Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR1983. DÆGRADVÖL Ástin þverr og barsmíð- ar aukast - þegar eiginkonan aflar meiri tekna en maðurinn Hversu margar íslenskar f jölskyldur gætu komiö sér þaki yfir höfuð, ef karlinn einn ynni utan heimilis, en konan annaðist verkefni innan stokks eins og tíðkaðist fyrrum? Þær fjöl- skyldur eru trúlega ekki mjög margar. Satt að segja virðist ungu fólki veitast nógu erfitt að eignast íbúðir þó að bæði hjónin vinni utan heimilis og dragi ekki af sér—það gerir hvort tveggja, stanslaus og kerfisbundin skerðing lifskjara síðan 1978 og ekki síður há- vaxtastefna og verðtrygging lána. Það er tangarsókn kvenna út á vinnu- markaðinn, sem gerir okkur kleift aö halda ennþá uppi sæmilegum lifskjör- um almennt, hvað sem síöar verður. Annað mál er það, að þessi tangarsókn hefur dregið á eftir sér margháttaðan vandamáladjöful; uppeldi bama hefur stundum verið látið sitja á hakanum, fjölskyldan hefur gliðnað sundur vegna vinnuálags og vanrækslu á heimilinu, taugastreitan veldur sundurlyndi og skilnuðum. Bandarískir fræðimenn hafa vakið máls á sérstökum vandamálum sem upp spretta í f jölskyldum, þegar eigin- konan hefur hærri menntagráðu eða aflar heimilinu meiri tekna en hús- bóndinn. Siggi Sveins og Stína Charlton Homung við háskólann í Suður-Karólínu nefnir dæmi: Hann Siggi Sveins stundaði námið af alúð og eftir margra ára strit lauk hann doktorsprófi í sagnfræði. Því miður hefur þjóðfélagið enga sérstaka þörf fyrir fleiri sagnfræöinga, svo aö Siggi fær hvergi starf við sitt hæfi. Hann reynir að hafa ofan af fyrir sér með því að aka leigubíl, en heldur er hann beiskur í lundu yfir skiptunum. Með konu hans Stínu gegnir öðm máli; hún tók verslunarskólann og fór að vinna í banka, spjaraði sig býsna vel og þó aö menntun hennar sé ekki ýkja mikil er hún orðin deildarstjóri yfir viðskipta- lánum í bankanum og gæti þess vegna haldið áfram að hækka í tign á þeim vettvangi. Þaö er skiljanlegt aö stráknum sámi, segir Homung. Hann hefur lagt hart að sér og uppsker næstum ekkert, en svo hlýtur hans heittelskaða umbun langt umfram erfiði — það er honum tvöfaldur skellur. Fólskuframferði Nú myndu margir álykta aö Siggi Sveins megi þó vel við una aö konan skuli spjara sig og draga björg í bú af slíkum krafti, en reyndin er nú önnur. Rannsóknir gefa heldur dapurlega mynd af þess konar hjónaböndum: hjónin ástunda hvers kyns fólskufram- ferði hvort gagnvart öðru, svívirða makann, bölva og ragna, fara í fýlu, kasta hlutum og brjóta húsmuni. Þeg- ar konan gegnir opinberu embætti eða starfi framkvæmdastjóra er meðal- fjöldi meiriháttar ofbeldisverka á heimilinu, með hníf eða byssu, 1,78 á DÆGRADVÖL UFSHÆTTIR Baldur Hermannsson ári, en aðeins 0,04 þegar bóndinn gegn- ir slíkumstörfum. Homung hefur rannsakað og fylgst með heilsufari 1038 karlmanna um langt skeið, og hann hefur komist að þvi aö körlum er ellefu sinnum hættara við andláti af völdum hjartasjúkdóms, þegar þannig háttar í f jölskyldunni, að konan spjarar sig betur en karlinn. Þessir hjaríasjúkdómar komu til af streitu, sem eiginkonurnar ollu mönn- um sínum með ýmiss konar sálrænum yfirgangi, segir Homung. Hann getur þess einnig, að því hærri stööu sem eiginkonan gegni miðað við stöðu mannsins, því hættara sé honum við andláti á tilteknu timabili. Ástinni hrakar Rannsóknir hafa einnig sýnt að ást- inni hrakar og kynlífið þverr þegar eiginkonunni vegnar betur en bóndan- um. 17% slíkra eiginmanna kváðust ekki hafa notið samfara mánuöum saman, en aðeins 7% annarra eigin- manna kvörtuðu yfir slíku vandræða- ástandi. Eiginkonurnarstaðfestuþetta atriði, og kom í ljós að þær hafa mun sjaldnar samfarir en kynsystur þeirra í „venjulegum” hjónaböndum. Þær rannsóknir sem hér er vísað til voru allar gerðar í Bandaríkjunum, og þó að ýmsu sé öðmvisi farið í Breið- Étude de Lignes heitir þessi mynd og mœtti kannski útleggjast,, Við rýnum