Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Síða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir_______________íþróttir_________________íþróttir__________________íþróttir___________________iþróttir íþróttir Páll Olafsson sést hér á fullri ferð með knöttinn í 1. deildarkeppninni 1981. Páll tekur fram knatt- spymuskóna — og æt lar að leika með Þrótti í sumar Páll Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik úr Þrótti, er ákveðinn að taka knattspyrnuskóna fram aö nýju Miklartekjur Menotti hjá Barcelona Cesar Luis Menotti, fyrrum lands- liðseinvaldur Argentínu, hefur skrifað undir samning við Barcelona á Spáni og verður framkvæmdastjóri þessa stóriiðs. Hann skrifaði undir samning til 16 mánaða og samkvæmt fréttum frá félaginu í gær mun Menotti fá 750 þúsund dollara í kaup fyrir þessa 16 mánuði. 15 milljónir íslenskar. Auk þess fær hann sérstaka bónusa fyrir sigra, sem falla Barcelona í skaut í mótum, á tímabilinu. -hsím. og æfa og leika með 1. deildarliði Þrótt- ar í sumar. Páll hefur verið einn mesti markaskorari Þróttara undanfarin ár en sl. sumar tók hann sér frí frá knatt- spyrnu. — Ég gat einfaldlega ekki æft með Þrótti sl. sumar þar sem ég fór með landsliðinu í handknattleik til Júgósla- víu og tók þátt í undirbúningi fyrir B- keppnina í Hollandi, sagði Páll Olafs- son. Páll sagði að Þróttur væri nú með mjög góöan mannskap og hann þyrfti að leggja hart að sér við æfingar til að vinna sér sæti í Þróttarliöinu. — Koma Arnar Oskarssonar er mjög mikill styrkur fyrir okkur, þar sem við misstum Ágúst Hauksson til Noregs.sagðiPáll. Þaö þarf ekki aö efa að Páll mun koma til með að styrkja Þróttarliðiö — hann er fljótur og marksækinn sóknar- leikmaöur. -SOS Besta blaklið landsins, Þróttur. 1 neðri röð frá vinstri eru: Jón Friðrik Jóhannsson, Jón Arnason, Gunnar Arnason, Skúli U. Sveinsson, Böðv- ’ ar H. Sigurðsson. Efri röð: Leifur Harðarson, Lárentsínus H. Agústs- son, Guðmundur Kærnested, Gísll Jónsson, Sveinn Hreinsson, Börkur Arnviðarson og þjálfarinn Valdemar Jónasson. Myndin var tekin eftir sigurinn á IS í gærkvöldi. DV-mynd: Friðþjófur íslandsmótið í blaki: Jafntefli Búlgaria og Sviss gerðu jafn- tefli í landsieik í knattspyrnu í gærkvöldi, 1—1, í Varna í Búlgaríu. Ponte skoraði fyrir Sviss á 63. mín. en fimm min. fyrir leikslok jafnaði Yordanov. -hsím. Flest mörkin voru skoruð. með langskotum Stórskyttur íslands vöktu athygli íB-keppninni Kristján Arason úr FH var sá leikmaður sem skoraði flest mörk íslands i B-keppninni í Hol- Iandi, eða alls 34 mörk — þar af 11 mörk úr vitaköstum. Alfreð Gíslason úr KR kom næstur á blaði — skoraði 26 mörk og Bjarni Guðmundsson úr Nettel- stedt skoraði 20 mörk. Alfreð Gíslason skoraði flest mörk með langskotum, eða alls 22 mörk. Kristján Arason s <oraði 11 mörk með langskotum Þorbergur Aðalsteinsson úr Víkingi og Páll Olafsson úr Þrótti skoruðu báðir fjögur mörk með gegnumbrotum. Jóhannes