Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Síða 8
DV.FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mannskaöaveður hjáBretum Stormar sem gengu yfir Bret- land í fyrradag kostuðu fimm mannslíf og f jöldi manna slasaðist. Þök rifnuðu af húsum, bílar fuku á veggi og háspennulínur slitnuðu. I Noröur-Englandi dó fjögurra ára gömul stúlka og nítján ára karlmaður þegar tré féllu á bíla og annar bíll fauk í veg fyrir vöru- flutningabíl með þeim afleiðingum aö bílstjóri fólksbílsins lést. I Suöur-Englandi dó maður nokkur þegar bíll hans rakst á fallið tré og roskinn maður lést þegar gróðurhús í garöi hans hrundi yfir hann. 1 Norövestur-Englandi flæddi sjór inn í tugi húsa og 27 eldri manneskjur meiddust þegar þær fuku í storminum. Um tíma reis vatnsborð Thamesár nærri hættu- mörkum við London. Mafíuformgií vellystingum ífangelsinu Raffaele Cutolo, foringi einnar voldugustu mafíuklíkunnar á Italíu, hefur nú verið eitt ár í fang- elsi og á þeim tíma eytt um 30 milljón lírum í kampavín og annan lúxus. Kampavínið var efst á óskalista Don Raffaele þegar hann pantaði innkaup en við leit í klefa hans ein- hvern tíma fundust 33 milljónir líra, auk þess sem í ljós kom að hann átti aðrar 22 milljónir í vörslu trúnaðarfanga. Hann afplánar 24 ára fangelsis- dóm fyrir ýmsa glæpi og á eftir að koma fyrir rétt ásamt 150 meintum félögum úr mafíunni, sem í fjölda- réttarhöldum eiga að svara til saka fyrir félagsaöild aö ólögmætum samtökum, líkamsárásir og fleiri glæpi. Getrauna- hneykslií Ungverjalandi Tuttugu og sex hafa veriö hand- teknir í Búdapest, höfuðborg Ung- verjalands, grunaðir um að hafa svikiö fé af fótboltagetraununum í Ungverjalandi. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa mútað leikmönnum og dómurum til að ákveða úrslit leikja fyrirfram. I hálfopinberu stjórnarmál- gagni, Magyar Hirlap, segir að mennimir hafi hagnast um u.þ.b. tvær milljónir króna með því að spá rétt fyrir um úrslit leikja í annarri deild, sem teknir eru meö í getraununum. I blaðinu sagði einnig aö mennirnir hefðu verið kæröir fyrir mútur, voru mennirnir nafngreindir og sagöir hafa kom- iö frá Búdapest og víðar. Dagblaðið sagði að hand- tökurnar hefðu komið í kjölfar kvartana frá almenningi vegna ó- væntra úrslita. Því var bætt við frásögnina að margir hefðu reynd- ar grunaö stærsta banka Ungverja- lands um að eiga þátt í hneykslinu, en það er bankinn sem skipuleggur getraunastarfsemina. Sjóslysundan Hollandi Fimm áhafnarmeölimir á dönsku skútunni Activ fórust þegar skipið sökk í ofsastormi úti fyrir hollensku ströndinni í fyrradag. I áhöfn skútunnar var átta manns og er þriggja enn saknað. Tilkynnt var aö þyrla heföi náö einu líki úr sjónum og að fjögur önnur lík hefðu sést eftir að skútan sökk, um 22 sjómílur norðvestur af Den Helder. Mikil ölduhæð og stormur komu í veg fyrir aö hollenska freigátan Evertsen eða þyrlur næðu líkunum upp. Freigát- an og önnur björgunarskip leita nú mannanna. UM 400 ÞUSUNDIR FLÚNAR TIL GHANA — óskað aðstoðar erlendis f rá vegna neyðar f lóttafólks f rá Nígeríu Ghana hefur nú óskaö aöstoðar