i drættina". Höfundur hennar er beigískur, Jean-Marie Koob að nafni, og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir list sina. holti og New Jersey, þá er eins víst aö sömu áhrifa gæti hérlendis, þó að það hafi ekki verið kannað ennþá. En getum við vænst þess aö þau við- horf sem rannsóknirnar benda ótvírætt til muni líða undir lok eftir því sem konurnar sækja fastar á í atvinnulíf- inu? Betur að svo væri, en aðrar rann- sóknir benda því miöur til hins gagn- stæða. Jane Daniels við Purdue há- skóla upplýsir þær niðurstööur, að æskan líti ennþá sömu augum stöðu kynjanna á heimilinu og tíðkast hefur til þessa og því sé ekki von stórra breytinga í þessum efnum. -Carin Rubenstein/ Psychology Today/BH. Lífsmark í Ijósmyndun —alþjóðleg sýning í Norræna Húsinu Félag áhugaljósmyndara á þrítugs- afmæli um þessar mundir og vonandi hrista þessi ágætu samtök af sér slenið á þessum tímamótum, því satt best að segja hefur vegur þess fariö heldur dalandi á hinum seinni ámm. Félagiö ætlar að gera sér og öðrum afmælið eftirminnilegt með ljósmyndasýningu í Norræna húsinu. Hún hefst á laugar- daginn kemur og stendur eina viku, og við hittum fyrir formann félagsins, Svavar G. Jónsson önnum hlaöinn; hann var að skrásetja og flokka og haska af þeim undirbúningi sem viða- mikil listsýning útheimtir. — Er þessi sýning tU marks um nýjan lífsþrótt í félaginu, Svavar? Manni hefur fundist þetta dálitiö dauft hjá ykkur undanfarið. „Við héldum síðast sýningu fýrir hálfum áratug og þaö er náttúrlega -<---------------------- „Nú svo er blaðasalinn alltaf góður," sagði Svavar Jónsson, for- maður Fólags áhugaijósmyndara og lögregluþjónn að starfi. Myndin er tekin á gamla Pentaxinn hans, án Ijósmœlis og nýjustu tækni, „en þetta tæki skilar mór nánast öllu sem óg þarf," sagði eigandinn hróðugur. MyndBH. óhæfilega langur tími miUi sýninga. Það var bara innlend sýningogsumum fannst við ekki nógu haröir að vinsa úr, en þessi sýning sem við erum með núna er alþjóöleg; þaö hafa fjölmargir útlendir ljósmyndarar sent okkur verk á sýninguna, nærri 30 held ég. Eigin- lega væri við hæfi að halda félags- sýningu árlega og alþjóölega sýningu þriðja hvert ár. Já, ég held það megi segja, að þessi sýning sé tU marks um fjörkippífélaginu. — Hvað senda útlendingamir marg- armyndir? ,,Um það bU 75 myndir. Þær eru auðvitað misjafnar eins og gengur, en þama em frábærar myndir sem hafa verið á stómm sýningum úti í heimi. Ég er alveg sérstaklega hrifinn af Finnunum, svona okkar á mUU sagt, en þarna eru myndir frá Spáni, Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi og víðar að.” — En íslensku ljósmyndaramir? „Það eru um það bU 20 Islendingar sem hafa sent okkur myndir í keppnina og verða það samanlagt um 50 myndir frá þeim. Þaö er auövitað eitt aðal- markmið félagsins að sýna hvað félagsmennirnir geta, þegar þeir taka á honum stóra sinum, en ég held þaö sé lífsnauðsynlegt fyrir okkur að fá líka útlendar myndir, til þess að sjá hvað þeir em að gera erlendis og hvernig þeir gera það.” — Eg man eftir því þegar ljósmynd- ari nokkur hélt hér sýningí fyrir fáein- um árum, aö þekktur myndlistargagn- rýnandi vildi ekki aUs kostar una því að ljósmyndalistin væri lögð tU jafns við aðra myndlist. Nú kom það hins UOSMYNDUN vegar fram í sjónvarpsþáttum Snowdons lávarðar um ljósmyndun, að þessi listgrein hefur skapað sér sess sem enginn marktækur gagnrýnandi véfengir lengur — en hvemig stendur eiginlega á þrautseigju þessara for- dóma? „Eg held að teiknarar og málarar hafi nú frá öndverðu haft hom í síðu þessarar greinar, því að þeir vora margir uggandi um sína atvinnu. Síöan hafa gagnrýnendur öllum stund- um verið menntaðir í sögu málaralist- ar og teikningar, en ekki ljósmyndun- ar, og ég býst við því að það sé aðal- skýringin á þessari óvUd sem sumir virðast ennþá bera til ljósmyndaUstar- innar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.