Stefánsson úr KR og Steindór Gunnarsson úr Val skoruðu báöir fjögur mörk af línu. Guðmundur Guðmundsson úr Víkingi skoraði flest mörk úr horni, eða 6. Bjami Guðmunds- son skoraðifimmmörk. Bjami Guðmundsson skoraði flest mörk úr hraðupphlaupum, eða alls tíu. Guömundur Guö- mundsson skoraði níu og Krist- ján Arasonsex. Guðmundur Guðmundsson fiskaði flest vítaköst, eða alls átta. Þorbergur Aðalsteinsson fiskaði fjögur. Kristján Arason átti flestar línusendingar sem gáfu mörk, eða sjö. Sigurður Sveinsson átti fjórar sendingar sem gáf u mörk. Islensku landsliðsmennirnir skoruðu alls 149 mörk í B-keppn- inni. 50 voru skomð með lang- skotum, 31 úr hraðupphlaupum, 19 eftir gegnumbrot, 18 úr víta- köstum, 18 af línu og 13 úr hom- um. -SOS KR-ingar til Færeyja Handknattleiksmenn KR-Iiðs- ins, sem hafa ferðast mikið á þessu keppnistimabili — leikið í Danmörku, Noregi og V- Þýskalandi, eru nú á förum til Færeyja. Færeyingar hafa boðið KR-Iiðinu að koma til Þórshafnar eftir úrslitakeppnina um íslands- meistaratitilinn og leika þrjá leiki gegn landsliði Færeyinga, sem eru nú byrjaðir að undirbúa sig fyrir C-keppnina í handknatt- leik, sem verður á ítalíu. -SOS 106 leikir hjá Dooley Bandaríski þjálfarinn í körfu- knattieiknum hjá ÍR, Jim Dooley, hefur ekki setið aðgerða- laus síðan hann kom til landsins. Hann þjálfar flestalla flokka hjá ÍR og þegar þetta er skrifað hefur hann stjómað 106 leikjum hjá félaginu. i þessum 106 leikj- um hafa ÍR-ingar sigrað í 68 en 38 sinnum hafa leikmenn Dooleys tapað. Er þetta mjög góður árangur hjá Dooley sem hefur nú þegar unnið frábært starf fyrir ÍR-inga og körfuknattleikinn á islandi og er vonandi að fleiri slikar sendingar komi erlendis frá á næstu árum. -SK. Island, Ungverjaland og V-Þýskaland — fengu flest stig í B-keppninni í Hollandi. V-Þjóðverjar þeir einu sem töpuðu ekki leik Það var mikiö áfall fyrir V-Þjóðverja að hand- knattleikslandslið þeirra tryggði sér ekki farseðil- inn á ólympíuleikana í Los Angeles. V-Þjóðverjar voru aðeins einni sek. frá því takmarki, þar sem Ungverjar gerðu draum þeirra um OL-sætið að engu með því að jafna 18—18 á lokasekúndu leiks þjóðanna í Rotterdam. V-Þjóðverjar voru þeir einu sem töpuðu ekki leik í B-keppninni í Hollandi. Þeir léku sjö leiki — unnu f jóra og gerðu þrjú jafntefli. Ungverjar, sem töpuðu leik — 20—23 gegn Tékk- um, náðu jafnmörgum stigum og V-Þjóðverjar út úr B-keppninni, eða 11. Þeir voru með betri markatölu. Islenska landsliðiö náöi þriðja besta árangrinum — fékk einnig 11 stig út úr sínum leikjum. Arangur einstakra þjóða í keppninni, þegar allir leikir þeirra eru teknir saman, varð þessi: 1. Unverjal. 7 5 11 159-115 11 2. V-Þýskal. 7 4 3 0 122-105 11 3. Island 7 5 11 149-139 11 4. Tékkósl. 