er- lendra ríkja til þess að fæða, klæöa og skjóta skjólshúsi yfir hundruö þúsunda. Ghanamanna, sem hrakin voru á ver- gang frá Nígeríu og streyma til síns gamla heimalands. Velferöarstofnanir í Ghana rísa ekki undir því hrikalega verkefni sem fylgir því að reyna að sjá fyrir nauöþurftum þessa veglausa fólks, er hrakið var með tveggja vikna fyrirvara burt frá Nígeríu, þegar atvinna dróst saman í olíuiðnaðinum. Það er talið að um 400 þúsund manns hafi komið til Ghana eöa sé á leiöinni, landveg, sjóleiðis eða fljúgandi. Sumir jafnvel í eintrjáningum, sem þeir hafa holað úr tr jábolum. Fyrst og fremst vantar Ghana mat- væli og lyf til þess að sjá fyrir brýnustu þörfum aökomuf ólksins. Þama er um að ræða fólk sem leitaði til Nígeríu þegar velmegun olíuiðnaö- arins var hvað mest, en þá var nokkur skortur á vinnuafli. Eftir að dregiö hef- ur úr olíusölu hefur atvinna minnkað og Nígeríustjóm hefur vísað fólkinu úr landi, enda margt af því skilríkjalaust og hefur aldrei fengið dvalar- eða at- vinnuleyfi. BLAÐAMENN MYRTIR í PERÚ Átta blaðamenn voru myrtir í Perú fyrir nokkru þegar indíánar í þorpi einu hátt í Andesfjöllum misskildu blaöamennina og héldu þá vera hryðjuverkamenn. Einn þorpsbúa, Saturnino Ayala, sagði að blaðamönn- unum hefði verið gerð fyrirsát og þorpsbúar hefðu drepið þá með grjót- kasti, öxum og hnífum. Þegar blaöamennimir urðu fyrir árásinni reyndu þeir að komast undan og hrópuðu að þeir væm blaöamenn, en indíánarnir héldu þá vera skæm- liða. öryggissveitir stjórnarinnar höfðu varað indíánana við skæruliðum. Þorpið þar sem þetta gerðist er ekki aðgengilegt nema eftir einni slóð, sem aðeins er fær ríöandi fólki, og indíán- unum hafði verið sagt að allir þeir sem kæmu landveg að þorpinu væm óvinir. Þessar upplýsingar fengu þorpsbúar frá öryggissveitunum, sem fara allra sinna ferða með þyrlum. Blaöamennimir höfðu einmitt verið á ferð um fjöllin til þess aö fá fréttir af skæruliðahreyfingunni „Sendero lumi- noso” (Upplýsti vegurinn), en þaö er hreyfing maóískra skæmliða sem hafa haft sig nokkuð í frammi í Ayacucho héraði. Þar sem þorpsbúamir töluðu aðeins mál Quechua indíána fór sem fór. Baráttan gegn skæruliöum er rekin af fullri hörku í Perú. Blaða- mennirnir voru ólánsamir en þeir vora einmitt á ferð í leit að fréttum af skæruliðum. Stærsti peningaþjófnaður í Bandaríkjunum: VÖRÐURINN HANDTEKINN OG ANNARRA LEITAÐ Stærsti peningaþjófnaður sem fram- inn hefur verið í sögu Bandaríkjanna virðist á leið aö upplýsast. Tveir menn hafa verið handteknir, grunaðir um aðild að þjófnaðinum. Ekki hefur enn fundist svo mikið sem cent af þýfinu, 11 milljónum dollara. I gær var vöröurinn sem var einn á vakt í öryggisgeymslu varðgæslufyrir- tækisins sem peningunum var stolið frá handtekinn á baðströnd í Puerto Rico. Meö honum var einnig handtek- innvinurhans. Vörðurinn, Christos Potamitis að nafni, hafði sagt að þjófamir hefðu laumast að honum meö því aö gera gat á þak fyrirtækisins, skríöa í gegn og yfirbuga hann. Lögregluforinginn sem hefur rannsókn málsins á hendi segir þessa sögu vera uppspuna. Alríkislögreglan