Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Side 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Skrautleg skríft
—■ rabbað við Ásgeir Bergmann skraut skrifara
„Eg byrjaði á skrautskrift fyrir
ári þegar ég fékk sett frá systur
minni,” sagði Asgeir Bergmann, 22
ára gamall Reykvíkingur, sem vakið
hefur mikla athygli að undanförnu
fyrir skrautskrift sína, er viö
röbbuðum viö hann.
„Eg hef alltaf skrifað vel en
skrautskriftin er þó mjög frábrugðin ,
venjulegri skrift,” segir Asgeir og
bætti því viö að hann væri ekki
læröur í skrautskriftinni.
Ásgeir Bergmann skrifar her nokkur sannleikskorn meO skraut-
skriftarletri. ° v'm Vnt>: G VA •
Asgeir vinnur í Karnabæ sem
lagermaður. Hann sagöist hafa
talsvert að gera við skrautskriftina
og oft kæmi þaö fyrir að hann ynni
langt fram eftir nóttu við aö skrifa.
En það er ekki aðeins að Asgeir
skrifi með sérstökum pennum heldur
notar hann líka fjaöurpenna,
tálgaöar spýtur og bambusa.
Hversu mörg skrautskriftarstafróf
skyldi Asgeir nota? „Þau eru um
þrjátíu og þá er ég með um þrjú
hundruð gerðir af stöf um. ’ ’
Asgeir skrifaði nöfn veislugesta á
nýársfagnaðí, sem haldinn var í
Naustinu, á sérstök skjöl. Þetta voru
um 130 nöfn og þau þóttu taka sig vel
út á skjölunum.
Hvaö um framtíðina hjá Asgeiri?
„Markmiðið er nú að geta snúið sér
að skrautskriftinni af fullum krafti.
Nægur er áhuginn að minnsta kosti.
Þá hefur mig líka alltaf langað til að
læra auglýsingateiknun, en ég held
aö það verði að bíða að sinni. ’ ’
Já, stundum geta gjafir frá
ættingjum haft áhrif á áhugamálin.
Það sýnir dæmið um gjöfina sem
Asgeir fékk. Hún hefur komið í góðar
þarfir. Við vonum að mörg skjöl eigi
eftir að koma skrautrituð af honum
fram í sviðsljósið í næstu framtíð.
Þaö er líka örugglega bókað og
skrifaðmál.
-JGH.
Travolta spenntur
— fyrir nýju vinkonunni, henni Donnu Pescow
Þá hefur John Travolta náð sér í
nýja vinkonu. Það er engin önnur en
Donna Pescow, sú sem hann lék á
móti í myndinni „Saturday Night
Fever” fyrir nokkrum árum.
John varð frægur af þessari mynd
og má segja aö danssporin, sem
hann steig, hafi gert allar stúlkur
bálskotnar í honum.
I myndinni lék Donna unga og
saklausa stúlku sem sá ekki sólina
fyrir Travolta. Hún var reiöubúin að
gera hvað sem var fyrir hann og
það var meö henni sem hann æfði sig
fyrir danskeppnina miklu. Leikar
fóru þó svo að önnur hnáta kom í
spilið og hreinlega rændi pilti áður en
í danskeppnina var komið.
En þau hafa sem sagt fundið hvort
annað og ku vera lukkuleg þessa
stundina.
Travolta og Pescow. Gárungarnir
segja að það liggi Ijúfir straumar á
milli„ Volta"og Pescow.
Leikaraskapur
flugfélagsins
— leyfir f rægum að f Ijúga f rítt
Leikkonan Joan Collins greindi
nýlega frá sérréttindum sínum og
annarra leikara hjá breska flug-
félaginu British Airways.
Hún sagöi nefnilega að flugfélagiö
leyfði henni og fleiri leikurum eins og
til dæmis Tony Curtis og Omar
Shariff aö fljúga á milli Bandarikj-
anna og Englands frítt.
Joan bætti því við að flugfélagið
heföi fram til þessa litiö á það sem
góða auglýsingu að þekktir leikarar
feröuðust með félaginu.
Það hefur þó kvisast út að
undanförnu, eftir uppljóstrun leik-
konunnar, að aörir farþegar og
sölufólk hjá flugfélaginu líti þetta
fyrirkomulag hornauga.
4C
Leikkonan Joan Collins.
Pam-Gibb parið, Andy og Pam, með bros á vör á meðan allt lók i lyndi.
Ástarsorg Andys eftír að þau skildu hefur leitt tíl þess að honum hefur
verið sagt upp starfisinu sem teikara hjá einu Broadwayleikhúsanna.
Handy Andy
— fleiri en Pam hafa gert hreint fyrir
sínum dyrum
Það á ekki af tónlistargarpinum
honum Andy Gibb að ganga. Fyrst
kom uppsagnarbréfið frá stórskutl-
unni Pam og fyrir skömmu var hann
beðinn um að taka pokann sinn hjá
einu Broadwayleikhúsinu.
Leikritið, sem Andy lék í, heitir
Joseph and the Amazing Technicolor
Dreamcoat. Og í þessu leikriti lék hann
aðalhlutverkiö.
Andy er bróðir hinna frægu Bee
Gees-bræðra og hefur getið sér gott
orð fyrir skemmtileg tilþrif í tónlistar-
lífinu.
Þegar Pam sagði honum upp eins og
það er kallaö varð hann fyrir mikilli
ástarsorg. Vissi í raun ekki hvemig
hann átti að haga sér. Og í framhaldi
af þessu fór honum að ganga illa á
leiksviöinu. Mætti illa og þess háttar.
Þaö var því ekkert annað að gera en
biöja hann að yfirgefa lefldiúsið því að
svona gengi þetta ekki lengur. Og
Andy er hættur.
Það er því af sem áður var hjá
honum þegar allt gekk eins og í sögu.
En eigum við ekki að segja aö það
hljóti aö koma betri tíð meö „nýja
Pam” í haga hjá Andy ?
ER RAINIER
ÁSTFANGINN
— af Cheryl Ladd?
Þær Caroline og Stephanie eru ekki
alveg „dús” við nýjasta orðróminn um
hann karl föður þeirra, Rainier fursta
af Monaco.
Sú saga gengur nefnilega fjöllunum
hærra að Rainier líti hýru auga leik-
konuna Cheryl Ladd, sem leikur Grace
KeUy í nýrri mynd um ævi fyrrum
furstafrúarinnar.
Þær eru engan veginn sáttar við
þennan orðróm og segja að móðir
þeirra hafi verið mjög á móti
umræddri mynd og það sé faðir þeirra
líka. Þær neita því þó ekki að leikkonan
Cheryl Ladd sé lík móður þeirra.
Og ekki eru þær systur einar um að
hafa þá skoðun því að það er staðreynd
að þær Cheryl og Grace eru ótrúlega
líkar.
Systrunum er annt um minningu
móður sinnar og bæta því viö að það
hafi aöeins veriö ein Grace Kelly, en
það megi finna margar stúlkur eins og
Cheryl Ladd.
Leikkonan Cheryl Ladd minnir
óneitanlega á Grace Kelly á yngri
árum. hlú er orðrómur um að
Rainier furstí sé orðinn hrifinn af
þessari þokkafullu leikkonu.
Systurnar Caroline og Stephanie
eru ekki sáttar viðþennan orðróm.