Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Qupperneq 31
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983.
31
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Hundalif
Þaö vita flestir að mikill
áhugí hefur komið upp á
huudarækt hér á íslandi
síöustu ár og merkilegt nokk
virðist áhuginn mestur þar
sem hundahald er bannað.
Hér í Reykjavík, þar sem
hundahald er bannað er
gefið út tímaritið Sámur og
gefur Hundaræktaríélag
ísiands ritið út. i desember
síðastliðnum kom út þriöja
tölublað fimmta árgangs
þessa gagnmerka rits og ef
ritið er ætið jafnskemmtiiegt
aflestrar og þriðja tölublað
fimmta árgangs er er óliætt
að mæla meö þvi fyrir alla þá
sem vilja hafa gaman af
lestrarefni sinu.
i cinni opnu þriðja tölu-
blaðs fimmta árgangs er
fjallað um tjáskipti hunda.
Hér verður gripiö niður þar
sem hundurinn verður
reiður: ..Hundurinn getur
sýnt reiði á margan hátt meö
tjáningarformi. „Orðaskipti”
geta þróast hægt, en þau geta
orðið að miklu rifrildi ef eig-
andinn grípur ekki í taum-
ana. Fyrsta stigið er stirður
skrokkur, reistur kainbur og
undið upp á efri vör. Þá
kemur urrið. Þegar eyrun
falla aftur á bak, og urrið
verður að gelti, er hætta á
slagsmálum. Grípið frekar
fyrr en síðar í taumana.”
Þegar þessi lýsing var lesin
fyrir trúlofaðan mann
nýlega var hann undrandí á
svipinn og sagði: „Þetta er
alveg eins og unnusta mín
lætur þegar ég finn að
matnum!”
Júiíus Hafstein, formaður
HSÍ, hljóp á sig, eius og svo
margir aðrir, í sambandi við
IHF-sætið sem keppt var um í
fyrstu deildar keppninni i
handknattleík. Júlíus var
nefnilega með þeim fyrstu,
sem komu inn í búningsklefa
KR-inga eftir leik þeirra gegn
Víkingum, og óskaði þeim til
hamhigju með sigurinn og
fflF-sætið.
Það var ekki fyrr en daginn
eftlr að menn fóru að kanna
reglur HSÍ og kom þá fram
að Július hefði mátt spara sér
sporin inn í búningsklefa KR-
inga á sunuudagskvöldið.
Hann hefði betur óskað FH-
ingum til hamingju þar sem
þeir sátu rétt hjá honum á
áhorfendapöllum Laugar-
daishallarinnar.
Og ekki má leggja Sám til
hliðar án þess minnst sé á
stórmerkQega grein um
Afghan-hunda. Þar kemur
fram, mcrkilegt nokk, að
Afghan-hundar munu
kenndir við ríkið Afghan-
istan, en kóngar í því ríki
munu hafa ræktað þessa
tegund ákaft og haft
„kennel” fyrir greyin.
Reyndar kemur cinnig fram i
greininni að ef Afghau-hund-
urinn þiun kemur frá Afghan-
istan er hann einskis virði.
Hann verður að koma frá
Bandaríkjunum, Bretlandi
eða Ástraliu ef á aö viður-
kenna hami sem Afghanhund.
Afghan-hundinum er talið
margt tU kosta i þessarri
tímaritsgrein og eltt er þaö
hversu hlédrægur hann er,
eða cins og sagt er í grein-
inni: „Hann öskrar ekki af
leiöindum ef hann er einn
heima. . .. ” Þó er ýmislegt
sem ber að varast þegar
menn eiga Afghan-hunda, því
í grcininni segir einnig:
„Aldrei á að kjassa Afghan-
hund eða ofbjóða honum með
góðvild....” (!)
Þó Afghan-hundar séu
greinUega öllúm hunda-
kostum búnir er þó eins og
læðist að manni efí þegar
eftirfarandi er lesið: „Hann
er mjög fljótur og þar cð hann
tekur ekki tUlit tU umferðar
verður að leyfa honum að
hlaupa þar sem hann getur
ekki farið sér að voða. Hann
er mjög skynsamur ”
Að lokum má geta þcss aö á
heimUi mun Afghan-hund-
urinn vera mjög þægflegur í
umgcngni, utan hvað hann
kann ekki borðsiði: „Geta
eyrun líka orðið skitug á mat-
máistímum og gott getur
verið að binda utan um þau
t.d. tusku cða nælonsokk tU að
halda þeim hreinum.
Þetta er mjög virðuleg og
faUeg tcgund. ..." Það er
svo scm hægt að fallast á að
Afghan-hundar séu faUegir,
en virðulegir geta þeir ekki
verið með nælonsokka dingl-
andi í eyrunum.
Umsjón
Öiafur B. Guðnason
Styrkir Vísindasjóðs
lausir til umsóknar
— hlutverk sjóðsins að ef la íslenskar vísindarannsóknir
Vísindasjóður hefur nú auglýst
styrki ársins 1983 lausa tU umsókn-
ar. Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Sjóðurinn skiptist í tvær deildir,
raunvísindadeUd og hugvísinda-
deUd. Raunvísindadeild annast
styrkveitingar á sviði náttúruvís-
inda, þar meö talin eðlisfræði og
kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærð-
fræði, læknisfræði, líffræði, lífeðlis-
fræöi, jarðfræði, jarðeðlisfræði,
dýrafræöi, grasafræði, búvísindi,
fiskifræði, verkfræöi og tæknifræöi.
