Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Page 7
DV. FIMMTUDAGUR27. JANÚAR1983.
'7
ytendur Neytendur Neytendur
VERDSAMANBURDUR
Á APPELSÍNUÞYKKNI
— í átta stórverslunum
Hæsta verð á 1 pela af Tropicana þykkni er kr. 27,30 og Floridana þykkni kr.
23,90. Mismunur er kr. 3,40, en kr. 3,09 á meðalverði.
DV-myndBj.Bj.
Tropicana Floridana
Kaupgaröur 27,30 22,10
JL-húsið 25,25 23,45
SS Glæsibæ 27,30 23,90
Vörumarkaðurinn 25,20 22,00
Stórmarkaðurinn 23,90 23,10
Versl. Viðir (Austurstr.) 27,30 23,90
Kostakaup 25,95 22,10
Hagkaup 25,10 21,95
Meðalverð 25,90 22,81
Hreinn appelsínusafi ætti að vera
daglega á borðum Islendinga, ekki
síst nú í skammdeginu. Það er hollt
að byrja daginn á að drekka eitt glas
af næringarríkum safa. En mörgum
og sérstaklega í bammörgum fjöl-
skyldum, finnst að sopinn sé dýr og
heilsudrykkurinn munaöur.
Þaö er vert að hafa í huga að
svokallaðir „appelsínudjúsar” og
„appelsínusafar” sem seldir eru hér
í verslunum eru oft á tíðum nafnið
tómt. I þá er oft bætt sykri og gervi-
bragðefnum og flokkast þeir alls
ekki undir hreina safa sem unnir eru
ur ávöxtunum sjálfum.
Hér á landi bjóöast tvö vömmerki
af hreinu appelsínuþykkni frá
Florida, „Floridana” og „Tropi-
cana”, en hvorutveggja er pakkað
hérlendis á litlar femur.
Appelsínuþykknið þynnir maður
þegar heim kemur að 3/4 með vatni.
Jafngildir það þá hreinum appelsínu-
safa. Hvorki sykri né rotvarnar-
efnum er bætt í þykknið og C-
vítamíniö er úr sjálfum appelsínun-
um sem þykknið er unnið úr.
Það er ekki nokkur vafi á að
fjögurra manna fjölskylda, sem
neytir appelsínusafa daglega,
sparar vemlega meö því aö nota
þykkni fremur en safa. Einn lítri af
Tropicana appelsínusafa kostar með
hámarksálagningu í verslunum
(álagning 34.7%) kr. 34,65. Miðað við
þau kaup er hagstæðara að kaupa
þykkni. Það skal tekið fram að einn
lítri af appelsínusafa er seldur í
sumum verslunum á rúmlega 31
krónu.
Við gerðum verðsamanburð á
appelsínuþykkni í átta stórversl-
unum síðastliðinn föstudag (21.
jan.). Kom í ljós að umtalsverður
verðmunur er á milli vörumerkj-
anna Tropicana og Floridana.
Meðalverð Tropicanaþykknis var kr.
25,90, en Floridanaþykknis kr. 22,81.
Magnið í pelafernunum samsvarar
heilum lítra af hreinum safa. Verð-
munurinn er kr. 3.09 á hvem lítra.
Samkvæmt uppiýsingum sem við
höfum fengið frá heildsöluaöiljum
beggja tegunda munar nokkuð miklu
á heildsöluverðinu. Tropicana
þykkni, einn peli, kostar kr. 20.47 í
heildsölu, og Floridana þykkni
kostar kr. 17.70. Hafa ber þennan
verðmismun í huga þegar farið er
y fir meðfy lg jandi töflu.
I fjögurra manna fjölskyldu, þar
sem reiknað er meö að hver fjöl-
skyldumeölimur neyti 1 pela af
appelsínuþykkni á dag, munar á
mánuði rúmlega 92 krónum á hæsta
og lægsta verði í verðsamanburði
okkar.
-ÞG.
