Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Page 21
íþrótti
• JIM BETT - er talrnn
arspilurum Brettands-
eyja. Hér er hdnn á fullri
ferö meö knöttinn.
„Þetta var sigur
liðsheildarinnar”
— sagði Hilmar Bjömsson eftir f rábæran sigur íslands
yfir Danmörku í Kaupmannahöfn í gærkvöldi
„Ég get ekki verið annaö en ánægö-
ur. Það hefur aöeins gerst tvisvar áður
að við höfum unnið Dani í landsleik í
handknattleik karla á þeirra heima-
velli. Það er líka alltaf gaman að sigra
í landsleik, sama við hvem hann er,
svo ég hlýt að vera lukkulegur núna,”
sagði Hilmar Bjömsson landsliðsþjálf-
ari er við náðum tali af honum í Kaup-
mannahöfn í gærkvöldi. Þá var hann
að koma heim á hótel með liðið sitt eft-
ir 19—18 sigur íslands yfir Danmörku.
„Þetta var sigur liösheildarinnar.
Menn unnu vel saman bæði í vöm og
sókn. Þaö var hugsað um samherjann
— stundum jafnvel um of, því menn
voru að gefa boltann á næsta mann
þótt þeir væru sjálfir í dauðafæri,”
sagði Hilmar.
„Það komu að sjálfsögðu í ljós gallar
en þá á að vera hægt að laga. Við fór-
um í þessa ferö til þess að finna það
sem væri að og gera við þaö fyrir B-
heimsmeistarakeppnina.
Þaö var margt mjög jákvætt við
þennan leik hjá okkur en við ofmetn-
umst nú ekkert þótt við höfum sigrað
þá í þetta sinn,” sagöi Hilmar.
íslenska liðið
yfirvegað
Islenska liðiö byrjaði mjög vel í
leiknum og var þrem mörkum yfir í
hálfleik, 11—8. Kom yfirvegaður leikur
Einar Þorvarðarson var frábær í
markinu í leiknum við Dani í gær-
kvöldi.
iiirinn” LORD JIM
ísti knattspymumaður Skotlands
Bett að komast þangaö aftur,” segir
Jóhannes Eðvaldsson um þennan and-
stæðing sinn á vellinum. „Hann á tvö
ár eftir hjá Rangers og þeir halda.
honum í svo háu verði til að missa
hann ekki aö félögin á meginlandinu
geta ekki keypt hann.
Hann er afburðamaður í liði Rangers
og hefur átt mjög góða leiki með
skoska landsliðinu þegar hann hefur
fengið tækifæri þar.
Það eru fleiri þjálfarar og knatt-
spymumenn en Jóhannes Eðvaldsson
sem hafa mikið álit á Jim Bett.
„Eg held að það sé ekki til betri
miðjuleikmaður á öllu Bretlandi en
hann,” segir John Greig, fram-
kvæmdastjóri Rangers. „Hann hefur
sýnt það í leikjum sínum með okkur og
þá sérstaklega í leikjum okkar gegn
liðum á meginlandinu. Þar sýnir hann
virkilega sitt rétta andlit.”
Jim Bett lék sinn fyrsta A-landsleik
fyrir Skotland gegn Hollandi á
Hampden Park í Glasgow í mars sl.
Þótti hann standa sig vel þar en samt
valdi Jock Stein hann ekki í HM-hóp
Skota fyrir heimsmeistarakeppnina á
Spáni. Var hann síðasti maðurinn sem
Stein setti út úr hópnum fyrir
endanlegt val — og voru ekki allir
sáttir viö það.
0 Jim Bett ásamt sonum sínum sem bera skosk-
íslensku nöfnin Jim Baldur og Calum Þór.
„Jim Bett er framtíðarleikmaður
Skotlands og hann á eftir að vera
fastur maöur í landsliðinu á komandi
árum. Hann verður alltaf góður full-
trúi Skotlands,” segir Jock Stein.
tsland hans annað
heimaland
En Jim Bett er lika góður fulltrúi
Islands. Það hefur hann margoft sýnt
og sannað. Hann er ófeiminn við að
segja að Island sé sitt annað
heimaland og á Islandi ætii hann aö
búa þegar hann hafi lokiö sínum knatt-
spyrnuferli. Hefur það vakið mikla
undrun því að frægt fólk eins og hann
leggur venjulega ekki leið sína til eld-
f jallaeyjunnar í norðri.
Jim Bett er giftur íslenskri konu,
Auði Rafnsdóttur, og eiga þau tvo syni.
Bera þeir báðir skosk/íslensk nöfn en
þeir heita Jim Baldur og Calum Þór.
