Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Side 17
DV. FIMMTUDAGUR3.FEBRUAR1983.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Þátturinn Á hraðbergi:
RÚSKINNSSTÍGVÉL
17
BREIÐHOLTI
SÍMI 7622S
MIKLATORGI
SÍMI 22622
Fersk blóm daglega.
Vangavelta um hótelverö
og helgarferö
Notaðir lyftarar
í mikiu úrvaii
Á hraðbergi:
Furðu lostinn á
f ramkomu spyrjenda
Margrét Auðunsdóttir hringdi:
Það er ekkert vafamál að fjölmiðlar
hafa mikil áhrif á skoðanir fólks, enda
kemst sú stétt manna, sem þá atvinnu
stundar, fljótt til áhrifa í þjóðfélaginu,
svo sem í stjórnmálum.
Því varð ég furðu lostin á framkomu
Guðmundar Áma Stefánssonar og
Ingva Hrafns Jónssonar í sjónvarps-
þættinum Á hraðbergi, þar sem
Vilmundur Gylfason sat fyrir svörum
um stefnu Bandalags jafnaðarmanna.
Það leyndi sér ekki í hinni grófu fram-
komu spyrjenda að nú var ekki verið
að ræða við foringja úr samtrygginga-
kerfi gömlu flokkanna.
I ljósi þess, sem tíðkast hefur í
okkar þjóðmálum í seinni tíð, þá bið ég
Guð gefi að þeir tveir fjölmiðlafugl-
ar, sem þarna spurðu, fljúgi ekki inn á
Alþingi okkar tslendinga.
Hroki og dónaskapur
cnmttníergsCrteiw
Laugavegi 71. Sími 13604.
2. t raf/m. snúningi
2.5 t raf
1.5 t pakkhúslyftarar
2.5 t dlsil
3.2 t disil
4.3 t disil
4.3 t dlsil
5.0 t dísil m/húsi
6.0 t disil m/húsi
K. JÓNSSON &CO: HF. :
— ekki við hæfi þar sem
spyrlareigaíhlut
Magnús Ævarsson skrifar:
I þættinum Á hraðbergi, þann 26.
janúar sl., var rætt við formann ný-
stofnaðs stjórnmálaflokks; Bandalags
jafnaðarmanna, Vilmund Gylfason.
Spyrlarnir voru tveir, þeir Ingvi Hrafn
Jónsson og Guðmundur Stefánsson.
Miðað við þær reglur, sem ég og
fleiri héldum að tíðkuðust meðal
spyrla sjónvarpsins, þá er varla hægt
að segja að þessir menn hafi staðið
undir þeim vonum, sem venjulegt fólk
gerir til manna, er koma fram í opin-
berum fjölmiðli.
Eg minnist þess varla að hafa orðið
vitni að jafn mikilli ósvífni og óskamm-
feilni og þessir spyrlar sjónvarpsins
höfðu í frammi gagnvart formanni
Bandalags jafnaðarmanna. Til dæmis
má nefna það að Guðmundur skyldi
leyfa sér að lýsa því yfir að við-
mælandi hans væri að ljúga, þegar til
umræðu var hvort Vilmundur hefði
boðið mönnum sæti á lista sínum. Og
að segja menn fara með ósannindi, án
þess að hafa skriflegan vitnisburö eða
vitni, þykir mér vera óhæfa og alls
ekki sæmandi mönnum í stöðum sem
þessum.
Það að grípa jafnframt fram í tal
gestsins, án þess að til komi svo mikið
sem afsökunarbeiðni, finnst mér vera
hrein og klár ósvífni.
Það versta er þó að mega nú héðan í
frá jafnvel eiga á hættu að horfa upp á
slíka framkomu gagnvart fleiri gest-
um. Maður veltir fyrir sér hvort menn,
sem þessir spyrlar, séu yfirleitt færir
um að sjá um þætti á borð við A hrað-
bergi.
Ef hægt heföi verið að snúa meira út
úr fyrir Vilmundi, þá heföi það vafa-
laust veriö gert. Spumingamar vom
auk þess bæði heimskulegar og barna-
legar — og virðingarvert að Vilmund-
ur skyldi ekki rjúka upp undir þessum
kringumstæðum.
Virtist sem spyrlarnir teldu sig vita
allt um hinn nýja flokk mun betur en
viömælandinn og gáfu í skyn að þjóð-
málin hefðu þeir nú heldur betur í koll-
GuOmundur Árni Stafánsson, ritstjóri Alþýðub/aðsins. ,,Guðmund Árna
vonast ég til að sjá aldrei aftur á skjánum " — segir Magnús Ævarsson.
inum — þótt ýmislegt hafi skotið að
manni vafa. Pólitískir voru síðan báðir
spyrlarnir og greinilega ekki á sama
báti og Vilmundur — allt of greinilega
að mínu mati: Alls ekki hlutlausir.
Vona ég innilega aö Ingvi Hrafn
Jónsson bregðist ekki vonum minum
(og fleiri) um fyrirmyndar spyril í
framtíðinni. Guömund Árna vonast ég
til að sjá aldrei aftur á skjánum. Mér
finnst slíkur hroki og dónaskapur alls
ekki vera við hæfi þar sem spyrlar
eiga í hlut.
Litir: Svart og gulbrúnt
Stærðir: 36—41
Verð kr. 775,-