Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1903. 13 síga í baráttunni fyrir kjörum þeirra. Vitleysan veröur að hafa sinn gang, fólkið verður að fá brauð og leiki — og kauphækkun! Ég er löngu kominn á þá skoðun að meginorsök þess vanda sem við erum stödd í sé stjórnleysi. I raun og veru hefur þessu landi ekki verið stjórnað undanfarin ár. Stjómmála- menn hafa keppst við að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum sínum með alls kyns gylliboöum, og þótt þeir hafi í ööru orðinu talað um að nú þurfi að gripa til róttækra aðgerða þá hafa þeir ekki þorað það því ávallt hafa aðrir verið reiðubúnir til þess að ljúga því að fólki að ekkert sé að, þaö eina sem gera þurfi sé aö skipta um menn í fínum stólum þá falli allt í ljúfa löð. Með stuttu millibili hafa þrír athafnamenn í ólíkum fyrirtækjum sagt við mig sömu setninguna: Það væri enginn vandi að stjórna þessu fyrirtæki ef landinu væri stjómaö. Eg held að þeir hafi rétt fyrir sér. Ábyrgð í stað samráðs-kjaftæðis Eg held að orðið samráð sé eitthvert bölvaðasta orð sem íslenskir stjómmálamenn hafa lært. Þetta orð hefur vaðið uppi í allri umræðu síðan A-flokkunum svoköll- uðu tókst að telja fólki trú um það árið 1978 aö þeir gætu sett samn- ingana í gildi. Þaö átti að friða laun- þega að tönnlast sí og æ á þessu orði. Segja þeim að stjómvöld gerðu ekkert nema hafa samband við þá og bera aðgerðirnar undir þá. Allir vita hvemig þetta hefur gengið til. Auðvitaö hafa forsvarsmenn laun- þega nær alltaf mótmælt í orði kveðnu. Þeim er samt mætavel ljóst að við eigum í erfiöleikum og þeir hafa sýnt mikla þolinmæði oft á tíðum. Líklega meiri en verkalýðs- hreyfingin hefur haft gott af, félags- lega séð. En á móti kemur aö stjóm- málamenn hafa oft getað þvegið hendur sínar og bent með réttu á það þeir hafi haft „samráð” við laun- þegana. Þeir hafa fengið forystu- menn þeirra til þess að kyngja hverri loðmullunni eftir aðra, í raun og vem ekki gert neitt, svo enginn vaknaði af verðbólguvímunni. Um stjóm á efna- hagsmálum hefur ekki verið að ræöa, menn hafa borist áfram með straumnum án þess að vita um áfangastað. Það er kominn tími til þess, bæði fyrir almenning og stjómmálamenn, að gera sér grein fyrir því að í alþingiskosningum velur þjóðin sér menn til þess að stjóma málum sínum. Þeim em bæöi falin völd og ábyrgð. Þeim ber að stjórna þann tíma sem þeir eru á þingi og leggja verk síöan undir þjóðardóm. Þeir hafa engan rétt til þess að afhenda þessi völd sín einhverjum hags- munasamtökum sem enga ábyrgð bera samkvæmt stjórnskipunar- lögum okkar. Þeir eiga ekki að spyrja Pétur og Pál úti í bæ hvað þeir eigi að gera og hvað þeir megi gera. Þeir eiga aðeins að spyrja sannfær- ingu sína um það og þeir mega aldrei gleyma því að þjóðarhagur er mikil- vægari en það, hvort þeir sitja fjórum árum lengur eða skemur á þingi. Vilji er EKKI allt sem þarf Það varð frægt þegar forsætisráð- herra okkar gerði orð þjóðskáldsins að sínum í áramótaávarpi og sagði: „Vilji er allt sem þarf”. Þetta þótti mikil speki en er þó ekki nema hálf- sannleikur og kannski ekki það. Vilji er nefnilega ekki ailt sem þarf. Hann er raunar gjörsamlega gagnslaus ef kjarkinn vantar. Og kjarkinn viröist hafa vantað. Kjarkinn til þess að taka á vandanum þótt viljinn væri vafalaust fyrir hendi. Kjarkinn til að setja hnefann í borðið þegar þrýsti- hóparnir lokuðu heilbrigöisstofn- ununum, kjarkinn til þess að standa upp úr ráðherrastólunum og segja: Látum þjóöina dæma, viö skulum víkja ef hún vill þaö, en annars sitjum við og stjómum og ekkert kjaftæði með það. Vofa atvinnuleysisis bíöur nú við dyr margra fyrirtækja. Fjöldi hús- byggjenda og fóiks sem nýlega er flutt í húsnæði sér engan veginn fram úr vandamáium gærdagsins hvað þá framtíöarinnar. Vextir eru svo háir að við þá ræður enginn maður ef lánin eru há og þeir eiga eftir að hækka, nema menn kjósi heldur algert hrun g jaldmiðilsins. Frá þessu verður þjóðinni ekki bjargað meö einhverju samráös- kjaftæði. Það er vonlaust að koma einhverju viti í efnahagsmál okkar nema stjórnmálamenn taki sig til að loknum næstu kosningum og fari að stjórna landinu, í stað þess að láta ábyrgðarlausa aðila úti í bæ stjórna sér. Stjómmálamenn era vafaiaust misvitrir en þeir hafa þó þá sérstöðu að þeir neyðast til þess að leggja öll sín verk undir almannadóm. Það þætti vafalaust flestum launþegum harður kostur að þurfa að gera að kvöldi hvers vinnudags. En í þessari kvöö felst einnig réttur stjórnmála- manna og styrkur. Þeir eiga heimt- ingu á því að þjóöin dæmi verk þeirra og þann rétt eiga þeir að notfæra sér. Þeir geta stillt þjóðinni upp við vegg og kvatt hana til ábyrgðar með sér. Það gera íslenskir stjórnmálamenn yfirleitt ekki. Þeir hugsa um stólana sína og hvemig þeir geti kippt stólum undan keppinautunum. Á þessu þarf að verða meginbreyting. Stjórnmála- menn verða að skilja að þeir eru kjörnir bæði til valda og ábyrgðar og þeir hafa engan rétt til þess að skjóta sér undan því. Magnús Bjamfreðsson „Eg er löngu kominn á þá skoðun að meg- inorsök þess vanda sem við erum stödd í sé stjómleysi. I raun og veru hefur þessu landi ekki verið stjómað undanfarin ár.” um en þáverandi samgönguráðherra iagði hana til hliöar skilningslaus og brosti meö sjálfum sér. Ferðamála- mennirnir hneigðu sig fyrir ráðherr- anum og sögðu já og amen. Þessi áætlun var svæfð en samt er hún býsna góð á ýmsan hátt og ætti að dragast fram í dagsljósið á ný. Sennilega hefur eitt vel útfært atriði hennar þótt of loftkastala- kennt og orðið henni að fjörtjóni. Leitað var að fjölþættum ferða- mannastaö (multi purpose resort) á landinu meö mikla möguleika. Tíu staðir á landinu voru teknir til athug- unar og gefin stig frá ýmsum s jónar- homum séð. Þessir staðir voru Kristnes, Botnssúlur, Haukadalur, Laugarvatn, Nesjavellir, Hvera- gerði, Krísuvík, Stardalur, Geldinga- nes og Saltvík á Kjalarnesi. Botns- súlur og Saltvík fengu fæst stig eða 19 en flest stig, 47, fékk Krísuvík og næst kom Kristnes með 39 stig. Aætlanir um uppbyggingu Krísu- víkur voru kannski nokkuð djarfar og greinilega voru þær ofar hugmyndaflugi íslenskra stjórn- valda. I Krísuvík átti aö reisa lúxushótel fyrir ráðstefnur og fleira með suðrænan gróður undir hvolfþökum úr plasti og gleri, enda nægur jarð- hiti. Hvers vegna var ekki einhverjum hótelhringnum kynnt hugmyndin? Við gátum boðið ókeypis land og ókeypis og ótakmarkaða hitaorku sem engum hefur verið til gagns ára- tugum saman og svo mun áfram verða um áratuga skeið. Hvaða f jár- munum höfum við tapað þarna vegna áhugaleysis eða öllu heldur skilningsleysis? Sjálfur hef ég komið í eina fjölþætta ferðamannamiðstöö í Suður-Afríku sem byggð var úti í eyöimörk þar sem áður var ekkert til gagns eöa lífsframfærslu. Þetta er Sun City í fríríkinu Botswana og gefur af sér gífurlegar tekjur. Að vísu eru þar spilavíti sem ekki er gert ráö fyrir í Krísuvík. Einnig er þar sól og hiti, sem ekki er á fslandi, en samt er aöstaöan ekki vonlaus fyrir okkur. Það er í þessu dæmi stórfram- kvæmda sem öðrum stóriðjuhug- mynda að við eigum ekki að eiga fyrirtækin