Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983.
19
GUÐMUNDUR
BIRKIR
ÞORKELSSON:
Sækist ekki
eftir
pólitískum
frama
„Ég vil taka það fram að ég er einn
þeirra sem eru á listanum nánast til
uppfyllingar, við stefnum ekki til
neinna mannviröinga. Eg hef sjálfur
engan sérstakan áhuga á pólitískum
frama í þessari lotu,” sagði Guðmund-
ur Birkir Þorkelsson, kennari og bóndi
á Miödal í Laugardal.
„En svo ég nefni einhvem málaflokk
sem mikiö er ræddur hér fyrir austan,
þá eru það atvinnumál. Atvinnutæki-
færi eru ekki nægilega mörg. Svo eru
ýmis önnur smámál, sem tengjast
kjördæminu, sem allir myndu vilja
leysa, hvar í flokki sem þeir standa.
Um þau er enginn ágreiningur í kjör-
dæminu.
Hvað stefnumál varðar vil ég aðeins
geta þess aö ég mundi vilja vinna að
framgangi sósíalismans hvenær sem
ég gæti. Það nægir mér,” sagði
Guðmundur.
Guðmundur Birkir Þorkelsson er
fæddur í Reykjavík 21. desember 1948.
Hann lauk BA-prófi í þjóðfélags-
fræðum frá Háskóla Islands árið 1975
og hefur verið kennari viö Héraðsskól-
ann á Laugarvatni í um tíu ár. Búskap
stundar Guðmundur einnig á bænum
Miðdal í Laugardal. Hann hefur starf-
að mikið meö Alþýöubandalaginu í
Suöurlandskjördæmi. Eiginkona
Guðmundar er Bryndís Guðlaugsdóttir
og eiga þau eitt barn.
-PÁ
HANSÍNA A.
STEFÁNSDÓTTIR:
Mikilvægast
að atvinnu-
málin
verði leyst
„Ég held aö allir geti verið sammála
um það að atvinnumálin séu þau mál
sem mikilvægast er að verði leyst. Hér
á Selfossi hefur til dæmis ekki verið
jafnmikið atvinnuleysi í mörg ár
þannig að þetta brennur mjög á fólki,”
sagði Hansína Á. Stefánsdóttir, skrif-
stofumaður á Selfossi.
„Atvinnumálunum tengist síðan
margt, til dæmis búsetumál og orku-
mál. Eg hef annars áhuga á öllu því
sem til heilla horfir fyrir kjördæmið.
Varöandi landsmál önnur vil ég bara
vísa til stefnu Alþýðubandalagsins í
þeim efnum,” sagði Hansína.
Hansína Á. Stefánsdóttir er fædd á
Selfossi 2. desember 1949. Hún lauk
stúdentsprófi frá öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð og
starfar sem skrifstofumaöur hjá Fé-
lagi byggingariðnaðarmanna og
Verslunarmannafélagi Ámessýslu.
Eiginmaður Hansínu er Gissur Jensen
og eiga þautvo syni.
-pa
ÞÓR
VIGFÚSSON:
Brúun
Ölfusár
nauðsynleg
,JSrúun Ölfusár er til dæmis eitt af
mikilvægustu málunum hér í k jördæm-
inu,” segir Þór Vigfússon mennta-
skólakennari, Straumum, Ölfusi.
„ Annað dæmi sem ég get nefnt um þaö,
sem þeir þingmenn sem kosnir verða í
kjördæminu verða að berjast fyrir, er
aö því sem við fáum fyrir þá fáu
þorska sem eftir eru í sjónum við land-
iö verði ekki eytt í vitleysu, eins og að
flytja inn einingahús. Við getum fram-
leitt þau hér og gerum og það miklu
betur. Stjórnvöld verða að styðja þá
framleiðslu sem er fyrir, en flytja ekki
inn þá hluti sem við framleiðum í land-
inu. Eg nefni þessi tvö dæmi um það
sem þingmannsefni okkar verður aö
berjast fyrir. Ég sækist sjálfur ekki
eftir efstu sætunum, það gera aðrir. Eg
er félagi í þessum flokki og tek því þátt
í forvalinu en sækist ekki eftir neinum
metorðum.”
