Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 13
___ DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. ^ttBBBBBBBBBBÍi .11» GAIXIHllS Candice Bergen og Ben Kingsiey i hlutverkum sinum. Hún leikur blaðakonu frá Live og er þarna i viðtali. Gandhi kominn tH ára sinna. Hann var myrtur árið 1947 af ofstækisfullum hindúa. Gandhi vaktí fyrst athygli í Suður-Afriku, þegar hann barðist fyrir borgaraiegum réttíndum minnihlutahópa. málamanns, sem leiddi Indland til sjálfstæðis undan yfirráðum Breta. Söguþráður myndarinnar er í réttri tímaröð. Við kynnumst Gandhi fyrst um 1890 sem þá er óþekktur hæstarétt- arlögmaður og' starfandi í Suður- Afríku. Og myndinni lýkur árið 1948 þegar Gandhi er orðinn heimsfrægur, þekktur undir nafninu Mahatma, eða Sálin stóra. En saga Gandhis er lika saga Ind- lands í hálfa öld — í senn hins róstu- sama og óhreina, dýrlega og lokkandi Indlands. Þessi saga er hluti heimssögunnar, meira að segja verulegur hluti hennar. Aldrei hefur kvikmyndaframleiðandi af indversku bergi brotinn reynt að segja þessa sögu. Og margir Indverjar voru þeirrar skoðunar að enginn út- lendingur ætti að fá stuðning og hvatn- ingu indverskrar ríkisstjómar til að gera slíkt, eins og raunin varð meö Attenborough. „Enginn maður getur nokkru sinni skrifað eða lýst sögu Gandhis, eins og hún raunverulega var,” sagði Nehru, forsætisráðherra Indlands, einhverju sinni. „Nema sá hinn sami sé jafn mikill maöur og Gandhi.” „Vinn eins og leikari" .Auðvitað er fífldirfska að ráðast í verkefni sem þetta,” er haft eftir Attenborough fyrir skömmu, „því það gefur augaleiö að það er ekki hægt að segja 60—70 ára sögu á þremur klukku- tímum. En það var þess virði að reyna. Eg reyni að segja sögu persónunnar Gandhis. Auðvitað spila stjórnmál þar stóra rullu, Gandhi var jú einhver mesti stjómmálaskörungur þessarar aldar, en myndin er laus við alla sál- fræði. Og það er ekki reynt að útskýra af hverju hann gerði þetta eða hitt, heldur hvernig hann fór að því. Ég vinn eins og leikari. Ég reyni að fanga áhorfandann og spila á tilfinn- ingar hans til að vekja áhuga hans á myndinni. I raun er myndin afskap- lega gamaldags, hvað tökur snertir. Hún er fyrst og fremst frásagnar- mynd. Mig langar ekkert til að komast á spjöld sögunnar sem einhver skap- andi kvikmyndagerðarmaður heldur. fyrst og fremst sem sögumaður. Auövitað er erfitt að gera mynd á borð við þessa. Og það sem er erfiðast er að gæta óhlutdrægni. Ég gerði mér grein fyrir því aö ég þurfti að sleppa ýmsu, atburðum og persónum sem við sögu Indlands komu á þessum ámm. Ég Veit að ég á eftir að verða gagn- rýndur fyrir það af Indverjum. Hins vegar verður maður aö hafa hugfast við gerð myndar á borö við þessa að aðalatriðiö er að aðalpersónan verði trúverðug og sannfærandi, hún verður að grípa áhorfandann. Og þetta þarf oft að gera á kostnað, ja, í minu tilfelli, annarra persóna. Myndin er fyrst og síðastumGandhi.” Tuttugu ár síðan Attenborough ákvað að gera mynd um Gandhi Gandhi hefur haldið Attenborough í greipum sér, ef svo má aö orði komast, síðustu tuttugu árin, og kannski bestu ár Attenborough. Það var að vetrar- lagi árið 1962 að hann settist niður að heimili sínu í St. Moritz til