vinnur einnig að rannsókn málsins og leitinni að peningunum en jafnframt er leitað tveggja manna til viðbótar sem granur hefurfalliðá. Þegar þjófamir yfirgáfu varðgæslu- fyrírtækið skildu þeir eftir um 20 milljónir dollara í reiðufé, því að þeir höföu ekki rúm fyrir meira í bif reiðinni sem þeir flúðu á. — Fyrirtækinu hefur nú veriö lokað og lýst gjaldþrota. Þrír af forráöamönnum þess vom hand- teknir fyrir tveim vikum, sakaðir um aö hafa stoliö 100 þúsund dollumm frá viðskiptavini. Stærsti peningaþjófnaöur í Bandaríkjunum til þessa var innbrotið í geymslu Lufthansa á Kennedy-flug- velli 1979, þegar stolið var 5,5 milljón- um dollara, en það mál upplýstist að fullu um síðir. Deilt um fjölda at- vinnulausra Leiðtogi v-þýsku stjórnarand- stöðunnar, Hans-Jochen Vogel, hefur lýst því yfir að fjöldi at- vinnulausra væri kominn yfir tvær og hálfa milljón. Vogel greindi ekki frá því hvaðan hann hefði þessar upplýsingar en þær komu fram í skriflegri yfirlýsingu hans til fjöl- miðla. Vinnumálastofnun V-Þýska- lands, sem mun gera nýjustu tölur um atvinnuleysi opinberar nú í vik- unni, hefur lýst því yfir að tölur væru ekki enn tilbúnar og lokatala atvinnulausra fyrir janúarmánuð ekkifengin. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft varað við því að fjöldi at- vinnulausra myndi ná tveim og hálfri milljón á þessuári, áður en atvinnuástand batnaöi, en efna- hagsmálaráðherrann, Otto Lambs- dorf greifi, sagöi að svo gæti farið að þeirri tölu yrði ekki náð í janúar vegna þess hversu mildur veturinn hefurverið. r r OANÆGÐIR MEÐ AÐ VINNA FYRIR KAUPINU SÍNU Um þaö bil tvær milljónir opin- berra starfsmanna á Spáni tóku þeim tíðindum gleðilaust að hér eftir skyldu þeir vinna sinn fulla vinnu- tíma. Þau boð lét ríkisstjórn sósíal- ista á Spáni ganga út fyrir nokkru. Samkvæmt reglum skulu opinberir starfsmenn á Spáni mæta til vinnu klukkan átta og vera þar til klukkan þrjú. Nú hafa verið settar upp stimpUklukkur tU þess að ganga eftir því að reglunum veröi hlýtt. Þessi vinnutími hefur samkvæmt kenningunni veriö í gUdi lengi en í raun er þetta bylting. Ein skrifstofu- stúlka í spænsku ráöuneyti viður- kenndi að hún mætti venjulega ekki til vinnu fyrr en hálf tíu og færi venjulega upp úr hádegi. Hún hélt því fram að hún þyrfti ekki lengri tíma til að vinna störf sín. AUir yfirmenn kunna aö notfæra sér „jakkabragðið”, sem felst í því að þeir geyma gamlan jakka á skrif- stofunni, sem þeir hengja á stólbak eftir að þeir eru mættir og fara síðan burt. Þeir opinberir starfsmenn sem sjá' um sambönd við borgarana vinna frá níu til tvö og síðan frá fjögur tU sex, samkvæmt nýju tUskipuninni, sem hefur vakið mikla óánægju hjá opinberum starfsmönnum. Oánægj- an stafar meöal annars af því aö margir þeirra hafa annaö starf, sem þeir vinna á vinnutíma sínum hjá hinu opinbera. Og fyrsta daginn eftir tilskipunina gerðist nokkuð ófyrúséö. Gangar ráðuneyta fyUtust af börnum, því mæður þeirra, sem vinna hjá ráðuneytunum, urðu að taka þau með í vinnu. Skólar byrja ekki fyrr en klukkan níu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.