Fjölskyldan býr í Glasgow en gerir sér
tíðar ferðir til Islands, þar sem Jim
Bett segist kunna best við sig af öllum
stööum í heiminum.
Leikmaður ársins
hjá aðdáendunum
Þessi aödáun hans á Islandi hefur
vakið mikla athygli í Skotlandi og víða.
Það hefur þó langt frá því skemmt
fyrir honum því að Skotum þykir yfir-
leitt vænt um Island og Islendinga og
hreinskilni Jim Bett varðandi þetta
litla land og þjóð vekur aödáun þeirra.
Jim Bett er í sérflokki í augum
Rangersaðdáenda og þeir kalla hann
„Lord Jim” sín á milli. Á síðasta ári
kusu á milli 15 og 20 aðdáendaklúbbar
Rangers í Skotlandi og víðar hann „leik-
mann ársins” og í ár má búast við að
það verði enn fleiri slíkir klúbbar sem
veljihann.
Það er gaman að fylgjast meö
þessum „tengdasyni Islands” á knatt-
spymuvellinum. „Hann er alveg eins
og islensku knattspyrnumennirnir
þar,” sagði skoskur blaðamaður um
hann. „Hann er mjög harður og fylginn
sér og gefur aldrei neitt eftir ”... -klp-
liðsins Dönunum sýnilega í opna
skjöldu og vissu þeir ekki almennilega
hvaðan á þá stóð veðrið. Höfðu þeir
sagt eftir leikina hér heima, á milli jóla
og nýárs, að íslenska liðið væri óagað
og áttu sjálfsagt von á að þar hefði
orðið lítil breyting á á þrem vikum eða
svo.
Islenska liðið hélt sinu striki í síðari
hálfleiknum og komust Danimir aldrei
almennilega í gang gegn því. íslend-
ingamir komust í f jögra marka forskot
um miðjan siðari hálfleikinn en Danir
náöu að minnka muninn í eitt mark.
Island svaraði strax með marki, 19—
17, en Danir skoruðu svo síðasta mark
leikins, 19—18.
Einar varði þrjú víti
Enginn einn bar af útispilurunum í
íslenska liöinu. Einar Þorvarðarson
stóö í markinu allan timann og átti þar
mjög góöan leik. Allir nema þrír leik-
menn skomðu mark í leiknum en
mörkin skiptust þannig: Hans
Guðmundsson 6, Alfreð Gíslason 4,
Þorgils Ottar Mathíesen 4, Krístján
Arason 2, Bjarni Guðmundsson 1, Olaf-
ur Jónsson 1 og Sigurður Sveinsson 1
mark.
Danir fengu fjölmörg víti í leiknum
en Einar varði þrjú þeirra. Það virtist
heldur ekki bita neitt á Islendingana
þótt þeir væru 8 sinnum einum færri á
vellinum. Hinir vestur-þýsku dómarar
leiksins ráku aftur á móti aðeins 2 Dani
út af í tvær minútur.
Danir óhressir með tapið
Danirnir voru mjög óhressir með
tapið. Þeir urðu jú í fjórða sæti í síð-
ustu heimsmeistarakeppni og það
þykir ekkert sérstaklega fínt í þeirra
herbúðum að tapa fyrir Islandi — hvað
þá heldur á eigin heimavelli.
Þeir viðurkenndu þó að Islending-
arnir hefðu verið betri en þeir í þessum
leik og þakka hinum fræga markverði
sinum, Mogens Jeppesen, fyrir að ekki
fór verr. Varði hann oft mjög vel í
leiknum. Markahæstur þeirra varð
Nils-Erik Wunther með 6 mörk en
síðan kom Michael Ström sem leikur
meö spánska liðinu Teenerife með 4
mörk.
Við vorum einfaldlega betri
„Eg er hræddur um að þeir reyni að
hefna ófaranna í síðari leiknum í
kvöld,” sagði Bjami Guðmundsson, er
við töluðum við hann. „Þeir sætta sig
ekki við tvo tapleiki gegn Islandi á
heimavelli sinum. Sigur okkar í þess-
um leik var sanngjam — við vorum
einfaldlega betri en þeir og það ætlum
viðlikaaðveraísíðarileiknum.” -klp-
Einarí
mikilli
Einar Einarsson úr Vikingi varð
sigurvegari í punktamóti í borðtennis,
sem Víkingur hélt nú á dögunum.
Einar vann öruggan sigur 21—19 og
21—11 yfir Jóhanni Emi Sigurjónssyni
úr Erninum, i úrslitaleik. Bergur
Konráðsson úr Víkingi lenti í þriðja
sæti — lagði Gunnar Birkisson úr
Erninum að velli 21—,J8 og 21—19.
