Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. Hreinsiiiifii, E.T. q i Missing efstar á blaði — þrjú bresk blöð velja bestu myndir úrsins 1982 Gaudhi-BenKingsley í hlutverki leiötogans. Breskir gagnrýnendur hafa þaö til siös aö minnast liöins árs meö því að nefna þaö sem þeim þykir hafa tekist best á síöasta ári. Hér á síðunni birtast listar yfir bestu kvikmyndirnar aö mati þriggja ólíkra blaða, tónlistartímaritsins NME, kvik- myndablaðsins Films on screen and video og blaösins The Face en síöastnefnda blaöiö lætur sér fátt óviökomandi. Listar NME og The Face eru næsta hliöstæöir aö gerð. Kvik- myndunum er raöaö upp í einfalda röð og NME hefur raunar ekki getaö gert upp á milli kvikmyndanna í fjóröa og fimmta sæti og níunda til ellefta sæti. Gagnrýnendur The Face og NME eru því sem næst sammála um ágæti margra kvikmynda. Franska kvikmyndin Hreinsunin lendir í 1. sæti hjá The Face en í ööru sæti hjá NME. Þessi ágæta mynd var sýnd á frönsku kvikmyndavikunni í Reykjavík í nóvember síðastliönum, og sama máli gegnir um Divu, sem lendir í 6. sæti hjá NME, 10. sæti hjá The Face og er kosin besta erlenda mynd ársins hjá Films on screen and video. Fyrirheitna landið Indland Gagnrýnendur The Face eru harla ánægöir með frammi- stööu breskra leikstjóra á árinu 1982. Tveir þeirra geröu þaö gott í Ameríku, Alan Parker meö The Wall og Shoot the Moon og Ridley Scott sem geröi Blade Runner. The Face spáir fyrir áriö 1983 og blaöiö telur aö Eric Roberts, sem lék lítið hlutverk í Raggedy Man, og Greta Sacchi, sem fyrst kom fyrir almenningssjónir í Heat and Dust, eigi bæði eftir aö gera þaö gott á hvíta tjaldinu. Fyrirheitna land kvikmyndanna telur Face vera Indland. Gagnrýnendur blaösins hlakka til að sjá Julie Christie, Fay Dunaway og Jessieu Lang sem allar munu koma fram í nýjum kvikmyndum. NME telur upp þær myndir sem gagnrýnendur nefndu til leiks, en settu þó ekki inn á topp tíu listann. Þeirra á meöal eru Hamnett (Wim Wenders), Angel (Neil Jordan), Pennies From Heaven (Herbert Ross), Kristur nam staöar í Ebólí (Francesco Rosi), Moonlighting (Jerzy Skolimowski), Victor/Victoria (Blake Edwards), Fitzcarraldo (Werner Herzog), The Drayghtsmans Contract (Peter Greenaway), Missing (Costa Gavras) og Systumar (Margaretha Von Trotta). NME birtir útdrætti úr umsögnum gagnrýnendanna um bestu myndirnar og um E.T. segir: „Spielberg og kvikmynda- tökumaður hans hafa framkallaö kraftaverk í nærri öllum skilningi og i myndinni er meöal annars aö finna atriði sem jafnast á viö Touch Of Evils. Osköp venjulegu skóglendi er breytt í töfraheim... Ein og hálf milljón dollara og einhver ósköp af heilabrotum fóru í gerð E.T. sjálfs. Carlo Rambaldi, hönnuður hans, byggði sköpulag E.T. á gerö geimveranna sem hann útbjó fyrir Close Encounters Of The Third Kind, en bætir viö ýmsum þáttum sem vekja öryggistilfinningu hjá börnum. E.T. er stuttur og þybbinn, stuttstígur, bláeygur og andar þyngslalega en róandi. E.T. er laglegt leikfang í jólapakkann og hann vekur svo mikla ánægju aö vart er hægt aö efast um ágæti hans. Auövitað er ég líka skotinn í litla larfinum. Hver getur staöist hann? ” Diva — Sköllótti m°röinginn / viöbragösstöðu. „Hreinsunin frábær mynd" Pennar NME hafa sitt af hverju aö segja um Hreinsunina, sem Bertrand Tavernier leikstýrði: „Imyndaöu þér eftirfar- andi: Þú ert lögreglustjóri í afkimanum Bourkassa í frönsku Vestur-Afríku árið 1938 og allir eru hræddir um aö stríö skelli á. Þú ert feitur sóöi meö afleitar línur, gengur