Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Síða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Olía frá borstöövum í Norðursjó á borð við þessa hefur gert strik i útreikninga OPEC-ráðherranna.
Armenar ráðast enn
á Tyrkjadiplómat
Samkomulag um olíu-
verö i sjónmáli hjá OPEC
Ahmed Yamani, oliuráðherra Saudi
Arabíu, sagði í London í gærkvöldi að
hann væri bjartsýnn á að samkomulag
næðist um olíuverö OPECs í lok vik-
unnar.
Viðræöur olíuráðherranna stóðu
langt fram eftir kvöldi í gær. Hefur
kvisast að menn séu ásáttir um $5
lækkun á olíunni, en eftir sé að ákveöa
framleiöslukvótana og hvemig menn
skipti markaðnum á milli sín.
Ef af þessu verður mun hið opinbera
lágmarksverð OPEC-olíu verða $29 og
afstýrt verður verðlækkanastríðinu,
sem var í uppsiglingu meöal olíufram-
leiðsluríkja. Sum þeirra hafa undir-
boðiö félaga sína til þess að auka hlut
sinn í markaðnum.
Heyrst hefur að Nígería fái aö selja
gæöaolíu sína á $30 fatið, á meðan
aðrir olíuútflytjendur í Afríku ætli að
selja sína oliu á $30,50 fatiö.
I dag taka ráðherramir til viö aö
semja um markaðsskiptinguna.
Niðurstöður OPEC-viðræðnanna í
London þykja nokkuð háöar því hvað
olíuframleiðendur í Norðursjó, Bretar
og Norðmenn, ætli að gera. Þeir
lækkuðu sína olíu á dögunum um þrjá
dollara. Lækki þeir hana enn munu
olíuráðherrar OPEC koma að nýju
saman til þess aö ræöa frekari
aðgerðir samtakanna.
Samkomulag mun hafa náðst um að
minnka heildarframleiðslu OPEC-
ríkja um að minnsta kosti milljón
tunnur á dag (eöa niður í 17,5 milljónir
oh'ufata) til þess að verja verðið á
markaðnum.
Embættismaður Reagans
víkur út afhneyksli
Forstööumaður umhverfisvemdar-
ráðs Bandarikjanna sagði af sér í gær-
kvöldi og þykir þá létt af Reagan
Bandaríkjaforseta nokkru fargi vegna
hneykslis sem orðað hefur verið við
ráðið.
Anne Burford hefur verið sökuö um
það í þinginu að hafa beitt ráðinu póli-
tískt fyrir sig og misnotað fjármuni
þess. Sagði hún Reagan forseta að hún
væri stolt af starfi sínu í ráðinu en
segði af sér vegna deilu sem gerði
henni ókleift að gegna því.
I uppsögninni vék hún ekki að ávirð-
ingum um að óreiða væri á $1,6 millj-
arða sjóði sem ráðið hefur til að hrinda
í framkvæmd áætlunum um hreinsun
eiturúrgangsefna á 400 stöðum í
Bandaríkjunum. Starfsmenn ráðsins,
sem leiddir hafa verið fram til vitnis í
þinginu um starfshætti þess hafa verið
sakaðir um að bera ljúgvitni. Einkan-
lega varðandi s jóöinn.
Sex þingnefndir hafa verið settar á
laggimar til þess aö rannsaka starfs-
hætti umhverfisverndarráðs.
Vitni hafa gefið sig fram sem sáu
hann flýja tilræðisstaðinn í Alfa
Romeo-bifreið, en henni ók kona. Bíll-
inn fannst síðar yfirgefinn í úthverfi
Belgrad.
Tilræðismennirnir höfðu notað tæki-
færið, þegar sendiherrabílhnn nam
staðar á rauðum umferðarljósum í
miðbæ höfuðborgarinnar, og hafið
skothríð á bílinn. Tvö skot hæfðu sendi-
herrann.
„Réttlætisvíkingamir” eru taldir
bera ábyrgð á fimmtán árásum á
Tyrki síðan 1975. Þeir saka Tyrki um
morð á 1,5 milljón Armenum 1915.
Um 100 þúsund selir hafa nú safnast í St. Lawrenceflóa til að kæpa.
Selveiðin frestast
Um 100 þúsund sehr hafa safnast í
St. Lawrenceflóa í Kanada til þess að
kæpa en hin umdeilda selveiði Kanada-
manna er þó ekki hafin ennþá.
Selskinn em nú alveg horfin af
markaði í Evrópu eftir að EBE setti
bann viö innflutningi á kópaskinnum.
— Kanadískir selfangarar bíða eftir
því að selkóparnir stækki.
Kópamir fæðast í mjólkurhárum,
sem byrjar að dökkna eftir tíu daga.
Um 300 selveiðimenn hafa heimild-
arbréf upp á að þeir megi veiða í fló-
anum. Sútarar hafa boðist til þess að
kaupa um 60 þúsund skinn af fuhorön-
um selum þetta árið. — Er búist við að
veiðin dragist saman um helming frá
því sem vant er.
Við Nýfundnaland, þar sem eru önn-
ur mestu selveiöimið í heimi, er nú haf-
ís og ógæftir. Stærri selfangarar, sem
sækja þaðan lengra, leggja ekki upp
fyrr en í lok mánaðarins.
