Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.
SÆNSKA FANGELSISKERFIÐ STEFN-
IR AÐ UPPBYGGILEGRIFANGAVIST
— segir Peter Nilsson, einn yfirmanna þess kerfis
Peter Nilsson, yfirmaöur eöa náms-
stjóri kennslu og þjálfunar starfsfólks í
sænskum fangelsum, er staddur hér um
þessar mundir. Tilefniö er fundur yfir-
manna kennslu starfsfólks viö fangels-
iskerfi Noröurlandanna. Eitt viöfangs-
efna fundarins er árleg samnorræn
ráöstefna um þessi mál. Hún veröur
haldin í Finnlandi í september. Island
hefur tekið þátt í samstarfinu undan-
farintvöár.
Starfsbræður Peter Nilsson á hinum
Noröurlöndunum munu nú koma hér
hver af öðrum. Hann bar þó fyrstan aö
garöi og var því beðinn aö segja dálítið
frástarfisínu:
„Sænska fangelsiskerfið er svo stórt
aö eiginlega er ómögulegt að gera
grein fyrir því í stuttu blaöaviötali. Ég
skal þó reyna aö stikla á stóru í þeim
efnum: Við þaö vinna um þaö bil átta
þúsund manns, aö öllum starfsmönn-
um töldum. Ef viö yfirleitt miöum all-
ar tölumar viö ,,um þaö bil”, þá eru
fangarnir fjögur þúsund og fimm
hundruð. Skilorðsbundnir dómar nema
síðan einum fimmtán þúsundum.
Þessu sinna nítján ríkisfangelsi, sex-
tíu héraösfangelsi, fimmtán gæslu-
varðshaldsfangelsi og níutíu skilorös-
eftirlitsstofnanir, hver meö eina tutt-
ugustarfsmenn.
Til þess aö geta rætt fangelsiskerfi
okkar verö ég fyrst aö minnast á hvaöa
markmiði viö viljum að það þjóni. Til-
gangur þess er ekki aö vera refsikerfi
heldur miðar aö því aö gera fangelsis-
vistina eins uppbyggilega og minnst
mannskemmandi og unnt er. Síöan
reynum við aö auövelda fyrrverandi
föngum aðlögun að samfélaginu; reyn-
um að kenna þeim eitthvaö hagnýtt,
svo sem iön, á meðan á fangavist
stendur. Og að henni lokinni aöstoöum
viö þá í sambandi viö húsnæði, vinnu
og þess háttar.
Vandað er til vals þeirra er fangels-
isstörfum sinna. Þeir hljóta þjálfun
með þaö fyrir augum aö vera færir um
aö endurhæfa fangana. Þannig má
nefna að sænskir fangaveröir hljóta
meiri fræðslu í sálfræöi en almennur
hjúkrunarfræðingur. Mikil áhersla er
síðan lögö á kennslu í meðferð geö-
sjúkra.
Nýliðar eru valdir úr nágrenni hvers
fangelsis. Að forvali loknu hljóta þeir
tveggja vikna hagnýta þjálfun. Ef
starf er laust eru þeir efnilegustu þá
ráönir. Eftir fjögurra mánaöa starf
eru þeir endurmetnir. Þaö mat er svo
endurtekiö eftir átta mánaöa starf.
Þegar fangavöröur hefur hlotið
tveggja til þriggja ára starfsreynslu
fer hann til Norrköping eða Stokk-
hólms, þar sem hann enn hlýtur tólf
vikna sérþjálfun, í meöal annars eftir-
töldu: Sálfræöi, félagsfræöi, sjálfs-
vörn og meðferð fanga yfirleitt. — Og
enn eru stig í þjálfun fangavaröa ótal-
in.
Mikil áhersla er lögö á þátttöku
fanga í hvers konar félagssamskipt-
um. Margir þeirra, er lenda út á hálar
brautir, hafa nefnilega aldrei kynnst
venjulegum mannlegum samskiptum;
kunna ekki aö þrífast í samfélagi.
Hjá okkur þurfa fangaveröir aö hafa
grundvallarmenntun sem samsvarar
stúdentsprófi. Og fangaverðirnir
okkar koma úr hinum fjölbreyttustu
starfsgreinum, þótt viö höfum ekki síst
áhuga á fólki meö „hagnýta” þekk-
ingu, svo sem í hinum ýmsu iöngrein-
um.
Vegna samdráttar á vinnumarkaöi
langskólagenginna manna er töluvert
um slíkt fólk meðal fangavaröanna.
Þar má meðal annarra nefna einn
lækni og síðan marga félagsfræöinga,
sálfræðinga, laganema, sjúkraliöa, og
þar fram eftir götunum.
Á árlegum ráöstefnum Noröurland-
anna um þessi efni skiptumst viö á
reynslu og hvers konar niöurstööum
athugana. Arið ’81 var ráöstefnan
haldin í Svíþjóö. Þá voru fíkniefnin á
dagskrá og meðferð fíkniefnasjúkl-
inga. Arið ’82 var þessi ráöstefna haldin
í Danmörku. Umfjöllunarefniö þar var
staöa refsikerfisins í þjóöfélaginu.
Ráöstefnuefni þessa árs ræðst af
undirbúningsfundinum er nú veröur í
Reykjavík.” -FG.
Peter NUsson, yfirmaður kennslu og þjálfunar starfsfólks í sænskum fangelsum.
DV-mynd GVA.
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ
lí LAUGARDALSHÖLL í KVÖLD
75
ára
1983
KL.20
Dagskrá: Fram — FH 1960—70 — handbolti old boys.
Stjörnulið Ömars Ragnarssonar — Stjórn
KSÍ + Albert Guðmundsson.
Ironheads í fyrsta sinn á Islandi.
old girls í handbolta.
Vítakeppni áhorfenda, Val Brazy og
Kristinn Jörundsson.
Hljómlist: Pétur Kristjánsson.
ÍÉhb yT’Jsi
Ömar Albert Geir Þórhallur
Ragnarsson, Guðmundsson, Hallsteinsson, (Laddi)
Sigurðsson,
Hermann
Gunnarsson,
Magnús
Ölafsson,
Ellert
Schram.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM.