Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Page 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983.
GuðrúnJónsdóttin
Hefur átt Falklandseyinga
að pennavinum í allmörg ár
—auk fjölda annarra eyjaskeggja um heimskringluna
Þaö er áreiöanlegt aö íslendingar
vissu harla litiö um Falklandseyjar
og íbúa þeirra þegar þær komust svo
skyndilega í heimsfréttirnar á liönu
árí. En nýlega bárust okkur spurnir
af Islendingi sem staöiö hefur í
bréfasambandi viö þarlenda um
langt skeiö og þekkir þar vel til. Þaö
er Guörún Jónsdóttir, ritari prófess-
ors Sigurðar Þórarinssonar.
DV-menn hittu Guörúnu aö máli
fyrir fáeinum dögum og báöu hana
að segja frá kynnum sínum af þessu
fjarlæga fólki. Henni sagöist svo f rá:
„Ég hef skrif ast á viö fólk um allan
heim frá f jórtán ára aldri. Fyrst var
þaö fólk í Færeyjum og Danmörku en
svo gerðist ég félagi í alþjóðlegum
bréfaklúbbi og fór ég þá að skrifa til
fleiri landa.
Svo var þaö fyrir um það bil tutt-
ugu árum aö ég rakst á grein í blaöi
um Falklandseyjar þar sem gefið
var upp heimilisfang The Falkland
Islands Company, aöalverslunarinn-
ar sem þar var. Þangað skrifaöi ég
og fékk svar frá forstjóranum. Hann
kom mér í samband viö móöur sína
og hún sendi mér bréf, myndir og
blöö um tíma. Síöan flutti hún til
Kanada og rofnaöi þá sambandiö.
Þaö hefur veriö einhvern tíma á
árunumfyrir 1966.
Nokkrum árum síöar sá ég mynd í
breska sjónvarpinu um eyjarnar og
sá þá að þar var kaþólsk kirkja. Eg
sendi prestinum nafniö mitt
og heimilisfang og var þaö lesið upp í
útvarp. Þaö leiddi til þess að ég fékk
bréf frá Galapagos-eyjum, skrifaðaf
Falklendingnum Dennis Humphr-
eys. Hann var þá staddur þar meö
dýrafræðingum aö rannsaka skjald-
bökur og annaö dýralíf.
mitt viö Dennis. Hann vann á þess-
um árum við sauðfjárrækt, meöal
annars í Goose Green. Ég fékk ýmis-
legt frá honum, bæöi myndir og
annað, svo sem sögu Falklandsey-
inga, eins konar Landnámu þeirra.
Eg sendi honum á móti ýmsar ís-
lenskar bækur, kennslubækur í ís-
lensku og barnabækur og las líka
fyrir hann inn á kassettu. Dennis
haföi mikinn áhuga á Islandi og gerð-
ist til dæmis áskrifandi Iceland
Review.
Svo kom aö því aö hann gekk í
hjónaband með ungri konu af eyjun-
um, Margaret. Hann fór aö vinna í
bankanum í Port Stanley og þau
hjónin komu sér upp nýju húsi. Áöur
en þau giftust haföi Dennis sýnt mik-
inn áhuga á aö koma til tslands og
vinna og sendi ég honum heimilis-
fangiö hjá Búnaöarfélagi Islands.
Meira gat ég«kki gert fyrir hann.
En svo kom stríöiö. Meöan á því
stóö sendi ég þeim bréf en þaö var
endursent. Þar hafði verið strikaö
yfir Port Stanley og skrifað þess í
staö: Puerta Argentina, Islas
Malvinas. Og aftan á bréfið var
stimplað: Piratas (sjóræningjar) og
þar stóö einnig á frönsku að bréfið
kæmist ekki til réttra viðtakenda
vegna hinnar ólöglegu innrásar
Breta á Islas Malvinas.
Síöan hef ég fengið þrjú bréf frá
Guðrún hefur nú í nokkur ár skrifast
á við falklensku hjónin Dennis og
Margaret Humphreys. Því miöur
átti hún ekki í fórum sínum mynd af
þeim h jónum. DV-mynd GVA.
Dennis. Þar segist hann hafa skrifað
til Islands og aö hann geröi sér vonir
um vinnu hér en gæti ekki aðhafst
neitt fyrr en fyrsta barn þeirra
Margaret væri fætt. Síðar frétti ég aö
barniö heföi fæöst en ekki veit ég
frekar hvemig mál hans standa. Ég
hef ekki frétt af þeim síðan fyrir jól
en er farin aö vonast eftir bréfi.” —
(Þess má geta aö bréfin milli Islands
og Falklandseyja eru um mánuö á
leiðinni en þau fara gegnum Lon-
don.) —
En Guðrún lætur sér ekki nægja aö
skrifast á viö Falklandseyinga. Hún
á einnig pexuiavini á ýmsum f jarlæg-
um stööum sem f lest fólk veit vart að
eru tU. Þar má nefna eyna Tristanda
Cunha, sem liggur í suðvestur frá
Góöravonarhöföa í Suöur-Afríku, St.
