Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. Rauða krwss kassarnlr ft»eir standa að verulegu leyti undir kaupunt og rekstri á sjúkrabflum ílandinu ft»eir veita f jölda fólks útrás fyrir meðf ædda eða áunna spilafíkn Þeir stytta verðandi f arþegum í flugvélum og rútubflum stundirnar I*eir féf letta suma, þyngja pyngjuna hjá öðrum Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauóa kross íslands, 6 skrifstofu sinniaó Nóatúni21 iReykjavik. Tekjur af kössunum eru 90% af heildartekjum RKÍ — seglr Jón Ásgelrsson framkvæmdastjóri Rauda kross Islands Ekki er á okkur íslendinga logið meö spilafíknina. Happdrætti alls konar tröIJríöa öllu, spil fljúga um borð og taflmenn stunda vígaferli á svörtum og hvítum reitum. Sjálfsagt erum við bæði að eyða með þessu leiðindum sem stafa af skammdegismyrkri og löng- um vetri eða bara veðrinu yfirleitt. Eitthvað verður alla vega að gera. Annars er það nú svo að spilafíkn er ekki bundin við þetta norðurhjarasker. Suður í löndum er talsvert af þessu líka, kannski ekki eins mikið og oft birtist það í öðru formi. Margir vita til dæmis hvernig Bretar veðja til og frá á eitt og annað, aðallega hesta. Sárafáir vinna umtalsverðar upphæðir enda skiptir það ekki mestu máli. Ahugi fyrir hestum og hestamennsku er held- ur alls ekki alltaf til staðar. Hjá öilum ræður hins vegar spilagleðin og það að taka áhættu. Vonin um stóra vinning- inn blundar langt undir niðri í sálunni eins og drifkraftur i dvala. Mörg félög ganga bókstaflega fyrir spilafíkn fólks, fjárhagslega. Bróður- parturinn af tekjum þeirra er þá feng- inn með sölu happdrættismiða, bingó- spjalda, lukkumiöa eða öðru slíku. Á stundum er þessu haldið ansi stíft að fólki, til dæmis meö því að fara í sim- númerakerfiö eöa bílnúmerakerfið og senda miða út eftir því. Að vísu er eng- inn neyddur til að borga en gjaman fylgir í auglýsingum að fólk skuli var- ast að láta miðann liggja því þar gæti stóri vinningurinn svifið á braut. Og menn drífa sig í „næsta banka eöa pósthús” með gíróreikninginn. Sam- viskan hættir þá aö naga. Líklega er samt flestum ekki leitt aö greiða happdrættismiðana. Oftast er góöur málstaöur studdur, málstaður sem allir viðurkenna að er þess virði að styðja. Þá skiptir ekki öllu máli hver upphæð er né vinningurinn. Jafn- vel blandast skyldurækni inn í. Tvær kassagerðir Allir þekkja orðið peningakassana sem Rauðí kross tslands hefur haft hér og hvar á fjölfömum stöðum á landinu nokkur ár. I kringum þá stendur gjam- an drjúgur hópur fólks og ekki er óalgengt að biðraöir myndist til að komast að. Oftast er þetta ungt fólk en er þó engin regla. Fullorðnir fá nefni- lega líka útrás í þessum leik. Alltaf eru lausar krónur að flækjast i vösunum og mönnum þykir tilvalið að bregða á leik með þær. Ekki mundi saka þó þær fjölguöu sér eitthvað, að minnsta kosti þannig að hægt væri að halda leiknum áfram. Vinningsleið veggkassanna liggur gegnum göt ofarlega í þeim. Galdurinn er aö hitta í þau með peningnum og gefa götin misjafnlega margar krónur til baka. Nokkuð mun vera algengt aö menn hafi náð sæmilegri færni í bar- áttunni viö þessa kassagerð. Verra er