7 4 2 1 159-124 10 5. Svíþjóö 7 4 0 3 162-136 8 6. Frakkland 7 3 13 139-141 7 7. Spánn 7 2 2 3 141-128 6 8. Holland 7 2 14 114-134 5 9. Israel 7 2 14 131-155 5 10. Sviss 7 2 14 118-152 5 11. Búlgaría 7 10 6 145-165 2 12. Belgía 7 10 6 123-164 2 Óskar Guðmundsson, formaður badmintondeildar KR, til vinstri, hefur afhent sigurvegurunum, Brodda og Kristínu, verðlaunagripi. Guðmundur til hægri. Nú vann Broddi Á opna einliðaleiksmeistaramóti KR í badminton, sem var haldið þann 5. mars síðastliðinn hefndi Broddi Kristjánsson ófaranna frá TBR mótinu helgina áður, en þá sigraði Guðmundur Adolfsson Brodda. Nú spilaði Broddi eins og meistara sæmir og sigraði Guðmund örugglega í tveimur lotum 15— 7—15—10. Guðmundur hafði áður lent í erfiðleikum. gegn Víði Bragasyni, ÍA, í undanúrslitum en sigraö 15—6—10—15—15—8. Broddi fór hins vegar létt í gegnum sinn riðil. 1 einliðaleik kvenna sigraði Kristín Magnúsdóttir, TBR, Ragnheiði Jónasdóttur, ÍA. í þremur lotum 5—11—11—4—11—1. Þróttur meistari þriðja árið í röð — Karl og Teitur Þórðarsynir léku ekki með Lens sigraði Laval 2—0 i 1. deildinni Lens—Laval 2-0 Laval 27 10 10 7 31—30 30 frönsku á heimavelli. Bæði mörk liðs- Mulhouse—Strasbourg 2-0 Brest 27 8 13 6 41—42 29 ins voru skoruð úr vítaspyrnum. Þeir Bordeaux—Brest 0-0 Sochaux 27 7 14 6 41-34 28 Karl Þórðarson, Laval og Teitur Bastia—ParisSG 1-1 Nancy 27 10 7 10 55—45 27 Þórðarson, Lens, tóku ekki þátt í leikn- Tours—Sochaux 1-1 Auxerre 27 9 9 9 37-31 27 um. Teitur er alveg að ná sér eftir upp- Rouen—Auxerre 1-1 Strasbourg 27 9 7 11 30-38 25 skurðinn í desember en Karl verður St. Etienne—Lille 1-0 Metz 27 7 10 10 46-48 24 frá leik í að minnsta þrjár vikur enn. Monaco—Lyon 3-0 Rouen 27 9 6 12 38-41 24 Hann slasaðist í bikarleik í Nimes 12. Nantes—Toulouse 3-0 St. Etienne 27 8 8 11 27-34 24 febrúar og var í gær hjá sérfræðingi í Nancy—Metz 4-0 Bastia 27 6 11 10 32-37 23 París. Slæmur í lærvöðva og læknirinn Staðan er nú þannig Tours 27 9 5 13 45-53 23 tjáði Karli að hann yrði að taka lífinu Nantes 27 17 7 3 52-18 41 Lille 27 9 6 12 23-31 23 með ró í bráð. Bordeaux 27 14 5 8 48-36 33 Tourlouse 27 9 5 13 33—5 1 23 Heil umferö var í 1. deildinni í gær og ParisSG 27 13 6 8 43-37 32 Mulhouse 27 8 5 14 35-58 21 Nantes jók forustu sína í átta stig í Monaco 27 10 11 6 37-22 31 Lyon 27 7 6 14 40-52 20 deildinni. Urslit. Lens 27 13 5 9 46—42 31 -hsím. Tvær vítaspymur, Lens vann Laval — sigraði Stúdenta í fimm hrinu leik í gærkvöld Þróttur varð íslandsmeistari í blaki karla í gærkvöldi, þriöja árið í röð. Þróttur sigraði íþróttafélag stúdenta með þremur hrinum gegn tveimur í íþróttahúsi Hagaskóia. Fyrir leikinn skildu tvö stig liðin að þegar tvær um- Glæsilegur ferill Leifs Leifur Harðarson varð í gærkvöldi íslandsmeistari í blaki fimmta árið í röð. Árin 1979 og 1980 var hann meist- ari með spútnikliði Laugdæla. Síðan hefur hann orðið meistari með Þrótti. Hann varð reyndar einnig Islands- meistari með Þrótti árið 1977. Árið 1978 dvaldi hann hins vegar í Noregi. Þá vann ÍS titilinn. Leifur á einnig hlut á Íslandsmeist- aratitli kvennaliðs Þróttar. Hann er þjálfari liðsins. Sannarlega