Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. Þannig lita tækin út i klefanum. Lengst til vinstriá myndinnier tæki sem mælir þrýsting en i þvi prófi þarf barnið ekkert að gera, því tæk- ið vinnur sjáift. í þessum klefa fara fram fimm mismunandi próf á heyrninni. Einnig hefur stöðin tæki til umráða þar sem viðkomandi þarf engu að svara. Kemur það sór vel t. d. fyrir ungbörn og vangefin börn. Til að geta sóð innra eyrað, hijóðhimnu, hamarskaft og fíeira er sórstök smósjó. Á smósjónni er gert ráð fyrir að foreidri barnsins geti sóð innra eyra barnsins ásamt lækninum og getur hann útskýrt og sýnt hvar meinið er ef um það er að ræða. Eftir að læknirinn hefur skoðað barnið ferþað inn i sórstakan hijóðein- angraðan klefa þar sem mæling fer fram. Foreidri getur setið hjá barn- inu ó rnoðan rannsóknin fer fram. Heyrnartœki er sett á barnið og úrþvi koma ýmisleg hljóð, t.d. stillimyndahljóð sjónvarpsins. Hljóðin koma með smábiH og misjafnlega hóvær. í hvert sinn sem barnið heyrir hijóð ó það að segja jó. Efbarnið er feimið geturþað fengið í hendur smótæki og ýtir það þá á takka þegar hljóðin koma ístað þess að svara. Hjúkrun- arkona fylgist með ó öðru tækihvort barnið svarar hljóðunum rótt. Yfiriæknir byrjar á þviað skoða eyru barnsins. . . ■ ■ -og síðan hálsinn. Það kom iIjós að kirtlar voru í fínu lagisvo og ytra eyra. Eftir öll . prófin úrskurðar yfiriæknir hvort frekari rannsóknar er þörf eða hvort viðkomandi þarfá heyrnartœki að halda. DV kaniiar starfsemi Heyrnar- og tal ineinastöð varinnar: Þar heíur verið gert átak í greinmgu heyrnarskemmda Undanfarin ár hefur orðið ör þróun hér á landi við greiningu heymar- skemmda og heldur sú þróun stöðugt áfram. Er svo komið að öll börn sem fæöast á Fæðingardeild Landspítalans eru heymarmæld á þriðja degi eftir fæðingu. Það er nýjung sem hefur reynst ákaflega vel og miklar vonir eru bundnar viö. Heyrnarmælingar fóru fram í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur frá árinu 1962 og þjónaði sú deild öllu Stór- Reykjavíkursvæöinu. Einnig var Heymarhjálp starfandi sem þjónaöi landsbyggðinni. Þessar tvær deildir voru sameinaðar og 1. janúar 1979 tók til starfa Heymar- og talmeinastöðin. Fyrst um sinn haföi stöðin aösetur í kjallaranum í Heilsuvemdarstöðinni eöa þangað til í júni 1980 er hún fékk efstu hæð Valhallar, húss Sjálfstæðis- flokksins, til umráða. A síðasta ári leituðu sex þúsund manns til Heymar- og talmeinastöðvarinnar og sífellt fjölgar þeim sem þangað leita. En hver er starfsemi stöðvarinnar og hver getur leitað þangaö? Til að fá svör við þeim spurningum fékk Helgarblað DV að heimsækja stöðina og ganga í gegnum þær prófanir sem gerðar eru. Mjög stór hluti þeirra sem þama koma em foreldrar með böm sín. Við ákváðum því að fara með tæplega f jögurra ára gamalt barn með okkur í prófið, en fyrst var rætt við yfirlækninn Einar Sindrason. Enga tilvísun „Hingað þarf fólk ekki að koma með tilvísun. Það hefur aöeins samband við okkur og pantar tíma,” sagði Einar. ,,Það getur þó verið að biðtími sé allt aðtveir mánuðir.” — Hvenær eiga foreldrar að koma með börn sín í heyrnarmælingu? ,,Ef nokkur grunur er um að heyrn eða tal sé í ólagi ber að koma meö barnið í rannsókn. Oftast er það þannig að móðirin hefur á réttu aö standa varðandi barnið. Það er einungis aö panta tíma og síðan er barniö rannsakað. Fyrsta skrefiö er að kíkja í eyru, nef og munn bamsins. Ég er með smásjá þar sem ég sé innra eyraö. Síðan fer bamiö í heyrnarmælingu. Ef um tal er að ræða fer fram raddbanda- skoöun. Hér fer fram skoðun og sjúkdóms- greining. Þá er fræðsla fyrir foreldra og upplýsingar. Ef viö finnum eitthvaö að barninu gefum við tilvísun til sér- fræðings. Eftir að sjúkdómsgreining hefur farið fram sendum við upplýsingar til heimilislæknis, sérfræðings ef við- komandi þarf til hans, til skóla bams- ins og síðast en ekki síst höfum við upp- lýsingar um alla sem hingað hafa leitað. Löggiltar stofnanir hafa rétt á að fá þær upplýsingar. Engin talmeðferð Ein algeng orsök til að fólk leiti hingaö með böm sín er talið en börn þurfa þá að vera orðin fjögurra ára gömul, jafnvel fimm, sex ára. Þá er venjulega talkennari sem tekur við barninu og rannsakar þaö frekar. A vegum stöðvarinnar er engin talmeð- ferð, eingöngugreining. Eg get nefnt sem dæmi talmeinastöð á NJótlandi þar sem ég þekki til og þjónar fimm hundruð þúsund manna héraði, sem viðmiðun við okkur hér. Miðað við þá stöð þyrftu tuttugu manns að starfa hér en við emm með einn mann. Að vísu höfum við nýlega fengið leyfi fyrir annarri stöðu og fáum við í hana mann núna eftir áramótin. Annars höfum við notið velvildar stjómvalda og emm allvel búin tækjum sem öll eru mjög dýr. Einnig erum við ánægö með aðstöðu okkar hér,” sagði Einar. — Hvað með alvarlegri heyrnartil- felli? „Hjá okkur er meöferð á varanlegu heymarmeini. Ef um alvarlega heyrnarskemmd er að ræða á innri eyra sem er ólæknanlegt sjáum við um að útvega heymartæki og þau hjálpar- gögn sem nauðsynleg eru. Við tökum mál af eyrunum því heymartæki þurfa að passa eins og falskar tennur. Það þarf að velja heyrnartækin en þau eru mjög mismunandi þó þau líti öll eins út. Þá sjáum við um viðgerð á heyrnartækjum og að kenna fólki á þau. Það getur verið mikið verk aö kenna gömlu fólki á slík tæki enda á það fólk mjög erfitt með að aðlagast nýjumhlutum. Heyrnartæki á fyrsta ári Nýburaathuganir okkar eru mjög gagnlegar fyrir þá sem em með meðfædda heyrnardeyfu. Það skiptir miklu máli aö byrja notkun á heyrnar- tækjum áður en bamið verður ársgamalt. Fyrir utan börn er stærsti hópurinn sem hingað kemur eldra fólk og fólk sem vinnur í hávaða. Það hefur einmitt veriö gert átak í heyrnarmæl- ingum á vinnustööum sem viö frám- kvæmum og verður gert stórt átak í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.