Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Page 17
DV. LAUGARDAGUR12. FEBRÚAR1983. 17 Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Fiat Uno. Bíllinn virðist stœrrí en hann er i raun og veru. Framhlutinn minnir á Fiat Panda. Uno ES er undraverk hvað viðkemur sparnaði. Það er meðal annars að þakka minitölvu sem stýrir bensínstreyminu. Hjólkopparnir eiga að draga úr loftmótstöðu. EIM nýr f rá FIAT Innrétting og mælaborð er íétt yfiríitum. Ljósum og rúðu- þurrku er stýrt frá takkaborði sitt hvorum megin við mælaborðið. Að innan er billinn rúmgóður. Þetta er innrétting i þriggja dyra útgáfunni. Loks kom arftaki 127 bílsins frá FIAT. Þessi nýi FIAT heitir Uno og var nýlega kynntur fyrir blaðamönn- um í Florida í Bandaríkjunum. Fyrir hálfum mánuði var Uno kynntur á ítalíu og á næstu mánuðum mun hann veröa kynntur hjá umboðsmönnum Fíat í öðrum löndum. Uno er samanrekinn en rúmgóöur smábíll, meö þremur eða fimm dyr- um. Aftursætið er framleggjanlegt, vélin er þverstæð og bíllinn er fram- hjóladrifinn. Hann er talinn vera sá smábíll sem hvaö best kemur út hvað loftmótstöðu viðkemur, loft- mótstööustuðullinn er aðeins 0,34. Til samanburðar er talan 0,30 hjá þeim bíl sem best kemur út á þessu sviði, AudilOO. Þessi litla loftmótstaða gerir það aö verkum aö spameytnin situr í fyrirrúmi og samkvæmt tölum frá Fiat á hann að komast 20 kílómetra á einum lítra, miðaö við jafnan 90 km hraða. Sérstakt „sparnaðarmódel”, ES kemst 23 km á einum lítra. Þessi ágæti loftmótstöðustuöull næst vegna byggingarlags bílsins, framhallandi framenda og háum beinum afturhluta. Þakrennum hef- ur veriö sleppt, rúðumar eru í línu viö yfirbygginguna og sléttur botn- inn hjálpar einnig til með því að valda ekki lofthvirflum undir bílnum. Uno er 364 sentimetrar á lengd, sjö sentimetrum minni en 127. Breiddin er 154 eða sentimetra breiðari en fyrirrennarinn. Bil milli öxla hefur verið aukið um 10 sentimetra upp í 236 sentimetra. Farangursrýmiö er gefið upp 225 lítrar. Fiat 127 var viðurkenndur sem rúmgóður, en Uno slær hann út hvað því viðkemur, en samt er dálítið þröngt fyrir lang- fætta aftur í. Uno kemur á markað í sjö mis- munandi gerðum og meö þrjár mótorstærðir, 900, 1100 og 1300 rúm- sentimetra sem gefa 45 , 55 og 70 hestöfl. Hvað útbúnaöi viðkemur verða tvær útgáfur — standard og super. Allar supergerðirnar verða með fimm gíra kassa, þó ekki 45 gerðin sem býður fimm gíra kassa semaukabúnað. ES-geröin (ES stendur fyrir spamaöargerð) verður aðeins fáan- leg meö litla 45 hestafla vél og fimm gíra kassa með sérlega háu gírhlut- falli. Kveikjan er elektrónisk og eyöslugrannur blöndungur. Uno 45 og 70 verður einungis hægt að fá sem þriggja dyra bíla, en 55 geröin verður bæði fáanleg með þremur og fimm dyrum. Undirvagninn er mikið breyttur frá 127, sérstaklega að aftan, þar sem afturhjólin, sem borin eru uppi af langstæðum sveifluörmum, eru samtengd meö þveröxli sem jafn- framt gegnir því hlutverki að vera jafnvægisstöng. Að framan er Mcpherson upphengja. Hemlar eru diskar að framan og skálar að aftan. Handbremsan tekurá afturhjól. Minni ryðsækni FIAT hefur nú hafiö baráttu gegn ryðinu með endurbótum, eins og helstu keppinautamir hafa þegar gert. Yfirbygging Uno er úr miklu færri hlutum en 127. Þetta þýöir færri samsetningarstaöi og suöur og þar meö færri ryðsækna staði. Marg- ir burðarhlutar eru opnir prófílar til að hindra raka og ryð. Sam- setningarstaðirnir eru zinkmeð- höndlaðir fyrir suðu og síðan þéttir með lagi af PVC plastefni. Öll yfir- byggingin er síðan máluð með ryð- varnarmálningu og að lokum er þeim tómarúmum sem eftir eru lokaömeövaxefni. Við kynninguna í síöustu viku var bílnum reynsluekið af fjölda blaða- manna. Bíllinn er sagður hafa komiö mjög vel út í reynsluakstri, bæði á hraðbrautum og venjulegum vegum. Hjólastærð er 13 tommur. Stýrið svarar vel og jafnvægi er gott við krappar beygjur. Vélargangur er jafn og þýöur og ekki