Þá vann Sigurbjöm Bragason úr
KR sigur í 2. flokki — vann Kjartan
Briem úr KR í úrslitaleik 21—15 og 21—
17. Þorsteinn Bachmann úr Víkingi
varð í þriðja sæti — vann Valdimar
Hannesson úr KR 21—13 og 21—14.
-sos
Sigurður hlaut
Ámabikarinn
Skíðakappinn Sigurður H. Jónsson frá
tsafirði hlaut Ámabikarinn, sem er
afhentur þeím skíðamanni á isafirði er
skarað hefur fram úr í alpagreinum eða
göngu. Sigurður tryggði sér glæsilegan
sigur í alpagreinum 1982 og varð bikar-
meistari íslands með fullu húsi stiga, eða-
150. Sigurður vann sigur í sjö bikarmótum
á vegum SKÍ og varð sigurvegari í flestum
mótum, sem hann tók þátt í á Ísafirði.
Ároabikarinn er gefinn af Guðbjaraa
Þorvaldssyni og konu hans til minningar
um son sinn Áraa, sem var mikill skíða-
áhugamaður og félagi i Skíðafélagi tsa-
fjarðar.
Sigurður H. Jónsson er nú aðalþjálfari
ísfirðinga i alpagreinum og hyggst hann
einnig keppa í vetur. VJ —ísafirði.
Fimm strákar
f rá Keflavík
— í unglingalandsliðinu f
körfuknattleik sem erfarið
til Hollands
Unglingalandsliðið í körfuknattleik er
fariö í keppnisferð til Hollands, þar sem
Uðið leikur fjóra landsleiki gegn HoUend-
ingum. Þessi keppnisferð er liður í undir-
búningi Uðsins fyrir Evrópukeppni
drengja, en einn riðill EM verður leikinn
hér á landi 2.-4. aprU. Þá elgast við lands-
Uð frá islandi, Svíþjóð, Belgíu og Spáni.
Einar BoUason er þjálfari strákanna og
byggir hann lið sitt mest upp á strákum
frá Suðumesjum. Fimm leikmenn eru frá
Keflavík, tveir frá Grindavík og einn frá
Njarðvik.
Ellefu leikmenn fóru tU HoUands. Þeir
em: ^
Sævar Guöbergsson, Keflavík
Matti 0. Stefánsson, Keflavík
Siguröurlngimundarson, Keflavik
SkarphéðinnHéðinsson, Keflavík
Guðjón Skúlason, Keflavik
Karl Guðlaugsson, IR
OmarScheving, KR
Jóhannes K. Sveinsson, Grindavik
Hjálmar Hallgrímsson, Grindavik
HreiðarHreiðarsson, Njarövík
Heimir Jónasson, Val.
Aöstoðarþjálfari Einars er landsliðs-
maöurinnTorfiMagnússonúrVal. -SOS
Hermanns-
mótið á Akureyri
Hermannsmótið á skíðum — fyrsta
punktamót vetrarins, mun að öUum líkind-
um fara fram hér á Akureyri um næstu
helgi og verður keppt í stórsvigi og svigi —
karla og kvenna. Hermannsmótið er
fyrsta punktamót vetrarins á skíðum.
Það verður fátt um aðkomumenn á mót-
inu, en þó er vitað að Ísfirðingurinn
Sigurður H. Jónsson verður á meðal kepp-
enda, en hann var mjög sigursæU á
punktamótum SKÍ sl. vetur. AB, Akureyri.
Fjaðraboltinn
á fullri ferð
— ífyrirtækja- og
stofnanakeppni BÍ
Hin árlega fyrirtækja- og stofnana-
keppni Badmintonsambands tslands fer
fram nk. sunnudag, þ. 30. janúar og hefst
kl. 13.30. Keppnin er frábragðln firma-
keppni að því leyti tU að reglur gera ráð
fyrir að einn keppandi sé a.m.k. frá hverju
fyrirtæki eöa stofnun en megi hins vegar
leika með utanaðkomandi aðUa. Þó ekki
hverjum sem er. T.d. mega ckki tveir
meistaraflokksmenn leika saman og sé
annar aðilinn kona verður hún að vera
neðar en i öðru sæti á styrkleikalistanum
og er þetta gert tU að jafna getu liðanna
sem taka þátt i keppninni.
FuUtrúar þeirra fyrirtækja og stofnana,
sem ábuga hafa á að taka þátt í keppninni,
eru beðnir um að skrá sig í símum: 44962,
33577 og 37855 fyrir 29. janúar. AUar nánari
upplýsingar verða einnig veittar ef óskaö
er.
íþróttir
íþróttir
íþróttir