Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. 15 1881—’87 var Matthías prestur í Odda og þar gaf hann út sitt fyrsta ljóðasafn. I Odda telur Matthías, að hann hafi náð fullum þroska og lært aö neyta krafta sinna og hæfileika. Arið 1887 fluttist hann til Akureyrar sem prestur og var þar til dauðadags. Á þessum árum orti hann ýmis kvæði eins og Volaða land og Hafísinn, einnig gaf hann út Lýð á Akureyri um tíma. Árið 1891 fékk Matthías fyrstskálda- laun frá Alþingi og í aldarlok fékk hann lausn frá prestsþjónustu með 2000 króna heiöurslaunum árlega frá Al- þingi. Fór hann þá að búa til prentunar útgáfu af ljóöum sínum og að þýða Sög- urherlæknisins. Um þetta leyti fór stjama Matthías- ar æ hækkandi og var honum sýnd virðing á marga lund, meðal annars var hann gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Islands. Matthías Jochumsson lést áriö 1920, 85 ára gamall. Innlend og erlend áhrif Matthías var sílesandi og því afar víðlesinn. Fomkvæðaáhrifin em einna ríkust í kveðskap hans. Eddukvæðin setja mark sitt á mörg kvæða hans, bæði hvað viökemur máli og bragar- í kveðskap Matthiasar, til dæmis í Nýársósk Fjallkonunnar. Þá mun hug- myndin að Grettisljóðum hans komin frá Friðþjófssögu Tegners. Matthías dáði Grundtvig og Vergeland mjög og þýddi bæði og orti um Bjömsson. Þó mun ekkert erlent skáld hafa beinlínis orðið lærimeistari Matthíasar. Þegar hann varð hrifinn fór hann hamförum.... Matthías orti ógrynni ljóða og þar sem af svo mörgu er að taka eru þau mjög misjöfn aö gæðum. Hann var mjög fljótvirkur og hraðkvæður. Mörg bestu kvæöa hans eru ort á einum degi, í einni lotu, til dæmis Hafísinn og Hall- grímur Pétursson. Því var þannig fariö með Matthías, að þegar hann varð hrifinn fór hann hamfömm og þá orti hann sín bestu kvæði. Það var síðan hrein hending hvort hrifningin náði til kvæðisloka. Ef hún náöi svo langt var mælska hans óstöövandi og myndauðgi hans og líkingar minna á þeim augnablikum einna helst á sjálf- an Shakespeare. Ef aftur á móti hrifn- ingin og hinn heilagi innblástur var á þrotum var Matthías orðinn eins og hver annar greindur og fjöllesinn maður með lipra og létta rimnagáfu. Form hans var ekki gallalaust. Orða- f jöldi geysilegur og orðasamsetningar ' / J 'r- /Cln CtsCt t) / / ' / . .. . "y • ' OiJtp* ■' f . Jíj t '■) "----■ C p-^r-d (/Zpt^ //-v -Cr 'r tttjy4 /V 'ry >\ / /<r /'+ 4,—— t/ ’Pf, óf> W\. r 7 c / -r_. /f /U. s// /. 'Cp-t /l'//S5t /try i_ // Æj. dr-t *>?»**-, / //tSZ-r-r /Í/j,.. V. / O0J5, JjfOr; /ávV.V,—» J/J ^ -> '/ /*■/*' ' ' ' HR ÁN,,.. /*/ *"''/■ tr-tr-i. / /Jýrt ^Sr,_ Jp ytt/y ___,/H j aí- 4kí a/'/c. Rithönd Matthíasar. háttum. Og víða minnir Matthías á Egil í stórbrotnum og kjammiklum skáldskaparstil. En stundum ætlar hann sér um of og stíllinn ber hugsun- ina ofurliöi. Þá kunni Matthías að meta rímur og orti lítið eitt undir rímnaháttum. Matthías dáði mjög Hallgrím Pétursson og fannst hann mesta sálmaskáld sem hann hafði lesiö, enda ber margt af kveðskap hans keim af Hallgrími, einkum Passíusálmunum. Af 19. aldar skáldum ber Jónas Hall- grímsson hæst, en þó höfðu bæði Bene- dikt Gröndal og Steingrímur Thor- steinsson meiri áhrif á hann. Sigurð Breiðfjörð taldi Matthías mesta al- þýöuskáldið. Hins vegar átti Grímur Thomsen ekki upp á pallborðið hjá Matthíasi. Honum þótti Grímur of jarðbundinn og andagiftarlaus. Ann- ars var það svo að Matthías var mjög vinsamlegur í garð samtímaskálda sinna og sá oftast eitthvað