Þór Vigfússon er fæddur áriö 1936.
Hann hefur hagfræðipróf frá háskóla í
Þýskalandi og hefur starfað við
kennslu. Hann er nú kennari viö
Menntaskólann við Sund. Hann var
borgarfulltrúi í Reykjavík árin 78—
’80. Þór er kvæntur Hildi Hákonardótt-
ur.
ás
GUNNAR
STEFÁNSSON:
Þjóðin losi
sig við
erlent
hernám
„Stefnumál og störf Alþýöubanda-
lagsins hafa alltaf verið meira í sam-
ræmi viö þjóðfélagshugsjónir þær sem
ég ber í brjósti en annarra flokka,”
segir Gunnar Stefánsson bóndi. ,,Eg
vil berjast fyrir þjóðfrelsi í reynd
gagnvart öðrum þjóðum og jafnrétti
allra landsmanna — þjóðfélagslega og
menningarlega. Að þessum málum tel
ég Alþýðubandalagið eitt allra flokka
vinna óskipt. Eg tel brýnast að þjóðin
losi sig úr fjötrum erlends hemáms, að
setja fram jákvæða og virka land-
búnaðarstefnu og að þjóðin afsegi að
ganga lengra í niðurgreiðslu á raforku
til erlendra aðila. Ég tel stöðuna í
þessum þremur fyrrgreindu málum
vera ógnvekjandi og ólíðandi fyrir líf
þjóðarinnar og legg áherslu á að á
næsta kjörtímabili verði þeim komið í
réttan farveg.”
Gunnar Stefánsson er fæddur árið
1915 að Litla-Hvammi í Dyrhólahreppi.
Hann hefur stundað sjó og unnið sem
verka- og verslunarmaður en er nú
bóndi á Vatnsskarðshólum. Hann sat í
hreppsnefnd Dyrhólahrepps um ára-
bil.
-ás
„Helstu hugðarefni mín eru atvinnu-
mál og byggðamál hér í héraðinu, ekki
síst atvinnumál í landbúnaði og í kring-
um hann,” segir Gunnar Sverrisson,
bóndi í Hrosshaga í Biskupstungum.
, JUvinnumál hér standa að mörgu
leyti nokkuð tæpt, við teljum að lítið
megi út af bera, bæði vegna vissrar
stöðnunar í landbúnaði og sjávarút-
vegi. Raunverulegur samdráttur hefur
orðiö í landbúnaði, aö minnsta kosti á
vissum svæðum. Það er ljóst að það
gengur ekki lengi þannig, án þess að
fólksfækkun verði. Af þeim sökum
veröum við að standa vörð um okkar
hlut.”
Gunnar Sverrisson er fæddur 16.
október 1953 í Hrosshaga og er bú-
fræðingur að mennt. Hann hefur verið
bóndi síðan 1974 og býr félagsbúi
ásamt foreldrum sínum. Gunnar er
kvæntur Sigríði J. Sigurfinnsdóttur.
-PA
DÓRA
KRISTÍN
HALLDORS-
DÓTTIR:
Menntunar-
málin
til
umræðu
„Það eru helst landbúnaöarmál og
atvinnumál sem rædd eru hér manna á
meðal,” sagði Dóra Kristín Halldórs-
dóttir, kennari á Snjallsteinshöföa í
Landsveit.
„Menntunarmál eru líka til um-
ræðu vegna þess mikla aðstööumunar
sem er í skólum hér fyrir austan og í
bænum. Hérna vantar svo margt sem
hinir skólarnir hafa.
Atvinnumál eru ekki í góðu ástandi,
það þyrftu að koma til fleiri og fjöl-
breyttari atvinnutækifæri.”
