Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 3
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.
3
Þjóðminja-
safni íslands
gefinn sögu-
legur bátur
Ásbjörn Sigurjónsson á Álafossi af-
henti í gær Þjóðminjasafni Islands að
gjöf kappróðrarbát þann er föðurbróð-
ir hans, Einar Pétursson, reri út á
Reykjavíkurhöfn árið 1913 með blá-
hvítan fána við hún. Danska varöskip-
iö Islands Falk lá þá í höfninni og lét
kafteinn þess handtaka Einar og gera
fánann upptækan. Vakti mál þetta
mikinn úlfaþyt og varð til þess að
þrýsta þjóöinni saman um íslenskan
sérfána.
Þór Magnússon þjóöminjavöröur tók
við bátnum í gær og þakkaði hina
höfðinglegu gjöf. Á safnið nú bæði bát-
inn og fánann en fánann gaf Sigurjón
Pétursson, faðir Ásbjörns, Þjóðminja-
safninu árið 1922.
Sigurjón var einnig eigandi bátsins
en gaf hann Ásbirni syni sínum 1936.
Hefur báturinn alla tíð verið í góðri
hirðu og er í sinni upprunalegu mynd,
nema hvað hann hefur verið málaður.
Ætlunin er að skafa málninguna af
bátnum og gera hann eins og hann var
1913.
Tilefni þess að báturinn var afhentur
í gær er þaö að Sigurjón, faöir Ás-
bjöms, hefði orðiö 95 ára gamall þenn-
an dag. Þá eru í sumar 70 ár liðin frá
þeim atburðum er gera bát þennan að
hluta Islandssögunnar.
Báturinn og bláhvíti fáninn verða til
sýnis í anddyri Þjóðminjasafns Islands
næstuvikur.
-SþS
Tvær Flugleiðaþotur áfram hjá arabísku félagi
Flugleiðir hafa endurnýjað leigu- ar fyrirFIugleiðir, sérstaklega með til- leigt þotumar til eins ár,” sagði
samning við Saudi Arabian Airlines liti til þess aö margar þotur standa Siguröur.
um tvær DC-6 þotur til eins árs. Flug- óhreyfðar í heiminum í dag,” sagði Þoturnartværeruleigðaránáhafna.
vélarnar TF-FLC og TF-FLE verða í Sigurður Helgason „yngri”, fram- Þær hafa veriö hjá arabíska flugfélag-
leigu hjá arabíska flugfélaginu til 1. kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- inu undanfarin tvö ár, aðallega í flugi
mars 1984. leiöa, í samtali viöDV. milli Evrópu og Saudi Arabíu.
„Þetta em mjög hagstæðir samning- „Við erum mjög heppnir að geta -KMU
- FERÐATÆKIN
/ gerð hljómflutningstækja hefur veikleikinn hjá mörgum framleiðendum verið i gerð segul-
banda.
En AIWA er ekkiiþeim hópi.
Segulböndin frá AIWA hafa alls staðar fengið frábæra dóma.
Þessi staðreynd er eitt af mörgu sem gerir AIWA ferðatækin svo eftirsóknarverð.
öll ferðatækin
frá AIWA eru með
FM-MW-
LW-SW.
Gefandi: Asbjörn Sigurjónsson frá Álafossi og með honum sonur hans,
Sigurjón Ásbjörnsson. Móttakandi: Þór Magnússon þjóðminjavörður.
DV-mynd: GVA
Bjarni Pétursson, fyrrverandi forstöðumaður
íFesti íGrindavík:
„Var ekki vikið
úr starfi”
— bæjarstjóri að klóra yfir eigin mistök
„Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri
í Grindavík, vegur ómaklega að mér í
DV í gær í forsíöufrétt,” sagði Bjarni
Pétursson, íyrrverandi forstöðumaöur
félagsheimilisins Festar í Grindavík,
er hann hafði samband við blaðið.
„Vegna ummæla bæjarstjórans sé ég
mig tilneyddan aö svara þessum
óhróðri. Hann segir að mér hafi verið
vikið úr starfi, sem er ekki rétt. Hinn
21. október síðastliðinn sagöi ég upp
störfum hjá Félagsheimilinu Festi er
bæjarstjórinn kom til mín vegna
verslunarreksturs sem eiginkona min
var í þann veginn að hefja. Sagði hann
þá að leyfi til reksturs verslunarinnar
fengist ekki nema ég segði upp störfum
sem ég geröi þá þegar. Eölilegur upp-
sagnartími hefði átt aö vera 3 mánuðir
en bæjarstjóri og forseti bæjarstjórn-
ar, arftaki minn í starfi, óskuöu eftir
því viö mig að ég sæti til 1. mars.
