Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 16
1982 16 DV. LAUGARDAGUR15. JANÚAR1983.___________ ....■ .. 1 11 11 ■■■» .............................. ...... .... i '■■■■■■■ ... .................———————m | FONKSIM Sounds 1. The Message.........Grandmaster Flash 2. Come On Eileen....................... ..............Dexys Midnight Runners 3. Straight To Hell.................Clash 4. Buffolo Gals.........Malcolm McLaren 5. The Bitterest Pill.................Jam 6. FeelMe......................Blancmange 7. Lumiere Urban.....................■■■ ................Champion Doug Veitch 8. Eye Of The Tiger..............Survivor 9. Back On The Chain Gang.....Pretenders 10. Private Investigations............... ...........Dire Straits Flexipop 1 Buffolo Gals........Malcolm McLaren 2. Only ......................... 3. The Message..............Grandmaster Flash 4. Golden Brown.....................Th° Stranglers 5. Can't Take My Eyes Of You.......... .................The Boystown Gang 6. Do You Really Want To Hurt Me...... ...............Culture Club 7. Baby lt's True...........MariWilson 8. SoWhat......The Anti-Nowhere League 9. HappyTalk....................Captain Sensible 10. Town Called Malice................. ___________________ ■ 1. The Message.......Grandmaster Flash ■ Melody Maker 1. The Message, Grandmaster Flash Það er segin saga á þessum tíma árs að mannfólkið lítur yfir fennta slóð — í þessu tilviki liðið ár — og poppgagnrýnendur eru að þessu leytinu ekkert frá- brugðnir öðrum „homum” sapiens og gera gjarnan upp hug sinn til þeirra hljóm- platna sem þrykktar voru á gamla árinu. Árið 1982 var trúlega býsna gott rokkár, áframhaldandi gróska hér heima og góðæri svona almennt talað þótt fáir hafi skarað fram úr svo að áberandi sé. Þetta er einmitt niðurstaðan ef litið er á þá lista, sem bresku poppblöðin hafa nýbirt um niðurstöður sinna gagnrýnenda; þeir eru fæstir á sama máli um bestu plötuna á árinu 1982 þó að sömu plötumar megi sjá á mörgum listanna. Fyrir hátíðir birti DV niðurstööur tíu íslenskra poppgagnrýnenda um plötur ársins og þar hafnaði „Too-Rye-Ay” með Dexy’s Midnight Runners í efsta sæti. Ef íslenski listinn er borinn sam- an við bresku listana, sem hér eru birt- ir til hægri, er ljóst að við erum í meginatriðum sammála kollegum okk- ar breskum og viröumst því fylgjast býsna vel með. Plötur eins og „Too- Rye-Ay” meö Dexys, „A Kiss in the Dreamhouse” með Siouxsie & the Banshees, „The Gift” með Jam, „Up- stairs At Erics” með Y azoo, „Imperial Bedroom” með Elvis Costello og „Combat Rock” með Clash eru allar ofarlega á blaði hjá einhverjum bresku blaðanna. Það er hins vegar dálítiö kúnstugt aö ekkert af þeim bresku poppblöðum sem tiltæk voru þegar þessi síða var frágengin hafði útnefnt sömu plötu sem „bestu plötu ársins” — Record Mirror hafði plötu Elvis Costello í efsta sæti, Sounds haföi Clash plötuna, NME haföi plötu Marvin Gaye, Flexipop hafði Dexys og Melody Maker setti plötuna „Sulk” með The Assoeiates í efsta sæti. Islensku poppgagnrýnendumir vom sammála Flexipop tímaritinu hvað fyrsta sætið áhrærði og f jórar af fimm efstu plötum á lista þess blaðs má einn- ig finna á okkar lista. Ár fönksins En hvað er hæft í þessari fyrirsögn: Ár fönksins? I því efni er rétt að nefna tvær meginástæður: I fyrsta lagi val gagnrýnenda virtasta breska popp- blaðsins, New Musical Express, sem létu sæmdarheitið „besta plata árs- ins” í hendumar á Marvin Gaye fyrir diskófönkplötuna „Midnight Love”. Þeir sem þekkja til NME hljóta aö verða hissa! Gamall blökkusöngvari frá Motown gerður að hetju NME! I öðm lagi eru bresku blööin nær sammála um besta lag ársins: fönklag Grandmaster Flash „The Message” sem þrjú blaðanna hafa í efsta sæti og hin tvö í ööru og þriðja. Þetta lag hefur að ég held sáralítið heyrst hér heima, var að mig minnir aðeins gefið út á tólf tommu plötu í Bretlandi, langt fönklag meö „rap” ívafi og hitti Breta í hjarta- stað því að Grandmaster Flash tók til meðferðar í textanum ýmislegt, sem miður hefur farið í ríki Betu drottning- ar og Díönu prinsessu. Mörg lög urðu vinsælli í Bretlandi á árinu en dómur gagnrýnendanna er ótvíræður: „The Message” er smáskíf a ársins. Þessu til viðbótar má geta þess sem liggur þó í augum uppi fyrir þá, sem eitthvað hafa fylgst með hræringum í poppinu síðastliðin misseri, að dans- tónlist, og þá einkum og sérílagi fönk- og diskótónlist af öllum mögulegum og ómögulegum gerðum, hefur átt ótrú- lega greiða leið upp á alla vinsælda- lista. Á tímabili í sumar sem leiðvarö ekki þverfótað fyrir diskólögum á vin- sældalistum beggja vegna Atlantshafs-! ins og þessi fönkbylgja virðist síður en svo í rénun. En þó fönkið hafi verið áberandi þá er því ekki að leyna að árið 1982 var breiddin í dægurtónlistinni meiri en oftast áður. Svo virtist að rúm haf i ver- ið fyrir allar stefnur og tónlist af öllu tagi. Það er ef til vill mest áberandi fyrir árið sem liöiö er. I heimi dagurlaganna eru margir kallaðir en fáir útvaldir: stjarna gær- dagsins er gleymd á morgun. Adam Ant og Gary Numan voru stjörnur breska poppsins í fyrra. Þeirra er tæpast getið í ársuppgjörinu núna. Hljómsveitir þær sem efnilegastar þóttu í upphafi ársins 1982, Altered Image, Haircut 100 og Depetche Mode hafa yfir litlu að státa í lok ársins. Poppiðereinsogknattspyrnan: margt óvænt getur gerst og enginn veit fyrir- fram hver hampar titlinum í lok keppnistímabilsins. Duran Duran og Boy George Auk lista þeirra sem hér eru birtir um niðurstöður gagnrýnenda popp- pressunnar bresku á plötum ársins, er þessa dagana að finna í bresku blöðun- um úrslit úr vinsældavali meðal les- enda, svo og lista yfir mest seldu plöt- urnar á árinu. Það er fyrirhafnar- minna að geta fyrst þess síðamefnda: mest selda smáskífan í Bretlandi á ár- inu var „Come On Eileen” með Dexys Midnight Runners, næst komu ,,Fame” með Irenu Cara, „Eye Of the Tiger” með Survivor, „Lion Sleeps Tonight” með Tight Fit og ,JDo You Really Want to Hurt Me” með Culture Club. Mest selda breiðskífan var „Love Songs” meö Barbra Streisand, þá „Kids From Fame” úr samnefnd- um sjónvarpsmyndaflokki, „Complete Madness” meö Madness, „The Lexi- con of Love” með ABC og „Rio” með DuranDuran. Tvö blaöanna, Record Mirror og Smash Hits, hafa birt niöurstööur úr vinsældavali sínu og ef við lítum fyrst á „bestu hljómsveitina” er álitið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.