sjálfir og taka rekstrar- áhættu. Okkar hagnaöur getur verið góður samt. Það er grundvallar- atriði í viðskiptum að engin viðskipti eru góð nema báðir aöilar hagnist á þeim. Þetta þarf Hjörleifur aö tileinka sér. Á undanförnum árum hefur ferða- mannafjöldi á íslandi því sem næst staðið í stað sem þýðir hreina aftur- för því að í öllum löndum hefur ferða- mannafjöldi stóraukist. Að vísu sveiflast fjölferðamennska (massa- túrismi) eitthvað á milli landa eftir árferði og verðlagi, t.d. milli Grikk- lands og Spánar, en hingað til Islands verður aldrei neinn massa- túrismi (fjöldastraumur), til þess vantar bæði sól og yl. Viö höfum hins vegar hreint loft, hreint vatn og sérkennilegt norrænt mannlíf auk jaröfræðilegra náttúru- undra. Það er örugglega hægt aö finna fleiri en 80 þúsund manns til að njóta þess með okkur. Lítum á borgríkið Singapore sem er við miðbaug. Árið 1978 fengu þeir 2 milljónir ferðamanna og gerðu' á sama tíma áætlanir um að ná 4 mill- jónum árið 1984. Þar hafa allir stærstu hótelhringir heims aðstöðu auk fjölmargra heimamanna. Borg- in er fríríki og býður góða möguleika til vörukaupa. Þar er elskulegt fólk, flest af kínverskum uppruna, og borg- in er nosturslega hrein og auk þess í þjóöbraut. Getum við ekki eitthvað af þessu lært? Viö erum líka í þjóðbraut milli austurs og vesturs og höfum margt að bjóða sumar sem vetur. Nú um hríð liggja margra leiðir norður á bóginn. Vilhjálmur Stefáns- son vildi á sínum tíma gera Island að miðstöð rannsókna á norðursvæðum jaröarinnar, sem illu heilli var ekki þegið. Við getum samt orðið mikil- vægt hlið að þessum heimshluta ef við bara viljum. Landið okkar hefur einstaka og sérstæða kosti til ferðalaga. Náttúru- verndarmenn klifa hins vegar sífellt á því aö landið sé svo viðkvæmt að það þoli ekki meiri ágang. Þetta eru staðhæfingar sem ekki eru byggðar á neinum rannsóknum. Ég fullyrði að það þolir miklu meiri ágang ef aðeins við fáum að stjóma honum. Ferðir um öræfi landsins eru að miklu leyti stjórnlausar og sjálfir ganga Islendingar verst allra um landið og sýna því enga tillitssemi. Þessi skoðun mín er byggð á áratuga ferðareynslu um öræfi og byggðir Is- lands. Hvers vegna þurfa margir fegurstu ferðamannastaðir landsins að vera ár eftir ár undirlagðir af hreinu og kláru fylliríi þar sem öskrandi lýður æðir um svæðin daga og nætur svo að engum heilvita EinarÞ. Guðjohnsen manni er þar vært? Eg er ekki bindindismaður en ég þoli ekki öskr- andi stjórnlaust fyllirí á þessum stöðum. Þetta ástand er sjálfum okkur að kenna en ekki útlendingum og sjálfra okkar vegna verðum við að lækna meinið. Þessu ástandi hef ég hvergi kynnst erlendis enda þótt áfengi fáist þar keypt kvölds, morgna og miðjan dag. Þessi mál valda náttúruverndar- mönnum nokkrum erfiðleikum, sem eðlilegt er, en þeir mega ekki kenna útlendingum um það sem aflaga fer, það er okkur sjálfum aö kenna. Uppfræðum okkar eigiö fólk og krefj- umstallsafþví. Hingað leita nú erlendir rallmenn og vilja iðka sína íþrótt á öræfum íslands. Sjálfur er ég ekki áhuga- maður um þessa íþrótt en ég viður- kenni rétt annarra til sinna áhuga- mála. Ég hef kynnt mér máliö að; nokkru og sé að mjög strangar regl- ur eru um þátttöku. Náttúruverndar- ráði er boðið eftirlit því að kostn- aðarlausu. Látum ralliö fara fram og Náttúruverndarráö getur ekki hafnað eftirliti. Miklar gjaldeyris- tekjur eru í veöi. Viljum við verða alvöru ferða- mannaland með tilheyrandi gjald- eyristekjum sem bætt geta upp þorsk-, síldar- og loðnumissi? Tökum þá ferðamálin af alvöru á dagskrá. Miðstýring í ferðamálum Svo undarlega er málum háttað að ferðaskrifstofur eða. þjónustufyrir- tæki feröamála má ekki stofnsetja nema sett sé ábyrgð, fasteignaveð. Eg sé enga ástæðu til að þessa sé fremur krafist um ferðamálafyrir- tæki en hver önnur verslunarfyrir- tæki. Stórar upphæðir eru einnig í veði í innflutningi og útflutningi en samt engar ábyrgðir. Staðreyndin er að ríkið leggst á þessa atvinnugrein meöan aðrar hliðstæðar atvinnu- greinar fá aö starfa óáreyttar að mestu leyti. Ferðamál eru ekki áhættusamari en annar atvinnu- rekstur. Viöskiptavinir ferðaskrif- stofa verða að tryggja sig að eigin frumkvæði gegn ferðarofum. Þessi mál koma ríkinu ekkert við. Samningar ferðaskrifstofa og flutningaaðila um lánsviöskipti eru milli þeirra tveggja aöila og eru heldur ekki mál ríkisins. Af þessari fyrstu grein minni um ferðamál má það vera ljóst, að ég hafna allri miðstýringu í feröamál- um. Ferðamálaráði, og bak viö það samgönguráöuneytinu, ber að vera hvetjandi aðili í ferðamálum en ekki stjórnunaraðili. Á undanförnum feröamála- ráðstefnum hafa komið fram ýmsar hugmyndir um framtíö feröamála á Islandi sem alvöru atvinnugreinar. Þess vegna þýðir ekkert aö tala um að áætlun vanti. Það vantar aðeins framkvæmdir og hvetjandi aðila á bakvið. Einstaklingar, bæjarfélög og héraðssamtök verða að taka málin í sínar hendur og hvetja innlenda sem erlenda til heimsókna. Þaðsemgeraþarf: 1. Auka þarf ferðamannastraum til Islands svo sem frekast er kostur, og reikna fremur í hundruðum þúsunda en tugum þúsunda. 2. Hvetja ber bæjarfélög, héruð og einstaklinga til að búa sem best í haginn fyrir þennan aukna ferða- mannastraum og ná sem mestu til sín. 3. Auka þarf hótelrými verulega. Hér eru engin lúxushótel og hvers vegna ekki bjóða viðurkenndum hótelhring- umaðstöðu? 4. Samgöngur milli landshluta verður að tryggja allan ársins hring. 5. Eitt mikilvægasta atriðið er að tryggja stööugt verölag. Að hausti verður að gefa fast verð á þjónustu fyrir allt næsta ár. 6. Á hverju ári valda verkföll og verkfallshótanir ómældum skakka- föllum í ferðaþjónustu. Þetta er hluti af stærra vandamáli hér á landi. Ferðamál eru mjög viðkvæm fyrir verkföllum og viðkvæmari en aðrir atvinnuvegir. Aö þessu atriði kem ég síðar. Hvers vegna? 1. Hefðbundnir atvinnuvegir okkar eru ekki nógu traustir og öruggir. Þess vegna þurfum við meiri breidd í tefkjuöflun. I ferðamálum höfum við mesta möguleika til að auka tekjur. 2. Allt sem við gerum vegna útlendra ferðamanna gerum við einnig vegna sjálfra okkar svo sem í millilanda- ferðum og í innanlandsferðum. 3. Feröalög fólks milli landa eru einn alstærsti þátturinn í því aö eyða tortryggni þjóða á milli og tryggja frið. 4. Ferðalög okkar innanlands eru verulegur þáttur í jafnvægi í byggð landsins. 5. Við þurfum fleiri munna til að njóta okkar frábæru landbúnaöar- afurða hér á íslandi og þess vegna fleiri ferðamenn. 6. Kynning afurða okkar og Islands sem ferðamannalands fer saman og veröur ekki aðskilið. Ánægðir ferða- menn eru okkar bestu kynnendur og jafnframt neytendur afurða okkar í sínum heimalöndum. 7. Náttúruvernd og „túrismi” fara saman. Hvers viröi cr dauð náttúra sem enginn fær að njóta? Hvernig getum við dregið túrista til að njóta náttúru sem búið er að gerspilla eða eyðileggja? Einar Þ. Guðjohnsen. A „A undanförnum árum hefur ferða- mannafjöldi á íslandi því sem næst staðið í stað, sem þýðir hreina afturför því að í öllum löndum hefur ferðamannaf jöldi stóraukist.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.