í druslulegum safarífötum og bleikum nærbol. Konan þín er lauslát dækja, sem kýs fremur athygli leigjandans, „bróöur” síns, en þú ert farinn aö láta þér ýmislegt í hug koma varöandi fjölskyldu- böndin. Melludólgar, hermálayfirvöld og peningamenn staöar- ins láta þig aldrei í friöi og þú ert svo slappur aö þú verður aö taka hverri mútu sem í boöi er. Hvað er til ráöa? Lucien Cordier gerist hefndarengill. Hægt er aö eyða löngu máli í aö skilgreina Hreinsunina — en framar ööru er hún frábær og ákaflega fyndin mynd. ..” Um Cutters Way, sem lenti í þriöja sæti hjá NME, segja gagnrýnendur blaðsins: „Cutter (sem John Head leikur af djöfullegum krafti) telur aö vinur hans, Bone, geti aðstoöaö viö aö bera kennsl á morðingja 17 ára skólastúlku og hvetur hann til samvinnu. . . Bone birtist sem andstæöa við Cutter, sem vill ólmur skyggnast undir yfirboröiö í lífi lágstéttafólks í Kali- forníu.” E.T. — best mynda samkvæmt niöurstööum gagnrýnenda NME. Sú oflofaðasta og sú ósmekklegasta Films on screen and video hefur nokkurn annan hátt á en hin blööin, nefnir aöeins eina mynd, sem er talin sú besta, og hefur síðan í frammi útnefningar á ýmsum sviðum sem snerta kvik- myndalistina. Nokkrar útnefninganna eru nefndar á listanum hér neöar á síðunni en fleira má tína til af því sem skríbentum Films þótti eftirtektarvert á síöasta ári. Bestu leikarana í aukahlutverkum telja þeir vera þau Maureen Stapleton í kvik- mynd Warrens Beattys, Reds, og Christopher Reeve í Death- trap, sem Sidney Lumet leikstýröi. Jerzy Skolimowski var ekki einungis útnefndur besti leik- stjórinn hjá Films, heldur þótti hann hafa skrifað besta hand- ritið. Af nýjum leikurum, sem tróðu upp fyrir framan kvik- myndavélina á síöasta ári, telur Films þau Julie Hagerty í mynd Woody Allens, A Midsummer Night Sex Comedy, og Sting (söngvara Police) í Brimstone and Treacle undir leik- stjórn Richards Loncraine einna efnilegust. Sú mynd er mest oflofiö hlaut telja gagnrýnendur Films vera Blade Runner og sú vanmetnasta er aö þeirra áliti VictorA?ictoria. Osmekkleg- asta myndin er Porkys, sem Bob Clark leikstýröi, og sú mynd sem mestum vonbrigöum olli er Pennies Frœn Heavai, en þeirri mynd leikstýrði Herbert Rose. Margt kemur gagnrýnendum Films í vont skap, meðal annars grófur hryllingur og ofbeldi í kvikmyndum, sjóræningjaaöferöir videofyrirtækja og lélegt hljóö og skemmdar filmur í bíóunum. I heildina segir Films 1982 vera heldur þunnt ár í kvikmyndaheiminum en þó ill- skárra en 1981. -SKJ. Hreinsunin— (Coupde torchon) trónir efst á blaöi ílistaThe Face yfir bestu kvikmyndimar. Missing — besta myndin að mati Films og Sissy Spacek jafn- framt besta leikkonan. ------------Films------------------------- Besta kvikmyndin: Missing, leikstjóri Costa- Cavras, með Jack Lemmon, Sissy Spacek, Melanie Mayron og John Shea i aðalhlutverkum. Besti ieikstjórinn: Jerzy Skolimowski fyrir Moon- UghtSng. Besta ieikkonan: Sissy Spacek i Missing. Bestileikarinn: Ben Kingsiey i Gandhi. Besta erlenda kvikmyndin: Diva (Jean-Jacques Beineix). Basti stjórnandi kvikmyndatöku: Gordon Willis fyrirA Midsummer's Nights Sex Comedy. Besta teiknimyndin: The Secret ofNiMH. Besta ævintýramyndin: Fitzcarraldo (Werner Herzog). Besta gamanmyndin: Dead Men Don't wear plaid (Carl Reiner). Frumlegasta verk ársins: Hammett (Wim Wenders). Sórstök tiinefning: Metnaðarfull tilraun Miiosar Formanns til að koma skáldsögu E.L. Doctorows upp á hvrta tja/dið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.