Helenu, sem Napóleón gerði fræga,
St. Barthelemy í Vestur-Indíum og
St. Pierre et Miquelon, tvær eyjar
undan suöurströnd Nýfundnalands.
Guðrún sagöi aö sér þætti sérlega
gaman aö skrifast á viö fólk sem
byggi á eyjum því þaö væri oft
nokkuö ööruvísi en meginlandsbúar.
Hinar fjórar ofangreindu eyjar eiga
sér allar merka sögu, aö sögn
Guörúnar. Ennfremur á hún penna-
vini í Suður-Ameríku, Astralíu og á
Hawaii-eyjum, svo nokkrir aörir
staöir séu nefndir.
Ekki sagðist Guðrún hafa tölu á
núverandi pennavinum en gat sér
þess til aö samanlagður f jöldi þeirra
sem hún heföi skrifast á viö frá upp-
hafi væri örugglega kominn yfir
hundraö. Núoröiö kvaöst hún skrifa á
þremur tungumálum, ensku, þýsku
og frönsku. _pA
Upp frá því hófst bréfasamband
Hagstæðustn
innkaupin
Viltu spara?
Komdu bara
Afsláttur
á smjöri, smjörlíki, smjörva, ostum, kjöti, kjúklingum, sviðum, emmess ís, kjörís, flatkök-
um, ídeinum, pizzum, rækjum, ýsuflökum, nýjum ávöxtum, nýju grænmeti, niðursoðnum
ávöxtum, niðursoðnu grænmeti, kaffi, kexi, sultu, hveiti, strásykri, sælgæti, súpum, hrein-
lætisvöru, toilettpappír, eldhúsrúllum, tóbaki, öli og ölgerðarefni.
Egg 32 kr. kg.
Sem sagt
AFSLÁTTUR
af öllum vörum í
fy 4
SPAfílMARKAÐINUM
AUSTURVERI.
' neðra bí/astæði — sunnan hússins.
Aukakjördæmisþing framsóknarmanna
á Norðurlandi vestra á sunnudag:
Skoðanakönnun
um fimm efstu
sæti lista fyrir
alþingiskosningar
— í kjöri eru fimm menn
Framsóknarmenn í Norðurlands-
kjördæmi vestra halda aukakjör-
dæmisþing á sunnudaginn kemur, 30.
janúar, og hefst það klukkan 10. Þar
fer fram skoðanakönnun um 5 efstu
sætin á framboðslista fyrir komandi
alþingiskosningar. Kosning verður
bindandi fy rir 3 efstu sætin.
Kjördæmisþingiö er tvöfalt sem
þýðir aö það sitja bæði aöal- og vara-
fulltrúar, um 200 manns samanlagt.
Tilhögun kjörsins verður ákveðin á
þinginu. Meirihluti stjómar leggur
til að frambjóðendum veröi raðaö
upp á lista en minnihlutinn vill aö
kosiö verði í hvert sæti.
Eftirtaldir hafa gefið kost á sér í
skoðanakönnuninni: Ingólfur Guöna-
son alþingismaöur, Hvammstanga.
Fæddur 1926. Tók Samvinnuskóla-
próf 1947. Var verslunarmaður á
•Hvammstanga 1947—49. Rak og
starfaði við bifreiðaverkstæði á
Laugarbakka í Miðfirði. Sparisjóðs-
stjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatns-
sýslu á Hvammstanga. Kvæntur
önnu Guömundsdóttur.
Jón Ingi Ingvarsson rafvirki,
Skagaströnd. Fæddur 1943. Hefur
unnið hjá Síldarverksmiðjunni á
Skagaströnd. MikiÖ verið í félags-
málum, meðal annars fyrir Fram-
sóknarflokkinn. Kvæntur Laufeyju
Ingimundardóttur.
Páll Pétursson bóndi og alþingis-
maður, Höllustöðum, fæddur 1937.
Fyrst kosinn á þing 1974. Hefur starf-
að mikið að félagsmálum, til dæmis
málefnum hestamanna og innan
Framsóknarflokksins. Kvæntur
HelguOlafsdóttur.
Stefán Guðmundsson alþingismað-
ur, Sauöárkróki. Fæddur 1932. Lauk
námi frá Gagnfræða- og iönskóla
Sauöárkróks í húsasmíði. Var fram-
kvæmdastjóri Trésmiöjunnar Borg-
ar til 1971, þegar hann varð fram-
kvæmdastjóri Otgerðarfélags Skag-
firðinga. Var lengi bæjarfulltrúi á
Sauöárkróki og virkur þátttakandi í
iþróttahreyfingunni. Kvæntur
Hrafnhildi Stefánsdóttur.
Sverrir Sveinsson veitustjóri,
Siglufiröi. Fæddur 1933. Rak verslun
og viögeröaverkstæöi. Er rafvirkja-
meistari. I bæjarstjórn Siglufjarðar
síðan í vor. Formaöur Framsóknar-
félags Siglufjaröar. Hefur unniö að
ýmsum öðrum félagsmálum í bæn-
um. Kvæntur Auði Björnsdóttur.
JBH