Formaður stjómar Raunvísinda-
deUdar er Eyþór Einarsson grasa-
fræðingur.
HugvísindadeUd annast styrkveit-
ingar á sviði sagnfræði, bókmennta-
fræði, málvísinda, félagsfræði, lög-
fræði, hagfræði, heimspeki, guð-
fræði, sálfræði og uppeldisfræði. For-
maöur stjómar hugvísindadeildar er
dr. Jóhannes Nordal seölabanka-
stjóri. Formaöur yfirstjórnar sjóðs-
ins er dr. Olafur Bjarnason prófess-
or.
Hlutverk Vísindasjóðs er að efla
íslenskar vísindarannsóknir og í
þeim tilgangi styrkir hann: 1.
Einstaklinga og vísindastofnanir
vegna tiltekinna rannsóknaverk-
efna. 2. Kandídata til vísindalegs
sémáms og þjálfunar. Kandídat
verður aö vinna að tUteknum sér-
fræðUegum rannsóknum eða afla sér
vísindaþjálfunar til þess að koma tU
greina við styrkveitingu. 3.
Rannsóknastofnanir til kaupa á
tækjum, ritum eða til greiðslu á
öörum kostnaði í sambandi við starf-
semi er sjóðurinn styrkir.
Umsóknareyðublöð ásamt
upplýsingum fást hjá deUdarritur-
um, menntamálaráðuneytinu og hjá
sendiráðumlslandserlendis. JBH
Ljósmyndasýningí Norræna húsinu
Komu með litskyggnur sem
ekki var óskað eftir
— tóku því allt niður og kvöddu
Er öryggi þitt ekki
hjólbarða virði?
I UMFERÐAR
1 RÁÐ
„Norðmennirnir tóku aUar Ijós-
myndirnar niöur þegar aðeins þrír
dagar sýningartímans voru liðnir,”
sagði Þórdís Þorvaldsdóttir í Norræna
húsinu. Aðdragandi þessa máls er sá
að tveir ungir Norðmenn, KjetU
Berge og Göran Ohldiek, óskuðu eftir
að halda sýningu í Norræna húsinu.
Sendu þeir sýnishorn af verkum sínum
sem voru svarthvítar ljósmyndir. For-
stöðukona Norræna hússins, Ann
Sandelin, sem nú er stödd í Finnlandi,
varð við óskum þeirra félaga og fengu
þeir styrk frá norska menningarmáia-
ráðuneytinu fyr;r hennar tilstuðlan.
Þegar hingað tU lands var komiö voru
fyrst allar ljósmyndir þeirra settar
upp, ásamt ljóskösturum og ööru og
var þetta gert á vegum Norræna húss-
ins.
„Litskyggnur höfðu þeir einnig
meðferðis sem þeir vUdu, auk ljós-
myndanna, hafa til sýnis. Ekki var á
þær minnst áður en Norðmennirnir
komu hingað tU lands svo við báðum
um að þær yröu teknar út,” sagði
Þórdis Þorvaldsdóttir. PUtamir voru
ekki sáttir við þaö og kusu aö taka
aUar myndirnar niður og hafa með sér
þann dag sem þeir höfðu ákveðið að
snúa til síns heima. Það hafði verið
samiö um að senda þeim verkin á sýn-
ingunni að loknum tveggja vikna
sýningartíma.
„Okkur finnst leiðinlegt að svona
skyldi fara. MikiU kostnaður liggur á
bak viö sýningu og höfðum við meðal
annars látið prenta plaköt til aö
auglýsa sýningu þeirra sem bar heitið
, ,Grímur’ ’. En þeir k vöddu hér kóng og
prest og yfirgáfu landiö,” sagði Þórdís
að lokum. Aöspurð sagði hún aö þeir
hefðu ekki kvatt í f ússi.
-RR
Snjóflóðavarnir:
Athugunarstöðvar
á fjórum stöðum
Sú stofnun sem hvað mestu hlut-
verki kemur tU með að gegna varð-
andi snjóflóðavamir er Veðurstofa
Islands. Þar hafa verið stundaðar
um árabU rannsóknir á þessu sviðl I
yfirliti frá veðurstofunni segir meðal
annars að safnað hafi verið öUum til-
tækum gögnum um snjóflóð sem faU-
iö hafa síöan 1975 og þeim bætt við
eldri gögn. Einnig hafa ÖU meiri
háttar snjóflóð, sem hægt hefur verið
aö staðsetja, verið færð á landa-
bréf.
A Flateyri, Isafirði, Siglufirði og
Neskaupstað hefur verið komið á fót
athugunarstöðvum sem mæla sér-
staklega úrkomu og snjólag.
Stöðvamar fylgjast einnig meö
snjóasöfnunífjöll.
Þá hefur samhengi veðurs, snjó-
flóða og landslags á nokkrum þétt-
býlisstöðum á landinu, þar sem snjó-
flóðahætta er mest, verið könnuö
ítarlega.
I yfirliti um starfsemi Veður-
stofunnar á sviði snjóflóðavarna
kemur fram að mikið starf sé óunnið
á þessu sviði, enda sé það á byrjun-
arstigi.
SÞS