Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Page 11
DV. LAUGARDAGUR12. FEBRÚAR1983. ' LtíW- -WTVST. -■ •• ..A^.—-1.. . - " -1 áieJPHÍII Japanski vatnaapinn er núlifandi apategund sem lilir í og við vatn rétt eins og vatnatilgátan gerir ráð fyrir að maðurinn hafi gert í fyrndinni. Eins og sést á þessum tveúnur myndum er iapanski vatnaapinn mjög þróaður af apa að vera. Gengur til að mynda uppréttur í f jörunni. H um milljóiifr ára í vatni. t»adan haf i leid þeirra legi á tveimur f étum át á slétturnar eykur upprétt staða apans möguleika hans á því að nota framlimina — hend- urnar — við fæðunám og beitingu verk- færa. Sérstaklega kemur gott snerti- skyn og fíngerðar fingrahreyfingar sér vel við að grafa upp smádýr úr botni. Þessi aðlögun að vatnalífi felur í raun í sér breytingar sem eftir full- komnun í sléttulífinu einkenna manninn. Hann var algjörlega hættur að nota hendumar sem ganglimi og gat því notað þær einhliða til ýmiss konar föndurs og vel að merkja — not- að vopn. Með öðrum orðum: vatnatil- gátan brúar bilið milli skógarins og sléttunnar sem ætíð hefur staðið öðmm kenningum um framþróun mannsins fyrir þrifum. Hárleysi mannsins iíkt og hárleysi vatnaspendýra Eitt það atriði sem aöskilur manninn greinilega frá öðrum prímötum er hár- leysið. Hárleysið einkennir aftur á móti mörg vatnaspendýr. Feldur er góð einangrun á landi er glatar þeim eiginleika aðmestu leyti í vatni. I vatni hefur hárið marga ókosti; það íþyngir dýrinu og veitir viðnám við hreyfing- um þess, ekki síst þegar um hreyfingu eins og froskasund mannsins er að ræða. Þróun hárleysis hjá manninum má því skýra sem afleiðingu nefndra þátta. Ef hárvöxtur líkama okkar er skoöaöur kemur í ljós að hann er helst að finna á þeim stööum þar sem viðnáms hársins gætir hvað minnst við sund, til dæmis þar sem þaö lagar sig að straumlínulögun líkamans. Höfuðhárið hefur nokkra sérstöðu. I vatninu hefur það hugsanlega komið manninum vel sem vöm gegn sólar- geislum þar sem höfuðið hefur langoft- ast staðiö upp úr vatninu. Einnig má segja sér að hárið hafi verið gott tak fyrir börnin til þess að berast ekki frá foreldrunum. En nú kynni einhver að benda á að sum spendýr bundin vatni em kaf- loðin, til dæmis otrar, ísbimir og loöselir. Af hverju era þessi dýr ekki hárlaus fyrst það er „gott”? Því er til að svara aö á þeim svæðum sem þessi dýr búa er loftslag mun kaldara en gert er ráð fyrir í vatnatilgátunni og þar sem þau eyða talsverðum tíma á landi eru kostir feldsins ótvíræðir og vega þyngra en ókostir fyrirferðar hans í vatninu. Hárleysi annarra landspendýra en mannsins er freistandi að skýra á þann hátt að forfeður þeirra hafi dvalið lengi í vatni. Fílar em til að mynda af sama ættbálki og sækýr sem era hárlaus vatnadýr. Vatnatilgátan hefur að því er virðist einu viöunandi skýringuna á hárleysi mannsins sem fram hefur komið. I ríkjandi kenningum eru valkraftar sem teljast stuöla að því mjög óljósir ef einhverjir era tilnefndir. Það er til dæmis athyglisvert að á öllum teikn- ingum (og nú síöasta kvikmynd) af frammanninum eins og menn virðast hugsa sér hann fyrir daga Neander- dalsmannsins er hann kafloöinn og jafnvel Neanderdalsmaðurinn líka líkt og hárleysi komi fyrst fram hjá Cro- . ' Þetta gæti verið arfur frá vatnatimabili mannsins, þeirra ármilljóna þegar hann bjó í og við vötn sem leiddi meðal annars til uppréttrar stöðu hans. Magnonmanninum. Það er eins og ver- ið sé að gefa í skyn að hárið hverfi smám saman þegar menn fara að ganga í fötum. Konurnar meira ívatni Það dylst engum að rök fyrir vatna- tilgátunni er enn frekar að finna í út- litseinkennum konunnar en karlsins. Tilgátan er meö skýringar á útlitsmun kynjanna á reiðum höndum. Ástæður hans eru hugsanlega þær að framkon- an hafi að öllu jöfnu verið meira í vatn- inu en karlinn og því aðlagast því betur eða þá að síðari tíma aðlögun haf i kom- ið hér við sögu til dæmis haft meiri áhrif á útlit karlsins en konunnar og hún hafi þannig haldið uppranalegum aölögunareinkennum vatnalífsins bet- ur. I f yrsta lagi f elst þessi munur í því að karlinn er mun hærðari en konan, sem aftur á móti er meö mun meira og jafn- ara fitulag undir húö sem gerir hana líka straumlínulagaðri en karlmann- inn. I öðru lagi hafa konur mun sterkara hár á höfði en