meö ávaxtakassana sem komu seinna og em að ryðja eldri gerðinni úr vegi. Hvemig sem menn hamast er feng- sæld undir duttlungum kassans komin að verulegu marki. Utsjónarsemi og dirfska ku ráða einhver ju líka. Þessi seinni kassagerö er gjörólík hinni. Hér er keppikeflið að ná ákveðnu mynstri ávaxtategunda með því að stöðva þrjú hjól sem snúast. Hægt er aö láta öll snúast í einu eða hvert um sig. Mestan vinning gefur ef hjólin stöðvast svo skynsamlega að sami ávöxturinn kemur fram í glugg- anum hjá hverju. Með öðmm orðum, myndir af þrem eins ávöxtum blasa við augum spilarans. Þá hlunkast góð- ur slatti af krónum niður í hólfið þar sem vinningunum er úthlutað! Gatslitnar f lísar Svo virðist sem Rauöa kross kassárn- ir njóti óhemjulegra vinsælda meðal fólks. Auðvitað er eðlilegt að þeir sem bíða eftir rútum eða flugvélum sleppi sér lausum í spilamennskunni. Merki- legra er þó að margir virðast hreinlega stunda þetta. Blaðamenn DV litu inn á þá þrjá staði í Reykjavík sem meö ein- hverjum rétti mega kallast helstu spilavítin. Það eru Umferðarmiðstöð- in, Biðstöð strætisvagnanna viö Lækjartorg og Veitingahúsið Kaffi- vagninn á Grandagarði. Á Umferöar- miðstöðinni eru 4 kassar en 3 á hinum. Og ekki virðist veita af þessu, allir eru þeir í gangi nær stöðugt. Á Umferðarmiðstööinni fengust þær upplýsingar að þar mætti tala um „fasta kúnna” sem komi á kvöldin og um helgar. I þessum hópi séu meðal annarra ellilífeyrisþegar og öryrkjar. „Þeir verða einhvern veginn aö eyða tímanum,” sagði starfsmaður þar „og hafa tekið upp á því að eyða honum svona.” Fyrir staöinn er þetta að sjálf- sögðu kærkomið, spilaramir verða vitanlega að fá sér í svanginn annað slagið. Einn galla hafa kassarair þó haft í för með sér þó ekki sé hann sár- lega grátinn. Stappið í kringum kass- ana hefur sém sé veriö svo mikið að endurnýja hefur þurft flísarnar á gólf- inu. Þær voru orðnar gatslitnar. Spilað í biðskýli og Kaffivagninum I biðskýlinu á Lækjartorgi spilar ekki neinn sérstakur kjarni. Þar fer um mikill hópur fólks á degi hverjum og njóta kassarnir þess. Þeir mala stöðugt frá morgni til kvölds. I Kaffivagninum er staðan talsvert önnur. Hann á sína föstu viðskiptavini sem koma flestir í morgunkaffinu, há- deginu og síödegiskaffinu til aö næra sig. Þetta eru mest leigu- og vörubíl- stjórar, einnig landverkafólk og eitt- hvað af sjómönnum. Þeim dugir sum- um ekki matur og kaffi, kassamir gefa þeim álíka mikiö „vítamín” til aö halda daginn út. Nefnum sem dæmi hann Eirík Gíslason strætisvagnabíl- stjóra sem ekur leið 2, Grand-Vogar: „Þetta er dægradvöl hjá mér. Ég fer hingað inn í hverri ferð og spila að- eins.” Sagðist hann heldur láta fé af hendi rakna með þessu móti heldur en að kaupa happdrættismiða af Rauða krossinum. Og ekki leyndi sér heldur að annar þáttur skipti miklu máli hjá Eiríki, maðurinn hefur ljóslega mjög gaman af spilamennsku enda viður- kenndi hann það: „Já, ég hef alltaf gaman af að spila, ég spila til dæmis bridge einu sinni í viku.” Óviss fjöldi „stundar" kassana Ekki veröur hér lagt út á þann hála ís að spá í hversu margir Islendingar „stunda” Rauðakross kassana. Það