of mikill hávaði inni í bílnum við hraðakstur, eins og oft vill veröa á smábílum, helst smá- hávaði frá hjólum á grófum vegi og nokkurvindgnýr. Margir keppinautar Samkeppnin á smábílamarkaðn- um eykst nú enn eftir tilkomu Fiat UNO. Helstu keppinautar hans veröa Opel Corsa, Nissan Nicra, VW Polo, Citroen Visa og Ford Fiesta, en sá síöastnefndi er reyndar væntanlegur í nýrri útgáfu fljótlega. Hver þessara bíla vinnur samkeppnina er ekki gott um að segja en trúlegast verður verðiö afgerandi þáttur. Hvaö Uno kemur til með að kosta hér á landi bíöur þar til hann lítur dagsins ljós á íslenskum vegum, en hjá frændum okkar Dönum hefur veriö giskaö á að hann muni kosta um 70 þúsund danskar krónur þegar hann kemur þar á markaö meö vorinu, eða um 140 þúsund ísl. Fiat 127 áfram til Áfram verður haldið að framleiða Fiat 127 og það í Brasilíu. I haust kemur ný gerð af 127, Fiat 127 GL. -JR (Politiken) Hve gamall er nýi bíll • innþinn? Hversu gamall er nýi bíllinn þinn þegar þú færö hann í hendur? Þegar við kaupum okkur splunkunýjan bíl þá reiknum við meö að hann sé nýr, aldur- inn sé lítið meiri en flutningurinn frá verksmiðjunni hingað lands. En þetta er öðru nær. Þúsundir bíla bíöa í verksmiðjunum eftir því að verða afgreiddar tO endanlegs sölu- staðar og bíða siðan jafnvel aftur í sölulandinu eftir lukkulegum kaupanda. En smáathugun getur hjálpað til að finna út raunverulegan aldur bílsins eða að minnsta kosti ákveðinna hluta í honum. Hjólbarðar, allflestir a.m.k. eru í dag með svonefnt DoT númer, sett að kröfu samgönguráðuneytis Banda- ríkjanna (US Department of Transport). Þetta númer sýnir vikuna og árið sem hjólbaröinn var búinn til. 249 þýðir samkvæmt þessu 24. vikan árið 1979. Mjög margir bílar eru með rúðum frá Triplex. Þessar rúður eru einnig meö dagsetningu sem tekist hefur að ráða. Undir orðinu Toughened eru punktar sem sýna framleiðsluár. Punktur undir stafnum T þýðir einn og upp aö 9 undir D, og punktur á eftir orðinu þýðir 0. Punktar yfir orðinu þýða framleiðslumánuð ársins., Þareð gler er að ölíum jafnaöi notað innan fárra mánaða eftir framleiðslu þá gefur þetta vísbendingu um aldur viö- komandibíls. Ýmsar aðrar merkingar svo sem á rafhlutum bílsins gefa til kynna aldur þeirra, svo sem á altemator, þar sem merkingin 2/83 þýöir önnur vika árins 1983. Það er betra að hafa augun hjá sér þegar keyptur er nýr bíll, ekki síst í landi eins og hjá okkur þar sem ýmsar utanaökomandi ástæður hjálpa einnig til að gera bílana jafnvel ennþá eldri en þeir þyrftu að vera þegar þeir kom- ast í hendur nýrra eigenda, sem halda að þeir séu að fá, .splunkuný jan bíl”. Öryggisbelt- in þvælast ekkifyrir Öryggisbelti hafa löngum verið mönnum erfiö, bæöi í notkun og hvemig best sé að koma þeim fyrir í bílnum, allt frá því að þau komu til sögunnar fy rir um tuttugu ámm. Lítið hefur orðið um verulegar breytingar á frágangi þeirra þar til á liönu ári er Mitsubishi kom fram með endurbót á frágangi þeirra. Líkt og í öðrum bílum er það einfalt nylonbelti sem heldur ökumanni og farþega á sínum stað. En þeir hjá Mitsubishi festa öryggisbeltiö í Mitsubishi Starion á hurðina sjálfa í staö dyrapóstsins. Útkoman verður sú að engin belti eru að þvælast fyrir þegar fariö er inn og út úr bílnum. Sérstaklega er þetta þægilegt fyrir aftursætisfarþega. Beltin dragast inn í huröina þegar þau eru ekki í notkun. Melra um öryggisbeltin: Lögbundin í Bretlandf og Vestur-Þýskalandi Og meira um öryggisbeltin. Sífellt fleiri lönd lögbinda notkun beltanna og sektir falla þeim í skaut sem ekki nota þau. Nú hafa Bretland og Vestur-Þýska- land bæst í tölu þeirra landa þar sem ökumenn og farþegar í framsæti eiga engan annan kost en að spenna beltin því þar em þau lögbundin frá og með 1. janúarsl. Þeir óspenntu í Bretlandi eiga von á allt að 1800 króna sekt fyrir að spenna ekki beltin en í Þýskalandi er sektin uml80krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.