Dóra Kristín Halldórsdóttir er fædd
2. september 1953 í Reykjavík. Hún út-
skrifaðist teiknikennari frá Myndlista-
og handíðaskóla Islands, hefur búið í
sveit í nær níu ár og kennir við barna-
skólann að Laugalandi í Holtum. Dóra
er gift Hrafnkeh Oðinssyni og eiga þau
eitt barn.
-PÁ
KOLBRÚN
GUÐNADÓTTIR:
Atvinnumálin
brenna á
Sunnlend-
ingum
„Ástæðan fyrir því að ég tek þátt í
forvali Alþýöubandalagsins er aö ég
hef setið sem varabæjarfulltrúi hér á
Selfossi frá því í síðustu kosningum og
hef því áhuga á þessum málum,” segir
Kolbrún Guðnadóttir, kennari á Sel-
fossi.
„Eitt mál brennur sérstaklega á
Sunnlendingum, en þaö eru atvinnu-
málin, ég ber þau mjög fyrir brjósti.
Ég styð Alþýðubandalagið vegna
þeirra málaflokka sem þaö byggist á,
sem eru jafnréttismál í víðasta skiln-
ingi, friöarmál ogafvopnunarmál.”
Kolbrún Guðnadóttir er fædd 20.
nóvember 1951 í Reykjavík, en er
Árnesingur að uppruna. Hún hefur bú-
ið á Selfossi frá unglingsaldri og starf-
ar sem kennari viö barnaskólann. Kol-
brún er gift Sigurði Randver Sigurðs-
syni og eiga þau þrjú böm.
-PÁ
EDDA
TEGEDER:
Alfarið
á móti
stóriðju
„Mitt helsta áhugamál er að losna
við herinn úr landi, ég hef mestu and-
styggð á öllu hernaðarbrölti,” sagði
Edda Tegeder, bréfberi í Vestmanna-
eyjum.
„Ég er mjög fylgjandi náttúruvemd
og því alfarið á móti stóriðju. Ég vil að
við íslendingar virkjum þá orku sem
við þurfum nauðsynlega að nota sjálf-
ir, en bruðlum ekki með fallvötnin og
aðrar auölindir og seljum þau út-
lendingum. Island á að vera algerlega
sjálfstætt, án allra útlendra áhrifa,”
sagöi Edda.
Edda Tegeder er fædd í Bremer-
haven í Þýskalandi 7. apríl 1939. Hún
er uppalin í Vestmannaeyjum og tók
þar gagnfræðapróf. Hún er bréfberi og
húsmóðir að atvinnu. Eiginmaður
Eddu er Haraldur Traustason og eiga
þau f jögur böm.
-PÁ
ÞORVARÐUR
HJALTASON:
Vantar
stoðir
undir
atvinnulífið
„Helstu áhugamál min em atvinnu-
málin, þau brenna heitast á Sunn-
lendingum um þessar mundir og þar
þyrfti eflingar við,” sagði Þorvarður
Hjaltason, kennari á Selfossi.
„Það má einnig nefna atriöi eins og
fullvinnslu landbúnaðarafurða. Yfir-
leitt má segja að fleiri stoðir vanti
undir atvinnulífið, til dæmis iðnaöinn.
Það væri mikiö unnið, ef Sunnlending-
ar fengju að njóta orkunnar sem fram-
leidd er á Suðurlandsundirlendi, en
nýtist þó ekki nema að litlu leyti. ”
Þorvarður Hjaltason er fæddur 21.
ágúst 1951 á Selfossi og hefur verið
kennari við Gagnfræðaskólann þar frá
árinu 1974. Hann er kvæntur Olafíu
Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn.
-PÁ
ÚLFUR
BJÖRNSSON:
Sunn-
lendingar
afskiptir
í orkumálum
„Þau mál sem eru efst á baugi eru
orkumál og atvinnumál,” segir Ulfur
Björnsson. „Sunnlendingar eru af-
skiptir um orkumál, það em aðeins
örfá prósent sem em nýtt innan hér-
aðsins og fólki finnst að því þyrfti aö
breyta. Svo má nefna þá gífurlega
miklu orku sem fólgin er í jöröu kring-
um Hveragerði, en er ónýtt.