glæsilegur árangur þessa skemmtilega lelkmanns enda hefur hann tvívegis verið kjörinn blak maður ársins. -KMU. Leifur Harðarson. Alltaf Islandsmeist- ari frá 1977 — nema árið sem hann dvaldi í útlöndum. DV-mynd: Friðþjófur ferðir voru eftir. Með sigri gátu Stúdentar því náð Þrótturum að stig- um. Aukaleik hefði að öllum líkindum þurft. En til þess kom ekki. Á tímabili í leiknum í gærkvöldi leit þó út fyrir að aukaleiks mætti vænta. IS hafði unnið tvær hrinur og Þróttur eina. Staðan í fjórðu hrinu 14—14 og IS með boltann. En Þróttarar létu sig ekki. Þeim tókst að herja út tvö stig. Staðan í leiknum þá orðin 2—2 og úr- slitahrina framundan. Leikurinn hafði annars verið mjög jafn. Fyrstu hrinu vann IS 16—14. Þróttur næstu 15—12. IS þá þriöju 16— 14. Þróttur jafnaði svo með enn einni 16—14 hrinunni. Áhorfendur áttu þvíj von á jafnri og spennandi lokahrinu. En þá var sem allur vindur væri úr Stúdentum.Mótstaða þeirra var brost- in. Eftirleikurinn reyndist Þrótturum auðveldur. Með 15—3 sigri endur- nýjuðu þeir meistaratignina. Ekki er hægt að segja að einstakir leikmenn liðanna hafi skarað fram úr öðrum. Það vakti athygli hve varnir liðanna reyndust sterkar, ekki aðeins varnir við netiö heldur einnig lágvarn- ir. Ánægjulegt var að sjá hversu vel sumir leikmenn tóku á móti föstum smössum. Árangur Þróttar í meistaraflokki karla er glæsilegur. Frá því haustið 1980 hefur liðið aðeins tapað einum leik gegn íslensku liði, gegn IS fýrr í vetur. Með sigri sínum á mótinu nú telst Þróttur enn besta blakliðlandsins. -KMU. FRAM MÆTTIEKKI Einn leikur í bikarkeppni handknatt- leikssambandsins í 16-liða úrslitum milli Stjörnunnar og Fram átti að fara fram í gær. Leika átti í Ásgarði, íþróttahúsinu i Garðabæ, og hafði Fram mótmælt því. Salurinn þar ekki af löglegri stærð en þó hafa bikarleikir farið þar fram. Hins vegar fékk Stjarnan ekki að leika þar heimaleiki sína í vetur í 1. deildinni. Leikurinn var samt settur á í gær en leikmenn Fram mættu ekki til leiksins. íslandsmet Ragnheiður Runólfsdóttir, Akranesi, setti nýtt íslandsmet í 100 m baksundi á sundmóti í Sundhöll Reykjavikur í gærkvöldi. Synti vegalengdina á 1:11,2 mín. Hún átti sjálf eldra íslandsmetið, l:ll,9sek. -hsím. Leikmenn Stjörnunnar mættu og auk þess áhorfendur. Stjörnuleikmennirnir skiptu þá i tvö lið og léku fyrir áhorf- endur, svo þeir fengju eitthvað fyrir ferð sína í iþróttahúsið. -hsím. J. Greenhoff stjóri Rochdale Jimmy Greenhoff, leikmaðurinn kunni hjá Man. Utd., sem einnig lék með Stoke, Birmingham og Leeds á llt- ríkum ferli, gerðist í gær fram- kvæmdastjóri hjá Rochdale, sem er meðal neðstu liða i 4. deild. Bróðir hans, Brian Greenhoff, sem einnig lék með Man. Utd. lengi, síðast Leeds, mun einnig fara tU Rochdale innan skamms. -hsím. Tamara McKinney sigraði aftur Bandaríska stúlkan Tamara McKinney sigraði aftur í stórsvigi í heims- bikarkeppninni í alpagreinum í gær. Þá var keppt í Waterville