HÆGT AÐ BÚA TIL OST ÁN
ÞESS AÐ NOTA SALTPÉTUR
— hann er fyrst og fremst notaður þar sem skortir á hreinlæti
Hope Knútsson skrifar:
Á undarförnum árum hef ég tvisv-
ar skrifað síðunni vegna saltpéturs í
osti hér á íslandi. I hvorugt skiptið
hef ég verið ánægð með þau svör sem
ég hef fengiö hjá fulltrúum Osta- og
smjörsölunnar.
Ég verð að segja að mér finnst
svar Oskars Gunnarssonar við fyrir-
spurn Þóru Jónsdóttur (Neytenda-
síðan 21. janúar) mjög óvísindalegt.
Að segja að hann „geti ekki ímyndað
sér” að ostur sem inniheldur salt-
pétur sé skaðlegur vanfærum kon-
um er ekki reist á neinum vísindaleg-
um grunni, hvorki rannsóknum né
sönnunum. Ég veit fyrir víst að stað-
hæfing hans um það aö ekki sé hægt
að búa til ost án saltpéturs er
röng. Ég var í Hollandi í sumar.
Hollendingar eru frægir fyrir osta-
gerð sína. Ég fór í kynnisferð í verk-
smiöju og spuröi hina hollensku osta-
gerðarmenn sérstaklega að því hvort
þeir notuðu saltpétur í osta sína. Og
hvort saltpétur væri nauðsynlegur
viö ostagerð. Þeir sögðu okkur stoltir
að þeir notuðu ekki saltpétur í hol-
lenskan ost og að hann væri ekki
nauðsynlegur. Þeir sögðu hann
aöeins notaöan á stöðum þar sem
hreinlæti væri ekki eins gott og það
ætti að vera.
Ég veit líka aö staðhæfing Osta- og
smjörsölunnar um það að saltpétur
Raddir neytenda
sé horfinn úr ostinum þegar neytand-
inn kaupir hann er röng. Árið 1981
sagði Neytendablaðið frá rannsókn
sem Rannsóknastofnun landbúnað-
arins vann um saitpétur í óðalsosti. I
skýrslunni kom fram að magn salt-
péturs var langt yfir leyfilegum
mörkum og það ekki bara í óðalsosti
heldur einnig í mysuosti. Ég treysti
því ekki að Islensk eiturefnanefnd sé
nægilega vel búin fólki til að athuga
að öllum kröfum sem gerðar eru til
matvæla sé fylgt. Greinin í Neyt-
endablaðinu er sönnun þess aö salt-
pétur hverfur ekki alltaf áður en ost-
urinn kemst til neytenda. (Að
minnsta kosti ef notað er mjög mikið
af honum). Neytendablaðið benti á
að minna væri unnt að nota af salt-
pétri ef hreinlæti væri meira í fjós-
um. Einnig var bent á að Danir nota
ekki saltpétur yfirleitt í osta sína. Og
í þá osta sem hann er notaður er not-
aö mun minna en hér er gert. Danir
nota aldrei meira en 5g/100 lítra af
mjólk. Við notum 20g/100 lítra of
mjólk og í sumum tilfellum hefur
fundist íslenskur ostur sem inniheld-
ur 35g/100 lítra af mjólk. Vitað er að
saltpétur getur valdið bæöi krabba-
meini og sykursýki og Neytendablað-
iö hefur bent á að ofnotkun af salt-
pétri í íslenskum osti sé forkastan-
leg.
Ég held því fram aö ekki aðeins
vanfærar konur heldur allir þeir sem
annt er um heilsu sína ættu að forð-
ast allan íslenskan ost sem búinn er
til með því aö nota saltpétur.
Trúlofunarhringar
Flott úrval.
Sléttir hringar, munstraðir
hringar og hringar með
hvítagulli.
Sendum litmyndalista.
Þeir eru vinsælir hring-
arnir frá Jóni og Óskari.
Pantið tímanlega.
Póstsendum
____________
Jón og Óskar
Laugavegi 70 — Sími 24910.
S
ALÞÝÐU
FLOKKUR
I m
NORÐUR-
LAND
- EYSTRA
Prófkjörsskrifstofa Árna Gunnarssonar er í
Strandgötu 9, Akureyri, sími 21882. Opið allan
daginn. Prófkjörið er 29. og 30. jan.