Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Síða 3
DV.FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983.
3
Ný útvarpsrás fyrir áramót?
„Það er mjög ofarlega í hugum
manna hér að reyna aö hefja sending-
ar á rás tvö síðari hluta ársins,” sagði
Andrés Bjömsscm útvarpsstjóri í sam-
taliviðDV.
„Undirbúningur er í gangi. Það er
verið að ræða þetta í útvarpsráði og
innan stofnunarinnar. Nefnd var sett á
stofn til að vinna aö þessu. Hún hefur
nú skilað af sér skýrslu, við getum sagt
grundvallarskýrslu, vinnuplaggi sem
notað er mikið í umræðum um þetta,”
upplýsti Andrés.
Utvarpsstjóri sagði að rás tvö væri
hugsuð sem mjög einföld stöð. Hún
myndi, að minnsta kosti fyrst um sinn,
senda út nær eingöngu tónlist.
„Það er ætlast til að þetta verði rekið
á eins einfaldan hátt og hægt er.
Meiningin er að láta auglýsingar
standa undir þessu,” sagði Andrés.
Hann taldi þó erfitt að spá í fyrirfram
hvort það tækist en sagði það mjög
æskilegt.
Eins og áður hefur komiö fram í
fréttum er ætlunin að auglýsingar á
rás tvö verði með öðrum hætti en þær
sem nú eru í útvarpinu. Þar verði
tilbúnar auglýsingar sem auglýsendur
kæmu sjálfir með. Auglýsingamar
myndu þá hljóma svipað og sjónvarps-
auglýsingar og verða skotið inn hér og
þar. Hlutfall auglýsinga í dagskránni
yrði liklega um tíu af hundraði. Hug-
myndir eru uppi um að verð mínútunn-
ar verði um helmingur af verði
auglýsingamínútu í sjónvarpi.
Þegar fyrst var farið að ræða af
alvöru um rás tvö virtist vera mestur
áhugi á því að hún sendi út allan sólar-
hringinn. Utvarpsstjóri kvaðst hins
vegar ekki búast við að af því yrði.
„Það hafa verið ýmsar hugmyndir á
lofti. Þetta er mál sem ekki er búið að
ganga frá, á hvaða tímum verður sent
út. Þetta er í rauninni mál sem snertir
útvarpsráð talsvert 'mikið,” sagði út-
varpsstjóri. 1 skýrslu sinni leggur
undirbúningsnefndin til að útvarpað
verði til klukkan eitt að nóttu og til
klukkan tvö um helgar.
Auk tónlistar verður að sjálfsögðu
fréttum útvarpað á rás tvö. Ætlunin er
að þær verði sameiginlegar aðalrás-
inni. Þegar fréttú- eru á rás eitt verður
rás tvö einfaldlega stillt inn á rás eitt.
Hugmyndir eru uppi um að hafa
stutt viötöl, gjarnan tengd tónlist, á
rás tvö, einnig jafnvel stutta þætti sem
ekki kosta mikiö í framleiðslu. Búast
má við að stuttum veðurfregnum,
upplýsingum um færð á vegum og
fleiru í slíkum dúr verði ennfremur
skotið inn í dagskrána.
Andrés Bjömsson sagði að rás tvö
yrði til að byrja með líklega til húsa í
nýja útvarpshúsinu við Háaleitisbraut
en hægt verður að taka hluta af því í
notkun næsta sumar. Undirbúnings-
nefndin telur að 400 fermetra gólfflöt
þurfi undir starfsemina. Sú sama
nefnd telur tvísýht að starfsemi beggja
rásanna geti í framtíðinni rúmast í
nýja útvarpshúsinu. Telur hún að
veruleg þrengsli yrðu.
Undirbúningsnefndin hefur komist
að þeirri niðurstöðu að ný útvarpsrás
þurfi um tuttugu starfsmenn, þar af
yrði tæpur helmingur lausráðnú- dag-
skrármenn. -KMU.
Snjóflóðavamir:
Fundað í gær í félagsmálaráðuncytinu um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. DV-mynd GVA.