Valley í Bandarikjunum og bandariska stúlkan jók forustu sína í stigakeppninni. Tími hennar í gær í báðum umferðum var 2:18,44 mín. Marie Epple, V- Þýskalandi, varð önnur á 2:19,15 mín. Fabienne Serrat, Frakklandi, þriðja á 2:19,54 min. og Erika Hess, Sviss, fjórða á 2:19,66 mín. Hanni Wenzel, Lichtenstein, varð í 9. sæti á 2:21,25 mín. Tamara McKinney hefur nú 195 stig en Erika Hess er í öðru sæti með 187 stig. -hsim. j | Islandsmeistarar Víkings i 3. flokki kvenna ásamt þjálfurunum Halli Magnússyni og Onnu Vigni. DV-mynd Guðmundur „Sjóveikar á leiðinni, það gleymdist fljótt” — sagði Margrét Hannesdóttir, fyrirliði íslandsmeistara Víkings í 3. flokki kvenna I Frá Friðbirni Ö. Valtýssyni, frétta- manni DV í Vestmannaeyjum. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur í vetur. Viö unnum riðilinn létt, höfðum tíu stiga forskot í lokin. Það er mjög skemmtilegt að koma til Eyja og leika til úrslita hér. Annars vorum við næstum allar sjóveikar á leiðinni en það gleymdist fljótt. Keppnin hér var Margrét Hannesdóttir, fyrirliði Vík- ings, með bikarinn og lukkutröllið. DV-mynd Guðmundur Sigfússon mjög jöfn og spennandi. Við byrjuðum illa en sóttum í okkur veðrið í lokin,” sagði Margrét Hannesdóttir, þegar DV náði tali af henni strax eftir verölauna- afhendingu í keppni 3. flokks kvenna á íslandsmótinu í handknattleik, sem háð var í Vestmannaeyjum um helg- ina. Margrét er fyrirliði Víkingsliðsins, sem varð Islandsmeistari, og hún sagðiennfremur: „Árangur okkar vil ég þakka þjálfurunum önnu Vigni, svo og Halli og Steina, sem aostoðuðu hana. Það stendur mikið til hjá okkur. I sumar ætlum við á Partille Cup í Gautaborg og koma við í Kaupmannahöfn á heim- leiöinni.” Og við vonum að Víkings- stúlkurnar nái góðum árangri þar. Þrjú liö háðu harða baráttu um Is- landsmeistaratitilinn í Eyjum. Víking- ur hlaut níu stig, Grótta og Týr átta stig. Grótta hlaut silfurverðlaunin. Sigraði Tý í innbyrðisviðureign lið- anna. Markakóngur keppninnar varð Andrea Atladóttir, sem skoraöi 30 af 35 mörkum Týs og er mjög efnileg hand- boltastúlka. FÖV. Lens og Laval sigruðu Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu voru háðir um helgina. Lið tslendinganna, Karls og Teits Þórðar- Fimmtíu með 12 rétta 127. leikviku Getrauna komu fram 50 raðir með 12 réttum leikjum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 5.735.00. Þá voru 745 raöir með 11 rétta leiki og var vinningur fyrir hverja röð kr. 165.00. sona , unnu bæði. Laval vann Nancy 0—1 á útivelli, Lens vann Bordeaux heima 1—0 Phillippe Vercruysse skor- aði sigurmark Lens á 54. mín. Siðari Icikirnir verða um næsta helgi. Helstu úrslit í öðrum leikjum urðu þessi. Martigues-St. Etienne 3—0 Lille-Bastia 1—0 Metz-Brest 1—1 Mulhouse-Monaco 0—1 Racing Paris-Lyon 0—0 Paris SG-Abbeville 2—0 Tours-Marseille 3—0 Nantes-Braume-les-Dames 4—0 Maubeuge-Strasbourg 1—2 -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.