Júgóslavneska lögreglan leitar nú
dyrum og dyngjum annars tilræöis-
mannanna sem í gærmorgun særðu
alvarlega í fyrirsát sendiherra
Tyrklands í Belgrad.
Viö allar útgönguleiðir úr borginni
voru lögreglumenn á vappi. Á vegum,
flugvöllum og járnbrautarstöðvum.
Naumast var þverfótað í umferðinni
fyrir lögreglubUum í eftirUti.
Yfirvöld segjast hafa handsamaö
hinn tUræðismanninn.
Sendiherrann, Gahp Balkar, liggur
mUh heims og helju en hann var
skorinn upp í gær vegna sára sinna.
Ein kúlan haföi komist inn í heUa.
Einn júgóslavneskur námsmaður lét
lífið þegar hann reyndi aö koma í veg
fyrir árásina. Júgóslavneskur ofursti
(kominn á eUUaun) særðist alvarlega
þegar hann lenti í miðri kúlnahríð
tilræðismannanna og lögreglunnar.
Samtök, semkalla sig „Réttlætisvík-
inga” og leita hefnda fyrir þjóðar-
morð á Armenum, segjast hafa staöið
aö þessu tilræði.
Tilræöismaðurinn sem handsam-
aður var heitir Haroutiony Krikor
Levonian og er 23 ára. Hann bar á sér
vegabréf frá Líbanon. Hann er sagöur
alvarlega særöur eftir skotbardagann
við lögregluna. — Lögreglan telur að
félagi hans beri sömuleiðis líbanskt
vegabréf í nafni Alexanders E1
Bekiyan. Er nákvæm lýsing gefin á
honum.
hermenn komu tU þess að handtaka
hann, hefur farið huldu höföi síðan
fyrir helgi en skaut í gær upp kolhnum
í nágrannaríkinu Botswana. Bots-
wana-yfirvöld sögðu að Nkomo yrði
þar til bráöabirgöa á meðan hann mæti
kringumstæöur íheimalandinu.
Yfirvöld í Harare (Zimbabwe) sögðu
í gærkvöldi að Nkomo hefði flúið land-
veginn í dularklæöum.
Nkomo sakar Mugabe, forsætisráð-
herra og fyrrum samherja í skæru-
hernaði þjóðemissinna blökkumanna,
um að hafa mælt svo fyrir að hann,
Nkomo, skuli drepinn. Mugabe hefur
vísað þeim ásökunum á bug.
Mikið hefur borið á ofbeldis- og
hryðjuverkum í Zimbabwe undan-
fama mánuði og hefur stjómin kennt
um leifum Zipra-skæruliöaflokks
Nkomos. Er Nkomo sakaður um að
standa að baki ólgunni.
Nkomo ber stjómarherflokkum á
brýn að fara með morðum á óbreyttum
borgumm í Matabelelandi, þar sem
hann og ZAPU hafa átt mest ítök. En
stjómin heldur því fram, að skæruliðar
dulbúist sem stjómarhsrmenn og
ræni, rupli og myrði í héraðinu.
Ýmsir vestrænir fréttamenn í
Zimbabwe segjast hafa orðið varir við
að fjöldamorð hafi veriö framin í
þorpum í dreifbýlinu og að innfæddir
haldi því fram að stjórnarherinn hafi
verið þar að verki.
Upplýsingaráðherrann kunngerði í
gærkvöldi að stjómin mundi taka hart
á þeim erlendum fréttaritumm sem
breiddu út óhróöur um stjórnina.
Háttsettir foringjar í stjórnarand-
stöðuarmi Joshua Nkomo hafa hótað
að víkja honum úr forystu ZAPU-
flokksins ef hann ekki snúi heim aftur
úr s jálfskaparútlegð sinni.
Hin opinbera fréttastofa, Ziana, í
Zimbabwe hefur eftir tveim ónafn-
greindum foringjum ZAPU-samtak-
anna að miðstjórn flokksins muni senn
krefjast þess að Nkomo snúi annað-
hvort heim eða láti af forystu samtak-
anna.
Nkomo, sem slapp naumlega af
heimili sínu fyrir helgi þegar stjórnar-
Bænar-
skjalið var
skrifað með
eigin blóði
Átta árum eftir aö Víetnamstríð-
ið skildi þau að hefur víetnömsk
fjölskylda ein í Montreal loks sam-
einast að nýju vegna þess aö móðir-
in skrifaði ráðherrum bænarbréf
með eigin blóði.
Ngan-Ha Vo-Nguyen og Viet
Thu, eiginmaður hennar, voru bæði
háttsett í stjórn S-Víetnams þegar
þau flúðu tÚ Kanada 1975. Skildu
þau böm sín sex eftir hjá ömm-
unni.
Öll viðleitni til þess að fá börnin
til Kanada reyndist árangurslaus
þar til þau hjónin skrifuðu bréf til
innflytjendaráðherra Kanada.
Fyrir blek notuðu þau eigið blóö,
sem þau kreistu úr fingurgómun-
um.
Á dögunum komu börnin sex til
foreldra sinna og tveggja systkina
sem fæðst höföu í Kanada. Foreldr-
amir segja að fjölskyldan sé þó
ekki enn búin að ná fullri tölu. Þau
ætla að eignast fleiri böm.
Nkomo flúdi