LÖGGJÖF EÐA REGLUGERÐ í BÍGERÐ
I félagsmálaráðuneytinu var í gær
haldrnn fundur um varnir gegn snjó-
flóðum og skriðuföUum. Fundur
þessi var haldinn í framhaldi af sam-
þykkt Alþúigis frá 1981 um þessi mál
sem skýrt var frá í DV í gær. Þess
ber þó að geta að boðað var til
fundarins fyrir atburðúia á Patreks-
firði.
Fundinn sátu fuUtrúar ýmissa
stofnana og að sögn Þórarins
Magnússonar verkfræðmgs, eúis
þeúra er sat fundinn, var ákveðið að
koma innan tíðar á fót starfshópi
sem f engi það hlutverk að semja lög-
gjöf eða reglugerð varðandi þessi
mál. Sagðist Þórarinn að vonum
vera ánægður með að þessi mál
skyldu loks vera komúi á rekspöl.
Á fundinum voru máUn rædd al-
mennt og bent á mikilvægi þess að
finna leið til að fjármagna vamarað-
gerðir. Þá var lögð fram greinargerð
frá Hallgrími Dalberg ráöuneytis-
stjóra um þróun mála á sviði
snjóflóðavama hér á landi frá at-
burðunum í Neskaupstað í desember
bestu
inniskórnir
21051. Leikfimiskór með hæl,
leður. Verð kr. 288. Stærðir frá
36.
22030. Fimleikaskór, leður
m /hrágúmmisóla. Verð ftá kr.
180. Stærðir frá 31.
Póstsendum.
Sportvöruverzlun
Ingólfs
Óskarssonar
Klapparstig 44.
Simi 11783.
Lúxemborgarhátíðin
hófst á Esju í gær
— Buffalo Wayne og fleiri komnir
til landsins vegna hátíðarinnar
Hljómsveitin Buffalo Wayne spilaði á Hótel Esju i gær, þegar Lúxemborgarhá-
tíðin gekk í garð. Hljómsveitin er kunn í Lúxemborg fyrir góða sveitasöngva.
Lúxemborg er miðsvæðis í Evrópu og þaðan „liggja vegir tU ailra átta”. Hver
veit nema hljómsveitin taki lagið On the road again á bátíðinni.
DV-mynd GVA.
Lúxemborgarhátíð Flugleiða, Ur-
vals, Hótel Esju og Broadway hófst í
gær á Hótel Esju og mun standa til 3.
febrúar næstkomandi.
Gestir hátíðarmnar eru frá Lúxem-
borg. Það er hljómsveitúi Buffalo
Wayne sem er „countryrock” hljóm-
sveit og mjög þekkt í heimalandi sínu
ogvíðar.
Þá er kominn til landsins í tUefni
hátiðarúinar Valgeir Sigurðsson,
veitingamaður á The Cockpit Inn í
Lúxemborg. Auk þess kemur Anne
Cerf, sölustjóri Flugleiða í Lúxem-
borg, á hátíöina og mun hún veita
upplýsingar um Lúxemborg.
Hljómsveitin Buffalo Wayne spUar
næstu kvöld á Esjubergi og í Skála-
feUi, hljómsveitin mun einnig koma
fram í Hollywood og Broadway á
meðan á hátíðúmi stendur.
Þá má geta þess að sérstakur mat-
reiðslumeistari, Gérard Mathes, er
kominn frá Lúxemborg og vígir hann
svokaUaö .dielgarhom” í Esjubergi á
morgun, föstudaginn 28. janúar.
t „helgarhommu” verður þjónað til
borðs og lagt kapp á að hafa eitthvaö
nýstáriegt hverja helgi. Verður höfðað
til ýmissa borga um víða veröld, sem
og til einstakra staöa hér innanlands.
-JGH
BILUTVORP — TON-
JAFNARAR — HÁTALARAR
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
JENSEN
S()l 'NI) I \B()K AIOKIFS
HALTU ÞÉR Á
VEGINUM MEÐ
JENSEN