Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1983, Síða 40
KLETTA
kjúklingur
í KVÖLDMATINN
HEILDSÖLUSÍMI 21194
AUGLÝSINGAR
! SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI ll
RITSTJÓRN
SÍÐUMÚLA 12—14
Frjálst, óháö dagblað
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983.
Ópal á Banda-
ríkjamarkað?
Sælgætisgerðin Ópal í Reykjavik
kann aö hefja útflutning á sælgæti tU
Bandaríkjanna í nánustu framtíð ef
samningar nást við þarlenda söluað-
iia. Einar Olafsson, forstjóri Opals,
sagði í samtali við DV að málið væri
enn á umræðustigi og kvaðst hann
ekki vita hvernig mál myndu þróast.
Athuganir standa nú yfir í Banda-
ríkjunum, að sögn Einars, og veltur
algerlega á niðurstöðum þeirra
hvort útflutningur getur haflst eöa
hvenær. Málið hefur verið í deiglunni
frá því í ágúst síðastliönum og sagði
Einar að undirbúningsvinna af þessu
tagi væri geysimikil.
Hann sagðist ekki treysta sér tU að
spá um niðurstöðu að svo komnu
máli. Kæmist máUð hins vegar í höfn
yrði það kunngjört opinberlega.
-PÁ
Skert gjaldskrárhækkun Reykjavíkurveitna:
„Kemur niður
á framkvæmdum”
— segir Davíð Oddsson borgarstjori
, ,Þetta kemur sér mjög bagalega,”
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, í
viðtaU við DV, þegar hann var spurð-
ur um viðbrögð viö ákvöröun iðnað-
arráðuneytisins um gjaldskrárliækk-
un tU Hitaveitunnar og Rafmagns-
veitunnar. „Að vísu fær Hitaveitan
7,2% hækkun umfram hækkun bygg-
ingavísitölu, en það er þó mun minna
entil stóð.”
Davíö sagði einnig að það hefði
valdið vonbrigðum að Rafmagns-
veitan fékk enga hækkun umfram
vísitölu. „Þar er skírskotað tU þess
að hækkun Landsvirkjunar hafi
verið svo mikil að við verðum að bíða
þar tU sú hækkunarbylgja sé Uðin
hjá. Þau rök duga okkur auðvitaö
lítiö.”
„Þetta mun koma beint fram í
niðurskurði á . framkvæmdum,”
sagöi Davíð að lokum. „Það kemur
sér iUa, sérlega varðandi Hita-
veituna, sem er að nálgast hættu-
punktinn. Sá niðurskurður mun
koma niður bæði á borunum, sem eru
löngu orðnar nauðsynlegar, og á
fyrirbyggjandi viðhaldi, sem hefur
setiðáhakanum.”
óbg
Bráðabirgðalögin
bíða mánudags:
„Hvalurinn
gleypti
mann”
— segir forseti neðri
deildar
„Það var hvalurinn sem gleypti
mann í gær,” sagði Sverrir Her-
mannsson, forseti neðri deildar
Alþingis í morgun. Bráðabirgðalögin
urðu að víkja fyrir umræðunni um
hvalinn á Alþingi í gær og verða ekki
tekin fyrir í neöri deild fyrr en á
mánudag, samkvæmt ákvörðun for-
seta. Forsætisráðherra hafði óskað
eftir því á fundi með forsetum þings-
ins að bráöabirgðalögin yrðu tekin til
umfjöllunar aö loknum fundi Sam-
einaðs þings í gær.
„Þaö er ekki deildadagur í dag,”
sagöi Sverrir um ástæðu þessa.
,jSteingrímur Hermannsson sjávar-
útvegsráðherra lagði á það ofurkapp
að ná fram olíusjóði fiskiskipa, en
um það var samkomulag. Hitt málið
var ekki útrætt og getur tekið lengri
tíma. Menn eru síðan ekki viðlátnir á
föstudögum, þurfa að fara út á land
ogannað.” -JH
BMW stolið
Nýjum BMV-bíl var stolið af verk-
stæði Kristins Guðnasonar, Suður-
landsbraut 6, í nótt. Bíllinn er ófund-
inn.
Rúða í verkstæðinu var brotin í mél
og síðan farið inn. Einnig voru hurðir
og fleiri rúður. brotnar. Þá var einnig
farið í fyrirtækin Bílaskálann og Raf-
brautogrótaðþartil. -JGH
LOKI
Sjón varpsútsendingin
virtist hvaireki fyrir krat-
ana.
Krossanesið á strandstað við höfnina i Breiðdalsvik i gærdag.
OV-mynd: Guðmundur T. Arason.
Þannig greiddu
þingmenn atkvæði
Þrír alþýðuflokksmenn, fjórir framsókn-
armenn, tólf sjálfstæöismenn, níu alþýðu-
bandalagsmenn og Vilmundur Gylfason
mynduðu þann 29-þingmanna meirihluta
sem lagðist gegn því að hvalveiðibanninu
yrði mótmælt.
