Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Side 1
SAMÞYKKI EKKIVERÐ- HÆKKUNINA —á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar. Hækkun Landsvirkjunarærinfyrir Landsvirkjun hefur hækkað verð á raforku til staðarveitna um 29% frá fyrsta febrúar aö telja. Þetta þýðir að gjaldskrá Rafmagnsveitna Reykjavík- ur mun hækka um tæplega 28% fyrsta febrúar, en eins og greint var frá í DV fyrr í mánuðinum var samþykkt í borgarráði 11% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, að við- bættri þeirri hækkun sem Landsvirkj- un leggði á heildsöluverð raforku. Orkukaup Rafmagnsveitu Reykjavík- ur eru 57% af kostnaði, þannig að til þess eins að halda í horfinu hefði raf- orkuverð til neytenda orðið að hækka um tæplega 17% viö þetta nýja verð Landsvirkjunar. Samkvæmt Orkulögum ber nú aö senda hina nýju gjaldskrá Rafmagns- veitu Reykjavíkur til iönaðarráðuneyt- isins til staðfestingar. Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra sagði í dag, í viðtali við DV, að þó ekki væri enn búið að taka formlega ákvörðun um afstöðu ráðuneytisins í þessu máli væri ljóst aö ráðuneytið treysti sér ekki til þess að mæla með því við gjaldskrámefnd að Rafmagnsveitum Reykjavíkur yrði heimiluö að fullu 11% gjaldskrárhækk- un umfram þá hækkun sem hlýst af hækkun á heildsöluverði frá Lands- virkjun. „Með þessari síðustu hækkun Landsvirkjunar hefur raforkuverð hækkað um800% á þrem ámm, á sama tíma og verðlag hefur hækkað um 275% miðað við byggingarvísitölu,” sagði Hjörleifur. „Þessari þróun höf- um við viljað snúa við með því að fleiri aðilar taki þátt í að greiða þessar hækkanir Landsvirkjunar, svo sem Ál- verið í Straumsvík.” Hjörleifur sagði að fyrir um það bil ári hefði iðnaðarráðuneytið lýst vilja sínum til að stuðla að því að veitustofn- anir, svo sem Rafmagnsveita Reykja- víkur og Hitaveitan, fengju nokkrar hækkanir á gjaldskrá umfram verð- lag, til að mæta uppsöfnuðum vanda. En þetta yrði að meta hverju sinni og það væri mat sitt að hækkun Lands- virkjunar minnkaði mjög svigrúm til umframhækkana fyrir Rafmagnsveit- una. óbg. Framboðsmál Gunnars Thoroddsens eru mönnum sífellt tilefni til vanga- veltna. Alþýðublaðiö hermir það í morgun eftir áreiðanlegum heimildum að Gunnar og stuðningsmenn hans hyggi á sérframboð í Reykjavík og jafnvel víðar í næstu Alþingiskosning- um. Gunnar G. Schram prófessor er einnig orðaður við þetta framboð, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Er DV hafði samband við Gunnar Thoroddsen í morgun vildi hann ekkert um þessa f rétt Alþýðublaðsins segja en Gunnari G. Schram þótti þetta fróð- legt, því hann hafði aldrei heyrt á þetta minnst. Honum þótti líklegast að um fréttahallæri væri að ræða á Alþýðu- blaðinu. sþS ÞarlaguDanir — sjá íþróttir á bls. 20 og 21 Prófkjör Alþýðuflokksins íReykjanesi — sjá bls. 23 ForvalAlþýðu- bandalags áSuðusiandi — sjá bls. 18 og 19 Forval Alþýðu- bandalagsins íReykjavík — sjá bls. 10 og 11 RástvSfyrir áramót? — sjábls.3 Tæki tilaö þíðaskrána — sjá Neytendur ábls.6og7 Kartöflumar skuluí fyrsta flokk — sjá viðskiptasíðu bls.22 Ny iþróttagrein. Nú nota menn segl á skíðin. Myndin var tekin í Hafnarfirði í gær og það er Reginn Grímsson sem brunar þarna á skíðum sínum. DV-mynd:Bjarnleifur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.