu aldrei fleiri. Nú á ég víst, ad vegna hans Víkin öll mig hœdi. Ég sá hér hve heiður manns hangirá mjóum þrœöi. Til ad sleppa hœgast hjá hádi Víkur flóna spurdi ég einhvern, sem ég sá, saudmeinleysis dóna. Madurinn opnar munninn sinn millum grárra hára: ,,Þad er hann Nordal nafni minn, nú er hann sextíu ára. Maöurinn fékk að merkja það ég muni’ekki öllu trúa, og varla fer hann fyrst í stað framan í mig að Ijtiga. Það mun líkjastþínum sið að þola dónum minna en auka tugum ára við aldur vina þinna. Sá hefði fengið falleg svör úr frúa hópi og meyja. ,,Það eríNordalþrítugt fjör”, það hef ég heyrtþœr segja. Hvað þín hlýja fjörgað fœr fœstir mundu trúa, eins og þú þó oftast nœr átt við kalt að búa. Það er kostur, þar sem frýs, þar eru fœrri linir, og þeir sem geymdir eru í ís úldna seinna’en hinir. Þó á köflum kcemi rýrt ket frá drengjumþínum, þá var bros þitt bjart og hýrt og bœtti’úr kaupum mínum. Fyrirþitt tóbak, fjör og yl, fyrir steikur þínar huga ég einhver hlusti til og heyri bœnir mínar. Vantiþig aldrei, vinur, neitt, sem vill og þarfnast maginn, meðan eitthvað ungt og feitt er hér falt um bceinn. Enginn vona ég varniþér að velja af keti sínu það, sem hent og hollast er holdi og fjöriþínu. Hér er enginn yngri en þú, afþví varð ég glaður, að sem flestir flagga nú, fjörugi þarfamaður. Holdsins fjör og heimsins lyst hjá þér lengi vaki, en þegarþú hefirhana misst, hamsana Drottinn taki. Her í landi heill og frið hrjáir anda bitrum, líkt og fjandinn leiki við lík í andarslitrum. Sveinbjörn Beinteinsson kvaö svo um „ljóðagerð”: Veit ég hœðinn syndasel söngs er rceðu flytur. Enga gaeða eign ég tel öllþau kvœðaslitur. „Skíðavísa” kallast þessi eftir Svein- björn: Skríða menn í hraðferð hjá hlíðar fenniköfum. Skíðum renna röskir á, ríða tvennum stöfum. Steinbjörn Jónsson frá Háafelli í Hvítársíðu kveður svo: Gcefan innra eðli er háð, — í efa má þvi draga, að aukist hún við yfirráð auð eða hœga daga. Og enn kveður Steinbjörn: Ég skal græða gömul sár, gróðri holtin skrýða, þessi fáu œviár eftir mér sem bíða. Steinbjörn yrkir „umlítinn karl”: Sumra manna mynd er smá, má þess greina vottinn: Þú ert grannurgróður á grunnum akri sprottinn. Og enn einn Borgfirðingur, Ingibjörg Friðgeirsdóttir, kveður: Að lokaþœtti líður senn, loks er vœtt til stranda. ígóðri saett við Guð og menn get ég hcett aö anda. Og Ingibjörg kvað er henni var gefinn kostur á reiðhesti vegna vondrar tíðar: Við gœðing fríðan gleð minn hug úrgreip þótt skríði taumar. Vetrar kvíða vísa á bug vorsins blíðu draumar. Og hér er að lokum staka um tækifæris- vísuna eftir Borgfirðinginn og skáldið HalldórHelgason: Hlýnaði blóð við hcega glóð hversdags — Ijóða — greina, enda þjóðin þéttast stóð þar við hlóðarsteina. ----0---- Nú kemur að aðsendu efni. Friörik Sigfússon yrkir og sendir þessi erindi: Laufin falla, litskrúð jörðin ber, lengist nótt, en óðum styttist dagur. Á fjallatinda fönnin tyllir sér, við frost og kulda þrengist margra hagur. Þá leitar fugl í sárum sulti og þröng, ef sceihann falla mola afborðiþinu. Og litið korn hann launarþér með söng er landið aftur fagnar vori sínu. Friðrik yrkir í tilefni þess, aö þulur sagði að loknum fréttalestri, að nú ætlaði hann að lesa af gangstilkynningar: Og Þorsteinn lýkur brag sínum með „postskrift”: Ætlarðu ’ að muna eftir mér einhvern tíma kœri, ef að ganga af hjá þér ungfig falleg lceri? ----0----- Þorbjörn Kristinsson, kennari á Akureyri, kvað, er hann frétti lát Páls Zóphaníasson- ar: Ljós Guðs dýrðar lifir enn látnum yfirPáli. Kindur, hestar, kýr og menn kveðja á sínu máli. Pétur Beinteinsson 'rrá Grafardal ^ ungur ur '~rlngU j ijóðabók hans, sem út ..oin árið 1941. er bessi vísa: Er í fréttum engin brú, oft þótt reynist slyngar, afþví stauta ég œtla nú afgangstilkynningar. Og Friðrik yrkir vegna úrsagnar Vilmundar Gylfasonar