karlar og þær veröa mjög sjaldan sköllóttar. Mjög ung börn hafa verið háðari því að halda sér í hár móðurinnar en hár föðurins þar sem þau þurftu á brjóstamjólkinni að halda. Sterkt höfuðhár móður hefur þannig stuðlað að auknu öryggi af- kvæmanna á viðkvæmu stigi og tryggt þannig betur afkomu þeirra. Gæti með þessu verið komin skýring á því hvers vegna hár kvenna þykknar um með- göngutímann. I þriðja lagi er ljóst að konur eru með mun feitari þjóhnappa er karlar. Vatnatilgátan gerir ráð fyrir að á þessu tímabili hafi menn eytt tals- verðum tíma í fjöranni, sitjandi að snæðingi, við fæðuleit og fleira. Eðli- legt er að álíta að konan hafi átt auð- veldara með að gefa bami brjóst sitj- andi í fjöruborðinu heldur en úti í vatn- inu. Fjaran hefur augljóslega verið frekar óþægilegt undirlag til setu, ekki síst með bam í fanginu. Þar sem menn era með mun feitari þjóhnappa en aðr- ir prímatar er freistandi að skýra þetta einkenni sem aðlögun að því að gera setuna í f jörunni þægilegri. Rass- stórar mæður hafa verið mun ending- arbetri að gefa börnum brjóst og tryggja þannig afkomu þeirra betur en ella. Munur kynjanna í þessum efnum er því samkvæmt þessu augljós. (Bavíanar hafa óvenju feita þjó- hnappa af öpum að vera en þeir éta einmitt sitjandi á rassinum). I f jóröa lagi má nefna útvöxt kven- brjósta, einkenni sem enginn api sýnir. Brjóstavöxtmn má skilja sem aðlögun að því að gera brjóstmylkingum auð- veldara að ná til næringarinnar sem er þeim lífsnauðsynleg. Apaböm halda sér í feld móðurinnar og nálgast þann- ig spenann. Vatnakonan varð aftur á móti hárlaus. En þar sem hún situr í fjöruborðinu meö bamið í kjöltunni leystist vandinn ef brjóstin vaxa út og leita niður. Bamið þarf þá ekki að teygja sig og konan þarf ekki að halda því upp að brjóstinu. Mjúkur vefur brjóstsins gefur baminu líka tækifæri til þess að grípa um það og beina því rétta leið. Hokkur dæmi tilgamans Mörg atriði í viðbót við þau sem áður era nefnd hafa verið grafin upp vatna- tilgátunni til stuðnings. Við nefnum hér nokkur dæmi til gamans. Lögun nefsins er mjög sérstök hjá mönnum. Nefið er eins konar yfirbygg- ing yfir nasaholumar og beinir opun- um niður. Þetta kemur sér einstaklega vel viö sund og köfun þar sem vatnið mundi að ööru kosti þrýstast inn í öndunarveginn. Þetta gæti því vel hafa þróast á vatnatímabili mannsins en svona aðlögun finnst ekki hjá öðrum prímötum. Þama kemur það þó til greina að þetta sé skiljanleg afleiðing af breytingu á lögun höfuðkúpunnar. Það er athyglisvert að hjá mönnum má sjá tilhneigingu til samvaxtar húðar milli fingra og táa eins og sund- fit. Milli þumal- og vísifingurs er til dæmis greinilegur húðvöxtur sem sést ekki hjá núlifandi öpum. Gæti veriö um aðlögun að sundi að ræða? Þaö er alkunna að við köfun sjávar- spendýra hægist hjartslátturinn sem er aðlögun til súrefnissparnaðar. Svip- aða eiginleika má greina hjá perlu- köfurum sem nota engan köfunarút- búnað. Sú aðferð hefur verið reynd aö láta konur fæða böm sín í vatni og þykir þaö gott bæöi fyrir börnin og mæðurn- . Þetta gæti verið arfur frá vatna- mabilinu. Fleira mætti tína til en hér verður .átið staðar numiö. Tilgangur þessarar greinar var fynst og fremst sá að benda á vatnatilgátuna sem athyglisverða hugmynd, sem ástæða sé til aö skoða í fuilri alvöra. Það er alls ekki meiningin að kynna hana sem einu lausnina á gátunni um þróun mannsins. Allar þær hugmyndir sem fram hafa komið hafa eitthvað til síns máls en þættirnir sem taka þarf tillit til eru svo ótrúlega margir að nær ógerlegt er að skoða innbyrðis vægi þeirra í þróun mannsins. Það ber lika að hafa í huga að sköran milli hug- I mynda er mikil og vafasamt er því aö. | skilja þær skýrt í sundur. Hér hafa að sjálfsögðu aðeins verið nefnd nokkur atriöi og sum frekar til gamans en um alvarleg rök að vatnatilgátunni sé að ræða. THboðsverð THboðsverð SEGULBAND OG ÚTVARP MEÐ FM-AM Tækið er með innbyggðum tónjafnara og 45 v kraftmagnara. Verðáðurkr. 11.144.- Verðnúkr. 7.244.- Ef þú kaupir hljómfiutningstæki i bilinn hjá okkur frá 812—2212 veitum við 50% afslátt á isetningu. VELKOMIIM Sendum í póstkröfu um allt land. D ÍXdQlO ARMULA 38 (Selmúla megini - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHÓLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.