aö lesa Ævi- sögu Gandhis eftir Louis Fischer. Raunar hafði bókinni verið þröngvað inn á hann af Indverja nokkrum, Motil- al Kothari, en sá hafði sett sér það markmið í lífinu aö fá einhvern til að gera kvikmynd um Gandhi. Attenborough hreifst af sögu Gandhis og ákvað að gera kvikmynd um hann. En mörg ljón voru á vegin- um. Þegar hann impraði á þessu við menn innan kvikmyndaiðnaðarins sögðu þeir: Blessaöur góði, hver held- urðu að hafi áhuga á þessari laka- klæddu persónu! Og ekki tóku indversk stjórnvöld betur í þessar hugmyndir Attenboroughs. Þeim fannst frekja af þessum Vesturlandabúa að ætla að fara að gera kvikmynd um þjóðsagna- persónu þeirra. I þeirra augum var Gandhi dýrlingur og þeir vildu ekki að þeirri ímynd y rði hnikað. En fljótlega kom annað hljóð í strokkinn. 1963 hittust þeir í fyrsta sinn Attenborough og Nehru, forsætisráð- herra. Það var í fyrsta sinn sem Atten- borough kom til Indlands, en heim- sóknimar áttu eftir að verða fleiri þessi tuttugu ár sem kvikmyndin var í smíðum. ,,Ég held ég hafi aö öllu samanlögðu dvalið um tveggja ára skeið í Ind- landi,” segir Attenborough, „en ég hef farið þangað svona þrjátíu sinnum á þessum tíma. Það tókst góöur vin- skapur með okkur Nehru. Og svo fór að hann hvatti mig til aö takast á við verkefnið. Það var líka hann sem sagði mér að ég skyldi einbeita mér að per- sónuleikanum Gandhi. Nehru varð mér mjög hjálplegur, enda var hann einhver nánasti vinur Gandhis.” En það var ekki fyrr en árið 1980 að tökur hófust. Og svo miklum tökum náöi Gandhi á Attenborough aö hann skrifaði einnig bók, Leitin að Gandhi heitir hún, og kemur út í næsta mánuði íBandaríkjunum. Strax og Attenborough var ákveðinn í að gera mynd um Gandhi reyndi hann að komast yfir allt sem til er um Gandhi og eftir hann. „Eg las hundruð og aftur hundruð bóka,” segir hann. „En einhvem veg- inn var það nú svo að ’63 eða ’64 var ég búinn að setja niður fyrir mér sögu- þráð í handrit og hann breyttist sára- lítið frá þeim tíma og þar til ég hófst handa.” „Það var þess virði að bíða eftir Ben Kingsley" — En hvers vegna tók undirbúning- ur myndarinnar svona langan tíma ? „Einfaldlega vegna þess að ég vildi alls ekki slaka á þeim kröfum sem ég gerði um gerð myndarinnar. Ég hefði getað byrjað miklu fyrr ef ég hefði notað tæknibrellur eða fallist á að fá Ameríkana til að leika hlutverk Gand- his. Og ég segi það núna að bara það eitt að bíða tvo áratugi eftir Ben Kings- ley var biðarinnar virði. ” Kingsley þessi leikur Gandhi. Hann er af ensk-indverskum ættum. Atten- borough kynntist honum fyrst árið 1970, en það var ekki fyrr en hann sá hann í Hamlet aö hann sannfærðist um Shakespeare eða Gandlii? — Ben Kingsley, leikari a€ guðs náð Margir héldu Attenborough kolvit- lausan að ætla algerlega óþekktum leikara að takast á við hlutverk Gandhis. Einn þeirra var náinn sam- starfsmaður Attenboroughs, John Briley: „Mér fannst alveg skilyrðislaust þurfa þekktan leikara til að takast á við hlutverkið, þótt ekki væri fyrir annaö en auglýsingagildi kvikmynd- arinnar. En þegar ég fór að sjá til Kingsley komst ég á aðra skoðun. Hann er leikari af guðs náð. Hann hefur náö svo góðum árangri að maður gæti haldið að þarna væri