Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. 11 25%, í svokallaðan sérverkefnasjóð. Þeir peningar eru í eigu deildanna en í vörslu okkar hér. Deildirnar geta sótt um fé til sjóösins. Fjárhagsnefnd tekur umsóknirnar til athugunar og gerir tillögur um úthlutun til stjórnar. Loks fara þau 25% sem eftir eru beint í sjóð deildanna sem eru 50. Af þessum 8 milljóna tekjum í fyrra fóru því 2 milljónir til deildanna. Skipt- ingin milli þeirra fer eftir íbúatölu á hverjum stað fyrir sig. 1 sérverkefna- sjóðinnfóru 2 milljónir. Sjúkrabílar og öldrunarverkefni 1 hvaðfara þessir peningar? „Þeir fara fyrst og fremst til að kaupa og reka sjúkrabíla. I fyrra og nú í ár hefur líka mikið fjármagn farið í öldrunarverkefni. Öldrunarmálin hafa verið eitt af forgangsmálum Rauða krossins að undanförnu. Arið 1981 fór um 1 milljón króna úr sérverkefna- sjóðnum til öldrunarmálanna og fram- lagið úr deildunum sjálfum til viðbót- ar. Með fullum rétti má segja að hvort tveggja sé komiö til vegna peninga- kassanna. Af tekjum þeirra fara 75% til kaupa á sjúkrabílum og í öldrunar- verkefni. Rauöi krossinn á nú lang- flesta sjúkrabíla á landinu. Verö á nýj- um bíl í dag er 300—700 þúsund krónur. Á því sést að við spörum ríkinu stórfé meðþessu. Fólk kannski áttar sig ekki á þessu. Það tekur frekar eftir því þegar við er- um með einstakar stórsafnanir í sér- stök verkefni. Margir hafa gagnrýnt okkur og sagt að ekki eigi að einblína svona mikið á útlönd. Staðreyndin er þó sú aö aöeins 10% af veltunni fer í erlenda hjálp, neyðar- og þróunar- hjálp, auk sérstakra safnana, t.d. Afríkusöfnunina.” Vinningshlutfallið er 82,5% Hafiö þiö einhvem tíma hugsað út í hversu margir spila í þessu að stað- aldri? „Já það höfum við oft gert. En í fyrsta lagi er erfitt aö fylgjast með því og í öðru lagi höfum við komist aö því að það er ekki mjög margt fólk. Þannig aö við höfum engar verulegar áhyggj- uraf því.” Eru kassamir þannig útbúnir að þeir gefa ákveðið vinningshlutfall? „Já, vinningshlutfallið er82,5%, plús eða mínus eitthvaö svolítið. Þetta er hæsta vinningshlutfall sém tii er í land- inu í happdrætti. Kassamir eru stilltir inn á þetta og gefa þaö. Annað er það aö þeir eru háðir leyfi dómsmálaráðu- neytis. Ef okkur dytti í hug að breyta þeim þá gerum við það ekki nema aö fengnu leyfi ráöuneytis. Svo má undir- strika að allir kassar okkar eru merkt- ir.” Em ekki erfiöleikar vegna verðbólg- unnar þegar alltaf er notuð sama myntin? „Jú, hún þýöir i rauninni aö ráð- stöfunartekjur okkar minnka um 60% á ári. Við höfum verið að velta fyrir okkur breytingu. Þaö em komnir nýjar tegundir af kössum á markaðinn. Eng- ar ákvarðanir hafa samt verið teknar enn.” Ætla ekki að fjölga kössunum En eru einhverjar áætianir um fjölgun? „Nei. Við emm búin að vera með þennan sama fjölda og viljum ekki fjölga. Okkur firtnst þetta nóg og vilj- um að fólk geti haft friö fyrir þessu. Þetta er komiö í fastan farveg og við viljum ekki að fólk verði fyrir skakka- föllum. Það er líka yfirlýst stefna Rauða kross Islands aö fara ekki út í rekstur vídeókassa. Við gerum skarp- an greinarmun á leiktækjum og happ- drætti.” Fáiö þið ekki kvartanir frá fólki, til dæmis ef þaö fær ekki þá peninga sem það telur sig eiga að f á? „Nei, það er nánast ekkert um slíkt. í slíkum tilfellum snýr viðkomandi sér til húsráðanda sem leysir úr málinu. Svo höfum viö þjónustu okkar sem er opin nánast allan sóiarhringinn. Það er maður á vakt meðan einhvers staðar er opið þar sem kassi er.” Hvað fá húsráðendur í sinn snúö fyriraðhafakassa? „Viö borgum þeim 15% af veltu Jón Björnsson fisksali við kassana þrjá í Kaffivagninum. Jón er drjúgur við spOamennskuna. Hann kemur bæði á kvöldin og morgnana og ailtaf í samráði við eiginkonuna. SPILA MEÐ LEYFI EIGINKOMIMAR — segir Jén Björnsson fisksali „Ég spila fyrir tikall i morgun- kaffinu og annan tíkall á kvöldin,” sagöi Jón Björnsson fisksali en hann hittum við í Kaffivagninum. Jón er einn af þessum fastagestum og „manísku” spilurum sem varla sleppa degi úr. Hann var auövitað spurður aö því hvort þetta stæðist hjá honum og svarið lét ekki á sér standa: „Ég má ekki fara með meira, konan leyfir það ekki. Þetta er allt samkvæmt leyfum.” (Hann sagði þetta eilítið kiminn). — Hvemig heldurðu að þú farir út úrþessupeningalega? „Ef ég kem út með gróða á kvöldin þá fer hann að morgni. Ætli ég komi ekki nokkuð sléttur út. Annars er þetta bara viss þáttur í að koma á Grandann að fara í kass- ann.” — Ertu nokkuð búinn að læra á hann? „Nei. Ég reikna ekki með að það sé hægt að læra á kassana. Þeir eru ábyggilega stilltir þannig að þeir gefi ekki meira en þeir eiga að gera.” hvers kassa í húsaleigu. Það er sjálf- sagt aö húsráöendur fái umbun fyrir þjónustu sína. Auövitað fylgir þessu svona ýmislegt stúss.” Reksturinn þarf að vera í lagi Verða kassamir ekki oft fyrir hnjaski og skemmdum? „Það er mjög lítið um að kassarnir séu skemmdir. Þá helst ef brotist er inn. Þeir verða þá fyrir baröinu á inn- brotsþjófunum eins og annaö.” Er hægt að læra á kassana? „Nei, það er ekki hægt. Þetta er ekk- ert „gambling”. Hvað finnst þér um viðhorf almenn- ings til svona f járöflunar Rauða kross- ins? „Ég held að fólk hafi yfirleitt ekkert á móti þessu. Það er eins með þennan rekstur og annan, hann verður að vera í lagi og það verður að hugsa vel um þetta.” En er ekki möguleiki á að svindla meö því að búa til peninga ? „Við höfum ekkert orðið vör viö að búnir séu til sérstakir peningar og ég held að ekki sé hægt aö nota erlenda mynd.” Spilarður s jálfur, Jón? „Nei, það geri ég ekki.” / biðskýlinu við Lækjartorg. Ungir, miðaidra og eldri una sér við ávaxtakassana. Þessir yngstu þarna á myndinni mega víst ekki ennþá spila en ekki sakar að fylgjast með hvernig mamma gerir. Það getur kom- ið sór vel síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.