Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 14
DV. LAUGAKDAGUR15. JANUAR1983. 14 Þáttur af Matthíasi Joehumssyni Hrifið h jarta hæstri bifan væri hæst harpa, ef heyrast mætti! — Svo kvað Matthías Jochumsson eitt sinn eða í kvæðinu Söngtöfrum. Og enginn, sem þekkir ljóö hans, getur efast um, að hér talar skáldið af eigin reynslu. Reyndar bera öll kvæði hans þess vitni að það er „hrifiö hjarta” sem bærir strengina. ,,En skáldinu er fullljóst aö „hæstri bifan” hjartans verður ekki lýst í tónum eöa orðum til jafns viö þaö sem bærist innra meö manninum. Eigi að síöur hefur „hrifiö hjarta” Matthíasar lyft honum á efstu Tegners, sem varð til þess að auka enn vinsældir hans meöal almennings. Um þetta leyti kvæntist Matthías fyrstu konu sinni, ElínuS. Knudsen, og vígöist til Kjalarnesþinga. En ham- ingjan brosti ekki lengi viö þeim hjón- um, því ári eftir giftinguna andaðist Elín. Stuttu síöar kvæntist Matthías annarri konu sinni, Ingveldi Olafsdótt- ur, en hún lést líka skömmu síðar. Þetta var árið 1871. Varö Matthías svo þungt haldinn megnri hugsýki aö lá viö sturlun. Orti hann þá meöal annars kvæöið Sorg og þýddi Manfreð eftir Byron. Matthías lýsir þessum tíma svo íSöguköflum: ,,Þá og lengi síöan vantaöi mig alla eirö og festu til alvarlegra starfa — nema stöku þýöinga og tækifæris- kvæöa, einungis ein af þýöingum, sem ég samdi þann vetur, bar langt af öörum; ég meina þýöing Manfreös eftir Byron. Hún lýsir nokkuö mínum skapbrigöum þá, því að það rit hins geöstóra Bretaskálds var einmitt eftir mínu höföi og heiisufari, og aldrei hefur íslensk tunga eins leikið mér á vörum.” Um þetta leyti sagði Matthías af sér prestsskap og hélt utan og dvaldist lengst af á Englandi. Ritstjórinn og þjóðskáldið Fyrst dvaldist Matthías nokkurn tíma í Edinborg hjá Sveinbirni Svein- björnssyni tónskáldi. Þar orti skáldiö upphaf Lofsöngsins: 0 Guð vors lands. Um þetta segir Matthias: „Sveinbjöm athugaöi vandlega text- ann, en kvaöst ekki treysta sér til aö búa til lag viö; fór svo, aöég um vetur- inn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun aö reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um voriö og náöi naumlega heim fyrir þjóöhátíðina. Síöari erindin tvö orti ég í Lundúnum, og hefur mér aldrei þótt mikið til þeirrakoma.” I þessari utanferö keypti Matthías blaöið Þjóðólf af Jóni Guðmundssyni. 1874—’80 var hann síöan ritstjóri Þjóð- ólfs og bjó í Reykjavík. Árið 1875 kvæntist Matthías þriöju konu sinni, Guðrúnu Runólfsdóttur, og komst viö þaö í meira jafnvægi en hann haföi verið lengi. Enn orti Matthías jafnframt rit- stjórastörfunum og eftir þjóöhátíöar- kvæöi sín 1874 og minningarkvæði um Hallgrim Pétursson, var Matthías tal- inn þjóöskáld og hélt því nær hálfa öld. ...á pefan augnabtthum mhmir hatm á sjál fmi Shakespeiwe! hæð íslenskra skálda,” eins og Olafur Briem segir á einum staö. Viö stiklum á stóru um ævi og störf MatthíasarJochumssonar. Skólaskáldið Matthías Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember áriö 1835 aö Skógum í Þorskafirði. Foreldrar hans voru Joch- um Magnússon og Þóra Einarsdóttir. Eftir 11 ára aldur dvaldist hann ekki að staðaldri í foreldrahúsum, þar sem hann var einn 14 bama líttefnaðra foreldra. 16 ára gömlum var honum komið fyrir hjá Siguröi Jónssyni, kaup- manni í Flatey á Breiöafiröi. Þama liföi Matthías blómaskeiö æsku sinnar. • Og þaö vora einmitt Flateyingar sem kenndu honum undir skóla og kostuöu hann í Læröa skólann. 1 skólann settist hann áriö 1859 og varö aö sjálfsögðu skólaskáld. Flateyingar höföu áöur kostaö Matthí- as til Kaupmannahafnar í verslunar- nám en lítiö fór fyrir því, þar sem Matthías var öllum stundum meö stúdentum í Höfn. Þar kynntist hann ýmsum mönnum, meðal annarra Jóni Sigurössyni forseta og Steingrími Thorsteinsson skáldi. Um dvöl sína í Höfn segir Matthías meöal annars í Söguköf lum af s jálfum sér: „En samrýndastur var ég Stein- grími; batt hann viö mig vinfengi og alúö nálega áöur en hann haföi reynt mig eöa þekkt. Hann var þá að þýöa „1000 og 1 nótt”, og hafði þegar ort falleg kvæöi. Hann var vakinn og sof- inn að lesa meö mér valinn skáldskap, bæöi þýskan og „klassískan”, og hann las fyrstur meö mér Sæmundareddu, Ossían og þýöingar grískra höfuö- skálda. Það vora indælar stundir; sem nálega breyttu mér í nýjan mann, eða vöktu í mér nýjan anda, metnað og stórhug. Sögöu mér báöir þeir Jón, aö mér væri einsætt að reyna til aö „stú- dera”, því að þótt ég vissi eins mikiö og sumir þeirra, vantaöi mig bæði nafnið og tækifærin. Þetta lét mér afarvel í eyram.” Skömmu eftir aö Matthías kom heim frá Höfn settist hann í Læröa skólann og tók stúdentspróf 1863. Þá lá leiðin í Prestaskólann og þremur árum síðar tók hann kandidatspróf í guöfræöi. Áhugi vaknar á Matthíasi sem skáldi Árið 1861 samdi Matthías leikritiö Utilegumennina sem varð til að vekja áhuga á honum sem skáldi, og fimm árum síöar þýddi hann Friöþjófssögu InTVí aiHlWllW Matthias i stofu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.