Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 38
38 DV. FIMMTUDAGUR10. MARS 1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Athyglis- vero vakn- ing í þ jóð- félaginu — segir Svavar Svavarsson framleiðslustjóri „Þetta er mjög skemmtilegt fram- dómar og veikindi, vöðvabólgur og tak hjá stelpunum,” sagði Svavar þess háttar, en ég tel víst að leikfimis- Svavarsson, framleiðslustjóri BUR, æfingar af þessu tagi spomi við sjúk- ,,og af reynslunni undanfariö tel ég dómum og styrki heilsuna. Veikinda- æskilegt að þær fái fullkomna aðstööu tíðni í fiskvinnslu er mjög há og það er til æfinga og hvíldar.” allt lofsvert sem heldur henní niðri.” — Heldurðu að þetta framtak komi — Nú er sá háttur hafður á í Japan fyrirtækinu á einhvern hátt aö gagni? að vélarnar eru stöðvaðar á vissum „Þetta er erfið vinna sem hér er fresti og fólkið gerir þá léttar og mýkj- stunduð og fylgja henni allskonar sjúk- andi æfingar þar sem það er statt „Ég tel víst að leikfimiæfingar af þessu tagi sporni við sjúkdómum og styrki heilsuna," segir Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri hjá BÚR. Leikfimi Baldur Hermannsson í eins og fimm mínútur — heldurðu að slikt fyrirkomulag gæti veriö við hæfi hér? „Ég er nú ekki nógu fróöur um þessa hluti en að sjálfsögðu er þaö mjög hollt og ákjósanlegt að fólk fái tækifæri til þess að liöka sig í vinnutímanum. En allt er þetta undir einstaklingnum komið og ég myndi nú ekki kæra mig um að skikka einn eða annan til þess að stunda leikfimi, hvorki í vinnutíma né utan hans. Ég held aö þaö sé vænlegra að láta þetta þróast áfram hjá stúlkun- um og sjá hvað síðar verður. En hún er mjög athyglisverð þessi vakning í þjóöfélaginu hvað snertir allskyns líkamsrækt og heilsurækt. Það er áreiðanlega mikilvægt að fyrirtæki sem grundvalla sína starfsemi á kröft- um fólksins geri sér far um að hlúa að þessum kröftum og halda þeim við sem lengst.” — Æfirðu nokkurn tíma með þeim sjálfur? „Ekki enn. En það er aldrei að vita hvað verður,” sagði Svavar íbygginn á svip. Fróðárundrin og f leira gott á snældum I síðustu viku var á þessari síðu rit- að töluvert mál um hljóðsnældur og þeirra þjónustuhlutverk gagnvart bók- menntunum, og þess var getið sem rétt er, að blindir menn og sjónskertir höfðu góða forgöngu um þesskonar beislun hljóðbandatækninnar hér á landi. Blindrabókasafn Islands lánar út 20.000 hljóðbækur ár hvert, býður alls upp á 1100 titla og fjölgar þeim óð- um. En hljóösnældur með bókmennta- verkum eru einnig famar að ryðja sér farveg inn á almennan markað, þótt þess væri að engu getið þá, en nú skal bætt úr því að nokkru. öndvegisljóð og afturgöngusögur Fyrirtæki eitt, „Sólspil-Þjóðvísi”, hefur nefnilega gefið út ekki alls fyrir löngu fjórar hljóðsnældur með önd- vegiskveðskap íslenskum, þjóðlegum sögnum og afturgöngusögum. Það er sjálfur Ævar R. Kvaran sem textann flytur af alkunnri list. Áskeli Másson samdi hljómlist og leikur hana sjálfur þar sem við hæfi þykir ásamt Einari Jóhannessyni, Manuelu Wiesler og ReyniSigurössyni. Þetta eru hugþekkar hljóöbækur allar fjórar og mikill unaður í því fólg- inn að leggjast út af í flosmjúk hæg- índi, lygna aftur þreyttum augum og hlíða á Gunnarshólma, sem ágætir menn hafa talið fegursta kvæði Is- lands. „Blikar í lofti birkiþrasta sveimur, og skógar glymja, skreyttir reyni- trjám”. Þannig orti Jónas forðum daga en þaö er rétt sem á snældunum stendur Gunnar Thoroddsen lagði til fyrir fjór- um óratugum, að kennsla í framsögn yrði upp tekin í skólum, en sú til- laga hefur enn ekki komið til fram- kvœmda. skrífaö, að gott kvæði eflist um allan helming þegar listfengi lesarans bætist við þann skáldskap sem í kvæðinu blundar. Þaö er líka alveg hárrétt sem Ævar Kvaran hefur löngum kennt oss, að lestrarkennslu í skólum er stórlega áfátt — og kannski verra en áfátt, því að stundum eru börn bókstaflega vanin á vondan upplestur. Það er til lítils sóma að miklast af hreinleika tung- unnar á tyllidögum, þegar ekki er vandað til hennar betur á virkum dög- um en raun ber vitni. „Æskan lærir margt ískólum" En Ævar Kvaran hefur talað fyrir daufum eyrum, og þó ekki alveg, því að íslensk alþýða hefur meðtekið þennan boðskap og skilið, að hann er réttur. Má þó vera að senn fari að ræt- ast úr víðar, því að einn af okkar vönd- uðustu skólamönnum hefur innleitt Hljóðsnældur Baldur Hermansson kennslu í framsögn á sinni stofnun, en það er sr. Guðmundur Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Þaö er lika vert að minnast orða þess stjórnmálaforingja sem göfgast mál hefur talað og skrifað um sinn, en það er Gunnar Thoroddsen: „Það verður að taka upp kennslu og tilsögn í ræðumennsku í skólum landsins og kenna hana þar eins og hverja aðra námsgrein. 1 þeirri kennslu á hver nemandi að taka þátt undir stjóm góöra leiðbeinenda. Æskan lærir margt það í skólum, sem nauðsynlegt er hverjum manni, en ekki að láta í ljós í mæltu máli skoðanir sínar og hugsanir.” Þessi orð em tekin úr erindi sem Gunnar flutti í Ríkisútvarpið fyrir ein- um 43 árum, og er leitt til þess að Gott kvæði eflist um allan helming þegar listfengi lesarans bætist við skáldskapinn, sem i þvi blundar. Ævar R. Kvaran hefur lesið sögu- Ijóð og þjóðlegan fróðleik inn á hljóðsnældur og vonandi fara bóka- forlögin að hugleiða frekari land- vinninga i þeirn efnum. hugsa, aö honum skuli aldrei hafa gef- ist tóm til þess að knýja þau til fram- kvæmda á valdaferli sínum. Fróðárundrin heilla Kvæðalestur Ævars í hljóðbókunum fyrmefndu er fagur og unun á hann að hlýða, en þó finnst mér meira til koma lesturs hins óbundna máls. Er mér enn í sinni stund ein fyrir skemmstu, er ég ók með frændur mína tvo bæjarleið að kvöldi dags. Þeir voru bernskir og til þess aö stilla til friöar í aftursætinu lék ég fyrir þá snælduna með Fróðár- undrunum. Skipti engum togum að ófriðarkjóarnir smáu sátu eins og heillaöir af töfrum hinnar fomu sögu, og skildist mér þá hvemig hyggilegast er að vígja ungu kynslóöina inn í ver- öld fornsagnanna. Ágætir rithöfundar hafa lesiö úr bókum sínum inn á hljómskífur, en hljóðsnældan er vitaskuld margfalt handhægara tæki og vonandi sjá bóka- forlögin sér fært að sinna þessu máli okkur lesendum og hlustendum til gamans og nauösyn ja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.