frambæri- legtíhverjuverki. Hvorki skorti Matthías aimenna menntun né andagift. Hann þýddi verk eftir Tegner, Ibsen, Byron'og Shake- speard. Má greina ýmis áhrif frá Byron margvíslegar. Því var oft nokkurt tómahljóö, sökum óheppilegs orðavals. Samt eru heildaráhrifin oftast sterk, þótt finna megi ýmsa agnúa, ef vel er að gáð. Enginn ort fleiri erfiljóð — hvorki fyrr né síðar Stærsti efnisflokkurinn eru tækifær- iskvæði og eru þau best er Matthías finnur sjálfur tækifærið, til dæmis kvæðið um Hallgrím Pétursson á 200 ára ártíð hans. Annars orti hann margs konar kvæði, svo sem trúar- kvæði, erfiljóð, söguljóð, ættjarðar- kvæði og er oft erfitt að greina á milli. Matthías var afar trúaður maður og trúarþörf hans rík, eða eins og hann segir sjálfur á einum stað: „I raun réttri interreserar mig ekki nema tvennt: Kristindómurinn og kveðskap- urinn.” Enginn Islendingur fyrr né síðar hefur ort fleiri erfiljóð en Matthías og eru mörg þeirra stórmerk. Þar sem Matthías og var i senn mann- þekkjari, mannvinur og trúmaður tókst honum oft meistaralega vel upp. Hann vildi hugga og líkna, bjarga með lýsingum sínum frá gleymsku því sem hægt var að bjarga. Dauðinn var hon- um svo hugstæöur að hann sá hann alls staðar. I sumum þessara kvæða eru oft afbragðs mannlýsingar, til dæmis kvæðið um Sigurð Vigfússon fornfræð- ing. En þó má segja aö einn galli sé á, sá að Matthias sá einatt hinar björtu hliöar mannsins og því féll aldrei neinn skuggi á lýsingar hans. Innileiki er mjög ríkur þáttur í erfiljóðunum, eink- um eftir börn. Kemur þaö skýrt fram í ljóðinu Bömin frá Hvammkoti, sem er með fegurstu erfiljóðumMatthiasar og þótt víðar væri leitað. Þar yrkir hann um 3 systkin, honum alls ókunnug, en svo innilega sem um hans eigin böm væri að ræða. Var það hluttekningin er hann kenndi með foreldmm barnanna, sem höfðu misst 3 böm sín með svip- legum hætti, er varð tilefni kvæðisins. Grunntónninn í þessum erfiljóðum Matthíasar er guöstraust, gleöiboð- skapur lífsins og kærleikans. Orti bara eitt ástarkvæði Söguljóð voru Matthíasi mjög hug- leikin og tókst honum oft vel upp, eink- um í þeim styttri. Eru það einkum sögupersónumar sem hann hrífst af fremur en atburðirnir sjálfir. Þá helst ævilok þeirra, er þeir liggja á bana- sænginni, aftökustaðnum eða á dánar- dægrinu, svo sem kvæðið um Jón Ara- son. Annars varð Matthías fyrstur Is- lendinga til að taka heila Islendinga- sögu og yrkja út frá henni, það er að segja Grettisljóð Matthíasar. Mörg ættjarðarkvæði orti Matthías, einkum á þjóðhátíðarárinu. Ættjarðar- ástin kemur þó víðar fram. Kvæðið Bragarbót, sem hann orti til Vestur-Is- lendinga, þykir eitthvert besta kvæði er ort hefur verið á tslandi. Sýnir hann þar fram á mátt islenskrar tungu. Gamankvæði eftir Matthías em fá, enda lét skop honum ekki vel Helsta kvæði hans í þeim dúr er afmælis- kveðja til Ingibjargar, konu Benedikts Gröndal, þar sem beitt er fjarstæðu- kenndri fyndni. Og eiginlega má segja að aöeins eitt ástarkvæði liggi eftir Matthías. Það er kvæðið Sólveig, er hann sem farlama gamalmenni á níræðisaldri orti um Hildi Sólveigu, dóttur Bjama Thorarensen en þau Matthías og Sólveig höfðu fellt hugi saman um 60 árum áður. Afkastamikill Ijóðaþýðandi Matthías var mjög afkastamikill ljóðaþýðandi og komast fáir meö tæm- ar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Er það einkum tvennt sem læt- ur honum best, annars vegar trúarljóð er hann endursemur, hins vegar hetju- ljóð, sem em