Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 7
DV. FIMMTUDAGUR 10. MARS1983.
7
jr Neytendur
VERÐKÖNNUN
Á AKRANESI
Dagana 24. febrúar til 2. mars var
svokölluð opin vika hjá nemendum
Fjölbrautaskólans á Akranesi.
Venjuleg stundaskrá var felld niður
þessa viku og nemendur völdu sér
ýmis frjáls verkefni sem þeir unnu
ásamt kennurum. Tuttugu og þrír
nemendur völdu sér þaö hópverkefni
að gera verðkannanir í verslunum á
Akranesi. Niðurstöður þessara verð-
kannana hópsins hafa borist okkur
og er þar margt forvitnilegt að finna.
Hópurinn gerði verðkönnun í sex
matvöruverslunum á Akranesi 24.
febrúar, kannaði verð á vísitölu-
brauðum i tveimur bakaríum sama
dag, kannaöi síðan verðmerkingar í
verslunargluggum og verð á hljóm-
plötum. Jafnframt voru gerðar verð-
kannanir á sportvörum og málningu
og athugað verðlag í sjoppum. Að
síðustu var einnig kannaö verölag á
hárgreiöslustofum og hjá hárskerum
og gerður verðsamanburður á klipp-
ingum, permanenti, hárþvotti og
annarri þjónustu sem veitt er á
slikum stofum. Verðkannanir nem-
endahópsins eru mjög vel unnar en
það yfirgripsmiklar að erfitt er að
birta allar niðurstöðumar og verður
því stiklað á stóru.
Mest vöruúrval
í Einarsbúð
I kaupfélaginu fengust 37 vöruteg-
undir af 45 = 82,2%. I Einarsbúö
fengust 40 af 45 = 88,8% og var þaö
besta útkoman. Af 45 vörutegund-
um fengust 36 í SS búðinni = 80,00%.
I versluninni Laugarbakka fengust
28 af 45 vörutegundum sem er 62,2%.
Verðkönnunin náði einnig til tveggja
verslana Skagavers, þeirrar efri og
rieöri, sem eru aögreindar á list-
anum. SN er vörumarkaður og SE er
útibú. I Skagaveri neðra fengust 38
af 45 vörutegundum = 84,4%. 1 efri
versluninni fengust 34 af 45 = 77,7%.
Þegar við lítum yfir vörulistann
má sjá að mikill verðmunur er t.d. á
flórsykri, tvö kíló kosta kr. 6,25 í
Einarsbúð, en kr. 11,40 í kaupfélag-
inu, mismunurinn er 45,17%. Annaö
dæmi er Pama hrismjöl i 350 g pakka
sem kostar kr. 13,00 í Skagaveri
(SN), kostar kr. 21,40 í kaupfélaginu
og er mismunurinn 39,25%. Royal
lyftiduft (450 g) kostar kr. 8,90 í
versluninni Laugarbakka en kr.
34,45 í SS búöinni og er mismunurinn
á verði á þessari einu vörutegund
74,16%. Verðmunur á lægsta og
hæsta kílóverði á eggjum er 46,18%,
en kílóið kostar kr. 37,00 í Skagaveri
(báðum verslununum) en kr. 68,75 í
kaupfélaginu.
Nemendurnir í Fjölbrautaskólan-
um á Akranesi reiknuöu út hversu
margar mínútur þyrfti til að vinna
fyrir hverri vörutegund og höfðu
meðalverð hverrar vöru til hliðsjón-
ar. Einnig gera þeir samanburð sem
er byggður á meöaltölum úr könnun
sem gerð var 4. nóv. 1982. Kauptaxti
er miðaður við 8. flokk A í samning-
um Verkalýðsfélags Akraness á
hverjum tíma. Meðalverð á Solgryn
haframjöli (950 g) í þessari könnun
nú var kr. 36,29.1. nóv. 1982 þurfti 40
mín. vinnutíma til aö vinna fyrir
haframjölspakkanum. En 1. janúar
1983 var vinnutíminn kominn í 50,50
mínútur. Meðalverð á Nivea kremi
(60 ml) var kr. 14,19 og vinnutími
fyrra skiptið 22 mínútur en frá 1. jan.
19,74 minútur.
Meðalverð á Royal vanillubúðingi
(90 g) var í þessari könnun kr. 27,87
og tók 8 mínútur, eftir taxta frá 1.
nóvember, að vinna fyrir búöingnum
en frá 1. janúar var vinnutiminn
kominn í 38,78 mínútur.
Verð á vísitölu-
brauðum of hátt
I tveimur bakaríum á Akranesi,
Harðarbakaríi og Brauð- og köku-
gerðinni, var gerð verðkönnun á vísi-
tölubrauöum. Verðið á brauöunum
er tekið úr verðlista frá 23. febrúar
1983 og eru bæði bakaríin með sama
verðlista.
Mismunur á verði vísitölubrauð-
anna er frá 9,9% til 19,1% meiri en
leyfilegt verð er. Bakaríin tvö gefa út
verðlista sem er töluvert yfir leyfi-
legu verði (sjá lista). Maltbrauö
kostar kr. 10,45 í bakaríunum en
leyfilegt verð á maltbrauði er kr.
8,90, 14,8% dýrara en leyfilegt er.
Sigtibrauð kostar einnig kr. 10,45 á
Akranesi en leyfilegt verð er kr. 8,45
(19.1%dýrara).
A verðlistanum sést að rúgbrauð
(12 sneiðar) kosta kr. 14,10 en þar af
er niðursneiðing á brauðinu kr. 3,00,
sem dregið er frá og kostar rúg-
brauðiö kr. 11,10, en á að kosta kr.
10,00.
Mismunurinn á verði vísitölu-
brauðanna getur hvorki legið í flutn-
ingskostnaöi hráefnis né mismun-
andiþyngd brauða.
Hækkunin frá leyfilega verðinu
vegna flutningskostnaðar getur orðið
í mesta lagi 1—2% samkvæmt
upplýsingum frá Verðlagsstofnun.
Hér hefur aðeins veriö stiklað á
stóru í þessari verðkönnun nemend-
anna í Fjölbrautaskólanum á Akra-
nesi. Ymislegt fleira er markvert í
þessari könnun sem verður ef til vill
vikið að síðar. En það er ánægjulegt
að þessi hópur skuli hafa sýnt þessu
verkefni áhuga og vel er verkið unn-
ið. -ÞG
Halldór á þvottaplani nýju stöðvarinnar. / baksýn má sjá mann bóna bilinn
sinn. DV-mynd GVA.
FERMINGARGJÖFIN
I AR
Rúm m/útvarpi, klukku,
segulbandi, bókahillu og dýnu.
Technics ■
Technics Z-25
Fermingarsettið í ár er Technics Z-25.
Þaö þarf ekki mörg orö til að lýsa gæöum
Technics Z-25, hún gerir þaö sjálf, en smá
punktar saka ekki. Hún er 2 x 30 sin vött
meö 50 vatta hátölurum. Kassettutæki
meö sviöiö 20—17000 hz. Sterló útvarp meö
FM, MW, LW. Klassaspilari meö beinum
armi og aö sjálfsögöu skápur á hjólum
meö glerloki og huró.
Þú færð mikið fyrir peningana hjá Technics.
m JAPIS hf.
Technics ■