I hópnum sem vildi að banninu yrði mót-
mælt voru sex alþýðuflokksmenn, þrettán
framsóknarmenn og níu sjálfstæðismenn.
Eftirtaldir þingmenn sögðu „já” við
þeirri tillögu meirihluta utanríkismála-
nefndar að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins
yrði ekki mótmælt: Albert Guðmundsson,
Arni Gunnarsson, Birgir Isleifur Gunnars-
son, Eggert Haukdai, Egill Jónsson, Eyjólf-
ur Konráð Jónsson, Friðrik Sophusson,
Garðar Sigurösson, Geir Gunnarsson, Guð-
mundur Bjarnason, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Guðmundur Karlsson, Guðrún
Helgadóttir, Halldór Ásgrímsson, Helgi
Seljan, Hjörleifur Guttormsson, Jón Bald-
vin Hannibalsson, Karvel Pálmason, Lárus
Jónsson, Olafur Ragnar Grímsson, Páll
Pétursson, Pétur Sigurðsson, Salome
Þorkelsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir,
Skúli Alexandersson, Stefán Jónsson,
Svavar Gestsson, Sverrir Hermannsson,
Vilmundur Gylfason.
Þessir vildu að banninu yrði mótmælt:
Jón Helgason, Alexander Stefánsson, Davíð
Aðalsteinsson, Eiður Guðnason, Friðjón
Þórðarson, Geir Hallgrimsson, Guðmundur
G. Þórarinsson, Gunnar Thoroddsen, Hall-
dór Blöndal, Ingólfur Guðnason, Ingvar
Gíslason, Jóhann Einvarðsson, Jóhanna
Sigurðardóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Karl
Steinar Guðnason, Kjartan Jóhannsson,
Magnús H. Magnússon, Matthias A.
Mathiesen, Olafur G. Einarsson, Olafur Jó-
hannesson, Olafur Þ. Þórðarson, Pálmi
Jónsson, Sighvatur Björgvinsson, Stefán
Valgeirsson, Steingrímur Hermannsson,
Steinþór Gestsson, Tómas Árnason, Þórar-
inn Sigurjónsson.
Þrír þingmenn voru ekki viðstaddir at-
kvæðagreiðsluna, þeir Ragnar Arnalds,
Stefán Guðmundsson og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson. -KMU
Krossanesið
strandaði
Skuttogarinn Krossanes SU 4 strand-
aði í höfninni í Breiðdalsvík um
klukkan hálf sjö í gærmorgun. Skipiö
náöist á flot aftur í gærkvöldi og er ó-
skemmt.
Krossanesið var að fara frá bryggju
í ofsaroki þegar strandið varð. Stóð
beint á bryggjuna. Togarinn náði sér
aldrei almennilega frá bryggjunni og
tók að reka upp í fjöru,þar sem hann
svo strandaði.
Skipiö náðist á flot um klukkan sjö í
gærkvöldi. Höfðu skipverjar fest tog-
vír í bryggjuna og notuðu síðan spilið
til að ná skipinu á flot.
Það var skoðaö í gærkvöldi, en engar
skemmdir urðu á þvi. Það hélt síðan á
veiðarínótt.
-JGH
Kjördæmamálið:
Þingmenn
vænta
niðurstöðu
„Ég vænti úrslita í kjördæmamálinu
nú um helgina. Frumvarp um það
getur vonandi legiö fyrir í byrjun
næstu viku,” sagði forystumaður í liði
stjómarandstæðinga Sjálfstæðis-
flokksins í viðtali við DV í morgun.
Hann sagði að enn væri þó óráðiö
hvernig breytingamar yrðu og færi
það nokkuð eftir því hvort Framsókn
stæði að málinu eða ekki. Fundir og
makk um kjördæmamáliö munu ein-
kenna pólitíkina nú fyrir og um
helgina.
Framsókn er ókyrr í ríkisstjóminni.
Margir álíta að framsóknarmenn vilji
fá sem hraðasta afgreiðslu bráða-
birgðalaganna og síðan þingrof, verði
þau felld. Framsókn mundi samkvæmt
þessu vilja þingrof áður en niöurstaða
fæst í kjördæmamálinu.
Alþýðubandalagið mun fýrir hvem
mun vilja fá niðurstöðu í kjördæma-
málinu fyrir þingrof. Sjálfstæðismenr
í stjórnarandstöðu og alþýðuflokks-
menn munu yfirleitt nokkuð svipaðrar
skoðunar. Gunnar Thoroddsen for-
sætisráðherra er talinn leggja áherslu
á breytingar í kjördæmamálinu áður
en stjómin fer frá. Þessa dagana
reynir á hvort tekst að fá Framsókn
með í breytingar sem hinir telji nægi-
legar.
-HH