úr Alþýðuflokknum: Illa reynast ýmsra hjú, ekki er stundarfriöur. Kannski Vimmi kljúfi nú Krata í herðar niður. Friðrik segir, að Dagur á Akureyri hafi kallaö forsætisráðherrann „torfærutröll” Friðrik kveður: .veranna — tröllið má táradalinn kanna, því núer sprungið öllum á í ófcerð stjórnmálanna. I tilefni botns Margrétar Olafsdóttur segir Friðrik, að vísan megi vera svona: Lifum spart á fengnu fé, forðumst nart í hugarvé. Oft þótt hart í ári sé, okkur vart mun fella á kné. Friðrik yrkir og botnar: Sólin háttmun svífa brátt, syngjum kátt um bjarta nátt. Bragarháttþú milda mátt, því margt er smátt í vísnaþátt. Leikur sér við litla tjörn lambahjörðin fríða. Ekki neina á sér vörn, cevikvölds má bíða. Sérðu ekki, að sólin hœkkar, syngja allir fuglar dátt. A fjallatindum fönnin smœkkar, fagnar sumri stórt og smátt. „Þjóstólfur”, sem gefur mér upp hið rétta nafn sitt, sendir bréf með botnum. Mig grun- ar, að hann sé gamall kunningi minn, en veriö getur svo sem, aö þetta sé alnafni hans. „Þjóstólfur” botnar og sendir orða- skýringar með, sem of langt mál væri að birta: Ægis kalda úfnar brá, öldufaldar rísa, hvítu tjalda, ýtast á, undanhaldi lýsa. Léttvceg króna ’ er lítil á lífsina hálu brautum, vérþví eiga verðum hjá vorum skuldunautum Með tign hérhafa traustir menn títt á Fróni viljað í svölu veðri sýna ’ að enn söngvar geta yljað. Og Guöjón B. (Baldvinsson?) botnar: Sólin hátt mun svífa brátt, syngjum kátt um bjarta nátt, að lifa í sátt og lífsins þátt leika dátt vorn eykur mátt. Agúst Jónsson frá Svalbarði skrifar þættinum og segir, að enginn vafi leiki á því, að vísan „Þótt ég fari á fyllirí” o.s.frv. sé eftir Teit Hartmann. Eg tel, aö þau rök og þær upplýsingar, sem Ágúst veitir, taki af öll tvímæli um þetta. Sigríður, kona Agústs, var systir Teits, og telur hún öruggt, að visanséeftírhann. En Agúst yrkir sjálfur og þessi vísa hans ber yfirskriftina „Minning”: Stundin Ijúf, sem liðin er, líður seint úr minni. Ég mun ávallt þakka þér þessi stuttu kynni Önnur vísa Agústs ber yfirskriftina „Hún beið á Seltjarnarnesi”: Ein hún vakti og alltaf beið eftir manni svöngum. Innríml að sleppa er endemlskreppa — í andans göfuga sporti Sveipar rjóður svellkalt hrím, sölnar gróður jarðar. Kuldahnjóð er keyrt í rím, klaka Ijóðið sparðar. Gullið hœkkar, gengið lcekkar, gulu fcekkar þorskunum. Lánið smcekkar, linkan stœkkar, lúta krœklur vorskunum. Þeir, sem bjóða hcettum heim, hunza góða siði. En háskann móðir höndum tveim hrifsar jóði að liði. Stundum verðaþjóðmálþung þegnunum í skauti. Vandinn orðinn á við pung undir þarfanauti. Allar mínar cer og kýr eru tómir lestir. Þin mér sýnist sjónin skýr og svona dómar beztir. Þótt sé álpazt út af leið oft er hjálpin nœrri. Ef þú dálpar ceviskeið allt, mun gjálpin ncerri. Þióstói*- , J .„„ur” gefur þa skýringu að sognin að „dálpa” merki að róa eða hreyfa sig hægt. En „Þjóstólfur” hefur annan botn á takteinum: Án þess skálps um œskuskeið eflaust stálpast fœrri. En ýmsum þótti örðug leið inn að Gróttutöngum. „Það gamla rif jað upp,” segir Agúst: Oft ég leik á ýmsan hátt að ómi þinna braga. Geymdu, vinur, góðan þátt, er gerðist fyrri daga. Og enn kveður Ágúst: Ef ég fengi aðra vist eftir breyttum línum, veldi ég mér vísast fyrst varma ’ af brjóstum þínum. Eg þakka Agústi mikillega fyrir skemmti- legt og fróðlegt bréf. En ég bið hann og aðra velvirðingar á því, ef ég hef mislesiö eitthvaö í vísum hans. Margrét Olafsdóttir yrkir í tilefni af því, aö hún hafi ekki tekiö eftir innrími í fyrri- partinum „Núna jólaklukkur klingja”, sem birtistí38.þætti: Vísun" ... . . ..a, SfCOÍ'tl, í skyndingu því ég orti, en innrími að sleppa er endemiskreppa í andans göfuga sporti. Skúli Ben Utanáskriftiner: Helgarvísur Pósthólf 37 230 Keflavík. Guðjón B. í Reykjavík kveður:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.