því betri sem hann þarf að taka meira á. Þýðingamar eru meira að segja oft heilsteyptari en frumort kvæði hans. Milli þrítugs og fimmtugs þýðir hann sín mestu stór- virki, eða frá því hann þýðirFriðþjófs- sögu og til þess hann lýkur Manfred. En í þýðingum sínum hirti hann ekki mjög um nákvæmni í orðalagi heldur lagði sig meira fram um að ná anda verksins og blæ. Tamara að yrkja um aðra menn, til annarra og vegna annarra Þótt Matthías hafi veriö mikiö til- finningaskáld, sætir það furðu, hversu fá kvæða hans lýsa eigin tilfinningum (sjá þó Sorg, sem getið er hér að fram- an). Honum er tamara að yrkja um aðra menn, til annarra, vegna ann- arra. Og þau em ófá ljóðin sem eftir hann liggja. Að líkindum fellur margt af kveðskap Matthíasar úr gildi er tímar líða. En meðan skáld vekjast annaö slagið upp, sem yrkja eins og Matthías þegar honum tekst best, jafnvel aðeins af tilviljun, er þó mannlífið einhvers virði. — KÞ tók saman og sauft meðal annars upp úr M.J.: Ljóðmæli 1—11, Sögukaflar af sjálfum mér, M.J.: Ljóð og íslenskt ljóðasafn, Kristján Karlsson. L Börninfrá Hvammkoti — drukknuðu í læk á heimleið frá kirkju 1874 Dauðinn erlcekur, en Itfið erstrá, skjálfandi starir það straumfallið á. Hálfhrastt og hálffegið hlustarþað til, dynur undir bakkanum draumfagurt spil. Varið ykkur blómstrá á bakkanum föst, bráðum snýst sá lœkur ífossandi röst. Þrjú stóðu bömin við beljandi sund, nœddi vetrar-nótt yfir náklædda grund. Hlökkuðu hjörtun, svo heimkomufús, hinumegin vissu sín foreldra-hús. En lækurinn þrumdi við leysingar fall, fossaði báran og flaumiðan svall. Hímdu þar bömin við helþrunginn ðs:; huldu þá stn augu Guðs blásala Ijós. ,,Langtað baki er kirkjan, er komum við frá, en foreldranna faðmur er fyrir handan á ’ ’. ,,ljesú nafniút í, þvíörskammt er heim. ” En engillstóð og bandaði systkinum tveim. Eitt sá tómt helstríð — og hjálþaðist af; hin sáu Guðs dýrð — og bárust íkaf. Brostin voru bamanna bráljósin skær, brostu þá frá himninum smástjömur tvær. Eoreldramir tíndu uþþ barna sinna bein, en báran kvað grátlag við tárugan stein. Hjörtun kveða grátlag, sem heyra þeirra fár. Herrann einn má græða vor forlaga sár. Dauðinn er hafsjór, en holdið er strá; en sálin er sundlétt og sökkva ei má. Úr sorg Gekk ég að sænginni: sofandilá hinn sðlfagri kvennanna blðmi; ómaði rödd mér í eyrunum þá frá eilífum heims-laga dómi: Ó, maður, þú brýtur ei dauðans dyr, dauðinn ei svarar þér, hvers sem þú spyr, nema með helklukku-hljómi. Ég ráfaði burt, og ég bað, og ég bað, að sá bikarinn hjá mættilíða, að vtsu var burt liðin vonin um það, en ég vissi’ engin tök á að stríða; mérfannst sem ég stæðiá eyði-ey, einmana, ráðlaus, með brotiðfley, og ættisvo andláts að bíða. Og síðan er hálfliðið annað ár, og alltaf er ég sem t draumi, ýmist hljóður með brennandi brár eða borinn af hégóma-glaumi. O, Ijúfasta snótl Ó, stórastund, erstóð ég eftir með blóðuga und og sólin varsigin að straumi! 1 r Úr bragarbót Hvað er nú tungan ? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði, — . hún erLlST, sem logaraf hreysti, lifandi SÁL ígreyþtu stáli, andans FORM í mjúkum myndum, MINNISSAGA farinna daga, FLAUMAR LÍES, ífarveg komnir fleygrar aldar, er stríki halda. Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðar-ljóð frá elstu þjóðum; heiftar-eim og ástar-bríma, örlaga-hljóm og refsidóma, land og stund t lifandi myndum Ijóði vígðum — geymir ísjóði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.