er nokkur hópur, svo mikið er víst. Hann leggur í þetta verulegar upphæöir fjár og fær drjúgt til baka aftur. Olíklegt verður að teljast að gróði sé stór, í besta falli koma menn sléttir út. En þeir sem spila geta hælt sér af því aö þeir eigi meira en margir aðrir í sjúkrabilum landsmanna og sjúkra- þjónustu. „Fyrstu eintökin af litlu veggkössun- um komu hingað til reynslu árið 1972 en það var um 1976 sem reksturinn byrjaði fyrir alvöru,” sagði Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Islands. „Við erum með 2 tegundir, annars vegar eru það þessir gömlu tíkallakassar, sem eru finnsk- ir, og hins vegar ávaxtakassarnir svo- kölluðu frá Bretlandi. Við höfum ekki f arið út í neitt annaö. ” Hvemig veljið þið svo staði fyrir kassana? „Þeir eru valdir eftir ákveönu m)Tistri sem við höfum komið upp og þróað. Aðalatriðið er að staðurinn sé aðgengilegur fyrir okkur, þ.e. að hús- ráðendur séu samstarfsfúsir og fallist á að reksturinn sé eins og við viljum. Fyrir okkur skiptir mestu að kassamir séu í lagi og snyrtilegir og börnin ekki í þeim. Auðvitað gerum við okkur ljóst að aldrei er fullkomnlega hægt að koma í veg fyrir að börn spili. Nú, kassamir eru á fjölförnum stöð- um, biðskýlum, umferðarmiðstöövum og sjoppum, svo dæmi séu tekin.” 150 kassar Hvað em kassarnir margir í land- inu? „Það eru 20 veggkassar og 130 ávaxtakassar eða 150. Helmingurinn er í Reykjavík, hinn helmingurinn úti á landi.” Em ekki staðirnir misjafnir? „Við vorum meö kassa á Hlemmi einu sinni. Eins og kunnugt er hefur sá staður ekki gott orð á sér. Það var eitt- hvert óstand í kringum kassana svo við brugðum á það ráð aö taka þá. Og þetta gemm við alltaf, ef við verðum vör við að kassarnir séu misnotaðir, þá tökum við þá. Eftirlitið hér er mjög árangursríkt.” Er sérstakt lið í þessu hjá ykkur? „Við höfum mannskap í því að fara á milli og fylg jast með og það hefur gefið góða raun. Þaö heyrir til undan- tekninga ef við fáum kvartanir hing- að.” Hvað em margir í þessu? „Á talstöðvarbílum eru þrír menn. Þeir hafa talstöö af tveim orsökum, annars vegar er hægt að ná í þá strax og hins vegar er hægt að nota bílana í neyðartilvikum í tengslum við Al- mannavarnir. Svo em tveir i viðgerða- þjónustu hér og úti á landi og ritari sem annast peningahliðina. Þannig eru 6 manns sem vinna við kassana og sjá um viðhald, viðgerðir, ta»mingu og bókhald.” Er mikiö um bilanir? „Já, talsvert. Eftir myntbreyt- inguna jókst bilanatíðnin og svo em kassamir orðnir nokkuð gamlir.” 8 milljónir í tekjur í fyrra Er þessi fjáröflunarleið Rauöa krossins séríslenskt fyrirbæri eða þekkist hún annars staðar? „Rauði krossinn í Noregi er með samskonar rekstur og hér er, sama kerfi og reyndar skiptumst við á upp- lýsingum. Þaðan er líka hugmyndin ættuö.” Hvaö eru tekjurnar af kössunum miklar og hversu stórt hlutfall er það af heildartek jum RKI ? „I fyrra vom tekjurnar8 milljónir. A síðustu árum hafa þær verið um 90% af heildartekjum RKI. Helmingur fer beint til Rauöa kross Islands. Síðan fer helmingurinn af hinum helmingnum, Textl: Jún Italdvin Halldúrsson Myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.