Oreiðu í bókhaldi má kannski til sanns
vegar færa en með stórfréttauppslætti
tel ég bæjarstjóra, sem einnig er stjórn-
arformaður í Félagsheimilinu Festi,
vera að frýja sig ábyrgð gagnvart al-
menningi en þau 2 1/2 ár, sem ég rak
Festi, voru aðeins haldnir 3 stjórnar-
fundir, þar af 1 sem ég boöaði til vegna
kjara minna. Einnig gerði ég tilraun til
fundarboöunar fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar síðastliðið vor en þá sáu
aöeLns 2 fulltrúar sér fært að mæta. Á
fundi stjórnar eigendafélags Félags-
heimilisins Festar nú fyrir skömmu
upplýsti bæjarstjóri, aðspuröur, að
vegna gruns um að „bókhald væri ekki
tilbúiö” sæi hann ekki ástæöu til aö
halda fund. Hvenær, ef ekki þá?
Eg hætti sjálfviljugur störfum 31.
janúar síðastliöinn í Félagsheimilinu
Festi vegna þess að bæjarstjórinn,
sem þá haföi tekið við prókúru, neitaði
að greiða mér laun á þeim forsendum
að ég heföi greitt mér laun fyrir yfir-
vinnu en ég var ráðinn samkvæmt
samningum BSRB og virðist mér sem
bæjarstjóri, þrátt fyrir 12 ára starf
sem slíkur, hafi ekki enn skilið samn-
inga BSRB. Eftir bæjarstjórnarkosn-
ingarnar síöastliðið vor lenti ég í þeirri
aðstöðu að vera í samningaviðræöum
um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Ég og þeir, sem sátu sömu megin borðs
og ég, gerðum að kröfu að nýr bæjar-
stjóri yrði ráðinn. Eftir það þekki ég
ekki bæjarstjóra sem sama mann og
áður. Öll framkoma hans gagnvart mér
gjörbreyttist. Ég tel því undirrót þess-
ara rógskrifa pólitíska og einnig aö
bæjarstjóri sé að reyna að klóra yfir
eigin mistök.”
JBH
Athugasemd: Frétt DV í gær var
unnin algerlega aö frumkvæði blaðs-
ins. Bjarni staðfestir sjálfur fréttina,
sem var um bókhaldsóreiðu. Staðsetn-
ing fréttarinnar í blaðinu er að sjálf-
sögðu blaösins en ekki bæjarstjóra.
-Fréttastj.
Fermingargjöfin í ár
AIWA ferðatæki
D
i • i
Kaaio
i r
ARMULA 38 iSelmúla megin) » 105REYKJAVIK
SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366
VERÐLÆKKUN
Vegna hagstæðra samninga við ATOMIC og CABER getum
við boðið ótrúlega hagstætt verð á ATOMIC skíðum og CABER
skíðaskóm.
ARC Carbon Bionic
ARC Bionic Team SL
ARC Bionic Team RS
ARC Excellent
Var
6.640,00
6.450,00
6.450,00
3.790,00
Var
Nú
4.650,-
4.515,-
4.515,-
2.653,-
Nú
Hér er þó aðeins um mjög takmarkað magn að ræða.
ATOMIC SKÍÐI
Var Nú
MID Bionic
MID Dominator
MID Supreme
MID Sport
5.950,00 4.165,- ARC Worldcup 140—175 2.350,00 1.645,-
5.277,00 3.695,- ARC Worldcup 120—130 2.285,00 1.599,-
3.550,00 2.485,- ARC Pro 160—170 1.997,00 1.397,-
2.710,00 1.895,- ARC Pro 140—150 ARC Pro 120—130 1.847,00 1.696,00 1.295,- 1.187,-
CABER SKÍÐASKOR
Var Nú
Gold 2 4.470,00 2.680,-
Sideral 4.265,00 2.560,-
Equipe 3.678,00 2.250,-
Impulse 3.115,00 1.865,-
Equipe Jr. 2.355,00 1.415,-
Targa 2.030,00 1.215,-
Mirage 1.641,00 985,-
Devil 1.405,00 845,-
Alfetta 1.245,00 745,-
Pioneer 1.065,00 640,-
gengi03031983.
SPOBTVAl
ILAUGAVEGI 116, VIÐ HLEMMTORC-
SÍMAR 14390 26690