Orkumálin hafa verið mikiö rædd á
fundum, bæði hjá Alþýðubandalaginu
og öðram samtökum.
Sunnlendingar hafa verið afskiptir í
atvinnumálum. Lítiö hefur verið um
yfirvinnu almennt og kaup er heldur
lágt,”sagðiUlfur.
Ulfur Bjömsson er fæddur 23.
nóvember 1951 á Grenivík. Hann lauk
BS-prófi frá Háskóla Islands í landa-
fræði, uppeldis- og kennslufræöi og
starfar sem kennari viö Fjölbrauta-
skólann á Selfossi. Ulfur er ókvæntur.
-PÁ
GARÐAR
SIGURÐSSON:
Gef engar
yfirlýsingar
„Áróður í svona forvölum vill oft
veröa svo yfirborðskenndur að ég vil
ekki gefa neinar yfirlýsingar,” sagði
Garðar Sigurðsson.
,,Ég vil aðeins vona að menn reyni
að vinna vel að málefnum landsins og
kjördæmisins og séu heiðarlegir í öll-
um vinnubrögðum. Aðalatriöiö er að
menn reyni að standa sig,” sagði
Garðar.
Garðar Sigurðsson er fæddur í
Reykjavík 20. nóvember 1933, búsettur
í Vestmannaeyjum frá 1941. Hann var
kennari í Neskaupstaö í fjögur ár og í
Vestmannaeyjum í tólf ár. Hann var
kjörinn á Alþingi árið 1971 og átti sæti í
stjórn Viðlagasjóös meðan hann starf-
aði. Garðar er kvæntur Bergþóm
Oskarsdóttur.
-PÁ
GUÐMUNDUR J.
ALBERTSSON:
Vil breyta
skattalög-
gjöfinni
„Við búum á landshluta þar sem raf-
orkumál eru í miklum ólestri,” segir
Guðmundur J. Albertsson, kennari á
Hellu. „Eg tel brýnast að ná eðlilegu
veröi frá Alusuisse með góðu eða illu,
svo íslenskir neytendur þurfi ekki að
greiða niður raforkuna. Ef eðlilegt
orkuverð næðist gæti það lækkaö verð
til neytenda um 60%.
Ég hef einnig áhuga á að ná fram
töluverðum breytingum á skattalög-
gjöfinni og helst í þá veru að fjölga
skattþrepum svo meiri kjarajöfnun
næðist í gegnrnn skattakerfið. Sem
húsbygg jandi vil ég svo beita mér fyrir
því að lánskjaravísitala vaxta fari
ekki upp fyrir lánskjaravísitölu launa.
Raunin hefur hingað til verið á hinn
veginn, vísitala vaxta hefur hækkaö
hraðar en vísitala launa, og er það
mjög bagalegt.”
Guðmundur J. Albertsson er fæddur
13. október 1951 á Siglufirði og uppal-
inn þar. Hann hefur veriö kennari á
Hellu frá 1974. Eiginkona Guömundar
er Þórdís Þórðardóttir og eiga þau
þrjúböm.
-PÁ
PANTANIR
Sími
13010
HÁRGREIÐSLU-
STOFAN
KLAPPARSTÍG 29
«9 Ryóvarnarskálinn
Sigtúni 5 — sími 19400
býður bifreiðaeigendum upp á:
Vélaþvott
Undirvagnsþvott
Undirvagnsryðvörn
Endurryðvörn
Ryðvörn í gólf
Venjulega ryðvörn
Ryövörn á vörubíla og rútur
Ryðvörn á strætisvagna
Góð aðstaða tryggir góða vinnu.
Pantiðtíma.
s#
Ryóvarnarskálinn
«9
Sigtúni5
Sími 19400