sjálfur Gandhi ljóslifandi kominn.” Og þeir eru fleiri sem svo álíta, einkum Indverjar. Það var ein- hverju sinni á fyrstu dögunum, þeg- ar veriö var að taka k vikmyndina, aö Kingsley kom í kvikmyndaverið í gervi Gandhis. Þá allt í einu henti sér fyrir fætur hans innfæddur Indverji, Kingsley með ungum syni sinum. Hann þykir hafa unnið stórkost- legan leiksigur i Gandhi. nokkuð við aldur. „Nei, nei,” sagði Kinsley, „ég er ekki Gandhi, ég er bara leikari.” „Veit ég vel,” svaraði sá gamli. „En með þér mun hann hfa áfram. Þú munt gera hann ódauöleg- an.” Faðir Kingsleys er Indverji og fjöl- skylda hans á ættir að rekja til Guj- arat ríkis í Indlandi, sama ríkis og Gandhi fæddist og ólst upp í. MóðirKinsley er hins vegar af breskubergibrotin. Síðastliðin fimmtán ár hefur Kingsley verið fastráðinn leikari við konunglega breska Shakespeare leikhúsið. Hann hefur þótt standa sig vel á fjölum þess, en þar uppgtövaði Attenborough hann einmitt. Enn er Kingsley fastráðinn þar, en hversu lengi það verður er óvist, því eftir leiksigurinn í Gandhi rignir kvik- myndatilboðumyfirhann.. . -KÞ þýddi að þetta væri maðurinn sem hann leit- aði að. Þá höfðu Anthony Hopkins og John Hurt báðir sóst eftir hlutverkinu, en Attenborough var ekki nógu ánægöur með þá. Hann vildi mann sem Indverjar gætu sætt sig við í hlutverki Gandhis. „Þegar Kingsley er kominn í sandala og hefðbundinn indverskan fatnað er hann ótrúlega líkur Gandhi. Á velli s vipar þeim saman. Hæðin er sú sama, beinabyggingin lík og andlits- falliö. Kingsley lagði mikið á sig. Gandhi var grænmetisæta alla tíö og sex vikum áður en tökur hófust borðaði Kingsley ekkert nema grænmeti og léttist við það um 9 kíló. Gandhi fastaði oft og þegar slíkar föstur voru teknar upp setti Kingsley ekkert inn fyrir sínar varir, því hann sagðist ekki geta leikið fastandi mann með matar- bragð í munninum! Gamall mjaðmaáverki Kingsleys. hindraði hann í að geta setið lengi í hinni frægu Gandhi-stellingu. Og til að vinna bug á því æfði hann yoga þrjá tíma á dag mörgum vikum áöur en tökurhófust. Margar þekktar stjörnur með hlutverk Fleiri leikarar lögöu á sig mikla vinnu til að ná sem bestum tökum á hlutverkum sínum. Til dæmis leikur Candice Bergen hina frægu blaöakonu og ljósmyndara Life, Margaret Bourke-White. Og Bergen dvaldi lang- tímum saman á ritstjórninni til aö kynnasérstarfið. Af öðrum frægum leikurum í Gandhi má nefna Trevor Howard, John Giel- gud, Ian Bannen, John Mills, Bernard Hepton, Edward Fox, og Ian Charle- son. Auk þess koma til sögunnar marg- ir aðrir amerískir og breskir leikarar svo og f jöldi Indverja. Til dæmis koma fram um þrjú hundruð þúsund manns þegar jaröarför Gandhis er sett á sviö. Önnur kvikmynd á leiðinni? — En hvaö er nú á döfinni hjá Atten- borough? „Eg er bara venjuleg vitsmunavera og ég er leikari. Eg læt tilfinningar mínar ráða hverju sinni. Núna er ég aö lesa um ameríska uppreisnarmanninn og föðurlandsvininn Tom Paine. Mér liggur ekkert á. Það tekur mig svona eitt, tvö ár að athuga hvort þama er efni í kvikmynd. Á þessari stundu er ég aövinnaaöþví.” -KÞ tók saman ór The New York Times, Newsweek, Films og Movies & Video.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.